Þjóðviljinn - 30.09.1983, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 30.09.1983, Qupperneq 9
Föstudagur 30. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Ragna Bergmann „ Verkakvennafélög eiga enn fullan rétt á sér” „Er fjallað er um spurninguna hvort skýringin sé að leita á launamismun í kyngreindum stétt- arfélögum verður mér fyrst fyrir að hugleiða af hverju stéttarfélög kvenna voru stofnuð - og þá með tilliti til þess félags er ég veiti for- mennsku. Hvað hefur áunnist við stofnun stéttarfélaga kvenna, og síðast en ekki síst, hver er framtíð kyn- greindra stéttarfélaga? í fyrstu lögunt Vkf. Framsóknar árið 1914 og segir m.a. svo um til- gang félagsins: að styðja og efla hagsmuni og atvinnu félagsk- venná, að koma betra skipulagi á alla daglaunavinnu kvenna, að tak- marka vinnu á öllum helgidögum, að efla menningu og samhug fél- agsins. Það var á þeim árum - og alla tíð síðan - að konur hafa verið álitnar varavinnuafl og fremur ódýrt. Það var ekkert óalgengt að konur ynnu við hlið karlmanna með 12 aura á tímann, en karlar höfðu 25 aura á tímann. Þó að aðeins sé þetta litla dæmi tekið er augljóst, að þær framsýnu konur, er stofnuðu Vkf. Framsókn gerðu það af nauðsyn. Verkakonur voru - og eru enn þann dag í dag - láglaunahópur Ragna Bergmann: „Okkar staða væri eflaust verri ef við hefðum ekki verkakvennafélögin að baki okkar.“ innan þjóðfélagsins, réttinda- minnstur og í sumurn tilfellum litinn sem varavinnuafl. Það var því fullkomlega eðiilegt að verka- konur sneru bökum saman í barátt- unni fyrir betri og mannsæmandi kjörum og stofnuðu verkakvenn- afélög. Baráttumálið var og er að sumu leyti enn í dag barátta um- sömu laun fyrir sömu vinnu meðal karla og kvenna.“ Ragna Bergmann vék næst að því, að það væri ríkjandi viðhorf á vinnumarkaðnum og víðar, að störf senr konur vinná að meiri- Erna Indriðadóttir, frettakona útvarps: „Spurning um vilja” „Geta fjölmiðlar gegnt hlutverki í að uppræta launamisrétti kynj- anna? Þeirri spurningu hlýt ég að svara játandi. Þegar hægt er að virkja fjölmiðla til að safna fleiri miljónum króna fyrir félagasamtök og fá alla þjóðina til að vera með og leggja í púkkið hlýtur að vera hægt að nota fjölmiðla til að vekja at- hygli á launamismuninum milli karla og kvenna. Og það hlýtur að vera forsenda þess að hægt sé að breyta einhverju að menn séu sér þess meðvitandi að eitthvað sé að. Fjölmiðlar gcta gegnt þar hlut- verki, en það er aftur á móti spurn- ing hvort þeir vilja það. Dagblöðin hér fylgja ákveðnum stjórn- málastefnum og það getur farið eftir því hvernig vindurinn blæs í pólitíkinni hverju sinni hvort þau telja ástæðu til að vekja athygli á bágum kjörum fólks eða ekki, t.d. eftir því hvort blað er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Hvort jafnréttismál eru tekin þar fyrir getur einnig verið tilviljunum háð og oft byggist það á áhuga ein- stakra blaðamanna. „Þrátt fyrir að það sé viðurkennd staðreynd í þjóðfélaginu, að jafnrétti skuli ríkja milli kynja er ekkert í fréttareglum ríkisfjölmiðl- anna, sem segir, að þar skuli vakin athygli á misrétti kynjanna eða Erna Indriðadóttir: „Þegar hægt er að virkja fjölmiðla til að safna fleiri miljónum króna ætti að vera hægt að nota þá til að vekja athygli á launamismun karla og kvenna.“ annars konar misrétti. Þar á að segja frá því, sem fréttnæmt þykir og það þykir ekki fréttnæmt, hvorki þar né í fjölmiðlum al- rnennt, að hlutirnir gangi fyrir sig eins og þeir hafa alltaf gert. Þótt konur hafi lág laun er það ekkert nýtt og þar af leiðandi engin frétt. yngra fólks. Loks hefur á sama tíma orðið breyting á heimilsstærð. Þannig hafa barneignir dregist saman miðað við það sem áður var auk þess sem stöðugt meira af neysluvarningi heimila er fjölda- framleiddur, tilbúinn á ódýrari hátt. Þessi síðasttöldu atriði hafa orðið til að minnka vinnu á heim- ilum. Allt eru þetta þættir sem hafa ýtt undir atvinnuþátttöku giftra kvenna og mæðra. Þessi skilyrði hafa einnig verið til staðar á íslandi