Þjóðviljinn - 25.08.1983, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 25.08.1983, Qupperneq 15
Fiinnttudagur 25. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV © Fimmtudagur 25. ágúst 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón- leikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá 8.15 Veðurtregnir. Morgunorð - Jóhanna Kristjánsdóttir talar. Tónleikar. 8.30 Mylsna. Þáttur fyrir morgunhressa krakka. Stjórnendur: Ása Helga Ragnars- dóttir og Þorsteinn Marelsson. 8.40 Tónbilið. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sólmyrkvi i Súluvík“ eftir Guðrúnu Sveinsdóttur Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðuriregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10.35 Iðnaðarmál Umsjón: SigmarÁrmanns- son og Sveinn Hannesson. 10.50 „Svartar fjaðrir" Guðrún Svava Svav- arsdóttir les Ijóð eltir Davíð Stefánsson. 11.05 Gamlir dansar og söngvar frá norður- löndum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 „Brosið eilifa“ eftir Pár Lagerkvist Nína Björk Árnadóttir les þýðingu sína (2). 14.30 Miðdegistónleikar Fíladelfíuhljóm- sveitin leikur „Espana", rapsódiu eftir Alexis Chabrier. Riccardo Muti stj. / Itzhak Perlman og Parísarhljómsveitin leika Rondóþátt úr „Symphonie espagnole" op. 21 fyrirfiðluog hljómsveit eftir Edouard Lalo. Daniel Baren- boim stj. 14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guðmunds- son. 15.20 Andartak Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Roberto Michelucci, Franz Walter og Marijke Smit leika Sónötu í g-moll fyrir fiðlu, sembal og selló eftir Gius- eppe Tartini / Vladimir Ashkenazy og „The London Wind Soloist" leika Pianókvintett í Es-dúr op. 16 eftir Ludwig van Beethoven. 17.05 Dropar Síðdegisþáttur í umsjá Arn- þrúðar Karlsdóttur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.50 Við stokkinn Karl Ágúst Úlfsson heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Bé einn Þáttur i umsjá Auðar Haralds og Valdísar Óskarsdóttur. 20.45 Flokkur útvarpsleikrita eftir Jökul Jak- obsson. II. leikrit: „Afmæli i kirkjugarðin- um“ Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Þorsteinn ó. Stephensen, Regína Þórðar- dóttirog Rúrik Haraldsson. Leikritið var áður flutt '65 og '66. 21.15 Gestur í útvarpssal Erlingur Vigfússon syngur lög eftir Gylfa Þ. Gíslason, Franz Schubert, Richard Strauss, Enrico Toselli, Crescenzo og Cardillo. Jónas Ingimundar- son leikur á píanó. 21.45 Nokkrar vfsur um veðrið og fleira eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þorsteinn Gunn- arsson les. Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- ■ dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 í Jökuldjúpi - togaralif 1954 Jónas Árnason les kafla úr bók sinni „Sjór og menn". 23.00 Á síðkvöldi Tónlistarþáttur i umsjá Katrínar Ólafsdóttur. 23.45 Fréttir Dagskrárlok. Útvarp kl. 20.45 Afmæli í kirkju- garðinum Síðastliðinn fimmtudag flutti Útvarpið leikrit Jökuls Jakobs- sonar, Gullbrúðkaup. í kvöld fáum við að fylgjast með öðru leikriti Jökuls, Afmæli í Kirkju- garðinum. Leikstjóri er Helgi Skúlason en leikendur Þor- steinn Ö. Stephensen, Regína Þórðardóttir og Rúrik Haralds- son. Leikritið var áður flutt í útvarpið árið 1966. Tveir tnenn eru að störfum í kirkjugarðinum. Báðir heita þeir Jón. Að ber ekkju, og er erindi hennar að athuga leiði mannsins síns sáluga. Hún gef- ur sig á tal við þann Jóninn, sem nefndur er hinn Jón. Lítur um stund út fyrir að framhalds- kynni geti tekist með ekkjunni og hinum Jóni en... -mhg ffr Halldór Pjetursson skrifar: KÖGUR-GRIMUR ..