Þjóðviljinn - 29.07.1983, Page 1

Þjóðviljinn - 29.07.1983, Page 1
AUKABLAÐ möðviuinn Föstudagur 29. júlí 1983 FEfcÐIR ÚT í ÓVISSUNA Fra Gæsavatm uppaf Mýrdai „Ég er kominn upp á það/ allra þakka verðast/ að sitja kyrr á sama stað/ en samt að vera að ferðast" - orti Jónas og við erum að myndast við að gera eitthvað slíkt í þessu auka- blaði. Við flengjumst um allar jarðir, út um hvipp og hvapp- við sleikjum sólina á Puerto Rico með fólki sem er nýkomið þaðan og gefurskýrslu um land og þjóð: við eigrum um hálendið með vinnumanni frá síðustu öld, Kristni Jónssyni: við færum okkur aftur um tvær aldíiri og grípum hér og hvar niður í ferðasögu Árna frá Geitastekk sem þvældist víða á ofanverðri 18. öld og erum alein í heiminum í Morsárdal með Þresti Haraldssyni. Inn á milli er hitt og þetta - Náttúru- verndarráð minnir okkur t.d. á ýmislegt sem hafa ber hug- fast þegar ferðast er um ísland - og við höldum einbeitt af stað-útíóvissuna. Puerto Rico. Ætli flestir tengi það nafn ekki aðallega við þá aumustu og lægst settu í verstu hreysunum í New York en um eyjuna sjálfa vitum við hins vegar næsta lítið. Þetta er eyja græn og góð í karabíska hafinu og henni hefurverið lýstsem Paradís - en það var fyri r löngu síðan. Nýlega komu hingað heim þau Kristín Jónsdóttirog Jón Thoroddsen, sem dvöldu veturlangtáeynni. Við spurðum þau um mannlífið þar og landshætti, en fyrst hvað í ósköpunum þau hefðu verið að vilja þangað. Jón vísar á Kristínu: „Það eru eiginlega tvær ástæður fyrir því,“ Puerto Rico ATLANTISCHER OZEAN Arecibo rAguadiila Altosano RioPiedras Bayamón Fajardo Utuado/ Mayágúez Humacao Coamo •SanGermán Ponce > Eisonhahn » Hat»n Þetta er kort af Puerto Rico. I leit að þjóðarsál segir hún: „ég var að læra í Mexíkó í fyrra og þar kynntist ég merkilegri hreyfingu sem kallaðist „Poesía Negra" - svörtu eða karabísku skáldin, en þau komu fram eftir aldamót og höfðu mikil áhrif m.a. í Evrópu á fyrri hluta aldarinnar þegar primitifisminn reið þar hús- um. Þessi skáld voru á Kúbu, Santo Domingo og Puerto Rico, og þarna var sem sagt eitthvað sem ég vildi kynnast nánar og ég valdi Puerto Rico bæði vegna þess að það var auðveldast fyrir mig að komast þangað og svo bara með gömlu happa- og glappaaðferðinni. Ég vildi líka fylla upp í mitt nám, sem eru spænskar og suður-amerískar bókmenntir - ég hef áður verið á Spáni og Mexíkó og nú fannst mér röðin komin að karabíska hafinu.“ Ég spyr út í landafræðina og þau segja mér að næst Bandaríkjunum sé Kúba - rétt utan við Florida - þá komi Santo Domingo, þar sem Dominíkanska lýðveldið er og Ha- iti, sem Baby Doc brunar um á sportbflnum sínum og stjórnar með harðýðgi og þarfyrir austan sé svo Puerto Rico. „Þarna er mikill eyjaklasi", segir Jón: „og skiptist í tvennt - Puerto Rico er minnsta eyjan í stærri klasanum. Á sumum eyjunum lifir fólk bara á því að selja millum perlufestar og svo- leiðis dót tollfrjálst... “ Þessar eyjar - grípur Kristín fram í - „eru kall- aðar Jómfrúareyjar og tilheyrðu sumar Dönum og Hollendingum hér áður fyrr, en nú skiptast þær á milli Breta og Bandaríkjamanna. Allir túristar sem koma til Puerto Rico eru sendir þangað því þar er bæði fallegt og hægt að versla mjög ódýrt.“ Svitnaði ekki En í Puerto Rico?. „Já hún er ógurlega þéttbýl“, sagði Jón: „og það er hægt að keyra í gegnum hana alla og maður er aldrei kominn upp í sveit. Og það er hvergi hægt að vera einn þarna - nema þá á þann veg að maður sé einn í mannhafinu. Eyjan er annars mjög falleg, allt grænt. Hitinn er náttúrulega ansi mikill fyrir mann af íslandi og líkamlegt samband manns við eyjuna verður einhvern veginn ...tja... þegarégkom þarna fyrst þá svitnaði ég ekki, líkaminn setti upp algjöra mótstöðu... „En eftir tvo til þrjá mánuði“, segir Kristín, „er þetta allt í lagi og janúar og febrúar eru ágætir. Strax á morgnana eru svona 30 gráður en það segir ekki alla söguna því rak- inn er svo mikill í loftinu... já mað- Rætt við Jón Thoroddsen og Kristínu Jónsdóttur um PuertoRico ur er yfirleitt orðinn uppgefinn þarna eftir daginn", grípur Jón fram í, „hitastækjan er svo mikil.“ Gætuð þið ekki brunað í gegnum sögu eyjarinnar fyrir mig? Það er Jón sem talar: „Ja hún er uppgötvuð í annarri eða þriðju ferð Kólumbusar og þar'voru fyrir ind- jánar sem voru kallaðir Tainos - Tænar á íslensku, - og þeir voru mjög friðsamt fólk og nægjusamt. Við heyrðum þarna einhverja sögu af því að þeir hafi boðið Spánverj- unum að borða og einn Spánverji hafi étið í eina máltíð álíka og ind- jáni á einum mánuði. Eftir hálfa öld eru svo þessir indjánar horfnir. Þeir voru strax settir í vinnu hjá Spánverjunum við öll þessi mann- virki sem þarf að reisa, vegi og ann- að;, svo dóu þeir úr kvefi og öðru vegna þess að mótstöðuaflið hrundi strax. Þegar indjánarnir voru farnir að bila hófst innflutn- ingur á afrískum þrælum og meira að segja kínverskum líka en það var nú eitthvað lítið að vísu...“ Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.