Þjóðviljinn - 25.08.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. ágúst 1983
Deilur um eyjar og lögsögu:
Er hægt a<5 bera saman
Hesseley og Jan Mayen?
4
Norræn samvinna verður stundum erfið -einkum ef að fiskimið og olíuleit
verða til að trufla.
Deilur Dana og Svía út af því
hvar draga eigi efnahagslög-
sögu við eyna Hesselö í Kat-
tegat hafa að vonum vakið
mikla athygli út í frá. Vegna
þess, að heimurinn er fullur
af dæmum um eyjar og haf-
svæði sem hægt er að reikna
á ýmsa vegu - allt eftir því
hvernig menn vilja túlka haf-
réttarsamninga Sameinuðu
þjóðanna.
Miðlínudeilur
í nýlegri grein í Information er til
að mynda minnt á það, að Noregur
og Danmörk eiga í óleystri deilu
um það, hvernig draga eigi efna-
hagslögsögu milli norsku eyjarinn-
ar Jan Mayen og Grænlands. (Og
er óþarft að minna á það, að ís-
lendingar koma þar einnig við
sögu.) En í greininni í Information
er þess getið, að Danir hafa viðhaft
á umdeildu svæði sömu aðferð og í
Kattegat: að gefa grænt ljós á bor-
anir eftir olíu á umdeildu svæði -
áður en samkomulag hafði náðst.
Vitnað er til samkomulags sem
íslendingar og Norðmenn náðu um
Jan Mayen árið 1980 og tryggir
meðal annars íslenskum fiski-
mönnum vissan rétt til veiða á
svæði sem er innan 200 mílna efna-
hagslögsögu frá fyrrgreindri
heimskautaeyju. En bæði í því
samkomulagi og í skeytum sem
fara á milli ríkisstjórna er einnig
vitnað til þess. að Norðmenn og
Danir myndu síðar semja um það,
hvar draga ætti efnahagslögsögu
milli Jan Mayen og Grænlands.
Hver er í stjórn?
Nú er frá því að segja, að þegar
gert var bráðabirgðasamkomulag
milli Norðmanna og íslendinga,
höfðu norskir hægrimenn uppi há-
væra gagnrýni á stjórn Verka-
mannaflokksins fyrir það að hún
væri alltof kratísk og vesæl í sam-
skiptum viö íslendinga. Formaður
hægrimanna norskra, Káre Will-
och, og þáverandi leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar, var að sönnu ekki
eins herskár fyrir hönd síns flokks
gagnvart Dönum í Grænlandsmál-
inu og hann vargagnvart fslending-
um, en hann lét samt ýmislegt frá
sér fara um að Norðmenn mættu
helst aldrei víkja frá miðlínuregl-
unni í hafréttarmálum. Hafði hann
ummæli í þá veru t.d. í maí árið
1980.
Síðan gerist það, að tveir foringj-
ar hægrimanna, Schlúter í Dan-
mörku og sá sami Willoch eru
orðnir forsætisráðherrar hvor í sínu
landi. Þeir hafa þá beint sinni
bróðurlegu íhaldssemi inn á þær
brautir, að forðast árekstra, og
reyna að haga málum þannig að allt
sé opið í báða enda. Síðan rekur
Information málið áfram á þennan
veg:
Jan Mayen
„Þegar Danir tóku þá ákvörðun í
byrjun júní árið 1980 að færa lög-
sögu Grænlands út í 200 mílur
sendi norska stjórnin (kratastjórn
þá) frá sér mótmæli. En Danir
gerðu um leið grein fyrir því, að
þeir vildu ekki standa á því að lög-
saga þeirra næði lengra en til mið-
línu milli Jan Mayen og Græn-
lands.
Ef báðir halda miðlínunni til
streitu er um að ræða um það bil 80
þúsund ferkílómetra svæði og er
það um það bil þrisvar sinnum
stærra en það svæði sem umdeilt er
milli íslands og Jan Mayen.
Sú danska kratastjórn, sem þá
sat, taldi það óhugsandi að hægt
væri að leysa deiluna með valdi, og
hún taldi það einnig óhugsandi að
Norðmenn féllust á sameiginlegt
eftirlit Norðmanna og Dana með
nýtingu auðlinda við Jan Mayen
vegna þess að menn óttuðust, að
Rússar mundu fara fram á sams-
konar tilhögun að því er varðar
umdeilt svæði milli Noregs og Sov-
étríkjanna í Barentshafi.“
Greininni lýkur svo á sögulegri
upprifjun um það, hve lengi Norð-
menn telja sig hafa átt Jan Mayen
(380 ferkm) og að þar séu veður-
fræðingar allmargir og því erfitt að
bera eyna saman við næstum því
óbyggða smáey í Kattegat (þar búa
aðeins vitavarðarhjón). Þar segir
einnig að lokum um Jan Mayen:
„Eyjan fellur undir varnarmála-
ráðuneytið og þeir þrjátíu menn,
sem þar búa, gæta veðurstofunnar
og Loran-C stýrisbúnaðarins, sem
meðal annars aðstoðar bandaríska
kafbáta, búna kjarnorkuvopnum,
á Norður-Atlantshafi".
