Þjóðviljinn - 30.09.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. september 1983
Utboð
Tilboð óskast í byggingu undirstaða og kjall-
ara fyrri byggingu Fjölbrautaskóla Suður-
lands við Tryggvagötu á Selfossi.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu
Suðurlands hf. Heimahaga 11, Selfossi og
Fjölhönnunar hf. Grensásvegi 8, Reykjavík
frá föstudeginum 30. september 1983, gegn
3000 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Fjölbrauta-
skóla Suðurlands, Austurvegi 10 Selfossi,
fyrir kl. 16.00 6. október 1983, og verða opn-
uð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem
þess óska.
Skólanefnd
Fjölbrautaskóla Suðurlands
AUGLÝSING
samkvæmt 7. gr. laga nr. 14/1965 um
launaskatt með áorðnum breytingum, sbr.
ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um
tekjuskatt og eignarskatt, um að álagningu
launaskatts á árinu 1983 sé lokið.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna
launaskatt sem skattstjóra ber að ákvarða
hafa verið póstlagðar. Hér er annars vegar
um að ræða launaskatt skv. 4. gr. fyrrnefndra
laga, þ.e. á reiknuð laun manna við eigin
atvinnurekstur eða sjlalfstæða starfsemi og
á hlunnindi sem ekki eru greidd í peningum
og hins vegar launaskatt skv. 3. gr. sömu
laga sem greiða ber af greiddum launum á
árinu 1982.
Kærur vegna álagðs launaskatts sem skatt-
aðilum hefur verið tilkynnt um með launa-
skattsseðli 1983 þurfa að hafa borist skatt-
stjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en
29. október nk.
30. september 1983
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjóri Vesturlandsumdæmis, Jón Eiríksson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Hreinn Sveins-
son.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi
Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Hall-
ur Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Bjarni G.
Björgvinsson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hálfdán Guð-
mundsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björns-
son.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sveinn Þórð-
arson.
frá Ráðherranefnd Norðurlanda
NORRÆNA MENNINGARMÁLASKRIF-
STOFAN
í Norrænu menningarmálaskrifstofunni i Kaupmannahöfn er laus
staöa fulltrúa á sviöi stjórnsýslu. Auglýsing meö nánari upplýsing-
um um stöðuna veröur birt í Lögbirtingablaðinu föstudaginn 7.
október.
Umsóknir skulu hafa borist fyrir 18. október 1983 til Nordisk Min-
isterrád, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snarega-
de 10, DK-1205 Kobenhavn K.
Menntamálaráuneytiö
26. september 1983.
Vegna útfarar
GUNNARS THORODDSEN,
fyrrv. borgarstjóra, verða skrifstofur Reykja-
víkurborgar og stofnana hennar lokaðar kl.
13.00 - 15.00 föstudaginn 30. september.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Minning
Hans Guðnason
bóndi á Eyjum og Hjalla í Kjósarhreppi
Fœddur 27.8. 1911 Dáinn 22.9.1983
„Það lifi sem best var í sálu
mín sjálfs
i að sólskinið verður þó til. “
St.G.St.
Hans var fæddur að Eyjum í
Kjós, vesturbæ, sonur hjónanna
Guðna Guðnasonar og Guðrúnar
Hansdóttur, er þar bjuggu saman
nær 46 ár, en Guðni í rúm 60 ár.
Hans bjó á Eyjum með afnot af
hluta af jörðinni frá 1940 til 1953
eða þar til þau hjónin, Hans og
Unnur Hermannsdóttir, kennari,
stofnuðu nýbýli á hluta úr landi
Eyja árið 1950. Býlið nefndu þau
Hjalla, og bjuggu þar til ársins
* 1980, að Hans missti svo heilsu að
’ þau urðu að bregða búi og flytja til
i Reykjavíkur.
i Hansvarvelbúinnundirsittaðal
j starf sem bóndi. Hafði unnið
I sveitastörf frá barnæsku og
i menntast til búnaðarstarfa sem bú-
í fræðingur frá Hvanneyri. Hann
■ starfaði einnig mikið utan heimilis,
j aðallega við jarðræktarstörf fyrir
: Búnaðarsamband Kjalarnesþings
l með skurðgröfum og jarðýtum.
