Þjóðviljinn - 29.07.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 29.07.1983, Qupperneq 5
Af hrakn- ingum Kristins Jónssonar um öræfin einkum til þorsta sem hann svalar oft í ánni. Hvíldarlaust gengur hann nú allan þennan dag og alla næstu nótt og vonar sífellt að hann komist brátt til byggða: Á gangi þrjá daga samfleytt „Snemma næsta morgun“ - skrifar Pálmi - „kom hann að kvísl, sem féll í ána, er hann fylgdi. Óð hann kvíslina og gekk vel yfir.því að hún var eigi djúp. Þetta varð honum til lífs, og var það mikið happ, að hann skyldi ekki heldur fara yfir ána, sem hann fylgdi, því að vafalaust hefur hún verið stór- um vatnsminni en þessi kvísl.“ Kvíslin sem hér um ræðir er nyrsta Þjórsárkvíslin frá Hofsjökli. Og nú heldur Kristinn viðstöðu- laust áfram, veður margar smá- kvíslar og fylgir höfuðánni. Hann hefur nú verið samfleytt á gangi í þrjá daga og ekki léttir þokunni. Hann tekur að lýjast, biður bæn og sofnar. Nóttin er köld; hann vaknar fyrir dögun og heldur áfram ferðinni: „Þegar birti, létti þokunni, og gerð síðan heiðskírt veður með glaðasólskini. Sá Kristinn nú til undrunar sér og ótta, að hann var hvergi í námunda við byggðir, heldur uppi á reginöræfum. Á hægri hönd honum reis geysimikill jökull, en til vinstri lágu eyðisand- ar. Ekki þekkti hann sig, enda hafði hann aldrei áður komið á þessar slóðir og var að öllu ókunn- ugur staðháttum á öræfunum." Hundurinn hverfur En við vitum betur: hann var staddur austan við Hofsjökul miðjan, með Sprengisand á vinstri hönd. Og nú fer að renna upp fyrir Kristni í hvílíkri hættu hann var staddur: matarlaus og á vondum skóm, komið langt fram á haust og hann rammvilltur. Ekki gefst hann upp að heldur, en heldur áfram all- an daginn uns hann er kominn að suðurhorni jökulsins og er nú orðinnn ákaflega móður. Hann blundar öðru hverju þá nótt og á meðan sýnir hundurinn hans frum- kvæði sem sjaldgæft er meðal hunda: hann ráfar burt og fannst ekki eftir það. Það þótti Kristni mikið mein. Nú rennur upp fjórði dagur vill- unnar. Kristinn leggur af stað fyrir dögun og fer nú að finna til magn- leysis fyri alvöru. Þann dag brestur á krapahríð, hann þarf tvisvar að vaða jökulkvíslar upp undir hend- ur og um nóttina getur hann lítið sofið fyrir kulda og vosbúð. „Mikið þótti honum fyrir um hvarf rakk- ans,“ segir Pálmi, „og fannst nú sem allt arkaði að einu um sinn hag.“ Næsta morgun veður hann yfir bergvatnsá eina, er Kisa mun heita, hann kemur að götuslóða þar sem hann finnur för eftir hesta og fé, en allir eru nú á bak og burt og þögnin ríkir ein. Hann er hold- votur og skelfur af kulda, það er norðankuldi og hraglandi, það dregur æ meira af honum. Um kvöldið finnur hann leitarmanna- kofa að Fitjaskógum og þar hírist hann um nóttina. Fæturnir eru dofnir og ískaldir, hendurnar bláar. Næsti dagur er sunnudagurinn 2. október og sjötti dagur villunnar. Veður er heiðskírt og sólin skín, engu að síður er frost. Kristinn er lémagna, kalsárir fæturnir út- steyptir kaunum, annar skórinn rif- inn - hann röltir af stað. Sem fyrr fylgir hann höfuðánni og fram undan sé hann Heklu, en þekkir hana ekki. Ferðin sækist honum seint því hann verður oft að stoppa til að hvfla sig en áfram mjakast hann þar til hann kemur auga á Búrfell og tekur stefnuna þangað - ekki þekkti hann þó fjallið. Hann kemur loks á gróðurlendi og veit nú að ekki er langt til byggða. Um kvöldið leggst hann niður á sléttan sand, skammt frá Búrfelli og vind- urinn næðir um hann. „Kom þú sæll, þá þú vilt“ Næsta dag er lífsvon hans þrotin; hann dregst þó einhvern veginn áfram í þeirri vonartýru að ein- hverjir finni hann svo hann fái að deyja meðal manna og geti hvílt í vfgðri mold. Um kvöldið er hann kominn í lítið skógarkjarr suðvest- an í Búrfelli, en þangað er 2-3 stunda lestarferð frá byggð. Hnn er gersamlega þrottinn að kröftum og býður dauðann velkominn þá hann vill. Næsta morgun vaknar hann snemma, það er þriðjudagurinn 4. október og áttundi dagur villunnar og um þann dag skrifar hann svo til bróður síns, kominn heilu og höld- nu til Reykjavíkur. „Þarna svaf ég til morguns í ein- um dúr, en um morguninn var bezta veður, og ætlaði ég mér að halda áfram, en þá voru fæturnir svo aumir og mátturinn svo lítííi, að ég gat ekki staðið nema að styðja mig við hríslurnar, og varð ég því að leggja mig aftur, og það segi ég þér satt, góði bróðir, að oft hafði ég lagzt til svefns órólegri heldur en í þetta skipti, því að ég vonaði, að ég fengi nú að sofna hinum sætasta og síðasta blundi, og oft hef ég óskað þess síðan, að ég hefði mátt hvíla þar lengur...