síðustu 20 árin. En að auki höfum við okkar sérstöku þætti, sem líklega vinna í sömu átt. Þá á ég sérstaklega við húsnæðis- málin, þar sem fólk á íslandi þarf og hefur þurft á tiltölulega stuttu tímabili ævi sinnar að standa skil á húsnæðiskostnaði fyrir alla ævina. Jafnframt því er hugsanlegt, vegna tiltölulega lágs launastigs í saman- burði við nágrannalöndin, að laun einnar fyrirvinnu hafi ekki dugað til framfærslu hjá verulegum hóp vinnandi fólks.” Kristinn vék síðan að störfum Kristinn Karlsson: „Frjálshyggja segir, að mismunun á fólki á vinnu- markaðnum muni hverfa fyrir til- verknað samkeppninnar. Engin merki sjást um slíkt.“ (Ljósm.: Magnús). hluta til eigi að vera láglaunastörf í þjóðfélaginu. Hún kvað áhrifa verkakvennafélaga hafa víða gætt í kjarabaráttunni, m.a. hafi lögin um sömu laun fyrir sömu vinnu sem Alþingi samþykkti 1961 ekki síst hafa verið sett fyrir áhrif verka- kvennafélaganna: Þá sagði Ragna frá.því, að árið 1981 hafi forystukonur innan Verkamannasantbands íslands hist til að ræða kjaramál og hafi þá komið frarn, að hlutur kvenna innan þess sambands væri ntjög lít- ill, þrátt fyrir fjölda kvenna í fé- lögunum. Síðan sagði Ragna: „En væri staða verkakvenna, hvort heldur er kjaralega eða skipulagslega, betri í dag ef ekki væru sérfélög verkakvenna? Þeirri spurningu svara ég hiklaust neitandi. Við erurn eflaust allar Sammála því, að blönduð verka- lýðsfélög eru það sem koma skal - en meðan ekki hefur meira áunnist en raun ber vitni eiga kynbundin stéttarfélög - verkakvennafélög - fullan rétt á sér. Væri staða okkar eflaust verri ef við hefðunt ekki verkakvennafélögin að baki okkar. Nú árið 1983 er því fyllilega kominn tími til að við konur, hvar í flokki sem við stöndum, hvaða at- vinnu sem við stundum, virkjum samtakamátt okkar og baráttuhug í þeirri framtíðarbaráttu, sem jafnlaunabaráttan er. Þegar þeim árangri er náð verða ekki til sérmál kvenna í kjarabaráttunni - og við, karlar og konur, stöndum saman í baráttunni." Stúdentaleik- húsið hæfir heint í mark Það þætti sjálfsagt meira fréttaefni ef konur og karlar, sem ynnu sömu störf, fengju mismunandi há laun. En eins og fram hefur komið hér hópast konur ýmissa hluta vegna í þau störf, sem lægst eru launuð. Þá þætti það sennilega fréttnæmt ef konur tækju sig til og færu í kröfu- göngu um miðbæ Reykjavíkur eða héldu stóra ráðstefnu eða útifund til að vekja athygli á lágum launum sínum." Erna rakti síðan hvernig vinnu- reglur fjölmiðla stuðla að því,-_að fjölmiðlarnir endurspegla það þjóðfélag sem þeir sta'rfa í en stuðla ekki sem slíkir að breytingum. Hún kvað hvatann að breytingum verða að koma inn í fjölmiðlana annars staðar frá. Erna sagði að lokum: „Fjölmiðlar hafa stóru hlutverki að gegna í opinberri umræðu. Það hlutverk verður því mikiivægara, sem þátttaka í almennu félagslífi og fundarsókn minnkar. Forsenda þess, að þessi mál komi til umræðu í fjölmiðlum er, að konur geri eitthvað í þeim sjálfar, eitthvað sem vekur athygli. Og viti þær dæmi þess, að ekki sé farið að lögum í sambandi við launa- greiðslur eiga þær að láta vita af því. Ef þær ætla að efna til aðgerða til að vekja athygli á sínum málum eiga þær að sjá um að allir fjölmiðl- ar fái að vita hvað stendur til. Blaðamenn og fréttamenn, sem á annað borð hafa einhvern áhuga á jafnréttismálum gætu líka gert bet- ur. Það þýðir ekki að sitja með hendur í skauti og bíða. Það gerir enginn hlutina fyrir okkur.