Þjóðviljinn - 30.09.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 30.09.1983, Qupperneq 7
Föstudagur 30. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 spilað, sungið og dansað. Það var farið í getraunir og skotið upp flug- eldum, og súkkulaðibúðingurinn hafði alveg einstakt bragð. Óllum var gert hátt undir höfði, aliir voru eitthvað sérstakt. Eins atviks minnist ég öðrum fremur. Árið 1954 er liðið, árið 1955 gengið í garð. Búið er að syngja Nú árið er liðið, og allir skála, faðmast og kyssast, nema einn unglingurinn sem tekur sig út úr hópnum með grátstafinn í kverkunum og fer í felur upp á loft til að snökta þar ein við glugga og horfa á flugeldana yfir bænum. Hönd er lögð á öxl. Það var Gunnar. Og hann vissi nákvæmlega hvað var að, og hann talaði um það sem aldrei var talað um. Unglingurinn tók fljótt gleði sína og dreif sig í dansinn. Daginn eftir komu Gunnar og Vala á Frí- kirkjuveg í heimsókn til afa og ömmu og áttu sérstakt erindi við mig. Kölluðu mig fram í skúr, sem svo var nefndur, og gáfu mér þar gjöf sem aldrei gleymist. Þannig var Gunnar, örlátur, bæði í eigin- legri og óeiginlegri merkingu. Hann gaf gjafir, sem alltaf voru persónulegar, og hann gaf af sjálf- um sér. Hann bar virðingu fyrir fólki og tók mark á tilfinningum þess. Líka barna. Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (S.Th.) Ég kveð frænda minn með trega og þakka honum fyrir það sem var. Völu og öðrum ástvinum votta ég innilega samúð mína. Helga Fyrir tæpum þremur árurn ritaði undirritaður nokkur kveðjuorð til Gunnars Thoroddsen f.v. forsætis- ráðherra í tilefni 70 ára afmælis hans. Þann dag var afmælisbarnið að vanda hinn hressasti, lék á als oddi og svaraði að bragði árnaðarósk- um, sem til hans var beint í tilefni tímamótanna. Engum viðstöddum kom þá til hugar að skilin milli lífs og dauða væru þá svo skammt undan, sem raun er nú á orðin. í umræddum afmælisorðum rakti ég að nokkru samskipti mín við Gunnar Thoroddsen í okkar breytilegu trúnaðarstörfum, sem okkur höfðu verið falin, og á hvern hátt þau vandamál voru leyst, þótt staða okkar hafi oftast verið „sitt hvoru megin borðsins". Þessar minningar liðinna ára verða ekki raktar að nýju nú. Á þessari stundu er mér efst í huga hin mannlega hlið Gunnars, umburðarlyndi og æðruleysi hans, samfara prúðmannlegri framkomu í hvívetna. Ég minnist gjarnan efnislega þess tilsvars hans, í eyru mér, á hita- og hávaðafundi, er við vorum saman, sem að var að efni til svona: „Aldrei hefi ég þokað neinu máli áleiðis með hávaða og stóryrðum. Hafi mér orðið þetta á í hita stund- arinnar á yngri árum, hefur mér sjálfum fundist það helst geta átt sér stað, ef málefnið, sem til um- ræðu var, var ekki nægilega traustvekjandi, hvort heldur það var til sóknar eða varnar, m.ö.o. ekki nógu góður málstaður." Þessi skoðun Gunnars kom ber- lega í ljós í framkomu hans allri, hvort heldur var um einkasamtöl að ræða, eða að viðstöddu fjöl- menni í ræðustól. Persónulega heyrði ég hann aldrei fella þunga dóma í annarra ggrð, að viðkom- andi fjarstöddum. Á ritvelli og í deilum gat hann, með sínu mikla valdi á íslenskri tungu, verið harð- orður og að sumum fannst óvæg- inn. En þar var jafnræði. Andstæð- ingurinn hafði jafnan rétt til and- svara. Sem prófessor eða kennari í lögum við Háskólann, hlaut hann að afla sér mikillar þekkingar í þeim efnum, enda talinn manna fróðastur um þau efni innanlands og utan og sem einlægur lýðræðis- sinni var hann aldrei í vafa um, að með réttlátum lögum og reglugerð- um, sem á þeim voru byggðar, yrði lýðræði og meirihlutavilji þjöðar- innar best tryggður. Mannkostir Gunnars voru þó, að mínu mati, ekki stærstir í fræði- grein hans, heldur mun fremur í hinum mannlegu þáttum lífsins. Lög og reglur eru grundvallar- nauðsyn heils þjóðfélags, sem