Þjóðviljinn - 15.09.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.09.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA-_r ÞJÓÐVILJINN Stúdentaleikhúsið að hefja vetrarstarfið Norsk musik- teater Vetrardagskrá Stúdentaleik- hússins hefst með gestaleik föstu- dagskvöldið 16. og laugardags- kvöldið 17. september í Félags- stofnun Stúdenta við Hringbraut kl. 20.30. Þá sýnir norski söng- og leikhópurinn „SYMRE“ á vegum Stúdentaleikhússins. Ath! Aðeins þessar tvær sýningar. Dagskráin sem „SYMRE“ flytur er blanda af stuttum leiknum atriðum og tónlist (musikk-teater), sem er lítið þekkt fyrirbæri í íslensku leikhúsi. Tónlistarflutningur hópsins spannar vítt svið, allt frá þjóð- legum vísnasöng til rokksöngva með jassívafi. Hópinn skipa: Hanne Dahle, Henning Farner, Geir Atle John- sen og Sinikka Langeland og leika þau á gítara, kontrabassa, saxófón, þverflautu og nokkur ásláttarhljóðfæri. Hópurinn hefur starfað saman í þrjú ár, haldið tónleika, spilað í skólum, á vinnustöðum og í stofnunum og haldið námskeið í ieikrænni tjáningu með tónlist. Auk þess hefur hópurinn starfað sem leiksmiðja og sett upp þrjú verk: „Om du traff“ (barnasýn- ing) 1981, „Fremmed“(unglinga- sýning) 1982 og „Hold naboen í sjakk“ (gamanleikur) 1983. Norski söng- og leikhópurinn SYMRE verður með sýningar á vegum Stúdentaleikhússins á föstudags- og laugardagskvöld nk. Mjólkurdagar á Akureyri Mjólkurdagsnefnd hefur á- kveðið að halda Mjókurdaga 23.-25. sept. og verða þeir að fæssu sinni á Akureyri. í hluta þróttahallarinnar verður komið fyrir sýningu á helstu framleiðslu-. vörum mjólkuriðnaðarins og myndum frá „þeim gömlu, góðu dögum“. Þá verður markaður með mjólkurvörur,kynntar nýjungar og sýnikennsla verður allan tím- ann. Sýnd verða ný myndbönd frá mjólkuriðnaðinum. -mhg' Saga úr bandarísku fangelsi eftir Bobby Fischer „heimsmeistara í skák“ „Einhverju sinni hafði ég lesið bók um þá meðferð sem stríðsteknir banda- rískir hermenn í Kóreu- stríðinu höfðu orðið að sœta. ífangaklefunum urðu þeir að sofa á klaka- hellum. Enekkigatég skilið hvernig það mátti ) gerast íhinum „sið- menntuðu“ Bandaríkj- um Norður Ameríku að amerískirborgararþyrftu að þola slíkt afsam- borgara sínum“. ,Á leiðinni á lögreglu- stöðina var ég niður- lœgður á allan mögu- legan hátt, kallaður öllum illum nöfnum. Mér var einnig tjáð að ef ég vœri ekki slíkur ekki- sens bjáni hefðu þeir látið mig lausan þegar í stað“. „Um kl. 2 eftir hádegi þriðju- daginn 26. maí árið 1981 var ég á gangi eftir Lake Street í Pasadena þegar lögreglubíll renndi sér upp að hlið mér og út steig lögreglumaðurog kvaðst vilja tala við mig þar sem útlit mitt samsvaraði lýs- • ingu á manni sem hafði framið bankarán skömmu áður. Kurteislega benti ég lögregl- unni á að þeir færu manna- villt, ég hefði ekki framið bankarán og vissi ekkert um slíkt. Lögreglumaðurinn gafst ekki upp, hóf að spyrja mig spjörunum úr, hvert nafn mitt væri, hvarég byggi, hversu gamall ég væri, hvað ég hefði fyrir lífsviðurværi og svo að lokum bað hann mig um nafn- skírteini. Öllum spurningum lögreglumannsins svaraði ég eftirbestugetu, léthonum íté nafnskírteini