Þjóðviljinn - 30.09.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. september 1983
NOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Jptitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson,
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðsiustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót GuðjónsdOttir.
Bílstjóri: Oiöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavik-, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Gunnar
Thoroddsen
Sjálfstæðið er lífsforsenda íslenskrar þjóðar. Sagan
skráir langvinna baráttu fyrir óskoruðum fullveldisrétti
íslendinga í samfélagi þjóðanna. Tungan og bók-
menntirnar, menningin og hin lærðu fræði voru eðal-
kostir sem gáfu íslendingum réttinn til að reisa kröfur
til sjálfstæðis.
Öldin sem senn er á enda gaf þjóðinni marga glæsta
syni sem mótuðu fullveldisbraut og treystu burðarveggi
þess samfélags mannúðar, samhjálpar og velferðar sem
Islendingar búa við á okkar tímum.
Fáir forystumenn tóku jafn lengi og jafn stórbrotinn
þátt í sköpun þessara sögu og Gunnar Thoroddsen. í
föðurhúsum var barátta Thoroddsen bræðranna -
Skúla, Pórðar og Sigurðar - fyrir frelsi og framförum
umræðuefni á hverjum degi. Á námsárum flutti Gunn- j
ar í Kaupmannahöfn fræga ræðu um sjálfstæðisrétt;
þjóðar sinnar. Ungur mótaði hann framar öðrum!
mannúðarstrengina í stefnu stærsta '<
stjórnmálaflokksins í landinu. Menntun, menning og j
umhyggja um velferð fólksins urðu aðalsmerki borg- !
arstjórnar þegar forystan í höfuðborginni var í höndum
Gunnars. Oll þessi verk sem unnin voru fyrir röskum
aldarfjórðungi síðan hefðu nægt til að skipa Gunnari
Thoroddsen á virðingarsess í sögu íslendinga. Samt
voru merkustu kaflarnir í æfibókinni enn óskráðir.
Gunnar Thoroddsen var maður lærdóms og lista. j
Lögfræðin og tónlistin voru honum í senn vettvangur j
nautnar og sköpunar. Prófessorinn og hæstaréttardóm- |
arinn, stjórnlagafræðingurinn og tónskáldið urðu í ein- j
um manni endurspeglun margs hins besta úr menning- j
ararfleifð íslenskrar þjóðar - eiginleikar sem löngum !
hafa gert íslendinga sterka þegar að þeim er sótt.
Það blésu oft naprir vindar um Gunnar Thoroddsen ;
þótt maðurinn sjálfur nyti sín best í hlýjum andvara á j
sólskinsdegi. Með storminn í fangið varð Gunnar stær- i
stur. Síðustu ár munu um aldir verða forvitnilegustu ;
kaflarnir í stjórnmálasögu síðari áratuga.
Á örlagastund vogaði Gunnar öllu sem nokkur for- :
ystumaður getur lagt á mæliskálar baráttunnar og sigr- 1
aði svo glæsilega að þjóðin fagnaði foringja á einstæðan ,
hátt. Hann leysti flækjur í stjórnarmyndun sem allir ;
aðrir forystumenn höfðu árangurslaust glímt við í i
margar vikur. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafnaði ;
lausninni en klukkustund síðar kom Gunnar á öldum
sjónvarpsins inn á hvert heimili í landinu - öruggur,
leiftrandi, snjall-og allir nema þeirsem hatrið blindaði j
skyldu á samri stundu að þar fór bjargvættur þingræðis, ;
lýðræðis og þjóðarheillar.
Næstu ár urðu litríkur tími. Glæsilegt lokaskeið á j
löngum ferli. Með unga menn við hlið sér var Gunnar ;
samt oftast yngstur okkar allra. Fjörið og kímnin, j
dugnaðurinn og einbeitnin, hafsjór fróðleiks um menn j
og málefni. Allt þetta gerði dagsstund með Gunnari !