virð- ingar vill njóta, en lög og reglur ná ekki, þrátt fyrir allt, yfir alla mann- lega þætti hins daglega lífs hvers einstaklings. Þetta á ekki síst við daglegt líf hjá frjálsbornum lýð- ræðisþjóðum. Sem óslitinn þráður gengur glöggur skilningur hans á þessu mikilvæga atriði í gegnum allan málflutning Gunnars Thoroddsen, hvort heldur var í ræðum hans eða ritum. Það var tvímælalaust þetta frj áls- lyndi hans, sem auðveldaði honum aðgang að fólki úr ólíkum starfs- greinum og skilning hans á ólíkum og misjöfnum kjörum fólks. f hafróti stjórnmálanna er ekki alltaf „einber dans á rósum“ þótt margir líti svo á, og þykjast geta staðfest þá skoðun sína, með skír- skotun til þess, að ávallt sé fyrir hendi gnægð frambjóðenda í trún- aðarstörf þar. Svo einfaldar eru skýringar á frambjóðendafjölda einum saman, alls ófullnægjandi og í fleiri tilfellum alrangar. Ekki skal þó nú við fráfall Gunnars Thorodd- sen þessi þáttur ræddur frekar, en ekki verður þó komist hjá því að minna á, að löngun frambjóðand- ans eins dugar skammt, ef fylgis- sveitina skortir. Það er heldur ekki alltaf logn á tindum stjórn- málanna, fremur en öðru há- lendi. Sem virkur þátttakandi í stjórnmálum og lengst af í forystu- sveit, hlaut því að gusta um Gunn- ar Thoroddsen, svo sem aðra, er forysta er falin, og ekki fór hann heldur varhluta af þeim næðingi og oft ærið köldum. Á þessum vegamótum minnist ég góðs vinar, sem alltaf var gott að leita til um málefni utan og ofan við allt dægurmálaþras og skammtíma þrætur. Það munu fleiri en ég sjá stórt og vandfyllt skarð í varnar- múrum mannúðar og réttsýni við fráfall Gunnars Thoroddsen. Fyrir þessi kynni eru nú færðar alúðar þakkir. Ég votta frú Völu og afkomend- um þeirra dýpstu samúð og bið þeim styrktar æðri máttarvalda á erfiðri raunastund. Eggert G. Þorsteinsson. Hver maður býr sér heim með hugsun sinni. Hugblæ þess heims fær hann ekki fyrir þeim dulinn, sem tíðum sækja þangað að líta. Úr heimi Gunnars nam hugurinn frið mitt í stríðum dagsins, vitsmuni þegar þrætur lögðu okkur hina að láglendi, umburðalyndi þegar mörgum þótti nærri höggvið og vissu um fegurð handan alls þess sem er og hugann glepur. Hann trúði á manninn en um leið trúði hann ekki á mannanna verk,- Hann hafði ekki að himni festingar manna, heldur þær víddir, sem eru heimur hins frjálsa manns. Hann leit á frelsið sem heilaga gjöf og vissi um leið, að frelsið býr í mann- inum sjálfum. Að það frelsi er dýr- ast, sem engin lög fá skert. Rödd þess frelsis er samviska mannsins en ekki óp á torgum. Hann benti á óvini þessa frelsis, þá hlekki sem njörva hið lifandi frelsi í brjóstum manna. Þá römmu fjötra, sem eigngirni okkar allra, óbilgirni hins harðsnúna hóps og formyrkvun mannkærleika leggja á gjöfina dýru. Hann bjó yfir þeirri visku, að allt snýst þetta um okkur mennina en ekki um fjársjóði okkar á jörð. Því þótti honum stundum sem broslegir tvinnar þær skorður við frelsi, sem aðrir töldu fjötrana sjálfa. Hann hafði fyrir satt það sem svo oft gleymist, að hamingja manna verður ekki í peningum tal- in, frelsi þeirra ekki með fáskipti fengið og friður ekki tryggður með því að berja aðra menn. Hann átti þá visku, að hver hlutur hefur margar hliðar og að sannleikurinn tekur sér ekki bú- stað á einni þeirra. Gunnar Thoroddsen lengdi ekki sjálfan sig með því að stytta náungann. Andstæðingum hans úr baráttunni kæmi mörgum á óvart að vita hvernig um þá var talað. Þegar að var fundið var það af skilningi gert, aldrei af heift. Menn geta sýnst stórir af því að sigra aðra menn en enginn verður mikill af öðrum en að sigra sjálfan sig. Tamdara skapi hef ég ekki kynnst og sátt hans við guð og menn var grunnur hans orða. Gunnar mat ekki menn af búningum þeirra eða af merkimiðum á þá hengdum. Hann nam samferðamenn sína af innsæi