Þjóðviljinn - 25.08.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.08.1983, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 — Öðru hverju á stjórnartímabili dr. Gunnars Thoroddsen var Jóhannes í sambandi við forystusveit Alusuisse, t.d. gekk dr. Muller beint á fund hans niðri í Seðlabanka eftir að hafa hafnað öllum til- lögum Hjörleifs um leiðréttingu samn- inga og hækkun á raforkuverði í maíbyrj- un 1982. Þessi „heiðursmaður" hefur nú í þriðja sinn alla þræði af íslands hálfu í hendi sinni í viðræðum við Alusuisse og kippu af stjórnmálamönnum á eftir sér í bandi sem fyrr, — segir í greininni. Mynd- in er frá fyrsta viðræðufundi deiluaðila eftir stjórnarskipti, en þeir eru nú orðnir þrír án árangurs. Álsamningar / • • i ongstrœti Nordals Seinagangurinn í viðræðunum milli íslenskra stjórnvalda og Alusuisse er nú orðinn mjög óþægilegur fyrir stjórnarflokkana báða og þá sem mest höfðu sig í frammi í aðförinni að Hjörleifi Guttormssyni sl. vetur. f tvígang, þ.e. fyrir viðræðufundina í júlí og nú í ágúst hefur Morgunblaðið gefið mjög ákveðið í skyn að sam- komulags væri að vænta milli aðila, a.m.k. bráðabirgðasam- komulags um hækkun raforku- verðsins og síðan yrði tekið til af krafti að ræða um aðra hluti svo sem skattamál og stækkun álvers- ins. „ Viðræður milli vina“ Ekkert af þessu hefur gengið eftir og enn sem fyrr fær almenn- ingur og menn í forystuliði ríkis- stjórnarflokkanna ekkert að vita um stöðu málsins, svo ekki sé minnst á stjórnarandstöðuna. Reynt er að gæta þess sem vand- legast að ekkert almenningsálit á íslandi sé að trufla þessar „við- ræður milli vina“. Það hefur að vísu ekki tekist eins og til var stofnað vegna þess hvernig upp- lýsingastreymi var um álmálið og stöðu áliðnaðar í heild í tíð fyrr- verandi ríkisstjórnar á vegum þá- verandi iðnaðarráðherra. Þetta hefur leitt til þess að áhrifaaðilar eins og Jónas Kristjánsson rit- stjóri DV þekkja vel til málsins og skilja að hér er um hörð við- skiptaleg átök að ræða. Hann og fleiri verða ekki auðveldlega stimplaðir sem handbendi Al- þýðubandalagsins og malandi Morgunblaðsins og Framsókn- arforystunnar um „sök Hjörleifs" er að verða heldur hjáróma. Vinnukariar Jóhannesar Annað sem lægra hefur farið er nú smám saman að renna upp fyrir þeim sem fylgjast með máls- meðferð í tíð „öðruvísi heiðurs- manna“, svo notuð séu orð dr. Paul Múllers. Það er hin sérkenn- ilega staða og ofurtök dr. Jó- hannesar Nordal í þessum samn- ingum sem hinum fyrri við Alu- suisse. Það er ekki aðeins að Jó- hannes stjórni þessum viðræðum í umboði ríkisstjórnar og iðnaðarráðherra, heldur hefur hann dregið með sér sem vinnu- menn fyrir „viðræðunefnd um stóriðju" nána samverkamenn sína fyrr og síðar, þá Garðar Ing- varsson, forstöðumann lána- deildar Seðlabankans og Hjört Torfason hrl., lögfræðing Lands- virkjunar. Hinn fyrri vann að því í árdaga álþreifinga af hálfu Alu- suisse upp úr 1960 að afla gagna og upplýsinga fyrir auðhringinn varðandi fsland og þýða þau gögn yfir á þýsku. Hinn síðari var þá þegar lögfræðingur Stóriðju- nefndar viðreisnarstjórnarinnar. Báðir eru þessir „heiðursmenn" í innsta hring í Sjálfstæðisflokkn- um. Garðar Ingvarsson hefur alla tíð verið einn fremsti talsmaður hinnar erlendu stóriðjustefnu í „sérfræðingaliði" Sjálfstæðis- flokksins Geir Hallgrímsson og þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins til- nefndu Hjört Torfason í