Thoroddsen að dýrmætum skóla. Hann var snillingur í
embætti forsætisráðherra. Enginn annar hefur á síðari
tímum kunnað jafnvel þá list að laða ólík öfl til sam-
starfs. í völundarhúsi íslenskra stjórnmála er slíkur
eiginleiki nauðsynleg en sjaldgæf gáfa.
Þjóðviljinn og hreyfing íslenskra sósíalista voru oft á
öndverðum meiði við Gunnar Thoroddsen. Samt flutti
hann þá ræðu sem lengi verður andstæðingum erlends
valds uppspretta hugsjónakrafts. Orðin sem Gunnar
flutti á svölum Alþingishússins 1945 eru leiðarljós í
ævarandi sjálfstæðisbaráttu íslendinga.
ór
klippt
Allir í vörn
Einu sinni var strákalið uppá
Skaga sem gerði garðinn frægan í
knattspyrnunni. Það hét því
frumlega nafni Stefanía og að
sjálfsögðu var áherslan lögð á
sóknarleikinn. Afleiðingin varð
sú að stundum fataðist Stefaníu
vörnin, og því var það eitt sinn
þegar staðan í leik var 11-0 fyrir
andstæðingana að fyrirliðinn í
Stefaníu kallaði upp: „Allir í vörn
í Stefaníu“.
Ekki var seinna vænna, og
þetta kemur upp í hugann þegar
morgunblöðin eru lesin. Staðan
orðin svo hrikaleg að allir eru
komnir í vörn í stjórnarliðinu.
Spilltasti flokkurinn
Tíminn snýst til varnar
Steingrími Hermannssyni og
bílafríðindum hans. Enda þótt
forsætisráðherra sé eini ráðher-
rann sem notað hefur sér, meðan
hann er enn í embætti, heimild til
niðurfellingar á aðflutningsgjöld-
um á bifreið til eigin nota frá 1978
er reynt að klóra í bakkann. Og
það er hin gullvæga regla Megas-
ar sem notuð er, að svo skuli böl
bæta að benda á annað verra.
Vilmundur heitinn Gylfason
hélt því fram að Framsóknar-
flokkurinn væri spilltastur ís-
lenskra stjórnmálaflokka. Það er
ekki nóg með að pólitískt siðferði
sé í ólagi meðal forystumanna
Framsóknarflokksins, eins og
best kemur fram í tvískinnungi
þeirra í hermálunum, heldur
virðast þeir gegnsýrðir af þeim
hugsunarhætti að nota skuli
hverja smugu í ábataskyni fyrir
sjálfa sig. Ráðherrafríðindi voru
mjög til umræðu á sl. áratug og
eftir lotuna 1977 og 1978 í þeim
efnum voru víst flestir á þeirri
skoðun, að ráðherrum þætti sá
pólitíski kostur vænstur að
gleyma fríðindunum. Almenn-
ingsálitið hafði breyst og það
þótti hreinlega ekki við hæfi
lengur að ráðherrar sem prédik-
uðu aðhaldssemi yfir landslýð
veltu sér upp úr allskyns fríð-
indum, eins og t.d. hagstæðum
lánum og niðurfellingu aðflutn-
ingsgjalda í tengslum við bíla-
kaup.
Blindfullur
bindindispostuli
Stejngrímur Hermannsson
hefur verið í fararbroddi leiftur-
sóknar ríkisstjórnarinnar og var-
ið það að setja úr sambandi lýð-
ræðislegar leikreglur til þess að
kveða verðbólgudrauginn í kút-
inn með gífurlegri kauplækkun.
Hann hefur ekki sparað hvatn-
ingarorðin um sparnað og að-
haldssemi alþýðuheimilanna í
landinu. En hver trúir blindfull-
um bindindispostula? Hver
leggur við eyrun þegar í ljós kem-
ur að sá sem hefur á torgum pré-
dikað strangt bindindi er sjálfur á
blindafylleríi bak við tjöldin?
Forsætisráðherra er líkt farið og
stórstúkumanni sem drekkur á
laun. Eftir að hafa prédikað hátt
og snjallt um aðhald og sparsemi
snuðar hann ríkiskassann um
hvorki meira né minna en 700
þúsund krónur í bílakaupum.
