Þjóðviljinn - 30.09.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. september 1^83 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 5
Gunnar Thoroddsen:
Kaflar úrtveimur ræðum: 1945 og 1983
„Hið geigvæniega böl atvinnuleysisins“
„Á ungum aldri vann ég að því ásamt
félögum mínum að flokkurinn yrði víð-
sýnn frjálslyndur flokkur með
hagsmuni allra stétta fyrir augum og
með fullum skilningi á félagslegum
þörfum fólksins. En ekki síður var okk-
ur það hugleikið að flokkurinn yrði um-
burðarlyndur flokkur í samrœmi við
þann kjarna sjálfstœðisstefnunnar að
sérhver maður œtti rétt á að vera sjálf-
stceður í hugsun, orði og verki og hefði
rétt til að fylgja samvisku sinni og
sannfœringu eins ogstjórnarskráin býð-
ur þar á meðal að gera.
Nú í seinni tíð hefur syrt í álinn og
blikur dregið á loft. Því er ekki að neita
að nokkurt fráhvarf hefur orðið frá
þeim hugmyndum og grundvallarhug-
sjónum sem við á sínum tíma gerðum
okkur og sem Sjálfstœðisflokkurinn
hefur lengst af starfað eftir. Þar má til-
nefna þröngsýni í stefnumótun og hug-
myndir um harkalegt flokksræði.
Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum
var það hugsjón mín og annarra ungra
sjálfstœðismanna að það vœri frum-
skylda hvers stjórnmálamanns og hvers
stjórnmálaflokks að gera allt sem í
mannlegu valdi stœði til þess að allir
menn hefðu atvinnu.
Nú hrýs mér hugur við að heyra það
kœruleysi sem oft kemur fram í tali
sumra manna um þetta geigvœnlega böl
atvinnuleysisins, eins og það snerti ekki
einn einasta hjartastreng í brjóstum
þeirra. Þetta birtist m.a. í ályktunum
sumra samtaka. Það birtist í ódulinni
aðdáun á efnahagsþróun og stefnu
sumra grannríkja, þar sem tíundi eða
jafnvel áttundi hver maður er atvinnu-
laus árum saman. Það birtist í útvarps-
erindum nýlega, þarsemfordœmd ersú
tillaga stjórnarskrárnefndar að leggja til
að í stjórnarskránni verði grundvallar-
atriði að allir menn eigi rétt á vinnu eftir
því sem lög kveða nánar á um. Þó er
ekki síður alvarlegt það hugarfar sem
beinist frá umburðarlyndinu og lýð-
rœðinu yfir í aukið flokksrœði. “
Síðasta ræða Gunnars Thoroddsen á
Alþingi 14. mars 1983.
„Frelsi voru viljum vér ekki farga
Landsréttindum viljum vér ekki afsala
„Það hefur jafnan verið helgasta hug-
sjón vor Islendinga að ráða landi voru
einir, að stjórna sjálfir og óháðir málum
vorum. Ekki fyrir tildurs sakir og hé-
gómaskapar, ekki til þess að miklast af
því í augum annarra, að vér værum
menn með mönnum, fullvalda eins og
aðrir. Sjálfstjórnarhugsjón vor er eðl-
isnauðsyn. Uppruni vor og eðli, þjóð-
erni og menning, krefja óskoraðs sjálfs-
forræðis. Reynsla vorogsaga benda oss
afdráttarlaustísömu átt. Hver fjötur um
fót þjóð vorri hefur dregið úr viðgangi
hennar og velmegun, hvert frelsisspor
fœrt hana til meiri þroska og betri kjara.
En hverju máli skiptir þetta um til-
mœlin um herstöðvar? Getum vér ekki
haldið óskertu frelsi voru og fullveldi,
þjóðerni og menningu, þóttslík ítök séu
veitt?
Mér virðist, að ekki þurfi lengi að
velta vöngum yfir því, að herstöðvar
erlends ríkis í landi annarrar þjóðar
höggvi stórt skarð í umráðarétt hennar
yfir landi sínu. Vil ég leyfa mér að vitna
því til stuðning fyrst í stað í herverndar-
samninginn frá 1941. Þar segir að „strax
og núverandi hættuástand í milliríkja-
viðskiptum er lokið, skuli allur slíkur
herafli og sjóher látinn hverfa á brott
þaðan, svo að íslenzka þjóðin og ríkis-
stjórn hennar ráði algerlega yfir sínu
eigin landi.“ Með þessum orðum er
ótvírœtt lýst yfir þeim skilningi, að til
fulls geti þjóðin ekki ráðið yfir landi
sínu, meðan erlendur her er í landinu.
