Þjóðviljinn - 30.09.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 30.09.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. september 1983 Launamál kvenna í blaðinu í gær birtum við úrdrætti úr erindum fjögurra erindum hinna framsögumannanna, nema Björns Björns- framsögumanna á ráðstefnu Sambands Alþýðuflokks- sonar, hagfræðings ASÍ, sem bíður betri tíma. kvenna um launamál kvenna. Nú birtum við úrdrætti úr Esther Guömundsdóttir, formaöur KRFÍ: „Nýtt launamat þarf að fara i „Ég held að það sé alveg ljóst, að ' jafnréttislögin ein breyta ekki þeim j launamismun sem er milli karla og i kvenna, heldur verður fyrst og I fremst að verða hugarfarsbreyting ! hjá landsmönnum, auk annarra að- ; gerða. ! Það er staðreynd, að fjöldi j kvenna á vinnumarkaðnum hefur | aukist verulega undanfarna áratugi ! og ég á ekki von á að sú þróun ( snúist við. Það er líka staðreynd, j að meirihiuti þessara kvenna eru í ! lægst launuðu störfunum. Hin j hefðbundnu kvennastörf, ég nefni . hér sem dæmi hjúkrunarfræðinga I og fóstrur, eru mun minna metin í j launum en sambærileg störf, sem ' karlar stunda, þ.e.a.s. störf sem ; krefjast álíka langs náms og ! ábyrgðar í starfi. Það þarf því að fá fram nýtt mat á þeim störfum, sem unnin eru í okk- ar þjóðfélagi, þar sem tekið er tillit . til menntunar og þeirrar ábyrgðar ; sem starfinu fylgir. Hlutlaust mat- án tillits til kyns og án tillits til þess ; hvort kynið hafi unnið þáð starf i áður. Ef slíkt mat færi fram og ; skipað síðan í launaflokka er ég ! sannfærð um að launamismunur ; kynjanna myndi minnka veru- ; lega.” fram ” Esther vék síðan að menntun kvenna, sem á síðari árum hefur aukist nokkuð þótt verulega skorti enn á að konur afli sér eins langrar menntunarog karlar. Esthersagði, að sjálfsagt væri unnt að ráða þarna bót á með upplýsingum og leiðbéiningum hjá- ungu fólki. Þá ræddi hún um verkalýðsfélögin en þar eru konur mjög fáar í trúnaðar- stöðum, jafnvel í félögum þar sem konur eru allt að helmingur eða jafnvel meirihluti félagsmanna. Kvað hún leið til úrbóta þar vera námskeið í ræðumennsku fyrir konur og einhvers konar félags- skapur þeirra í millum. Þá vék hún að viðhorfum um hefðbundna verkaskiptingu kynjanna og kvað það erfiðasta þáttinn í því að ná fram launajafnrétti kynjanna. Að- eins hugarfarsbreyting getur breytt þessu ástandi, sagði Esther. Sveigjanlegur vinnutími gæti bætt stöðu kvenna á vinnumarkaðnum þar sem þær yrðu þá stöðugri vinnu kraftur, en það er einnig forsenda þess að launajafnrétti kynjanna ná- ist, sagði Esther. í lokin sagði Esther Guðmunds- dóttir; ■ „Ég tel því að flýta megi fyrir því að ná fram launajafnrétti á milli Esther Guðmundsdóttir: „Það þarf að fá fram nýtt mat á þeim störfum sem unnin eru í okkar þjóðfélagi þar sem tekið er tillit til menntunar og þeirrar ábyrgðar sem starfinu fylgir.“ (Ljósm.: Magnús) kynja á vinnumarkaðnum með því: - að meta að nýju störf karla og kvenna í þjóðfélaginu; - að auka menntun kvenna og brjóta upp hið hefðbundna náms- val kvenna og karla; - að konur taki virkari þátt í verkalýðshreyfingunni; - að litið verði jafnt á konur og karla sem fyrirvinnur heimilinna; - að vinnumarkaðurinn taki tillit til foreldra ungra barna.” Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur Vinnuveitendasambandsins: „ Störfin og verðmætasköpunin i skipta meginmáli” „í samþykktum Vinnuveitenda- ' sambandslslandserhvergineittað i finna sem viðkemur kyni fólks. , Þannig hefur Vinnuveitendasam- í bandið í sjálfu sér enga stefnu varð- ; andi laun kvenna annars vegar og laun karla hins vegar. Þáu störf ; sem starfsfólk fyrirtækjanna gegnir skiptir meginmáli og hver verð- mætasköpunin í þessum störfum í er' l Með þessum orðunt er ég alls i ekki að segja að stjórnendur fyrir- tækja sem hafa með ráðningar og i launamál að gera séu haldnir neitt i minni fordómum eða séu neitt rétt- . sýnni en gengur og gerist. Ég er i heldur ekki að segja að kunnings- j skapur, skyldleiki og jafnvel skoð- j anir skipti engu máli um launamál. . En ég segi að verðmætasköpunin ' skipti mestu máli um laun og tekj- ■ ur-. j Ástæðan fyrir því að verðmæta- j sköpunin skiptir svona miklu er i einföld. Fordómar kosta fyrirtækin peninga. Ef fyrirtæki sitja uppi með vanhæft starfsfólk sem fær hærri iaun en samsvarar verðmæti vinnuframlagsins, hvort sem það eru ættingjar eða vinir, þá tapa fyr- irtækin peningum á slíku fólki. Fyr- irtæki innan raða Vinnuveitenda- sambandsins hafa langflest mjög takmarkað svigrúm til þess að eyða peningum í fordóma og klíkuskap. Langflest fyrirtækin verða að fjár- magna þá eyðslu með minni arði. Einu fyrirtækin sem þetta gildir ekki um eru þau sem geta bætt sér taprekstur með því að sækja fé í almannasjóði, eða þau sem njóta á einhvern hátt verndar fyrir sam- keppni í skjóli ríkisvaldsins. Fyrirtæki sem verða að bera sig og skila eigendum sínum arði hafa ekkí efni á miklum fordómum eða kostnaðarsömum klíkuskap. í þessum fyrirtækjum sem verða að standa undir sér, er þess vegna ljóst að verðmætasköpunin skiptir mestu máli fyrir launin sem starfs- fólkið getur fengið.” Vilhjálmur vék síðan að megin- atriðum þess sem að hans mati þyrfti aó hafa í huga ef fólk ætti að hafa jöfn tækifæri til þess að keppa um störf og laun: Áð fyrirtækin yrðu sjálf látin bera kostnaðinn af fordómum og klíkuskap, þ.e. að opinber forsjárstefna í atvinnulíf- inu yrði upprætt, og að ríkisvaldið þvingi ekki einstök fyrirtæki til þess að bera hærri kostnað af kon- um en körlum. „Fyrirtækin meta nefnilega launakostnaðinn í heild en ekki útborguð laun þegar þau meta það hvort einhver störf borgi sig eða ekki,“ sagði Vilhjálmur. „Nærtækasta dæmið um þetta er að sjálfsögðu fæðingarorlofið en það myndi vera konum til mikils óhag- Vilhjálmur Egilsson: „Ef fyrir- tækin eiga að vera félags- málastofnanir geta þau ekki lengur staðið undir þeirri auknu verð- mætasköpun sem þarf til þess að hækka laun og bæta lífskjör.“ ræðis ef einstök fyrirtæki ættu að bera kostnaðinn af því í hverju til- felli." í lokin sagði Vilhjálmur: „Fyrirtækin eiga ekki að vera hluti af hinu opinbera velferðar- kerfi. Ef fyrirtækin eiga að vera fé- lagsmálastofnanir geta þau ekki lengur staðið undir þeirri verð- mætasköpun sem þarf til þess að hækka laun og bæta lífskjör bæði þeirra sem vinna og eins hinna sem minna geta unnið en þurfa á hjálp að halda. Með athafnafrelsi og ábyrgð að leiðarljósi verða þau skilyrði best sköpuð, að þeir sem vilja leggja hönd á plóginn í þessu þjóðfélagi, konur sem karlar, fái tækifæri til þess að gera það á jafnréttisgrund- velli og þannig verður líka árangur- inn af öllu starfi fólks bestur.” Hannes G. Sigurðsson, kjararannsoknarnefnd: „ Launamismunur kynjanna 22 prósent” „í manntali fyrir árið 1960 kem- ur fram að fjöldi kvenna á vinnu- markaði hafi verið 16.742 og nam atvinnuþátttakan 29,2%. Á tíma-' bilinu 1960-1980 er mér ekki kunn- ugt um að birtar hafi verið upplýs- ingar varðandi heildarfjölda kvenna á vinnumarkaði né tekjur þeirra, fyrr en með skýrslum Fram- kvæmdastofnunar sem lýsa þessum hlutum 1980 og 1981. i Arið 1980 vöru um 65 þúsund ] konur á vinnumarkaðnum en árið ' 1981 voru þær orðnar rúm 67 þús- i und en karlarnir voru rúm 80 þús- : und. Hér eru allir taldir með sem ! höfðu einhverjar tekjur þessi ár | m.a. skólafólk og eru þessar tölur I því ekki sambærilegar við