áb tók saman.
sem skrópa úr vinnu, gegn alkó-
hólistum og gegn ábyrgðar-
mönnum fyrirtækja, sem hafa
reynt að plata yfirvaldið með því
að gefa falsar og fegraðar upplýs-
ingar um framleiðsluna.
Það er mjög sjaldgæft að birtar
séu tölur um afbrot og glæpi í So-
vétríkjunum og því vekur það
nokkra athygli, að innanríkisráð-
herrann telur, að um það bil
helmingur af öllum afbrotum sem
framin eru í landinu séu framin af
ölvuðum mönnum. Þá er eftir því
tekið, að Fedortsjúk segir, að
fimmta hvert afbrot sé framið af
mönnum sem ckki hafi vinnu. So-
vésk lög segja fyrir um, að hver sá
sem vinnufær sé skuli vinnu hafa
og því er atvinnuleysi ekki til
samkvæmt skýrslum.
Eftir að Júrí Andropof varð
aðalritari Kommúnistaflokks So-
vétríkjanna, hefur verið ráðist í
mikla herferð gegn iðjuleysi og
þeim sem skrópa úr vinnu.
Innanríkisráðherrann ítrekar, að
menn hans muni halda áfram að
fara um götur og verslanir að degi
til og krefja menn skilríkja, og
hann kveðst einnig muni leggja
sig fram um að skapa siðferðilegt
andrúmsloft gegn þjófnaði á
vinnustöðum. Þar á móti kemur,
að reynt verður að takmarka
fjölda og lengd skyldufunda á
vinnustöðum til að fólk fái raun-
betri möguleika á að fara í búðir
eða leita sér þjónustu - án þess að
eiga það beinlínis á hættu að
lenda í refsirétti fyrir að skrópa úr
vinnu.
Fedortsjúk leggur einnig á það
áherslu í grein sinni, að það þurfi
að efla vinsældir lögreglunnar og
sýna borgurunum fram á það, að
það borgi sig að snúa sér til
hennar.
(skv. Informntion).
Á matstofu í Moskvu: hörð orð um drykkjuskap og agaleysi.
Innanríkisráðherra Sovétríkjanna:
Herferð gegn drykkju-
skap og skrópasóttum
Innanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, Vítali Fedortsjúk, hefur
skrifað grein í Prövdu, þar sem
hann heitir flokknum og ríkis-
stjórninni hinum besta stuðningi
lögreglunnar við að berjast gegn
óskunda ýmislegum og fyrir betri
aga á vinnustöðum.
Ríkisstjórnin hefur nýlega gert
samþykktir tvær um betri aga á
vinnustöðum. Þar er mælt með
alvarlegum refsingum gegn þeim
Thatcher
setur
spítala
í einka-
rekstur
Ihaldsstjórn Margaret Thatcher
í Bretlandi hefur ákveðið að gera
tilraun með að setja sjúkrahús í
einkarekstur til sex mánaða tíma.
íhaldsstjórnin hefur, eins og
kunnugt er, mikinn áhuga á að
skera niður opinberan rekstur og
hefur þegar selt eða ætlar að selja
ýmis fyrirtæki, Og nú er röðin sem-
sagt komin að heilsugæslunni.
Áformað er að afhenda alþjóð-
legu fyrirtæki einn spítala í sex
mánuði. Vonar íhaldsstjórnin að
tilraunin sýni einhverja möguleika
á sparnaði og að þar með verði
safnað rökum fyrir því að setja
fleiri sjúkrastofnanir í einka-
rekstur.
Ekki hefur enn frést að Margaret
Thatcher ætli að selja skólakerfið
(á Englandi er reyndar töluvert af
einkaskólum) eins og einn af post-
ulum íslenskrar frjálshyggju
svonefndrar leggur til að gert verði
í DV í gær.
Hálf miljón
manna fallin
í stríðinu
við Persaflóa
Stríðið sem hefur geisað milli
írans og írak síðan í september árið
1980 er með mannskæðustu styrj-
öldum. Líkur benda til þess, að allt
að því hálf miljón manna hafi þegar
fallið.
Til samanburðar má minna á
það, að í báðum heimsstyrjöldun-
um misstu Bandaríkin 350 þúsund-
ir manna.
Ekkert bendir til þess að stríðinu
geti lokið innan tíðar og hvorugur
stríðsaðilinn hefur mátt til að sigra
hinn. Kannski heldur stríðinu
áfram þar til annarhvor er dauður,
Khomeini ajatolla í fran eða Sadd-
am Hussein forseti íraks.