Þjóðviljinn - 15.09.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Líbanon: ríki í upplausn
'Nýleg mynd frá götubardögum í Beirut.
Átökin sem staðið hafa Iinnu-
laust í Líbanon frá því 21. ágúst
s.I. hafa vakið þá spurningu,
m.a. meðal hermanna úr friðar-
gæslusveitum Frakka, Banda-
ríkjamanna, ítala og Breta, um
hvað sé barist, til hvers og fyrir
hvern. Og við þeirri spurningu
hafa ekki fundist einhlít svör.
Hermennirnir úr hinni alþjóð-
Iegu friðargæslusveit töldu sig
kannski vera komna til Líbanon
til þéss að vernda konur og börn
í flóttamannabúðum Palestínu-
manna eftir að hermenn PLO
höfðu verið fluttir á brott frá
Beirut. En nú, ári síðar, þegar
bardagar geysa á ný í Beirut,
kemur í ljós að hlutverk þeirra
er öllu viðameira: að halda uppi
stjórn í ríki sem er í þann veginn
að leysast upp í frumparta sína
þar sem sú hætta voflr yfír að
nágrannaríkin, Sýrland og Is-
rael, muni skipta landinu á milli
sín.
Um leið og íhlutun Bandaríkj-
anna, Breta, Frakka og ítala í mál-
efni Líbanon hefur verið gagnrýnd
af Sovétríkjunum og vinstri-
mönnum í Líbanon sem nýlendu-
stefna, þá blasir jafnframt sú stað-
reynd við, að nágrannalöndin munu
skipta Líbanon á milli sín verði
stjórn landsins ekki styrkt.
Sögulegar forsendur
Sögulegar forsendur liggja að
baki þess stjórnleysis sem ríkir í
Líbanon. Samkvæmt óskráðum
sáttmála hefur landinu verið
stjórnað s.l. 40 ár út frá þeirri reglu
að æðstu embættum ríkisvaldsins
hefur verið úthlutað til hinna ein-
stöku þjóðemis- og minnihlutahópa
eftir stærð hvers hóps fyrir sig.
Samkvæmt þessari reglu hafa
kristnir maronítar (sem voru, en
eru ekki lengur, stærsti minnihluta-
hópurinn) fengið að skipa forseta
lýðveldisins, utanríkis, varnar- og
upplýsingamálaráðherrann og
forseta ríkisráðs og hæstaréttar.
Amin Gemayel, forseti Líbanon og
foringi maroníta.
Valid Jumblatt, leiðtogi drúsa.
Súnnítar hafa skipað forsætisráð-
herraembættið og inanríkisráð-
herraembættið og lægri stjórnar-
embætti innan hersins. Drúsar (af-
brigði af íslam-trú) hafa skipað 2
ráðherraembætti og leifarnar hafa
svo farið til annarra minnihluta-
hópa. Það var andstaða við þessa
skipan, sem i raun var ekki í sam-
ræmi við stærð hinna einstöku
minnihlutahópa, þar sem maronít-
ar voru greinilega komnir í forrétt-
indaaðstöðu, sem hleypti af stað
borgarastyrjöldinni 1975. Þar í
blönduðust einnig málefni Palest-
ínumanna og ófriðarástandið í
Mið-Austurlöndum. Fyrir beiðni
Arababandalagsins sendu Sýrlend-
ingar hersveitir sínar inn í Lfbanon
1976 og komu þá á ótryggum friði.
Þeir hafa verið þar síðan og er ekki
að sjá á þeim fararsnið, enda hafa
Sýrlendingar löngum ágirnst að
innlima Líbanon í Stór-Sýrland.
Nú eru um 30.000 sýrlenskir her-
menn í Líbanon búnir sovéskum
vopnum, og undir handarjaðri
þeirra og yfirstjórn munu nú vera
komnir 15-20.000 palestínumenn,
sem sumir hverjir voru reknir frá
Beirut fyrir ári síðan.