gáfumannsins, næmi sálar- innar og þeirri vissu, að neisti al- mættisins er í okkur öllum. í stríð- um dagsins sat hans innsti hugur á friðarstóli. Ekki leikur á tveim tungum, að Gunnar Thoroddsen var yfirburða- maður að andlegu atgervi. Hann fékk frá meistara sínum fleiri tal- entur til varðveislu en flestir menn. Hann gróf þær ekki í jörð, heldur ávaxtaði. Hugsunin var hröð, skilningurinn skarpur og víðfemari en gerist með flestum mönnum. Hugurinn var næmur og laut sál- inni, sem var opin fyrir þjáningum manna. Hann fór tíðum af þeim torgum, þar sem menn sýnast fyrir mönnum, til þess að hjálpa bræðrum í vanda. Hann reyndi ekki að miklast með því að hefja sig yfir það mannlega. Einn hans styrkur var skilningurinn á hjálpar- leysi mannsins, Gunnar sagði mér eitt sinn, að líklega ættum við að lifa lífi okkar þannig, að við fögnuðum sólskini en litum á rigninguna sem sjálf- sagðan hlut. Þannig kætist maður oft en volar sjaldan. Þannig tapar maður ekki áttum í volæði og hug- ans vesöld. Hann vissi, að það lýsir enginn sjálfum sér né öðrum með því að bölva myrkrinu. Hans eigin vegur var lýstur því ljósi, sem skín í gegnum myrkur aldanna. Á heimili Gunnars ríkti djúpur friður þó ytra gerði veður. Fegurð þess heimilis er mörgum kunn, dýpri þó sú fegurð, sem hugurinn nemur án augans. Líf Gunnars var ríkt, líf hans löngu samtíðar ríkara fyrir hann. Með Gunnari ergenginn einstæður maður. Af djúpri virðingu, einlægri vin- áttu og af hjartans þakklæti kveð ég kennara minn og vin. Guð veri með honum. Jón Ormur Halldórsson. Sortnar þú, ský, suðrinu í og síga brúnir lœtur. Eitthvað að þér eins og að mér amar, ég sé þú grœtur. Þessar ljóðlínur úr kvæði Jóns Thoroddsen komu mér til hugar s.l. sunnudagsmorgun, þegar mér barst andlátsfregn Gunnars móð- urbróður míns. Fyrir tveimur vik- um síðan heimsótti ég hann að Víði- mel 27. Er ég gekk út úr húsinu, fékk ég það einkennilega hugboð, að ég ætti ekki eftir að sjá hann framar á lífi. Ég bægði þeirri hugs- un frá mér, en fyrr en varði dró ský fyrir sólu og Gunnar var allur. Gunnar ólst upp á fögrum stað við Tjörnina umvafinn hlýju og ást- ríki foreldra og systkina. Éoreldrar hans María Kristín og Sigurður Thoroddsen voru lánsöm að sjá öll börnin 6 vaxa úr grasi og verða að mætum mönnum í íslensku þjóð- lífi. Nú eru þrjú þeirra - allir syn- irnir Valgarð, Jónas og Gunnar - látin. Þeir hafa allir skilið eftir sig djúp spor. Þeir létust allir skömmu eftir að skyldustörfum lauk og ætl- uðu sér þá tíma í margþætt áhug- amál. Én tíminn reyndist of naumur. Gunnar varð sá, sem mest kvað að í opinberu lífi og því eðlilegt, að mikið væri um hann rætt. Þegar ég var stelpa í sveit, spurði bóndinn mig eitt sinn, hvort mér leiddist ekki að lesa þær skammir, sem frændi minn fengi í blöðunum. Jú, vissulega þótti mér það leiðinlegt. í mínum foreldrahúsum var alla tíð talað um Gunnar af mikilli virð- ingu. En það var ekki fyrr en ég fór að eldast, að ég skildi ástæður þessa. Þar fór ekki aðeins sköru- legur og glæsilegur stjórnmála- maður - þar var mikilmenni á ferð. Maður, sem þorði að standa fast við sannfæringu sína í meðbyr og mótbyr og var tilbúinn að fórna miklu fyrir hana. í Gunnari sameinuðust fágætir eðlisþættir. Hann var stjórnvitringur, listamaður og málsnillingur. Það er óhætt að segja, að hann hafi verið virtur bæði af samherjum og andstæðing- um fyrir sína einstöku mannkosti. Ýmsir löngu liðnir atburðir koma í huga minn á þessari stundu. Gleðin hjá ömmu minni, þegar hún fékk Gunnar son sinn í heimsókn frá önnum borgarstjórastarfsins. Þá settust þau inn í stofu og ræddu innilega saman um atburði hins daglega lífs. Gamlárskvöldin á Oddagötu 8, þar sem fjölskyldan kom saman ár eftir ár. Það voru góðar stundir í lífi okkar, sem vor- um þá börn. Nú er brostinn hljómmikill og sterkur strengur í íslensku þjóðlífi. Strengur, sem flutti okkur boðskap mannvisku og kærleika og lét aidrei deigan síga, þótt oft væri við ofurefli að etja.