Þjóðviljinn - 28.07.1983, Blaðsíða 1
Verslunarmanna-
helgín er á næstu
grösum. Við gerum
grein fyrir helstu
útisamkomum,
sætaferðum, veðri
og vegaþjónustu.
Sjá 10
júlí 1983
fimmtudagur
166. tölublað
48. árgangur
Frestur til
uppsagna
samninga rennur
út um mánaðamót
Flest
stœrri
félögin
hafa
sagt upp
Flest stærri félögin hafa nú sagt
upp samningum frá mánaða-
mótum ágúst og september að
sögn Asmundar Stefánssonar
forseta ASÍ. Heildaryfirlit um þau
félög sem nú draga sverð úr siíðr-
um fæst hinsvegar ekki fyrren
eftir versiunarmannahelgi, en
frestur til að segja upp samning-
unum rennur út um mánaðamótin
næstu.
„Við höfum enn ekki tekið á-
kvörðun um meiriháttar fundi
eða ráðstefnur á næstunni", sagði
Ásmundur Stefánsson í spjalli við
Þjv. í gær, „ætlum að herða
róðurinn á kynningarstarfi og
upplýsingamiðlun. Við höfum
dreift fréttabréfi ASÍ í geysilegu
upplagi og ýmsir minni fundir
hafa verið haldnir í félögunum og
á vinnustöðum. Það má búast við
að áhrifin af kjaraskerðingum og
verðhækkunum verði mönnum
ljósari eftir hásumarið og skatta-
lausa mánuðinn.“
Ásmundur sagði frekari tíðinda
að vænta af andófi verkalýðs-
hreyfingarinnar um miðjan ágúst.
- m.
Leikrit eftir
Svövu frumsýnt
í Færeyjum
Nýtt leikrit eftir Svövu Jakobsdóttur,
„Lokaæfingin“, verður frumsýnt í hinu
nýja Norræna húsi í Þórshöfn í Fær-
eyjum í Iok ágúst. Það er hópur frá
Þjóðleikhúsinu sem hefur æft verkið
undir stjórn Bríetar Héðinsdóttur, en
þau fara utan 27. ágúst. Leikritið fjallar
um hjón sem ætla sér að lifa af kjarn-
orkustyrjöld.
Leikendur eru Edda Þórarinsdóttir,
Sigurður Karlsson og Sigrún Björns-
dóttir, en leikmynd gerir Birgir Engil-
berts.
Mikil hætta á atvinnuleysi á Patreksfirði
Penmgar verða
að koma í vikumii
Annars verður að segja fólki upp
Aðstoð verður að berast Hraðfrystihúsinu á Patreks-
firði þegar í þessari viku, annars stöðvast allur rekstur-
inn og segja verður starfsfólkinu upp, segir Jón Krist-
insson framkvæmdastjóri í viðtali við Þjóðviljann í dag.
Byggðarsjóður hefur málefni
frystihússins til umfjöllunar en
ekkert hefur heyrst frá ríkis-
stjórn eða lánastofnunum.
Útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækið á við gífurlegan fjár-
magnsvanda að etja.
Hraðfrystihúsið hefur verið
tíu ár í smíðum og um það stóðu
pólitískar deilur á sínum tíma,
en sú andstaða sagði til sín í
lánastofnunum, segir Jón Krist-
insson. Þetta er stærsta atvinn-
ufyrirtæki á Patreksfirði og á
annað hundrað manns hafa
beina atvinnu af rekstrinum.
Það er blóðugt að komast
ekki á sjó, segir Hlöðver Har-
aldsson skipstjóri á Sigurey,
togaranum sem liggur bundinn
við bryggju vegna fjárhags-
örðugleikanna. Þetta skip kom
úr síðasta róðri með 144 tonn
og á miðunum er mokveiði.
Þetta sama skip skilaði 20 mill-
jón króna aflaverðmæti í fyrra.
-óg.
Þetta unga fólk úr Vinnuskóla
Reykjavíkur fór í Viðey í gær-
morgun og var þar ýmislegt að-
hafst, keppt í fótbolta og þyrla
færði þeim hádegismatinn. Á
morgun er síðasti dagurinn í
Vinnuskólanum. Myndin er
tekin þegar unga fólkið var að
leggja í hann uppúr 8 í gær-
morgun. - Ljósm. -eik.
Ársskýrsla Hús-
næðisstofnunar
fyrir áriðl981er
komin út. Þar koma
ýmsir merkilegir
hlutirí
húsnæðismálum ís-
lendinga i ljós.
Skattar hækka meir en
atvimmtekjumar!
í frásögnum dagblaðanna í
gær af hækkun áiagðra skatta
gætti nokkurs misræmis. Þann-
ig talaði Morgunblaðið um
55% skattahækkun í Reykjavík
milli ára, en Þjóðviljinn um
65% hækkun. Hvorug talan er
rétt, og byggist villan m.a. á því
að launaskattur var talinn með í
heildarupphæðinni í fyrra en
ekki nú í ár.
Það rétta er að þeir skattar sem
einstaklingum er gert að greiða
hækka milli ára í Reykjavík um
60,7%, en skattahækkunin hjá
fyrirtækjum og stofnunum nemur
54,7%. Þannig verður hækkun
heildarálagningar í Reykjavík
58,9%.
Séu þessar skattahækkanir bom-
ar saman við spátölur Þjóðhags-
stofnunar frá 8. júní sl. um hækk-
un atvinnutekna milli ára, þá kem-
ur í ljós að skattar einstaklinga
hækka töluvert meira milli áranna
1982 og 1983 heldur en nemur tekj-
uhækkuninni. Þannig gerði Þjóð-
hagsstofnun ráð fyrir 54% hækkun
atvinnutekna milli ára, sem gerir
52,5% hækkun á mann, en skattar
á einstaklinga í Reykjavík hækka
hins vegar um full 60% eins og áður
sagði.
I áætlun Þjóðhagsstofnunar um
hækkun atvinnutekna er samt gert
ráð fyrir að tekjurnar hækki 4%
meira en svarar krónutöluhækkun
kauptaxta, og þá vegna aukinna
yfirborgana, sem hæpið hlýtur að
teljast að treysta á, og margir njóta
alls ekki.
Við biðjum velvirðingar á þeim
villum, sem slæddust inn í skatt-
aútreikninginn í gær, en upplýsing-
ar um prósentuhækkun milli ára
fylgdu ekki fréttatilkynningu
skattstjórans í Reykjavík.
Sjá nánar
um skattana
á síbu 9