Þjóðviljinn - 22.09.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.09.1983, Blaðsíða 1
mmi/m Ég valdi verri kostinn, segir Janus Guðlaugsson eftir tap fyrir frum í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Sjá 22-23 september 1983 fimmtudagur 214. tölublað 48. árgangur Niðurstaðan 1 húsnæðismálunum: LOFORÐIN SVIKIN Fyrirheitin vom 50% lán—Útkoman minnien 30% og fjárútvegun í óvissu Síðustu þrjárfjórarvikurhafa félagsmálaráðherra og forsætisráðherra lofað að húsnæðislán muni hækka upp í 50% af byggingarkostnaði staðalíbúðar, auk þess sem heitið hefur verið ýmsum öðrum úrbótum fyrir þá sem byggt hafa og keypt íbúðarhúsnæði á síðustu árum. Ljóst er nú að þessi loforð hafa verið svikin og húsnæðislán munu ná minna en 30% af byggingarkostnaði um næstu áramót, og er þó margt óljóst enn bæði um fjáröflun og við- miðanir. Mikil vonbrigði „Ef lánin verða aðeins hækkuð í 30% þá er ljóst að það er langt í frá að þessi loforð verði haldin", sögðu formælendur Sigtúns- hópsins í gær. „Ef það á að taka eina gerð af lánum og breyta í aðra þá erum við auðvitað engu nær“, sögðu þeir ennfremur. f>á voru þeir spurðir hvort hægari hækkun lánskjaravísitölu bætti ekki ástand- ið, og kváðu þeir svo alls ekki vera. „Þótt dregið hafi úr verðbólgunni og lánskjaravísitalan vaxi hægar en áður, þá breytir það ekki nokkrum hlut hjá skuldurum. Launin eru föst og bilið minnki ekki fyrr en kaupið hækkaði. Hrein blekking Rætt er nú um að húsnæðismálin fái um 1.6 milljarð króna af fjár- lögum og lánsfjáráætlun, þar af 400 milljónir af fjárlögum og 1200 milljónir að mestu með innlendri fjármögnun, aðallega frá lífeyris- sjóðum. Með þessu eigi að vera hægt að hækka húsnæðislán til þeirra sem byggt hafa eða keypt á sl. 2-3 árum í fyrsta sinn í 30% af verði staðalíbúðar eða blokkarí- búðar. Öðrum mun verða vísað á 8 ára skuldbreytingarlán í bönkun- um í stað 5 ára áður. „Ef sjóðirnir eiga að láta meira af hendi rakna til hins opinbera minnká lánsmöguleikar þeirra sjálfra sem því nemur", segir Hall- dór Björnsson formaður Lífeyris- sjóðs Dagsbrúnar. „Þetta tal er því hrein blekking. Það hefur ekkert samband verið haft við stjórnir sjóðanna vegna fjárútvegunar til húsnæðismála og verður að segja að það sé undarleg tilhögun að tala við okkur í gegnum blöðin", segir Hrafn Magnússon framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða. Þá segist Geir Magnússon framkvæmdastj óri fj ármáladeildar SÍS vera „alfarið á móti því að meira sé tekið af lífeyrissjóðunum en nú er gert.“ -ekh Magnús L. Sveinsson á skrifstofu sinni í gær. Undirskriftasöfnun ASÍ og BSRB Albert kastar stríðshanska „Fóik hér á landi lætur ekki beygja sig“, sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags íslands í gær í tilefni af ummæium Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í gær þar sem hann telur undirskriftasöfnun ASI og BSRB vera undirróður kommúnista í verkalýðshreyiingunni. „Þetta eru að mínum dómi furðuleg brigslyrði í garð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. Fyrst er tekinn af okkur samningsrétturinn og síðan er lýst vanþóknun á því að fólk fái að láta skoðun sína í ljós“, sagði Magnús L. Sveinsson ennfremur. Viðbrögð forystumanna launafólks 6og 24 Breska kassastykkið Skvaldur eftir Michael Frayn í leikstjórn Jill Brooke Arnason verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nk. föstudag, og eru Þóra Friðriksdóttir og Þórhallur Sigurðsson meðal leikara. Þjóðviljinn hefur einsett séraðsafna 1000 áskrifendum framtil áramóta og undirtektir eru góðar á vinnustöðum. Átökin í Sjálfstæðisflokknum: Hafnar Ellert sætinu? Talið að Ellert Schram muni mótmæla öldungaveldinu í flokknum með afsögn EUert Schram ritstjóri DV og al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins mun nú íhuga alvarlega að segja af sér þingmennsku, og koma þannig „enn einum flokksgæðingnum inná þing“ eins og heimildarmaður blaðsins í Sjálfstæðisflokknum orð- aði það. Fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins er Geir Hall- grímsson. Heimildir Þjóðviljans segja, að með þessu væri Ellert að gera tvennt. í fyrsta lagi væri hann að mótmæla öldungaveldinu í flokkn- um. f öðru lagi myndi hann storka flokknum með því að víkja svo að flokksgæðingur kæmist á þing. Það hefur gengið fjöllunum hærra að Ellert ásamt yngri mönnum í flokknum sé afar óá- nægður með hvernig „gömlu mennirnir“ ráða lögum og lofum í flokknum. Ráðherraskipan þing- flokksins hafi verið hneyksli í þeirra augum. Sjálfur bauð Ellert Schram sig fram á móti Ólafi G. Einarssyni til formennsku í þingflokknum með tilvísun til þess að við val á ráðherr- um hafi verið einlitt „öldunga- veldi". Hann hafi þá viljað gefa mönnum kost á að setja nýjan svip ,á flokkinn - án þess að beina spjót- um persónulega að Ólafi G. Ein- arssyni. Þeirri kosningu tapaði Ell- ert naumléga með 13 atkvæðum gegn 9. Ellert var kominn á fremsta hlunn á síðasta landsfundi með að bjóða sig fram til formennsku gegn Geir Hallgrímssyni en dró framboð sitt til baka á síðustu stundu. Áður hefur Ellert Schram staðið uppúr sæti á framboðslista til að koma Pétri Sigurðssyni inná þing. Sú fórn er ekki talin hafa orðið honum til framdráttar á flokks- toppnum. Heimildir Þjóðvilians herrría og að ritstjóri DV þ;! hafa ólíkt Ellert Schram í gáttinni. nteiri pólitísk völd í Sjálfstæðis- undir öldungaveldi Sjálfstæðis- flokksnum og áhrif í þjóðfélaginu flokksins. heldur en óbreyttur þingmaður _óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.