Þjóðviljinn - 29.07.1983, Síða 2

Þjóðviljinn - 29.07.1983, Síða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 29. júlí 1983 Spænsk nýlenda „Þetta er alveg spænsk ný- lenda“, segir Kristín: „allt til 1898 að Bandaríkjamenn koma. Þessi jeyja var aldrei ætluð fyrir annað en að vera áningarstaður, þegar menn jvoru á leið í gullleit til Suður- Ameríku - til Perú og Mexíkó og náttúrulega Eldorado. Þannig að hún varð aldrei neitt mikilvæg og heldur ekki í sögu karabíska hafs- ins því að allir fóru til Kúbu eða Dóminíkanska lýðveldisins. Kúba, Filippseyjar og Puerto Rico voru síðustu nýlendurnar sem spænska heimsveldið átti, þegar komið var fram undirsíðustu aldamót, ogþeir vildu halda því. Og þegar Kúbanir og Puertoríkanir standa í sinni sjálfstæðisbaráttu þá koma Banda- ríkjamenn og bjóða fram sína hjálp, en þeir áttu þá mikið af syk- urreyrökrum í karabíska hafinu, sérstaklega á Kúbu og Puerto Rico. ... og bandarísk Þannig að Bandaríkjamenn bjóðast til að hjálpa Kúbönum og Puertoríkönum að vinna sjálfstæði og koma svo sjálfir strax á eftir? „Já. Puerto Rico varð formleg nýlenda en á Kúbu létu Banda- ríkjamenn sér nægja að áskilja sér rétt til að grípa inn í. Það var mjög máttlaus sjálfstæðishreyfing á Pu- erto Rico, miðað við það sem var á Kúbu þannig að Puerto Rico hálf- partinn sekkur í hendur Bandaríkj- amanna átakalaust. Á Kúbu voru aftur á móti José Martí og fleiri frægir menn og heilmikil vakning.“ Jón: „Þeir eru að reyna að finna ýmsar skýringar á því hvers vegna sjálfstæðishreyfingin var svona máttlaus þarna - sumir nefna land- fræðilegar orsakir, það sé ekki hægt að flýja upp í fjöllin og svo- leiðis - en eitt frægasta skáld þeirra eftirstríð René Marqués segir hins vegar að þetta sé einhvers konar karakterveila í þjóðinni. Eftir að Bandaríkjamenn tóku yfir var allt fært yfir á ensku, í skólum og alls staðar, og meira segja voru nem- / leit að þjóðar- sál endur látnir lesa spænska höfunda á ensku. Það er í rauninni merki- legt að þeir skuli hafa haldið tung- unni..“ / leit að þjóðarsál Kristín: „Upp úr 1930 vaknar hreyfing; menn fara að velta fyrir sér eigin þjóðareinkennum og þeir eru í rauninni að því enn þá í dag: er til eitthvað sem er púertorík- anskt og hvað ætti það þá að vera, Kristín Jónsdóttir og Jón Thoroddsen spyrja þeir aftur og aftur og komast ekkert út fyrir það - fyrr en eitthvað gerist þarna því þeir eru alltaf í sama farinu. Síðan verða þarna straumhvörf á fimmta áratugnum þegar puerto- ríkanar setjaframkröfur um sjálf- stæði þá fara Bandaríkjamenn fyrst fyrir alvöru að dæla fjármagni inn í landið og við það tók þjóðfélagið allt á sig amerískari svip. Árið 1976 verða þarna ýmsar hræringar í háskólanum: farnar kröfugöngur og einhvers konar vakning í gangi en það var allt miskunnarlaust bar- ið niður, háskólanum var lokað í eitt og hálft ár og allt fjaraði út. Það starfar að vísu þarna einhvers konar sjálfstæðishreyfing en hún er lítil og veik og auk þess full af flugumönnum frá FBÍ.“ Fallegt fólk En hvað um fólkið? „Það er mjög vingjarnlegt", segir Kristín, „þetta er gott fólk þarna, og fallegt fólk og aldrei hef ég séð jafn mikla kurteisi, bílstjóra og gangandi vegfarenda. En það er dálítið erfitt að nálgast það, og ég er hálf smeyk um að það sé búið að eyðileggja þetta latneska í því; það er eitthvað horfið úr þessu latneska eðli sem maður kynnist annars staðar í Suður-Ameríku, fannst mér - sumir segja annað... það var einhvern veginn erfiðara að ná sambandi við yngra fólkið, þeir eldri voru miklu opnari og manni finnst að þeir yngri átti sig ekki al- veg á því hvað er að gerast hjá þjóðinni, þeir eru alveg sofandi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.