Þjóðviljinn - 14.09.1983, Side 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. september 1983
IBLAÐAUKI
Hef flekamót, byggingakrana, 30 tonna bílkrana,
vörubíla, gröfur og loftpressu.
Fullkomiö verkstæði. — Góöur mannskapur.
SIGFÚS KRISTINSSON
Byggingameistari — Bankavegi 3, Sellossi — Sími 1275
Verkstæði Austurvegi 42-44 — Sími 1550
„Glerbúrið“ séð að innan. Hillurnar eru úr stáli og allar efri hillur
opnar. Svart og hvítt er allsráðandi. Múrsteinn er mikið í tísku í eldhúsinu,
á veggjum eða í kringum ofna, en gleymið því ekki að það sest í hann ryk og
óhreinindi og hann þarf að mála ansi oft.
Fallegt eldhús með hvítum flísum og furulofti og öll áhöld sýnileg. Flísar
eru ofan á skápnum og á veggnum, furulistar, og kústskaft sem hangir í
keðju, sem hægt er að hengja á. Veggurinn er veggfóðraður með gömlum
dagblöðum og stíflakkað yflr.
Hvers konar eld
BYGGI
STÓRT OG SMÁTT
Hér á eftir eru nokkrar
almennar leiðbeiningar fyrir þá
sem eru að hugsa um að fá sér
eldhúsinnréttingu. Áður en að
þeim er komið ætlum við að
reyna að gefa nokkrar
ráðleggingar um þá þætti, sem
þrátt fyrir allt verða oft erfiðastir
þegar veljaskal
eldhúsinnréttingu, en það er
útlitið sjálft, - efnið, viðurinn og
liturinn.
í fyrsta lagi skaltu skoða vel
húsnæðið sem eldhúsinnréttingin á
að fara í. Ef þetta er ný íbúð, þ.e.
ný fyrir þig, húsnæði sem þú þekkir
ekki sem íverustað og vinnustað, er
full ástæða til að taka sér góðan
tíma áður en ákveðið er hvers kon-
ar eldhúsinnrétting er keypt. Hugs-
aðu einnig um húsnæðið að öðru
leyti. Er það nýbyggt eða gamalt?
Jafnvel þótt eldhúsið sé lokað, þ.e.
ekki opið yfir í stofu eða „miðstöð"
(alrúm) er samt sem áður æskilegt
að eitthvert samræmi sé í
innréttingum og húsgögnum. Hér
er ekki átt við það að fólk fari að
„mublera" allt upp á nýtt, þótt flutt
sé í nýja íbúð, heldur að reynt sé að
raða hlutum smekklega saman og
það sem keypt er. nýtt falli inn í
einhvers konar heildarmynd og
tengi saman það sem fyrir er.
Sannleikurinn er sá að við ís-
lendingar erum almennt ákaflega
illa menntuð til augnanna ef svo má
orða það. Almenn myndræn
skynjun fólks er oft ákaflega lítið
þroskuð og fólk lætur plata inn á sig
ótrúlegustu samsetningum og
smekkleysu, af því að það heldur
að svona eigi maður að hafa það á
heimili sínu. Heimilin verða eins
og lélegir útstillingabásar, eitt her-
bergið er með viðarklæðingu, ann-
að flísum, það þriðja með vegg-
fóðri og það fjórða hraunmálað.
Og stundum sér maður allar þessar
útgáfur í einu og sama herberginu.
Auðvitað líður fólki ekki vel inni í
þessum ósköpum og eftir stuttan
tíma fer það að rífa niður og ryðja
út fyrir eitthvað ennþá nýrra og
dýrara, sem síðan fellur engan veg-
inn að því sem fyrir er. Svona
gengur þetta koll af kolli, vegna
þess að viðkomandi hefur ekki gert
sér grein fyrir því hvernig hann
sjálfur vill hafa sitt umhverfi, hefur
ekki áttað sig á að það eru oft
smáatriðin og einfaldleikinn sem
gera gæfumuninn, - fyrir utan að
látlaust umhverfi er oftast ódýrara
og þægilegra í allri umgengni.
Þegar keypt er eldhúsinnrétting
er margt sem þarf að hafa í huga. A
hún að vera til bráðabirgða, þar til
fjárhagurinn batnar, eða til fram-
búðar? Þegar búið er að gera þetta
upp við sig, sem oft getur tekið
tíma, er hægt að fara ítð skoða sig
um.