álvið- ræðunefnd síðustu ríkisstjórnar, og sat hann þar sem slíkur yfir 50 fundi og fékk öll málsgögn eins og fulltrúar annarra þingflokka. Þessum ráðgjöfum Geirs-arms Sjálfstæðisflokksins og dyggum handbendum Jóhannesar Nordal hefur nú verið troðið að sem starfsmönnum Viðræðunefndar- innar. Óskemmtileg aðstaða Það hlýtur að vera heldur óskemmtileg aðstaða sem hinum fulltrúum ríkisstjórnarinnar, þeim dr. Gunnari G. Schram og Guðmundi G. Þórarinssyni er búin, að hafa ekki til annarra að leita sem starfsmanna fyrir nefndina en dyggra handbenda Geirsliðsins í Sjálfstæðisflokkn- um. Þannig tryggir Jóhannes Nordal hins vegar forræði sitt enn frekar en ella og er þó margt ót- alið. Og hvernig er það svo með blessaðan iðnaðarráðherrann Sverri Hermannsson? Hvert á hann nú að leita til að mynda sér sjálfstæða skoðun á málinu og fylgjast grannt og gagnrýnið með? Jú, hann hefur að vísu feng- ið leyfi til að tylla ráðuneytis- stjóra sínum Páli Flygenring nið- ur við eitt borðshornið á samn- ingafundum, en aðeins til að hlusta, enda hefur ekki heyrst að iðnaðarráðuneytið eigi neitt til þessa máls að leggja nema svona rétt að skrifa undir í fyllingu tímans. „Fagvinnan" í málinu fer öll fram á vegum hins óskeikula for- manns, hjá Seðlabankastjóran- um og forstöðumanni lánadeildar niður í Seðlabanka og hjá stjórn- arformanni Landsvirkjunar uppi í Landsvirkjun, án þess að stjórn Landsvirkjunar hafi hið minnsta um málið heyrt eða af því frétt að starfslið Landsvirkjunar komi þar nærri. Raunar hefur „ritar- inn“ Garðar Ingvarsson for- stöðumaður lánadeildar Seðla- bankans fengið það verkefni að stjórna þeirri „fagvinnu" sem stjórnarformaðurinn hefur sett í gang innan Landsvirkjunar, án þess að minnast á það aukateknu orði við stjórn fyrirtækisins. hvað þá að henni sé treyst til að fá í hendur þá pappíra, sem unnir eru eftir forsögn Garðars Ingvars- sonar í húsinu við Háaleitisbraut. NetJóhannesar Þetta er í aðalatriðum það net sem Jóhannes Nordal hefur lagt út hér á heimavígstöðvunum með dyggri aðstoð Birgis ísleifs og Geirs Hallgrímssonar. í þessu neti á ekki aðeins að halda iðnaðarráðherranum föngnum, ef hann ætlaði að fara að sýna óháð tilþrif, heldur enn frekar Gunnars-liðinu innan Sjálfstæð- isflokksins sem hlýtur að gera nokkrar kröfur til dr. Schrams, svo ekki sé minnst á Framsóknar- flokkinn og fulltrúa hans Guð- mund G. Þórarinsson, sem af ýmsum ástæðum gæti verið farið að líða illa í búrinu hjá Jóhannesi. Framsóknarflokkurinn á hér ekki síður en Sjálfstæðisflokkur- inn mikið í húfi. Forysta hans með Steingrím, Halldór Ás- grímsson og Guðmund G. Þórar- insson tók á síðasta vetri Jóhann- es Nordal trúanlegan, þegar hann sagðist hafa boðlega lausn í ál- málinu á hendi, bara ef menn gætu ýtt Alþýðubandalaginu og Hjörleifi til hliðar. Út á þau orð Seðlabankastjórans gekk Guð- mundur G. út úr álviðræðunefnd- inni í desember 1982 og út á svip- aðar staðhæfingar skrifaði þáver- andi formaður bankaráðs Seðla- bankans, Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknar- flokksins. upp á vantrauststillög- una á Hjörleif iðnaðarráðherra í febrúar 1983. Þá þegar hafði Jó- hannes Nordal lagt net sín af kostgæfni og hann taldi sig hafa tök á málinu á sama hátt og 1966 og 1975. Öðru hvoru á stjórnartímabili dr. Gunnars Thoroddsen var Jó- hannes í sambandi við forystu- sveit Alusuisse, t.d. gekk dr. Múller beint á fund hans niðri í