Vopnin ráða
Eftir að borgarastyrjöldin braust
út 1975 hefur sú regla nánast gilt í
Líbanon, að hver hagsmunahópur
hefur komið sér upp eigin herafla
og hernaðarlegar lausnir hafa tekið
við af pólitískum.
Þannig var talið á síðasta ári að
um 65 sjálfstæðar hersveitir hafi
starfað í Beirut og á þessu ári munu
þær ekki vera undir 40. Megin-
andstæðurnar eru á milli kristinna
manna og múslima. Múslimarnir
skiptast síðan í súnníta, sem eru
fjölmennastir, síta, drúsao.fl. Hin-
ir kristnu skiptast einnig í 7-8
undirhópa (m.a. 200 þús. armenar
sem einnig eru vopnaðir), en áhrifa-
mestir eru maronítarnir, sem
segjast vera fjölmennastir, þó það
sé nú dregið í efa.
Auk þessara hópa, sem berjast
innbyrðis, þá ráða Sýrlendingar nú
rúmum þriðjung landsins, ísraels-
menn um þriðjung, og á yfirráða-
svæði ríkisstjórnar Amins Gema-
yel eru nú 1200 bandarískir og 97
breskir sjóliðar sem gæta flugvall-
arins í Beirut, 2000 franskir her-
menn gæta hafnarinnar og mið-
borgarinnar og 350 ítalskir fluglið-
ar hafa m.a. staðið vörð um flótta-
mannabúðirnar þar sem fjölda-
morðin voru framin lyrir ári. Undan-
farið hafa þessir erlendu hermenn
orðið fyrir árásum og mannfall orð-
ið í liði Frakka og Bandaríkja-
manna, og gefur auga leið að eng-
inn er öfundsverður að fara með
stjórn í ríki þar sem jafn flókin
staða hefur skapast.
í Beirut hafa bardagar undanfar-
ið geysað á milli múslima og krist-
inna manna og hafa drúsar nú dreg-
ist inn í þau átök lýst yfir stríði á
hendur her stjórnarinnar og krafist
þess að skipt verði um stjórn.
Drúsar lýsa
yfir stríði
Drúsar eiga sér um 1000 ára sögu
sem trúarbragðahópur, og hafa
þeir dreifst um fleiri lönd. 260 þús.
búa í Sýrlandi, 50 þús. í ísrael og 80
þús. í Líbanon - þar af 30 þús.
undir vopnum. í Líbanon búa þeir
fyrst og fremst í Shuf-héraði, sem
er hernaðarlega mikilvægt, því
þaðan er hægt að hafa eftirlit með
allri hásléttu Líbanons og veginum
á milli Beirut og Damaskus. ísra-
elsmenn hafa til skamms tíma einn-
ig haldið sig á þessum slóðum en
munu nú vera komnir suður fyrir
Awalí-fljót. Drúsar eiga í útistöð-
um við þá kristnu ekki síður en ís-
raelsmenn. Foringi Drúsa, Valid
Jumblatt, er búsettur í Damaskus.
Samkvæmt hefð Drúsa tók hann
foringjahlutverk sitt í arf frá föður
sínum, Kamal, sem stofnaði sósía-
listaflokk Drúsa en sá flokkur á að-
ild að alþjóðasambandi sósíalista.