! Þettavarhonumknýjandinauðsyn
] vegna tekjuöflunar fyrir
j mannmargt heimili og mikils
i kostnaðar við stofnun nýbýlis, þar
I sem byggja þurfti allt upp frá
i grunni, íbúðarhús og öll útihús,
! rækta land svo hægt væri að fram-
j fleyta nægilegum bústofni fyrir 11
i manna fjölskyldu. Það kom sér því
vel, að Hans var vel verki farinn og
hafði af miklum manni að má bæði
um skapgerð og líkamsburði. Þetta
hefði þó ekki nægt til að leggja
grundvöll að því myndar býli sem
j Hjalli var, hefði húsmóðirin ekki
I verið vakin yfir velferð heimilisins
I með sínum miklu hæfileikum og
j dugnaði.
Hans var bóndi og málefni
bænda voru honum hugstæð, en
hann vann mikið utan heimilis og
kynntist snemma kjörum dag-
launamannsins, og kjör hans sem
einyrkja stóðu nær kjörum verka-
manna en nokkurra annara. Hann
taldi því samstöðu íslenskra smá-
bænda og verkamanna eðlilega, og
hagsmuni þeirra gagnkvæma.
Þetta leiddi til þess að hann fylgdi
Sósíalistaflokknum að málum og
síðan Alþýðubandalginu og starf-
aði nokkuð að málefnum á þess
vegum. Þetta féll einnig að áhuga
hans á almennum málum, og þeim
viðhorfum hans, að framtíðin
byggðist á velgengni hins almenna
manns, en ekki á fjárplógsstarf-
semi einstakra stétta.
Fjölskyldan og velferð heimilis-
ins átti þó hug hans allan, og gat
hann þar tileinkað sér viðhorf
Stepans G.: „Landið sem mín vígð
er vinna vöggustöðin barna
minna“.
Erfiði og starf var hlutskipti
Hans eins og nærri má geta um ein-
yrkja með stóra fjölskyldu á ný-
býli. En laun erfiðisins létu heldur
ekki á sér standa. Níu börnum sín-
um komu þau hjónin til mikils
þroska og menntunar, en sam-
heldni fjölskyldunnar bar gott vitni
ánægjulegum heimilisháttum.
Hans var félagslyndur og hafði
yndi af mannfagnaði og ferða-
lögum. Hann ferðaðist all-mikið,
bæði hér heima og til annarra
landa, sérstaklega hin seinni árin.
Eina ferð held ég að hann hafi
tekið fram yfir aðrar ferðir. Það var
ferð til Kanada. Hjónin fóru þá í
bændaför vestur til Kanada og
komu þá m.a. til Albertafylkis á
fyrrverandi heimili Stephens G.
Stephanssonar, skálds og bónda,
og var það vafalaust hápunktur
ævintýrisins.
Hans var léttur í máli og skraf-
hreifinn svo þægilegt var að um-
gangast hann. Var því hægt að
segja um hann eins og sagt var um
afa hans og nafna, að manni liði vel
í návist hans.
Að sjálfsögðu er margs að minn-
ast frá langri vegferð, og því ærin
ástæða til að þakka samfylgdina og
ylja sér við minningarnar. Við
Guðrún þökkum órofa vináttu og
hlýja samfundi og óskum Unni og
fjölskyldunni velfarnaðar, þar sem
andi manndóms og menningar
mun vaka yfir vötnum eins og jafn-
an áður.
Guðni Guðnason
! Aðsókn að Amtsbókasafninu á Akureyri aldrei meiri
Guðrún og Snjólaug
með flest útlánin
Aðsókn að Amtsbókasafninu á
Akureyri hefur aldrei verið meiri
en það sem af er þessu ári. í
ágústlok síðastliðinn voru útlánin
orðin jafn mikil og ársútlánin voru
fyrir 10 árum.
Það sem fyrst og fremst hefur
breyst í notkun fólks á bókasafninu
er að aðsóknin yfir sumarmánuð-
ina hefur stóraukist. Það eru ekki
mörg ár síðan útlán bóka á sumrin
voru þriðjungi-og allt að helmingi
minni en yfir vetrarmánuðina, en
nú munar oftast sáralitlu á sumar
og vetrarútlánum.
Hin mikla útbreiðsla mynd-
banda sem orðið hefur á síðustu
árum virðist ekki hafa haft nein á-
hrif á bóklesturinn því útlánin hafa
aukist jafnt og þétt. Þó má ef til vill
merkj a áhrif myndbandanna á einu
sviði, en það eru útlán á bóka-
kössum í skip, þau hafa dregist
saman um meir en helming á síð-
ustu tveim árum.