því ekki mun Grímur meira gera í dag”. Þetta varð víðfræg för og aldrei síðan varð Grínrs vart, en lengi voru fingur hans til sýnis í Njarðvík. í BorgarFirði eystra eru marg- ar víkur og vogar en sú nyrsta heitir Njarðvík. Hún á í raun mikla sögu, scm hér verður ekki skráð. A tímabili bjó ættbálkur minn þarna, um 70 manns. Þá voru ckki tún teljandi og engjar ekki utan smá slefrur um öll fjöll. Það, sem heyjaðist, var sett þar saman og sótt á vetrum. Sjórinn var aðal bjargræðið. Meðan mín ætt bjó þar var þetta oft talið eitt hcimili. Svo var þarna annað, sem sumir tclja að ekki verði í aska látið. Menningar- miðstöð Þarna var talin, og með sann, mesta menningarmiðstöð Austurlands. Höfuð ættarinnar var þá talinn Jón, seni oft var kallaður lærði. Hann átti bóka- kost mikinn, sem gekk á milli til lestrar. Þarna voru, auk okkar fornu fræða. bækur á Norður- landamálum. Þrír hálfbræður Jóns lásu þessi mál og þýddu jafn- óðum. Það sagði Þorbjörg móðursystir mín, að Steinn afi minn hefði gert. Las upphátt og þýddi jafnóðum. Jón hafði mik- inn fróðleik frá Hjörleifi Hafnar- bróður, sem þá bjó á Nesi. Jón var ákafur í ættfræðinni og þar steig sr. Einar prófastur á Hofi sín fyrstu spor í þeirri grein. Jón ferðaðist um á vetrum og aflaði sér fróðleiks því gnótt liðs var heima og karl ekki verksíngjarn við útivinnu. Það er ekki meiningin að rekja hér sögu Njarðvíkur heldur færa í búning eina af sögum Jóns, er ég fann í gömlu handriti og ekki vel læsilegu. Saga þessi er um óvætt, sem nærri lá að legði þessa fögru vík f eyði. Sagan af Kögur- Grími Þegar saga þessi gerðist bjó í Njarðvík stórbóndi. Hann var tröllefldur og talinn þriggja manna maki. Fast sótti hann sjó- inn og talið var að hann kynni ekki að hræðast. Öllum stórsjó verri var þó vættur sá er herjaði í Víkinni og grandaði bæði mönnum og fé. Hann var talinn kontinn frá Grænlandi og gengið þar í skóla seiðskratta. Norðan megin víkurinnar er smá vogur, sem kallaður er Kög- ur. Á flóði má róa þar inn smá- bát. Rétt innan við Kögrið tók við standberg til beggja handa en vogur svo breiður rnilli kletta að bátur flaut á milli og dýpi ekki svo rnikið, að auðvelt var að stjaka. Vogur þessi endaði í helli og þar bjó óvættur sá, er Grímur hét og kenndur við Kögrið. Nú mundi hann fremur vera kenndur við voginn, með standbergið til beggja handa og kallaður Stein- Grímur. Grímur þessi var skattelskur og tók jöfnum höndum fólk og gripi. Stundum seiddi hann til sín heilar skipshafnir. Undir þessu var þungt að búa en ráð fannst ekki til að hnekkja veldi Gríms. Fyrrnefndur stórbóndi hafði þó sagt, að hann mundi ganga á hólm við Grím ef hann mætti velja sér lið. Undir þetta var vel tekið. Bóndi þessi hét Hallgrímur og var harður í garð stærri manna. Hallgrímur hafi á laun tal af sjómönnum í víkunum og gerði þeim grein fyrir því, að koma mundi til uppgjörs með sér og Kögur-Grími. Hér var engin fljótfærni á ferðum og menn gerðu sér grein fyrir því að um engan gamanleik var að ræða. Þegar Hallgrímur hafði valið mennina kvaðst hann gera þeim 'orð unr mætingu. Snemma að morgni síðasta sumardags stóð Hallgrímur bóndi á hlaði úti með öxi biturlega í hendi og albúinn til sjóferðar. Menn hans voru allir mættir og var engan ótta á þeim að sjá. Þeir réðu svo út á mið ein, sem kennd eru við „Klett" og renndu þar færum. Fiskur gaf sig fljótt og þegar leið að hádegi höfðu þeir fengið þrjú rúm af vænum fiski. „Hönkum upp og tökum til ára“. var skipun formanns, „fiskirí veröur ekki meira í dag, enda þetta sæmilegur róður". Sjólag var gott og báturinn skot-gekk. Brátt varð það ljóst, aö þeir einir réðu ekki förinni. Tók bát- urinn sjálfkrafa stefnu á Kögrið. Formaður bað menn sína að vera rólega og tilbúna að hlýða skip- unum. Þegar að Kögri kom bað formaður menn sína að taka árar inn. Báturinn óð inn í Kögrið og stefndi í voginn milli klettanna. Haligrímur stóð í stafni og við hlið hans hlikaði á hina biturlegu öxi. „Hafið nú hendur á árum og bíðið skipunar", kallaði formað- ur. í sömu andrá sjá þeir krumlu eina ferlega grípa um hnýfil báts- ins. Eins og örskot greip formað- ur öxina og hjó á fingur loppunn- ar svo þeir hrundu inn í bátinn. Hrópaði þá formaður: „Stjakið nú', strákar, ekkert fum heldur ' látið orkuna nýtast til fulls". Ferðin út gekk slysalaust en þegar orðið var árafrítt sagði for- maður: „Takið nú í áraspaðana svo skriður myndist". I sömu svipan sjá þeir bjarg eitt mikið koma fljúgandi frá Kögrinu og kom niður rétt utan við bátinn. Rót varð svo mikið að bátinn nær fyllti, en þarna voru