Þrátt fyrir hatrið sem verið hefur á
milli drúsa og maroníta virtist sem
Jumblatt hefði í fyrstu nokkuð gott
samband við Amin Gemayel, en
eftir að sítar rufu vopnahléð í
Beirut í ágúst s.l. hafa hersveitir
hans einnig gert stórskotaliðsárásir
á borgarhluta þeirra kristnu í Beir-
ut. Síðan lýsti Jumblatt yfir stríði á
hendur ríkisstjórn Gemayels hinn
1. september s.l., og sér nú enginn
fram á enda þeirra átaka, þar sem
hvorki hernaðarleg né pólitísk
lausn virðist í sjónmáli. Vonin um
að Líbanon verði bjargað virðist nú
lítil, og þeir erlendu hermenn sem
standa í eldlínu þessa öngþveitis
eru sannarlega ekki öfundsverðir
af hlutskipti sínu. Þá mun ekki ör-
grannt um að hlakki í ísraels-
mönnunt er bardagar blossa nú upp
í þann mund sem þeir hörfa með.
hersveitir sínar suður fyrir Awali-'
fljót. Því þótt stjórnirnar í Dam-
askus og Jerúsalem séu svarnir
andstæðingar, þá eiga þær sér þó
eina sameiginlega réttlætingu fyrir
íhlutun í Líbanon: að friður verði
ekki tryggður án nærveru sýr-
lenskra og ísraelskra hersveita.
ólg. tók saman
Byltíngar eru ekki útflutningsvara
segir mexíkanski rithöfundurmn
Carlos Fuentes
í viðtali við Newsweek
Bandaríska tímaritið Newsweek
birti nýlega viðtal við Carlos Fuent-
es, einn virtasta skáldsagnahöfund
Mexíkó, sem jafnframt hefur gegnt
sendiherraembætti fyrir Mexíkó-
stjóm í París.
í viðtalinu fjallar Fuentes um
ástandið í Mið-Ameríku og er
ómyrkur í máli. Hann segir í upp-
hafi að helsta vandamál ríkja Róm-
önsku Ameríku um þessar mundir
sé að öðlast þjóðarvitund þar sem
menningarleg arfleifð og stjórnmál
falli í einn farveg og ríki álfunnar
hætti að herma eftir öðrum ríkjum
í félaglegu og pólitísku tilliti.
Aðspurður um sovésk og kú-
bönsk áhrif í Mið-Ameríku segir
Fuentes að þau vandamál sem þar
séu fyrir hendi eigi sér sögulegar
forsendur er séu óháðar tilveru So-
vétríkjanna og Kúbu. Hins vegar
megi að miklum hluta rekja áhrifa-
mátt þessara ríkja til þess, hvernig
Bandaríkin komi fram við Mið-
Ameríkuríkin.
Hann spyr hvernig smáþjóðir
eins og Nicaragua (3 miljón íbúa)
og E1 Salvador (5 miljónir) geti
ógnað öryggi Bandaríkjanna.
Stefna Reagans í Mið-Ameríku er
hugmyndafræði, sem fæðst hefur af
þörfinni fyrir Bandaríkin til þess að
sanna það fyrir umheiminum eftir
ófarirnar í Víetnam og gíslamálið í
íran, að þau láti ekki segja sér fyrir
verkum lengur. í rauninni er þetta
ódýr leiksýning gegn veikum and-
.stæðingum, en hún getur haft ör-
lagaríkar afleiðingar, ekki síst
gagnvart Mexíkó. Fuentes segir að
Mexíkó hafi ávallt búið við hótanir
frá norðri, en ekki frá suðri, og sá
þrýstingur sem Bandaríkin veiti
Mexíkó nú sé einmitt til þess fallinn
að gera Mexíkó að því sem Banda-
ríkin vildu síst af öllu sjá - ótryggan
nágranna í suðri.
Gefum Nicaragua
tækifæri
Carlos Fuentes álasar Bandaríkj-
unum fyrir að hafa ekki veitt hug-
myndum hinna svokölluðu Conta-
dora-ríkja um friðsamlega lausn
deilumála í Mið-Ameríku stuðning.
(Contadora-ríkin eru Mexíkó,
Kólumbía, Panama og Venezuela,
kennd við eyjuna Contadora í Pa-
nama, þar sem fulltrúar þessara
ríkja hittust fyrst í janúar s.l.)
