Þjóðviljinn - 29.07.1983, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 29.07.1983, Qupperneq 9
Föstudagur 29. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ ficeres, en góð við matrósa og sold- áta, hvað fyrir að hennar officeres eru henni stórlega undirgefnir og! kannske hræddir fyrir henni, af því að hennar sjófólk og soldater hafa frí inngang til hennar, en generaler mega vænta lengi eftir Ieyfi að að koma henni í tal...“ Arni er þarna einkum með Dön- um í herdeild og virðist það hafa verið heldur ófélegur lýður: „Mínir kammerater höfðu slegizt um nóttina og einn þeirra hafði brugt hníf. Voru þar fyrir straffaðir, þegar um borð komu. Þeir stálu tóbaki frá mér. Eg fékk það aldrei síðan. Þeir dönsku eru aldrei trúir sínum eigin lags- mönnum, því síður oss íslenzkum, sem þeir vilja gjarna hafa fyrir sína þénara. Eru mikið ótrúir í orðum og verkum, so eg hefi aldrei fengið nokkurn trúskap hjá danskri nati- on.. En danskir urðu oft straff- aðir, bæði fyrir klammerí og þjófn- að. Eg hitti mig vel á öllum stöð- um. Rússar voru kvensamir, hvar þeir sáu tækifæri..." Hreysti og hugprýði 1 stríðinu lendir Árni í nokkrum mannraunum og orustum og segir svo frá einni: „/ ..../ Vér skutum nú á báðar síður, þeir grísku á eina síðu, en vér á aðra. Að síðustu komum vér þeim so nær, að við köstuðum vor- um litla dreka á skip þeirra og höl- uðum það til okkar. En þegar þeir tyrknesku soldater sáu þetta, hlupu þeir allir í sjóinn og syndu ' sem selir. Vér slógum þá flesta, er ná kunnum, í hel með vorum árum, en þegar upp komum á skipið, sáum vér þar dauða kroppa og blóð á þilfarinu. Voru þá ei til baka nema tveir menn, sem var faðir og sonur, er voru skipseigendur. Faðirinn var so stór og sterkur sem risi. Hans handleggir voru so þykkvir sem fullkomins manns lær, og eftir því var heili kroppurinn. Hann hafði tvö sverð, eitt í hverri hendi, og slóst með báðum. En einn Greker, er var af þeim Alban- eser, sem eru hið grimmasta fólk, hann kom á bak þessum tyrkneska stóra manni og lagði hann á milli herðanna, og kom oddurinn út fyrir neðan bringspalirnar. Og þeg- ar sá stóri, gamli maður fékk sitt banasár, kastaði hann báðum sverðunum upp í loftið, so það söng í þeim, og féll á hrygginn, meðan blóðið út rann af kroppn- um. Þannig deyði hann með hreysti og hugprýði. Sonurinn var fram á skipinu. Og þegar sonurinn sá, að faðirinn var nú dauður, varð hann sorgfullur og varði sig ekkert, held- ur gekk viljugur til síns dauða, og Rússar hjuggu hans höfuð af, en færðuhannfyrstúr klæðunum./... / Þeim feðgum var í sjó varpað, og voru talin á þeim gamla manni 18 fárleg sár og það nítjánda, er hann af deyði. Þegar þeir komu í vatnið, var höfuð og fætur í sjónum, en mittið líkamans flaut so lengi sem sáum, en vor doktor sagði, þeir kynnu ómögulega sökkva, því allt blóð væri af þeim...“ Garpskapur í góðviðri „/... / Einn dag var gott veður. Skyldum vér nú fá eitthvað lífs upphold. Komum vér upp á ey nokkra, er Tyrkjar í bjuggu. Þegar þeir sáu oss, hlupu þeir allir út í skóginn, után tvær konur voru heima. Sú eina var ólétt, en önnur ei. Henni lágu þeir hjá. En þá óléttu uppskáru þeir og tóku fóstr- ið út af hennar lífi - og það gegn- um stungið. Hrærðust bæði lærin og handleggirnir á því, er þeim þótti gaman upp á að sjá.