Fyrir skömmu var gerð lausleg
könnun á útlánum bóka íslenskra
höfunda í Amtsbókasafninu. Talið
var af örfilmu af útlánum dagana
3.-16. febrúar sl., alls 5520 binda
útlán, þar af voru 1402 bindi ein-
stakra íslenskra höfunda, safnrit
ekki meðtalin.
Guðrún frá Lundi og Snólaug
Bragadóttir áttu flest útlánin 37
bindi hvor, í þriðja sæti var Ingi-
björg Sigurðardóttir með 32 bindi,
í fjórða sæti var Ármann Kr. Ein-
arsson með 27 bindi og Guðmund-
ur Hagalín var fimmti með 20
bindi. Síðan komu Guðbjörg
Hermannsdóttir og Vésteinn Lúð-
víksson með 19 bindi, Aðalheiður
Karlsdóttir og Stefán Júlíusson
með 15 bindi, Indriði Úlfsson og
Stefán Jónsson með 14 bindi og
Guðmundur Daníelsson og Hall-
dór Laxness með 12 bindi hvor.
Með 10 binda útlán voru:
' Auður Haralds, Guðrún Helga-
dóttir, Gunnar Gunnarsson yngri,
Gunnar M. Magnúss, Hafliði Vil-
helmsson, Magnea frá Kleifum og
Pétur Gunnarsson.
9 binda útlán:
Andrés Indriðason, Einar Krist-
jánsson, Elínborg Lárusdóttir,
Guðbergur Bergsson, Jón Thorar-
ensen, Magnea Matthíasdóttir,
Ólafur Jóh. Sigurðsson, Steinunn
Þ. Guðmundsdóttir, Viktor Arnar
Ingólfsson, Þorsteinn Antonsson,
Þórunn Elfa Magnúsdóttir.
8 binda útlán:
Eðvarð Ingólfsson, Guðlaugur
Guðmundsson, Guðjón Sveins-
son, Hannes Pétursson, Hreiðar
Stefánsson, Jón Óttar Ragnarsson,
Þor$teinn Matthíasson.
7 binda útlán:
Egill Egilsson, Erlingur Davíðs-
son, Gunnar Bjarnason, Hugrún,
Ingólfur Margeirsson, íslensk
fornrit, Jóhannes Helgi, Krist-
mann Guðmundsson, Olga Guð-
rún Árnadóttir, Óskar Aðalsteinn
Guðjónsson, Þorsteinn Marelsson.
6 binda útlán:
Davíð Stefánsson, Einar Jóns-
son á Hofi, Einar H. Kvaran, Fríða
Sigurðardóttir, Guðmundur Frí-
pmann, Heiðdís Norðfjörð, Herdís
Egilsdóttir, Iðunn Steinsdóttir,
Jakobína Sigurðardóttir, Jenna og
»Hreiðar, Jón Dan, Jón H. Guð-
mundsson, Jökull Jakobsson,
Ólafur Ormsson, Þórir S. Guð-
bergsson.
5 binda útlán:
Ásgeir Jakobsson, Áslaug Ragn-
ars, Benjamín Kristjánsson, Björn
Th. Björnsson, Eiríkur Sigurðs-
son, Flosi Ólafsson, Gunnar Dal,
Gunnar Gunnarsson eldri, Indriði
G. Þorsteinsson, Jón Bjarnason frá
Garðsvík, Jón Birgir Pétursson,
Karvel Ögmundsson, Matthías Jo-
hannessen, Njörður P. Njarðvík,
Ólafur Ragnarsson, Ragnar Þor-
steinsson, Sigurður A. Magnús-
son, Sigurður Sverrisson, Stefán
Aðalsteinsson frá Vaðbrekku,
Svava Jakobsdóttir, Sverrir Krist-
jánsson, Vigfús Björnsson, Þór-
bergur Þórðarson, Þorgils gjall-
andi, Þuríður Guðmundsdóttir.
28 höfundar voru með 4 útlán, 46
með 3 útlán, 87 með 2 útlán og 180
höfundar voru með eitt útlán.
Bókasöfnin í Keflavík og Kópa-
vogi hafa fyrir skömmu birt niður-
stöður úr samskonar könnunum
hjá sér og voru útkomur þar mjög
svipaðar þessari.