Þessi strengurflutti okkur tóna sína í þjóðmálum landsins í hálfa öld. Það síðasta, sem Gunnar ræddi um við mig, voru tónsmíðar hans. Ætlunin var að gefa þær út á hljóm- plötu fyrir jól. Honum var þetta tilhlökkunarefni, en vonandi fær hljómplatan litið dagsiris ljós, svo að sem flestir geti notið hinna fögru tóna. Ég bið Guð á þessari stundu að styrkj'a Völu og börnin fjögur Ás- geir, Sigurð, Dóru og Maríu Kri- stínu og fjölskyldur þeirra og einn- ig systurnar þrjár Sigríði, Kristínu ;og Margréti. María L. Einarsdóttir. Kveðja frá Norrœna félaginu Það er gott að minnast þess, er fyrstu fundum okkar Gunnars Thoroddsen bar saman fyrir rúm- um tveimur áratugum. Við vorum þá nýbúin að stofna Norrænt félag í Kópavogi og bauð Gunnar okkur tveimur fulltrúum þaðan á fund með styrktarfélögum Norræna fé- lagsins. Hann tók okkur opnum örmum með þeirri ljúfmennsku og brosi sem honum einum var lagið. Síðan fylgdi sú elskusemi öllum okkar kynnum og hefur aldrei bor- ið skugga á. Það er ógleymt er hann var fjármálaráðherra og ég leitaði til hans vegna Kópavogskaupstaðar af sérstökum ástæðum. Ekki höfðu allir trú á því að sjálfstæðismaður- inn Gunnar Thoroddsen leysti þann vanda. Fyrir hádegi ræddi ég við hann. „Talaðu við mig niður í þingi síðdegis11, sagði hann og þá var málið leyst að okkar óskum. Kynnin urðu nánari á árunum 1970-1975, á síðari formannsárum hans íNorræna félaginu. Hannhef- ur einn manna á sextíu ára ferli félagsins verið kjörinn formaður þess í tvígang, með nokkru milli- bili. Hann varð fyrsti formaður Norræna félagsins á árunum 1954- 1965, en þá fluttist hann til Dan- merkur og gerðist sendiherra ís- lendinga þar eins og menn muna. Eftir heimkomuna réði hann úrslit- um um veigamiklar skipulags- breytingar á Norræna félaginu. Þá var komið á stofn framkvæmda- ráði, sem tók virkan þátt í stjórnun félagsins. Aukin áhrif deilda þess utan Reykjavkur urðu mjög örv- andi fyrir alla starfsemina. Nýjar félagsdeildir spruttu upp víða. Aldrei hef ég átt ánægjulegra sam- starf við nokkurn mann. Gunnar var alla tíð tillögugóður og já- kvæður, fljótur að átta sig á hvar kjarnann var að finna og alltaf til- búinn að fallast á það sem hann taldi horfa félaginu til heilla. Þess- arra ára minnumst við sem störfuð- um náið með honum með gleði og söknuði um leið. Á sjötugsafmæli sæmdi Norræna félagið hann gull- merki sínu sem þakklætisvott fyrir störf hans. Þegar spurðist um hátíðarhöld Grænlendinga vegna 1000 ára landtöku Eiríks rauða þar vestra fórum við hjá Norræna félaginu á fund Gunnars Thoroddsen eins og löngum áður. Hann tók okkur af sama skilningi og Ijúfmennsku sem fyrr með gamanyrði á vörum. Hans verk var það, að veita Norræna fé- laginu færi á að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld og framkvæma síðan tillögur nefndar sem hann skipaði í málið og ríkis- stjórnin öll féllst á. Síðasti þáttur þessarra tillagna, sem þegar hefur verið framkvæmdur, er hin glæsi- lega Grænlandssýning, sem stóð hér í Norræna húsinu síðari hluta ágústmánaðar. Það má því segja að verka hans hafi séð .stað í þágu norrænnar samvinnu og 'Norræna félagsins allt fram á þennan dag. Sjálfsagt eiga margir enn eftir að ylja sér við þá hlýju sem streymdi frá þessum siðfágaða og alþýðlega unnanda lista, fegurðar og mann- úðar. Ósjálfrátt koma mér í hug vísuorð Stefáns G. Stefánssonar er hann segir: Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Elskulegri konu hans, Völu, og öllum ættingjum og venslafólki færi ég innilegustu samúðarkveðj- ur. Hjálmar Olafsson. Bókamaðurinn Gunnar Thoroddsen.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.