Seðlabanka eftir að hafa hafnað öllum tillögum Hjörleifs um leiðréttingu samninga og hækkun á raforkuverði í maíbyrjun 1982. Heiðursmenn reyna í þriðja sinn Þessi „heiðursmaður“ hefur nú í þriðja sinn alla þræði af íslands hálfu í hendi sinni í viðræðum við Alusuisse og kippu af stjórnmála- mönnum á eftir sér í bandi sem fyrr. Árið 1975 gerði hann samn- inga um minna en ekki neitt við Alusuisse og dró þá Steingrím Hermannsson og Ingólf Jónsson með sér út í ófæruna. Til ráðgjaf- ar hafði hann þá sína dyggu þjóna Garðar Ingvarsson ogHjörtTorf- ason hrl. og menn finna þá hina sömu einnig á myndum við há- borðið 1966. Dr. Múller er nú sem fyrr reiðubúinn að „skipta á sléttu" eftir formúlunni „give and take“ rétt eins og 1975 og auðvitað ætl- aðist hann til þess af Jóhannesi Nordal að ganga nú eins og þá til slíkra samninga. Það sem breyst hefur er hins vegar ný sýn til málsins og vitneskja fjölda manna og þorra almennings um þau mistök sem þá voru gerð öðru sinni. Reynslan af álsamningunum til þessa hrópar í himininn og stöð- ugt bætast þar við ný teikn. - Spurningin nú er m.a. um það, hvort Gunnar G. Schram og Guðmundur G. Þórarinsson ganga sjáandi út í ófæruna með Jóhannesi eða hvort þeir kunna fótum sínum forráð sem stjórn- málamenn. Sú áhætta blasir nefnilega við, að samningar sem fela í sér áframhald á meðgjöf af íslands hálfu inn í stórgróðafyrir- tæki Alusuisse í Straumsvík, komist ekki í gegnum háttvirt Al- þingi, jafnvel þótt iðnaðarráð- herrann og ríkisstjórnin léti lokka sig inn í öngstræti undir leiðsögn Jóhannesar Nordal. k. Bara-rokk / í Reykj avík Bara-flokkurinn akureyrski leggur land undir fót í vikulokin og rokkar fyrir Reykvíkinga. Þeir verða í Safarí í kvöld, á Borginni á föstudagskvöld og í Félagsstofnun stúdenta á laugardagskvöld. Svo er bara að koma og rokka. Austur- þýskur orgelleikur í Kristskirkju Austurþýski orgelleikarinn Christoph Krummacher heldur í kvöld orgeltónleika í Kristskirkju ■ Reykjavík. Christoph Krummacher er há- skólaorganisti í Rostock, hinum forna Hansabæ við Eystrasalt. Hann kennir þar orgelleik. heldur fyrirlestra um orgeltónlist og hefur skrifað ýmsar greinar um hana í blöð og tímarit. Krummacher er fyrsti austur- þýski orgelléikarinn sem heldur tónleika á íslandi. Hann hefur áður leikið fyrir Sovétmenn, Pólverja, Rúmeni, Vestur-og Austur-Þjóð- verja og Svía. Tónleikarnir í Kristskirkju hefj- ast klukkan 20.30. Á efnisskrá eru verk eftirTunder, Buxtehude, Bo- yvin, Frescobaldi, Boely og Brahms. Norrœna húsið Síðasta opna húsið I Opnu húsi í kvöld kl. 20:30 mun Hjálmar Ólafsson formaöur Nor- ræna félagsins halda fyrirlestur á sænsku og tala um ísland - land og þjóð á mörkum hins byggilega heims. Á eftir fyrirlestrinum verð- ur sýnd kvikmynd Osvaldar Knut- sens „Fjallaslóðir“, en sýning henn- ar tekur 28 mín. Þar með lýkur þessari sumardag- skrá, sem einkum var ætluð ferða- mönnum frá Norðurlöndunum, en hefur einnig verið vel sótt af íslend- ingum. I anddyri hefur sýningin á ís- lenskum sjófuglum, sem Náttúr- ufræðistofnun og Náttúrugripa- safnið standa að, verið sett upp aft- ur og verður hún opin til mánaða- móta á venjulegum opnunartíma hússins. I sýningarsölum Norræna húss- ins eru sýningarnar um norrænt landnám og búsetu til forna opnar daglegakl. 14-19, en athygli er vak- in á því að þeim lýkur sunnudaginn 28. ágúst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.