Þótt það veldi, er verndina tekst á
hendur, sé vinveitt oss og heiti því að
forðast íhlutun um stjórn landsins, \
liggja í leyni margvíslegar hœttur fyrir
sjálfsforræði, þjóðerni, tungu, siðferð-
isþrek, hugsunarhátt, álit þjóðarinnar
út á við. Hersvœðin og þeir útlendu her-
flokkar, er hefðu gœzlu stöðvanna á
hendi, yrðu auðvitað utan við landslög
og rétt vorn íslendinga. íslenzkyfirvöld
gætu þar engum lögum fram komið,
íslenzkir dómstólar ekki dæmt mál
þessara manna, íslenzkir borgarar, er
teldu á hlut sinn gengið, ekki náð rétti
sínum nema eftir milliríkjaleiðum. ís-
lendingar gætu ekki farið frjálsir ferða
sinna á þessum slóðum, þeirþyrftu leyfi
útlendinga til umferðar um sitt eigið
land. Þegar hagsmunir verndarans og
vilji íslands rœkjust á, eru allar líkur til,
að herveldið réði, en vilji íslandsyrði að
víkja. Þjóðerni vortyrði í hættu, tungan
fyrir erlendum áhrifum frekar en hollt
mætti teljast. Siðferðið í valtara lagi,
eins og jafnan þar sem erlendir stríðs-
menn eiga stundardvöl. Ófyrirsjáanleg
eru þau áhrif sem sjálfsvitund, sjálf-
stæðiskennd þjóðarinnar yrði fyrir. Vit-
und þjóðar um, að hún ráði sjálfog ein
landi sínu og málum öllum, blæs henni í
brjóst sjálfsvirðingu árœði, framfara-
hug, örvar hana til stórra átaka. Með-
vitundþjóðar um, að hún ráði ekki sjálf
málum sínum, sé háð að einhverju leyti
valdboði annarra, verkarsem deyfilyf á
þessar fornu og nýju dyggðir. Áhrifin út
á við yrðu ekki eftirsóknarverð. Erlend
ríki mundu tœplega telja það land
fullvalda nema að nafni til, sem lyti á
friðartímum herstjórn annars ríkis, með
erlenda herstöð í sjálfri höfuðborg
sinni. Utanríkisstefna vor hlyti að verða
háð vilja verndarans. Mörg ríki, smá og
stór, verða að vísu að sætta sig við allt
þetta um skamma stund í styrjöld. En
hitt er frágangssök að semja sig undir
slíkar varanlegar búsifjar á friðartím-
um.
Ef til orða œtti að koma, að íslend-
ingar semdu um herstöðvar hér til
handa öðru ríki, þyrfti að benda á ein-
hverja knýjandi, ómótstœðilega nauð-
syn. Manni verðurnú spurn: Hverersú
hin knýjandi nauðsyn?
Þegar litið er á hagsmuni lslands,
kunna einhverjir að halda því fram, að
vér munum geta haft hag af slíkum
ívilnunum, fjárhagslegan og viðskipta-
legan, og hinsvegar gæti neitun valdið
oss tjóni og örðugleikum á því sviði.
Við því vil ég segja: Vér Islendingar
höfum aldrei metið sjálfstætt vort til
peninga. Þótt oss vœri boðin öll ríki
veraldaritmar og þeirra dýrð, megum
vér aldrei láta fallast í þá freistni, að
afsala landsréttindum fyrir silfurpen-
ing.
Aðrir munu segja: Ef vér neitum,
verða stöðvarnar teknar með valdi gegn
vilja vorum, vegna þess, hver stórveldið j
telur sérþœr nauðsynlegar, og þá stönd-
um vérsýnu verr að vígi, en ef samning-
ar væru upp teknir. Slíkar getsakir eru
móðgun í garð þeirrar þjóðar sem 14
ágúst 1941 lýsti því yfir í Atlanzhafs-
yfirlýsingunni að allar þjóðir veraldar
yrðu að afneita allri beitingu ojbeldis.
Við Bandaríkin viljum vér að sjálf-
sögðu eiga vinsamlega sambúð. Vér
kunnum þeim þakkir fyrir drengileg
viðskipti á styrjaldarárunum. Þau hafa
sýnt oss mikla velvild og er vafasamt,
hvort nokkur þjóð önnur hefði komið
fram af meiri lipurð, sanngirni og
rausn, sem herverndari í styrjöld en
þau. Þeirra vináttu viljum vér sízt missa.
Vér erum engir einangrunarsinnar.
Vér hpfum sýnt í verki vilja vorn til
hluttöku í alþjóðlegu samstarfi undan-
farin ár á margvíslegan hátt. Á þeirri
braut munum vérhalda áfram. En frelsi
voru viljum vér ekki farga. Landsrétt-
indum viljum vér ekki afsala. “
Ræða Gunnars Thoroddsen af svölum
Alþingishússins 1. desember 1945.