snör handtök svo allt fór vel. „Nú skulum við bara damla", sagði formaður, Eftirmál Nú eins og oft áður er þröngt fyrir dyrum hjá fólki, sem aldrei þekkir sinn vitjunartíma. Komi góðæri um tíma og mennskir menn með í stjórn lagast brátt hagur hinna snauðu, þefr líta til sólar og vonast eftir betri tíð. Allt fyllist. af varningi, kannski lítt þörfurn, sem sálin er sett að veði fyrir. Þetta eru svikahlé, sent allt- af koma með útreiknuðu tíma- bili. Nú er eitt stærsta hléið af þessari tegund upp runniö og „krumlan" vofir yfir framtíð okk- ar, eins og oft áðuren aldrei eins vel hönnuð og nú. Þetta er krumla ráns- og gripdeildar, sem nemur allar reglur úr gildi, hvort þær heita stjórnarskrá eða eitthvað annað. Svona er þetta allt þegar verstu öfl þjóðfélagsins ganga í eina sæng. Okkar stærsti galli er að al- þýðan lærir aldrei á þessa krumlu. Þótt okkur hafi í sumu farið fram þá stöndum við bara og glápum á ræningjana. Jafnvel á okkar mestu eymdartímum tóku ntenn sig saman og fóru að ræningjum með amboð sín og grjót og stráfelldu þá. Alþýðan tók skútur og togara uppi í land- steinum og færði til hafnar og setti jafnvel helga menn í poka. íslendingar eru nú orðnir svo menntaðir að þeir gefa skít í fjör- egg þjóðarinnar. Stundum tóku íslendingar danska ofríkismenn og komu þeim í aðra vist. Hvar eru nú þeir, sem stytta vilja fingur hinnar nýju krumlu? Hallgrímssonum fjölgar nú ört. Þeir ferðast til guðs eigins lands og lífga upp á drauma sína með því að fá sér blund í herskipum og læra að hneigja sig svo djúpt að þeirgeti spýtt á allt, sem minnir á ættjörð og arf þjóðar. Halldór Pjetursson, Kópavogi.' Alister og sekkjapípan í Skotlandi er héraö sem heitir Kintyre og þar er allt klettótt og illt yfirferöar. Og þar eru holur og gjótur sem menn villast í og fólkið sem býr í Kintyre heldur að niöri í þeim búi undirheimafólk sem haldi miklar veislur í glæsilegum upplýstum sölum. Á tunglskinsbjörtum nóttum hafa sumir heyrt undurfagran söng og hljóðfæraslátt úr gjótunum. Þá eru verurnar aö skemmta sér. En hætti einhver sér of nærri, þá hendir hann ólán. Einu sinni bjó maður í Kintyre sem hét Alister. Hann var vinsæll, af því hann var svo duglegur að blása í sekkjapípu. Enginn spilaði á sekkjapípu eins og hann. Eitt kvöld var hann að spila fyrir fólkið og hann spilaði svo vel. Allt í einu hætti hann og sagði: „Nú ætla ég að spila fallegasta lag sem ertil. Það er fallegra en nokkuð sem undirheimabúarnir spila." Þegar hann sagði þetta varð fólkið dálítið hrætt af því að það vissi að undirheimafólkinu var hreint ekkert gefið um að einhver gerði lítið úr því. „Gerðu það nú góði minn að taka þetta aftur, þú hefur fengið þér full mikið neðan í því“ sagði einn gamall bóndi, „enginn spilar betur en undirheimabúarnir." En Alister var þrjóskur og sagði: „Það spilar enginn betur en ég. Ég skal sýna ykkur það. Ég ætla að ganga um allan dalinn og spila og það skal ekkert koma fyrir mig.“ Allir þögnuðu. Og Alister tók sekkjapípuna og spilaði falleg- asta lag sem nokkur hafði nokkurn tíma heyrt. Og hann hélt áfram að spila. Hann stóð upp og gekk út úr húsinu og stefndi að gjótunum. Allireltu. Hanngekkáfram þartil hann var kominn að gjótunum. Þorði hann lengra? Já. Hann gekk áfram og hélt áfram að spila. Fólkið stóð lengi og beið. Alveg fram á morgun beið það eftir því að hann kæmi aftur. Menn kölluðu eftir honum en enginn svaraði. Enginn þorði aö fara niður í gjótuna. Alister var horfinn og allir söknuðu hans. — Löngu löngu seinna vaknaði gamli bóndinn sem hafði ávarp- að Alister um hánótt og heyrði greinilega að einhver spilaði á sekkjapípu. Konan hansvaknaði líka. „Þetta er Alister", hvísl- aði hún. Bóndinn gamli hljóp út og í þokunni greindi hann óljóst mann með sekkjapípu. Alister? „Alister, Alister11, kallaði hann en enginn svaraði. Maðurinn hvarf en eftir varð ómur sekkja- pípunnar. Enn þann dag í dag er sagt að stundum megi heyra leikið á sekkjapípu, þegar þoka er og nóttin er svört í Kintyre. (Skoskt ævintýri stælt)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.