manntöl, j því þau miðast við ákveðinn tíma- j punkt, yfirleitt í lok árs. Atvinnu- ! þátttaka kvenna er skv. þessu 70% , árið 1980 og rúm 79% árið 1981. í I vinnumarkaðsskýrslunum var mið- ! að við aðrar skilgreiningar og var ; það ofan á að telja aðeins þá sem unnu meira en 13 vikur á ári við útreikning á atvinnuþátttöku. Þannig fæst að atvinnuþátttakan hafi verið um 65% hjá konum og i 87% hjá körlum á aldrinum 15-74 i ára. : f einu ársverki eru 52 vinnuvikur i og eru allur tekjusamanburður ; miðaður við meðaltekjur á ársverk ! í fyrrnefndum skýrslum. j Meðaltekjur kvenna voru þann- I ig 55 þúsund árið 1980 en 85 þús- j und árið 1981 og nam hækkunin i milli ára um 55%. Meðaltekjur I karla þessi ár voru 82 þúsund árið 1980 og 129 þúsund árið 1981 og nam hækkunin 57,2%. Á tímabi- | linu dró því nokkuð í sundur í tekj- , um milli kynjanna. Samkvæmt þessu hafa karlar haft 49% hærri árstekjur en konur árið 1980 og i 52% hærri árstekjur árið 1981. Önnur leið til að lýsa þessu er að í bera saman hlutfall kvenna af : mannafla og hlutdeild þeirra í ' heildarlaunagreiðslum. Konur • voru 37,2% af mannafla mældum í i ársverkum árið 1981 en hlutur ! þeirra í launum var hins vegar j 28%. j Þetta er sláandi tekjumismunur i en á honum má finna ýmsar skýr- Hannes G. Sigurðsson: „Konur á vinnumarkaði eru með minni menntun en karlar og það speglast í tekjunum.“ (Ljósm.: Magnús) ingar bæði „tæknilegs” eðlis og þjóðfélagslegar. I fyrsta lagi vinna karlar lengri vinnuviku en konur og skýrir það launamismuninn að stórum hluta. í skýrslunni „Vinn- umarkaðurinn 1980” voru einnig birtar niðurstöður af samkeyrslu launamiðaskrárinnar og vinnutíma- úrtaks Kjararannsóknarnefndar og leiddi sú athugun í ljós þá niður- stöðu, að launamismunur milli kynjanna á unna klukkustund væri 22%: Þannig að af 49 prósentustiga launamun skýrir lengri vinnutími karla 27 prósentustig, en af- ganginn, 22% launamun, skýrir mismunandi dreifing kynjanna á störf og atvinnugreinar.” Hannes vék síðan að því, að að- eins 1 prósent kvenna á vinnu- markaði teljast faglærðar en 14 prósent karla. Tæpur helmingur kvenna vinnur störf, sem flokkast ófaglærð, og konur eru helmingi færri en karlar í stjórnunarstörfum og störfum sérfræðinga. „Þessar tölur sýna einfaldlega það sem allir vita,” sagði Hannes, „að konur á vinnumarkaði eru með minni menntun en karlar og það speglast í tekjunum.” Kristinn Karlsson, félagsfræðingur: Kyngreining starfa ekki á undanhaldi“ j Kristinn sagði í upphafi, að á síð- i ari árum hefðu hagfræðingar og fé- ! lagsfræðingar mjög verið j gagnrýndir fyrir það að taka ójafnrétti kvenna og karla sem ! gefna forsendu í kenningum sínum j og rannsóknum, en enga tilraun i gert til að greina orsakir þessa. j Kristinn greindi síðan frá helstu ; niðurstöðum jafnréttiskannana í j fjórum sveitarfélögum og í Reykja- I vík, sem hann og Þorbjörn í Broddason hafa unni að. Síðan j sagði Kristinn: i „Aukning sú á atvinnuþátttöku i kvenna sem við höfum séð hér er j hliðstæð við þróunina í öðrum OECD löndum síðustu 20 til 30 ár. Aðildarlönd OECD, eða Efnahagssamvinnu- og þróunar- stofnunarinnar, eru flest iðnríki Vesturlanda. Samfara vexti at- vinnuþátttöku kvenna í þessum ríkjum hefur vaxandi hluti þjóðar- tekna þeirra komið frá svonefnd- um þjónustugreinum efnahags- lífsins. En þær eru hlutfallslega vinnuaflsfrekar og vöxtur þeirra hefur skapað mjög aukna eftir- spurn eftir vinnuafli. Á sama tíma og hinn mikli vöx- tur hefur verið í þessum atvinnu- greinum hefur atvinnuþátttaka fólks innan við 25 ára aldur dregist saman vegna lengri skólagöngu : i í I i i I i I I I I i I i 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.