mitt o.s.frv." Formálalaust hefst lítill bæk- lingur sem Bobby Fischer, sem nú skrifar sig Robert D. James, hefur gefið út í takmörkuðu upp- lagi. Bæklingurinn fjallar um lífsreynslu hans tvo daga seinni part maímánaðar er hann dvaldi blásaklaus í fangelsi í Pasadena í Kaliforníu. Bæklingurinn er 14 blaðsíður að stærð og undirskrift Fischers tekur af öll tvímæli að hér sé hinn eini sanni Fischer á ferðinni. Um fátt hefur verið meira rætt í skákheiminum en þessa bók, því það verður að telj- ast harla óvenjulegt að menn op- inberi reynslu sína af fangelsumá jafn umbúðalausan hátt og Fisc- her gerir. Strax eftir að hann slapp úr fangelsinu settist hann niður og skrifaði bókina. Rétt eins og við skákborðið kemur Fischer sér strax að efninu, lýsir öllum atvikum með allt að því smásmugulegri nákvæmni. Einn „velunnara“ Fischers frétti um bókarútgáfuna og reyndi að kaupa upplagið til að afstýra hneyksli. Þær tilraunir báru ekki árangur. Margir þeirra sem lesið hafa bókina yfir hafa kveðið upp þann dóm að slíka bók hljóti geð- Handjárnaður, svipt- ur klœðum, tekinn kverkataki, látinn sitja í einangrun í bókinni er handtökunni lýst á þann hátt að eftir að hafa svarað spurningum lögreglumannsins svo sem getið er um í inngangi hafi drifið að annan lögreglubíl. Maðurinn þótti greinilega undar- legur. Skákmaður, hvaða þjóð- flokkur er það? spyrja menn í Bandaríkjunum. Bobby Fischer, aldrei heyrt minnst á mann með því nafni. „Lögreglumennirnir gerðust æ ágengari og ruddalegri,“ skrifar Fischer. „Hann er sennilega eftir- lýstur", heyrði ég þá segja. „Held að við ættum að hand- taka hann. Já, við ættum a.m.k. að fara með hann niður á stöð“. Samkvæmt bókinni virðist nokkur þvermóðska hafa hlaupið í Fischer þegar lögreglumennirn- ir endurtóku æ ofan í æ sömu spurningarnar. Að lokum neitaði hann að svara frekari spurning- um, var þá þegar í stað handjárn- aður og síðar settur í einangrun. Þar var hann sviptur fötum, tek- inn kverkataki, var neitað um leyfi til að hringja og þar fram eftir götunum. Einangrunarklef- inn var eitt gapandi tóm. Teppi var þar ekki, né ábreiða af nokk- urri annari tegund. „Þarna var ekkert ef undan er skilinn salern- ispappír. Þarna var ég látinn híma í nístingskulda, kviknakinn allt til næsta morguns. Vitaskuld kom mér ekki dúr á auga enda var ljós látið loga í klefanum allan tímann.“ Sífelldar hótanir Fischer greinir frá því að verðir hafi haldið uppi linnulausum ótuktarskap,verið með sífelldar hótanir, m.a. hótað því að senda hann á geðveikrahæli o.s.frv. „Ég sagði vörðunum að ég væri bæði hungraður og þyrstur en þeir skelltu skollaeyrum við þrá- beiðni minni um vatn og mat. Að lokum létu þeir þó undan - eða það hélt ég. „Hér er vatn handa þér“,sagði einnþeirra. Vingjarn- legur hlátur hans vakti tor- tryggni mína og ég bað því mann- inn um að koma með vatnið inn til mín. Hann kom með vatnsglas að gægjugatinu við klefadyrnar, rétti mér rör og sagði mér að sjúga. Þegar ég kom að dyrunum gerðist það sem mig hafði grunað - hann hellti vatni yfir bak mér, gekk í burtu og hló hrossahlátri.