Þjóðviljinn - 22.09.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.09.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐAj- ÞJÓÐVILJINN1 Fimmtudagur 22. september 1983 Bingó í Gamla bíói Bingó, til styrktar fslensku óperunni, verður haldið í Gamla bíói í kvöld, fimmtudag 22. sept., og hefst kl. 20.30. Spilaðar verða 12 umferðir og vinningar eru m.a. glæsileg ferð með Ferða- skrifstofunni Úrvali að verðmæti 30.000 kr., Philips heimilistæki frá Heimilistækjum hf. og úttekt- ir í verslununum Víði, Casio, Clöru, Fiðrildinu og Valborg. - Stjórnandi bingósins er Kristinn Hallsson. -mhg Örn Þorsteinsson hefur að undanförnu sýnt í Gallerí Grjót við Skólavörðustíg en sýningu hans lýkur í dag. Ljósm. eik. Gallerí Grjót Sýningu Arnar lýkur í dag Nú er að Ijúka sýningu Arnars Þorsteinssonar á myndum úr Þúsundmyndasafni í Gallerí Grjót og hefur mikill fjöldi komið að sjá myndvérk hans. Sýning- unni lýkur á morgun, fimmtudag. Að sögn Arnar hafa margar myndir selst og kvaðst hann ánægður með þessa fyrstu einka- sýningu sína. Á föstudag, hinn 23. septemb- er kl. 12 verður síðan opnuð sýn- ing á myndverkum og listmunum þeirra sjö listamanna sem að Galleríinu standa. Það eru þau Hjördís Gissurardóttir með skartgripi, Jónína Guðnadóttir með leirmuni, Magnús Tómas- son með myndverk, Malín Ör- lygsdóttir með modelfatnað, Ófeigur Björnsson með listmuni úr gulli og silfri, Ragnheiður Jónsdóttir með grafík og Örn Þorsteinsson með myndverk. Að sögn Arnar Þorsteinssonar má gera ráð fyrir því að síðla í vetur sýni aðrir félagar í Gallerí Grjót „á palli“ líkt og Örn gerir nú. Unnið að undirbúningi 10 ára afmælis Menntaskólans í Kópavogi. „Hér leggja allir sameiginlega hönd að verki, skólastjóri, kennarar og nemendur“, sagði Ingólfur A. Þorkelsson, skólameistari. Mynd: M. Menntaskólinn í Kópavogi Skólasetning og opið hús Menntaskólinn í Kópavogi var settur í fyrsta sinn í Félags- heimili Kópavogs 22. sept. 1973 að viðstöddu fjölmenni. Skólinn er því 10 ára um þessar mundir og nú í dag, 22. sept., verður afmælisins minnst. Munu þá nemendur, kennarar, foreldrar og gestir þá gera sér nokkurn dagamun. Skólasetning fer fram við há- tíðlega athöfn í Kópavogskirkju kl. 15 og verður menntamálaráð- herra þar viðstaddur. Að skóla- setningunni aflokinni verður „opið hús“ ískólanum, frá kl. 16- 19. Þar má sjá, á veggspjöldum og ljósmyndum í anddyri hinar helstu upplýsingar um stofnun skólans og starf í 10 ár. Hafa skólastjóri, kennarar og nemend- ur unnið að því sameiginlega undanfarna daga, að skipuleggja þetta, ganga frá veggspjöldum og myndum og koma fyrir. - Nem- endur munu svo kynna félags- starfsemi sína í stofu nr. 19. f salnum verður selt kaffi og margskonar meðlæti en kennarar og nemendur ganga um beina. Og á meðan gestir gæða sér á kaffinu og skoða myndir, skemmta nemendur þeim með einum og öðrum hætti, m.a. með píanóleik, söng og upplestri. Verður trúlega margt um gest og gangandi í húsakynnum skólans í dag. -mhg Salon Nes Fyrsta hárgreiðslustofan á Seltjarnarnesi var opnuð nýlega að Austurströnd 1 (í húsi Nesskips) undir nafninu Salon Nes, sími 26065, og veitir alla alhliða hársnyrtiþjónustu. Hárgreiðslumeistarar og eigendur eru Sigríður Garðarsdóttir ög Helga Jóhannsdóttir, sem sjást hér í húsakynnum Salon Ness. „Búið um eins og reifabörn“ Fleira gerðist frásagnavert á árinu 1851 en Þjóðfundar- haldið með sínum sviplega endi og koma dátanna hans Trampe. Það má einnig teljast til tíðinda að Englendingar hófu nú í fyrsta skipti kaup á hrossum hér, til útflutnings. Keyptu þeir 30 hross. Það þótti einnig eftirtektar- verð nýjung að P.C. Knutzon lét nú „skrínuleggja saltfisk til út- flutnings, (5 lbs í hverja skrínu) og búa um eins og reifabörn“, eins og það var orðað. Skyldi fiskur þessi fara til Suður- Ameríku. Dr. Sveinbirni Egilssyni var nú veitt lausn frá rektorsembættinu og Bjarni Jónsson, yfirkennari við latínuskólann í Horsens, skip- aður í hans stað. Tók hann við embættinu um haustið. Björn Gunnlaugsson var skipaður yfir- kennari í stað Hallgríms Sche- vings og einnig var Jónas Guð- mundsson, cand. theol. skipaður kennari við skólann. -mhg Fyrirlestur í HÍ Dr. Milliam W. Koolage flytur fyrirlestur í stofu 102 í Lögbergi húsi Lagadeildar á háskólalóð. Fyrirlesturinn er á vegum félags- vísindadeildar Hí og heitir „Language interpreter in Cana- dian Health Care“. Dr. Koolage er prófessor við háskólann í Manitoba og hefur skrifað fjölda ritgerða og flutt fyrirlestra á sviði þjóðfélags- fræða, og m.a. stundað rann- sóknir í heilbrigðisþjónustu fyrir indíána í Kanada. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst kl. 17.00 í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.