Lítil ábending til þeirra sem ætla
að fá sér bráðabirgðaeldhús: Það
er dýrt að vera blankur. Mundu
hvað það kostar að setja eina
innréttingu upp - rífa hana niður -
og hugsaðu aðeins um ástandið á
heimilinu þegar þú eftir fimm eða
tíu ár þarft að rífa allt út úr eldhús-
inu, vaska upp í baðherberginu,
elda á ganginum o.s.frv. á meðan>
verið er að skipta um eldhús. Sem
sagt, ef þessar hugsanir hrella þig
ekki og þú ákveður að fá þér aðeins
bráðabirgðaeldhús, hafðu það þá
til bráðabrigða. Fáðu þér ódýrar
hillur, sem auðvelt er að ná niður
(skrúfaðar en ekki negldar fastar)
góða eldavél og góðan vask. Gam-
all skenkur eða gamall bókaskápur
getur dugað, ef hann er lakkaður
upp.
Ætlirðu hins vegar að eiga þitt
eldhús fram á elliár þarftu fyrst og
fremst að hugsa um þrennt: Hag-
kvæmni, þrif, útlit. Hagkvæmnin
er númer eitt. Eldhús er vinnustað-
ur og þarf helst að vera skemmti-
legur vinnustaður, þar sem þú get-
ur hugsað þér að dunda tímunum
saman við að búa til spennandi
rétti. En einnig þarftu að geta verið
snögg(ur) að skella þar fram ein-
földum morgunmat og koma eld-
húsinu fljótt í snyrtilegt form aftur.
Sumir elda þannig að það er alltaf
eins og það hafi verið gerð loftárás
á staðinn. Fyrir svoleiðis fólk er
betra að hafa hentugt eldhús sem
ekki er seinlegt að þrífa.
Reyndu að átta þig á því hvernig
þú vinnur í eldhúsi, - frá vinstri til
hægri, eða öfugt? Hafðu ekki of
langt á milli eldavélar og vasks og
reyndu að hafa svæðin sem þú
vinnur mest við næst glugganum.
Það er gott að horfa út um glugga á
meðan maður hrærir í pottunum
eða vaskar upp. Þrifin eru líka
geysilega þýðingarmikil. Viðarteg-
undin eða málningin er aðalat-
riðið. Innréttingar með pílárum,
glerrúðum, útskornum hillum
o.s.frv. eru líka seinlegar í þrifum.
Einfaldar innréttingar með sléttum
flötum (að ekki sé talað um plast)
eru lang auðveldastar í þrifum. Og
þá er það útlitið. Það skiptir nefni-
lega miklu máli hvernig þér líður
við þrifin, hvernig eldhúsið lítur út.
Og ef innréttingin á að endast
lengi, er betra að hún sé ekki bara
samkvæmt nýjustu tískustraumum
heldur á einhvern hátt sígild. Það
er líka þýðingarmikið að efnið í
innréttingunni sé það sterkt að það
sé líklegt til að vera fallegt lengi,
ekki bara í dag. Og mundu, þegar
þú skoðar glansandi eldhús í útstill-
ingaglugga eða í bæklingi, að reyna
að ímynda þér hvernig þetta glans-
andi fína eldhús lítur út á venju-
legum mánudagsmorgni, þegar öll
fjölskyldan er búin að fá sér morg-
unmatinn og enginn má vera að
ganga frá eftir sig. Mikið af opnurn
hillum og glerskápum krefjast þess
nefnilega að í hillunum sé allt í röð
og reglu. Látum þetta duga og snú-
um okkur að tæknilegu hliðinni:
Hvernig er
skápafyrirkomulagið?
• Skáparinir skulu vera nægjan-
'. ..
EINU EININGAHÚSIN Á ÍSLANDI SEM HAFA VIÐURKENNINGU
RANNSÓKNASTOFNUNAR BYGGINGARIÐNAÐARINS.
Þar með talin bæði íslensk og erlend einingahús.
MckMÍAu 1,600 Alaur.yrt.
Símí 86-22251.
Smiðjuv«gi 28, 260 Kópa-
v«fi.
Sími 61-79277.
Hosby hefur 25 óra reynslu i byggingu vandaðra
einbýlishúsa. Þau eru byggð um mestalla Evrópu
og uppfylla alls staðar ströngustu kröfur. Þau hafa
ótvíræða kosti, sem eru meðal annars:
• Einu einingahúsin hór ó landi sem hafa viður-
kenningu Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins.
• Byggingartiminn er aðeins 3—4
mánuðir frá pöntun þar til þú getur
flutt inn í fullbúið hús.
• 200 mm steinullareinangrun í loftum
og gólfum,
gluggum.
• Hurðir og gluggar úr mahóni.
• Allar innróttingar og búnaður fylgir með — mikl-
ir valmöguleikar.
• Teiknistofa HOSBY-húsa, Smiðjuvegi, býður
einnig almenna teikniþjónustu fyrir alla húsbyggj-
endur.
Það «ru möguleikar á að skoða Hosby
hús í Reykjavík, Akureyri og á ísafirði.
Hafið samband við okkur og fáið allar
nánari upplýsingar eða biðjið um ókeyp-
is litmyndabækling.