“ Látinn laus eftir tvo sólarhringa Fischervarlátinn laus eftir tvo sólarhringa - gegn tryggingu. Hann var ljósmyndaður eins og venja er til, tekin af honum fingraför. Ævareiður setti hann saman þessa litlu bók „I was tor- tured in the Pasadena jailhouse“. Það kann að vekja furðu að Fischer skrifar sig heimsmeistara í skák. Sannleikurinn er auðvitað sá að tapaði hann titlinum eða því sem hann kallar „FIDE - heimsmeistaratitli" án baráttu. Þegar Fischer og Karpov hittust a.m.k. sex sinnum á stuttum tíma til að ræða einvígi um heimsmeistaratitilinn strönduðu allar samningaviðræður á þeirri ófrávíkjanlegu kröfu Fischers að í slíku einvígi bæri Fischer titilinn heimsmeistari - en ekki Karpov. Aukaþing FIDE, haldið í Am- sterdam árið 1975 hafnaði þeirri meginkröfu Fischers að í fyrir- huguðu einvígi milli hans og Fisc- hers yrði áskorandinn Karpov að vinna með minnst tveggja vinn- inga mun. Ákveðið var að tefla þangað til annar keppandinn næði sigri í 10 skákum, en Fischer vildi að einvíginu yrði hætt ef staðan væri 9:9. Þetta fékkst ekki ígegn,féll naumlega í atkvæða- greiðslu, 32:35, þar sem íslend- ingar greiddu atkvæði gegn hug- myndum Fischers og því ákvað Fischer að afsala sér „FIDE- titlinum". Tveimur árum síðar hélt hinn nýi heimsmeistari Anat- oly Karpov til Caracas í Venezú- ela og náði þar fram miklu meiri réttindum en Fischer hafði nokkru sinni farið fram á. -hól. „Hvorkifékk ég vottné þurrt í heilan sólarhring. Ég sagði fangavörðunum að ég vœri hreinlega að drepast úr kulda og hungri. Svörin vorustutt og laggóð,.. Drepstu þá, okkur er hjartanlega sama... “ ,Án nokkurs tilefnis réðst lögregluforinginn á mig og tók mig kverka- taki, og ég hélt hann œtl- aði að ganga frá mér (á meðan á öllu þessu stóð gat ég vart hreyft legg né lið, handjárnaðurfyrir aftan bak)“. „Pegar ég neitaði að svara fleiri spurningum gripufangaverðirnir til þess að svipta mig klœð- um og linntu ekki látum fyrren ég var kviknakinn. Föt og aðrar eigur sem ég hafði meðferðis voru einnig tekin frá mér“. Sáralítið hefur heyrst til Fischers frá því hann lagði heimspressuna undir sig er hanii gersigraði Boris Spasskí í Reykjavík sumarið 1972. Sagan segir, að „velunnari“ meistarans hafði reynt að kaupa upplagið af bókinni umræddu og afstýra þannig hneyksli. Kápan á bæklingnum sem Fisc- her gaf út. veikur maður að skrifa. En er það allur sannleikur málsins? Fischer er sannarlega kynlegur kvistur, sem ekki hefur bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamenn- irnir. Undanfarin ár hefur æ meira borið á þeirri viðleitni hans að forðast athygli umheimsins. Hann hefur breytt um nafn, safn- að skeggi, gefur ekki upp heimilisfang. Opinbera kappskák hefur hann ekki teflt frá því hann lagði Spasskí að velli, en hinsveg- ar fylgst vel með öllu því sem gerst hefur í sk.ákheiminum. Og hann hefur teflt fjölmargar léttar skákir við vini og kunningja, sem fullyrða að hann hafi engu gleymt. Til eru þeir sem fullyrða að hann hafi háð nokkur leynileg einvígi m.a. gegn V- Þjóðverjanum Robert Húbner, og fyrrum þegni Sovétríkjanna nú búsettum í Bandaríkjunum, stórmeistaranum Leonid Sham- kovic.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.