“ Árni átti svo eftir að þvælast víð- ar um; af og til kom hann til íslands en eirði aldrei hér og var óðara stokkinn á ný út í lönd. Hann samdi ferðasögu sína á þeim árum sem hann bjó hér á landi og dó einhvers staðar við Limafjörð einhvern tíma á árunum 1801-1820. - gat. Upplýsingaþjónusta á Kirkjubæjarkláustri Á Kirkjubæjarklaustri er nýlega tekin til starfa Upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Þetta er tilraun sem er ætlað að veita ferða- mönnum aukna og betri þjónustu en áður hefur verið. Þessi stárfsemi verður til húsa í félagsheimilinu Kirkjuhvoli og verður þar opið alla daga frá 8:30-10:30 á morgnana og frá 20:00 til 21:00 á kvöldin. Að auki er hægt að ná í framkvæmda- stjóra Upplýsingaþjónustunnar í síma 99-7645 á öðrum tímum. Upplýsingaþjónustan hefur um- sjón með: 1. Tjaldsvæði því sem nýlega hefur risið við Kleifar skammt frá Kirkjubæjarklaustri (ca 1 km). 2. Hestaleigu þar sem hópum eða einstaklingum gefst kostur á því að fá hesta leigða í stuttar eða langar ferðir með leiðsögumanni. Einnig bara rétt að skreppa á bak og láta taka af sér mynd. 3. Sölu veiðileyfa í nokkrum ám og vötnum á svæðinu milli sanda. 4. Bílferðir inn á hálendið t.d. að Laka og virða fyrir sér hinar 200 ára gömlu eldstöðvar. 5. Leigu á svefnpokaplássi í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli svo og Systrastapi skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Lengst til vinstri er Eldmessutangi - þar stoppaði hraunið. einnig sali til fundarhalda eða ann- arra samkvæma. 6. Leigu á herbergjum til gist- ingar á einkaheimilum. Hér að framan eru talin nokkur atriði sem Upplýsingaþjónustu þessa varðar. Einnig mun þarna vera að finna eitthvað af minjagrip- um til sölu svo og einnig verða veittar upplýsingar um ýmis önnur atriði sem ferðamanni gætu að gagni komið. REYKJAVIK: Gúmmlvinnustofan, Skipholti 35 Otti Sæmundsson, Skipholti, 5 Höfðadekk, sf, Tangarhöfða 15 Hjólbarðastöðin, Skeifunni 5 Hjólbarðahúsið, Skeifunni 11 Hjólbarðahöllin, Fellsmúla 24 AKRANES: Hjólbarðaviðgerðin hf, Suðurgötu 41 Hjólbarðaþjónustan, Dalbraut 13 BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga ÓLAFSVÍK: Marls Gilsfjörð Hermann Sigurðsson BÚÐARDALUR: Dalverk hf. ÍSAFJÖRÐUR: Hjólbarðaverkstæðið, Suðurgötu BOLUNGARVÍK: Vélsmiðja Bolungarvlkur VÍÐIDALUR: Vólaverkstæðið Vfðir BLÖNDUÓS: Bllaþjónustan, Iði VARfl Véla SAUÐÁRKRÓKUR: Kaupfélag Skagfirðinga Vélsmiðjan Logi HOFSÓS: Bllaverkstæðið Pardus DALVÍK: Bllaverkstæði Dalvíkur ÓLAFSFJÖROUR: Bllaverkstæðið Múlatindur SIGLUFJÖRÐUR: Ragnar Guðmundsson AKUREYRI: Hjólbarðaþjónustan, Hvannarvöllum 14 B Höldur sf, Tryggvagötu 14 HÚSAVÍK: Vlkurbarðinn, Garðarsbr. 18 A KELDUHVERFI: Vólav. Har. Þórarinssonar, Kvistási EGILSSTAÐIR: Dagsverk sf. Véltækni sf. ESKIFJÖRÐUR: Bifrv. Benna oi REYOÁRI Bi STÖÐVARFJÖROUR: Sveinn Ingimundarson HÖFN: Dekkja- og smurþjónustan, Hafnarbr. KIRKJUBÆJARKLAUSTUR: Gunnar Valdimarsson FLÚÐIR, HRUNAMANNAHREPPI Viðgerðarverkstæðið, Varmalandi HVOLSVÖLLUR: Erlingur Ólafsson SELFOSS: , Kaupfélag Árnesinga VESTMANNAEYJAR: Hjólbarðastofa v/Strandv. ÞORLÁKSHÖFN: Bifreiðaþjónustan HVERAGERÐI: Bjarni Snæbjörnsson GRINDAVÍK: Hjólbarðaverkstæði Grindavlkur KÓPAVOGUR: x ðjuvegi 32 l’MII.MA HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.