Þegar blaðamaður Newsweek
spyr Fuentes, hvort hann sé ekki
arlos Fuentes: Bandarfldn kunna
S uppskera það sem þau síst vildu,
ryggan nágranna í suðri....
þeirrar skoðunar, að byltingin í
Nicaragua hafi mistekist segir hann
einfaldlega nei: Byltingin í Nicar-
agua hefur ekki mistekist, því þetta
er í fyrsta skipti í sögu landsins að
tekist hefur að virkja fólkið um
einn málstað. Því miður hneygjast
menn til að horfa fram hjá þessari
staðreynd. Við eigum að vera þol-
inmóð og gefa Nicaragua mögu-
leika. Nicaragua hefur þrisvar orð-
ið fyrir bandarískri innrás á þessari
öld og bjó í 44 ár við ruddalega
harðstjórn. Þeir eru kannski haldnir
ofurviðkvæmni fyrir utanaðkom-
andi áhrifum, en þeir þurfa að fá að
læra af reynslunni.
Aðspurður um hvort byltingin í
Nicaragua muni breiðast út til ná-
grannaríkjanna segir Fuentes að
byltingar séu ekki útflutningsvara.
Þetta sé nokkuð sem allir Banda-
ríkjamenn verði að skilja. Ef bylt-
ing tekst í einu ríki eins og í Nicar-
agua, þar sem harðstjórn var
steypt, þá er það vegna þess að hún
á sér djúpar þjóðlegar rætur.
E1 Salvador
Blaðamaður Newsweek spyr Fu-
entes, hvort hann telji hugsanlegt
að til samstarfs muni koma á milli
stjórnarinnar í E1 Salvador sem
Bandaríkin styðja og vinstri-
andstöðunnar í landinu. Fuentes
segir að hafa verði í huga að öll
völd í E1 Salvador séu í höndum
hersins, sem sé sköpunarverk
Bandaríkjastjórnar. Hann segir að
ekki sé um pólitíska lausn að ræða
á meðan herinn og dauðasveitirnar
ráði ríkjum í landinu.
Nýlega fól Reagan Bandaríkja-
forseti Henry Kissinger að stýra
starfshópi er átti að „leggja
grundvöllinn að samræmdri lang-
tímastefnumörkun Bandaríkjanna
gagnvart Miðameríku”. Um þetta
verkefni Kissingers segir Fuentes
að hann óski honum alls góðs í
starfi, enda þótt hann hafi áður
gert mörg alvarleg mistök í Róm-
önsku Ameríku. Fuentes segist
heldur vilja sjá slíkan starfshóp en
bandarísk herskip úti fyrir strönd-
um Nicaragua.
Verðar.di þá stefnubreytingu
sem varð í mannréttindamálum
með valdatöku Reagans segir Fu-
entes að margir pyntingameistarar
og böðlar í Rómönsku Ameríku
hafi tekið hina nýju stefnu Reagans
sem grænt ljós fyrir starfsaðferðum
sínum. %
Hvaða áhrif hefur hin mikla ólga
í álfunni á Suður-amerískar bók-
menntir?
- Skýringin á mikilvægi og styrk-
leika bókmennta okkar hefur alltaf
legið í því að okkur finnst við hafa
mikið að segja og við vonum að við
kunnum að segja það. Þetta hefur
aldrei verið sannara en einmitt nú,
segir Fuentes.
Aðspurður um hvers vegna hann
Ip'gðist nú flytja alfarinn heim til
Rexíkó sagði Fuentes: Ég held að
Bjfexíkó sé nú að ganga í gegnum
ajúptækt breytingaskeið, og eins
og gefur að skilja vekja þessar
breytingar áhuga minn. Eg vil vera
í návist vina minna. Vinur minn,
sem einnig var að snúa heim sagði:
1 „Ég vil heldur vera sekur um það
sem ég geri en um það sem ég læt
ógert”. Kannski á þetta einnig við
um mig.
ólg.