Hver var að tala um nauðsyn þess
að grynna á skuldum ríkisins?
Reynir á Matthías
Og það eru fleiri í vörninni.
Svo skal böl bæta að benda á ann-
að verra, segja þeir í heilbrigðis-
ráðuneytinu og reyna að koma
því á Stefán Jónsson formann
Tryggingarráðs að ekki skyldi
hafa verið greidd út lögboðin
hækkun á vasapeningum til fólks
á dvalarstofnunum eftir 1. j úní sl.
Stefán hefur sjálfur lýst yfir því í
Þjóðviljanum að Tryggingarráð
hafi ekki heimild til þess að
breyta lögum og hafi fyrir sitt
leyti verið búið að samþykkja og
undirbúa áfangahækkunina. En
eftir stendur sú stóra spurning
hvort heilbrigðisráðherra Matt-
hías Bjarnason ætlar að sjá sóma
sinn í því að láta frekari áfanga-
hækkanir á vasapeningunum,
sem áttu að verða 1. september
sl. og 1. desember nk. koma til
framkvæmda. Þar reynir á stjórn-
arstefnuna fyrir alvöru.
Ókristilegt hugarfar
Og loks má ekki gleyma garm-
inum honum Katli. Ríkisstjórnin
hefur eignast stuðningsmann í
bæjarstjóranum í Garðabæ.
Hann geysist fram á ritvöllinn í
DV og segir ekkert vera til
skipta, og biður verkalýðs-
hreyfinguna að hafa hægt um sig,
ef ekki með góðu þá með illu.
Sjálfur hefur maðurinn eins og
Þjóðviljinn upplýsti margfalt
verkamannakaup og mætti vel
jafna því í fleiri staði til að byrja
með. Tekjuskiptingu í þjóðfé-
laginu má breyta með ýmsum
hætti og hvort sem það er gert
með Hróa-hattar-aðferðum eða
kristilegum kærleik þá er hægt að
skipta jafnara því sem fyrir er þó
að kakan hafi eitthvað rýrnað.
Samkvæmt útvarpsviðtali við
téðan bæjarstjóra þá er það hel-
sta viðfangsefni margra í Garða-
bæ um þessar mundir að bæta við
bílskúrum yfir báta, bíla, tjald-
vagna og snjósleða og önnur þau
þægindi sem fylgja „bjargálna
fólki á miðjum aldri“ um þessar
mundir. Skyldi ekki mega bæta
böl einhverra í þjóðfélaginu með
því að sækja fé til þess fólks sem á
tvo kyrtla og gæti svo vel gefið
annan þeirra.
- ekh.
og skorið
Hundalíf
í Reykjavík
Hundahald er helsta umræðu-
efni Morgunblaðsins og DV
þessa dagana. Það er gott að hafa
eitthvað að tala um og ekki er að
efa að deilur um hundahald gætu
komið íhaldinu vel í borginni og
landsstjórninni. Það er þá ekki
rætt um kjaraskerðingu og
kreppu á meðan. Þetta er nefni-
lega eitt af þeim málum sem
aldrei fær neinn endi. Hundahald
verður í borgum og bæjum hvort
sem það er leyft eða ekki. Hund-
urinn fylgir manninum og alltaf
eru einhverjir sem vilja hafa
I M#f:
hund hvað sem tautar og raular
og hvað sem lög og reglur segja.
Sumum þykir æ vænna um hund-
inn sinn eftir því sem þeir kynnast
mannfólkinu betur. Svona er
lífið: Hundalíf. Stjórnmála-
mönnum væri best að viðurkenna
að hundurinn verður ekki skilinn
frá manneskjunni við borgar-
mörkin. Nema menn ætli að
koma hér upp lögregluríki með
aflífunarsveitum á stöðugri vakt
sjálfum sér og mannfólki til jafn-
mikils voða og hundunum.
Skráning, skattlagning, strangar
reglur og eftirlit ættu að geta
haldið hundahaldi í viðunandi
horfi eins og t.d. á Akureyri og á
Seltjarnarnesi.
- ekh.