Þjóðviljinn - 29.07.1983, Side 12
MQÐVIUINN
Föstudagur 29. júlí 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná i blaðamenn og aðra starlsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent heiur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
„ Það eru akkúrat tíu ár síðan
núna, þettavareinmittvikuna
fyrir verslunarhelgina og ég var
að fara einn á puttanum austur
meðsvefnpokaogtjald." Það
er Þröstur Haraldsson sem er
að segja frá, en hann lenti á
sínum tíma í nokkru basli á
Skeiðarársandi og í Morsárdal
þótt þær raunir megi teljast
smámunirhjáþeim
hrakningum sem menn lentu í
fyrrátímum. En þessar raunir
Þrastar mega engu að síður
teljast nokkuð dæmigerðar
þegar nútímamenn fara einir
með staf og mal inn í ríki
náttúrunnar.
Aleinn
íheiminum
í Morsárdal
„Ég ætlaði á Hornafjörð á putt-
anum. Þar átti ég kunningja og ætl-
aði með þeim upp á Hérað. Fyrsta
daginn gisti ég á Skógum í góðu
yfirlæti hjá þeim Arnari Jónssyni
og Þórhildi Þorieifsdóttur sem þá
sáu um þann stað og næsta dag er
ég kominn á Mýrdalssand þar sem
ég sest niður og bíð eftir bíl. Ég
beið dágóða stund, og enginn bíll -
hins vegar kemur loks rúta sem
stoppar og þar er kominn Árni
Björnsson þjóðháttafræðingur
með fulla rútu af þýskum túristum
sem hann stjórnaði af mikilli rögg-
semi. Með honum kemst ég í Skaft-
ártungur og þaðan að Núpsvötn-
um.
f þann tíð var enn verið að
byggja stóru brúna yfir Skeiðará,
en ekki búið að leggja veginn sem
er núna. Vegurinn sem var þá
beygði strax upp að jöklinum og lá
nær honum en núna. Ég þramma af
stað, það var orðið nokkuð áliðið,
en ekki tekið að skyggja að ráði.
Mér til halds og trausts hafði ég
göngustaf sem átti eftir að koma
sér vel, því þarna er skúmavarp
sem ég varð allóþyrmilega var við.
Sandurinn er kolsvartur og jök-
ullinn líka og yfir gnæfir ógnvæn-
legur Lómagnúpur og ég aleinn.
Og nú taka einir sex skúmar að
voma yfir mér og sýna ýmsa til-
burði í þá átt að fara að ráðast á mig.
Það fóru að rifjast upp fyrir mér
sögur sem ég hafði heyrt um árás-
artækni þeirra - þeir gættu þess að
koma úr sólarátt svo maður sæi þá
ekki og ættu það líka til að ráðast
að manni tveir í einu - ég var orð-
inn skíthræddur. En þá var það
prikið góða sem bjargaði mér í
þetta sinn: ég hélt því yfir höfðinu
og þeir létu mig í friði...
Þröstur
Haraldsson
segir frá
10 ára
ferðalagi
Um kvöldið hitti ég nokkra brú-
argerðarmenn sem bjóða mér gist-
ingu í skála sem þeir höfðu þarna
og daginn eftir fer ég af stað og ætla
að komast yfir Skeiðará. Til þess
þurfti ég að fara með jökli og kom-
ast fyrir upptökin og það tekst mér
án teljandi hrakfalla. Áin er þarna
mjög tilkomumikil og ógnarleg,
hún brýst öll fram á einum stað og á
móti er klettaveggur þar sem hún
hefur grafið mikinn helli.
Jæja, ég kem nú inn í Bæjar-
staðarskóg og nú er komin glamp-
andi sól, ég sest niður og ríf í mig
nesti - ég er aleinn í heiminum. Nú
þarf að komast yfir Morsá og á
leiðinni að ánni kveða við ógnandi
drunur í Morsárjökli, þar sem meg-
injökullinn ryður fram af honum
efst og það rauk upp þegar stykkin
duttu. Þarna í ánni eru margar
smákvíslar og ég finn vað og fer út í
- ég er kominn upp í nára og bak-
pokinn var þungur þannig að ég fer
að rugga og missa jafnvægið. Ég er
aleinn, það drynur í jöklinum og ég
held að nú muni ég sennilegast
enda lífdagana...
Einhvern veginn klöngrast ég þó
yfir og kemst í Skaftafell þar sem ég
fæ kaffi og kleinur og aftur er ver-
öldin farin að brosa. Um nóttina er
ég kominn að Fagurhólsmýri þar
sem ég tjalda og sú nótt var mér
erfið. Það rigndi stanslaust og blés
og ég var alla nóttina að reyna aði
hemja tjaldið. Þegar birti tók ég
svo saman tjaldið og fór inn í
kaupfélagið þar sem ég ætlaði að
bíða eftir einhverjum bíl. Ég bíð og
bíð. Loks kemur rúta á leið upp í
Skaftafell um hádegið og með
henni önnur rúta full að Mennta-
málanefnd Norðurlandaráðs með
Gylfa Þ. í fararbroddi með höndina
í fatla af einhverjum orsökum.
Þarna eru líka Erlendur Patursson
og Per Olof Sundman og önnur
stórmenni og með þessari sveit fæ
ég svo far á bakaleiðinni, þegar
þeir koma úr Skaftafelli, ákaflega
kátir. Við komumst klakklaust til
Hornafjarðar, nema hvað einhvers
staðar á leiðinni sprakk svo liðið
var drifið út og koníakspeli látinn
ganga...
A Héraðinu rigndi svo og rigndi
- á tveim dögum kom álíka úrkoma
og annars er á einum mánuði. Það
var svo sem eftir öðru í þessari
ferð.“
Öræfakyrrðln ge*ur orðið ógurleg þegar dunar í jöklinum og skúmarnir náJgast í úfnum ham.
Nú fást fjórar tegundir: Appelsín, Cola, Límonaði og Ginger Ale. Þér er óhætt að
drekka sykurlaust Soda Stream eftir æfingar því það er minna en ein kaloría í glasi.
, Þúdiekkur
sykurlaust soda Stieam
Sól hf.
ÞVERHOLTI 19 SÍMI26300
REYKJAVÍK
- gat