“ 77/ manna En ekki fékk hann að deyja í friði. Hann mókti mest allan þenn- an dag, en um fjögur leytið bráir aðeins af honum og hann skreiðist á fætur og lítur í kringum sig: skammt frá eru nokkrir hestar á beit. Hann reynir að mjaka sér í áttina til þeirra en hugkvæmist ekki að kalla: „Hugðist hann nú bíða,“ skrifar Pálmi, „og gefa gætur að hestunum. En í sama bili sá hann mann skammt frá sér milli runna í skóginum. Maðurinn hafði þótzt heyra kynlegt ýlfur og sjá einhverja óvænta hræringur á liminu. Hann hét Eiríkur Ólafsson og var bóndi í Minni-Mástungum í Gnúpverja- hreppiI... /Eiríkur spurði nú Krist- in að nafni og hvaðan hann væri. Þegar hann heyrði að hann væri norðan úr Eyjafirði og hefði villzt þaðan, faðmaði hann Kristin að sér og kvað hann kominn suður í Árn- essýslu.“ Þegar hann fannst, þriðjudaginn 4. október, hafði Kristinn verið að heiman í rúman hálfan mánuð. Pálmi Hannesson kveður hann hafa sennilega gengið um 200 kíló- metra eða meira. Vetur var að ganga í garð og einn hafði hann farið þvert yfir hálendið, í alls kyns sveigum, yfir straumþungar ár, matarlaus og án yfirhafnar, með jakkakragann einan til að skýla hálsinum. Kristinn var meðalmaður á vöxt að sögn Pálma, grannleitur og föl- leitur; áður en hann lenti í þessum raunum þótti hann ekki tápmikill í heimasveit sinni, en seigur - „Hann var óbreyttur alþýðumað- ur, sem kallað er, og lét jafnan lítið yfir sér“, segir Pálmi. Hann náði sér aldrei að fullu eftir hrakning- arnar og lést á fimmtugsaldri á Ak- ureyri. gat tók saman og byggði á frásögn Pálma Hannessonar: „Villa á öræfum" úr bókinni Mannraunir. Föstudagur 29. júlí 1983 IÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 SÆMD ER HVERRIÞJÓÐ AÐ ÞEKKJA CITT | Min LITPRENTAB TÍMARIT UM ÍSLAND, 011 I LMIlU UTIVERU 0G FERÐALÖG Jón Sigurðsson, forseti, og Jónas Hallgrímsson, skáid, voru sem kunn- ugt er ekki alltafá einu máli um leiðir í íslenskum þjóðmálum. Og þar sem báðir gáfu út rit sem stuðla áttu að þjóðlegri einingu og metnaði væri gaman að vita hver skoðun þeirra yrði ef þeir mættu tjá sig um tímaritið AFANGAR. Líklegast yrðu þeir sam- mála um að hérværi á ferðinni glæsi- legt tímarit um ísland sem erindi ætti inn á hvert heimili í landinu. Tímaritið ÁFANGAR fæst í versl- unum víða um land. Hægt er að gerast áskrifandi með því að fylla út formið hér við hliðina og senda það tímaritinu ÁFANGAR Veltu- sundi3B101 Reykjavík. Hverttbl. í áskrift kostar kr. 95,00 en í lausasölu kr. 120,00. Hægt er að kaupa öll útkomin tölublöð sem fáanleg eru og þrjú óútkomin, alls 11 tbl., á aðeins 495,00. Áskriftarsímar: 29499 og 29440. s s s s s s s s Ég undirritaður óska hér með eftir að gerast áskrifandi að tímaritinu ÁFANGAR: Nafn Helmlli ................................. Póstnúmer .....................Sveitarfélag Símanúmer ................................. Kynnist fegurð Mývatnssveitar, dveljist að HÓTEL REYNIHLÍÐ. FERÐAMENN, FÉLÖG, SAMTÖK Útvegum gestum leigubíla með og án bílstjóra. Bjóðum gistingu og veitingar og Útvegum urriðaveiði í Laxá. margháttaða fyrirgreiðslu fyrir einstaklinga, hópa og ráðstefnur. Seljum bensín og olíur. HOTEL REYNIHLIÐ við MYVA TN Opið frá kl. 9.00 - 23.30 alla daga vikunnar & 96.44170 Ferðist um eigið land Hefur þú kynnst töfrum íslenskrar náttúru? Ef svo er ekki, átt þú eftir að njóta sumarleyfis í landi, sem jafnast á við þekktustu ferðamannalönd veraldar. Ferðamálaráð hveturalla landsmenn til aðferðast um ísland ogganga vel um landið. /Ri FERÐAMÁLARÁÐ ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.