“ kvenna á vinnumarkaði og menntun, en konur hafa miklu minni menntun en karlar, og vinn- umarkaðurinn skiptist í kvenna- og karlastörf. Um síðastnefnda fyrir- brigðið sagði Kristinn m.a.: Það fyrirbrigði, að störf á vinnu- markaðanum eru í miklum mæli bundin kynferði, er einkenni sem kemur fram í flestum iðnríkjum Vesturlanda. Þetta gengur mjög í berhögg við kenningar klassískrar hagfræði, sem nú á tímum hefur verið endurvakin í svokallaðri „frjálshyggju”. Hin klassíska kenning gengur út frá að atvinnu- rekandi meti starfsmann sem ein- stakling og út frá hæfileikum hans sjálfs. Og ennfremur muni mis- munun á fólki á vinnumarkaðnum á grundvelli einkenna, sem kemur hæfileikum í starfi ekkert við, eins og kyn eða kynþáttur, hverfa fyrir tilverknað samkeppni milli at- vinnurekenda. En það hefur í raun ekki gerst; engin merki þess sjást að kyngreining starfa á vinnumark- aði séu á undanhaldi.” Dágskrá úr verkum Edward Bund. Leikstjóri og þýðandi: Hávar Sigur- jónsson. Lýsing: Ágúst Pétursson. Sviðsmynd og búningar: Haraldur Jónsson. Lcikskrá: llafliði Helgason, Ólafur Sveinsson. Framkvæmdastjórn: Edda Arnljóts- dóttir og Erla Ruth Harðardóttir. Tónlist og tlutningur: Einar Melax. Aðstoðarfólk: Vilborg Einarsdóttir og Einar Már Sigurðsson. Ljóðaþýðingar: Árni Ibsen. Þó hverri leikhúsferð fylgi á- kveðin eftirvænting, þá verður að segjast eins og er að kvöldstundar í Stúdentaleikhúsinu er beðið með dulítið meiri eftirvæntingu-og til- hlökkun en í hinurn leikhúsunum. 13 ólíkar sýningar eða dagskrár hafa verið á boðstólum s.l. vetur og í sumar, og langflestar stórvel heppnaðar. Stúdentaleikhúsinu hefur tekist að vera i senn, frum- legt, skapandi og skemmtilegt. Margar listrænar uppsetningar hafa glatt áhorfendur og frjótt ímyndunarafl aðstandenda leik- hússins auka enn á gleðina. Stú- dentaleikhúsið hefur kjark til að kynna umdeilda höfunda og leik- húsverk sem önnur ieikhús veigra sér við að taka til sýninga. Frumflutningurinn á Bond- dagskrá s.l. laugard.kvöld er ekki undanskilinn þeirri upptalningu. Edward Bond fæddist í London 1934. Ungur stundaði hann versl- unar og skrifstofustörf en 1953 var . hann sendur til Austurríkis sem skrifstofublók á vegum hersins. Það, ásamt erfiðum uppvaxtar- árurn mótaði skoðanir hans á þjóðfélaginu og skipan þess og þeirri þjóðfélagsskipan sem hann hefur barist fyrir síðan í ræðu og riti, segir í leikskránni. Þar segir ennfremur í grein hans Róttæka leikhúsið: „Það þarf vart að taka það fram að listin ein og sér getur ekki skapað gott þjóðfélag. En hún er nauðsynlegur þáttur í tilurð þess. í rás sögunnar hefur listin haft tvíþætt hlutverk; hún hefúr sýnt þörfina á mannlegri skynsenti, sem skoðar, skráir og brýtur til mergjar á hlutlægan hátt, og um leið gagnrýnt vankanta sem stafa af stéttarskiptingu hvers þjóðfélags. Nútímalist sem ekki er sósíalisk er óhugsandi." Bond gerir óspart grín að „efri stéttunum" hégómagirni þeirra og tilgangsleysi og ekki fara kirkjan og hennar menn varhluta af hár- beittum penna Bonds. Enda fengu mörg verka hans ekki leyfi til opin- bers flutnings. Fyrra verkið Hafið var 4. atriði úr samnefndu leikriti. Þó sögu- þráður fram að þessum þætti, væri rakinri í leikskrá, komst undirrituð aldrei almennilega inn í verkið. Ekki skil ég hvers vegna einmitt þetta atriði var valið til flutnings en ekki annar einþáttungur. Ef tilgangurinn var að ná „fullri leik- sýningalengd” vil ég í fullri vin- semd benda á, að það er alls ekki nauðsynlegt að sýna alltaf tveggja tíma dagskrá (e.t.v. er þetta gert vegna peningasjónarmiða - styrkja??) Hafið var greinilega ekki eins vel unnið af leikstjórans hálfu og síðara verkið Píslargangan. Dálítill losarabragur var á ailri uppsetning- unni. Samspil harmleiksins (dauði heitmanns Rósu) fyndninnar og fáránleikans féll ekki saman. Stöku sinnum gætti einnig óöryggis í texta. Þó oft hafi vel til tekist hjá Stúdentaleikhúsinu að flytja leikara fram og aftur um áhorf- endasalinn og jafnvel út á tröppur, mistókst það í þessari uppsetningu. Leikararnir sáust illa og stundum missti maður hreinlega þráðinn af því að illa heyrðist í þeim. Þó gam- an sé að breyta til, verður það alltaf að þjóna einhverjum tilgangi. Breytingar breytinganna vegna eru út í hött, og hætta að virka þegar leilflist Margrét Óskarsdóttir skrifar Margrét Óskarsdóttir skrif- ar uö þesstrsinni tunsögn um síðustu sýningu Stúdenta- leikliússins fyrir Þjóðviljann. Margrét hefur lagt stund ú kennslu, fiskvinnslu- og versl- unarstörf og tekið virkan þútt í leiklistarstarfsemi ú Isafirði og víður, sem leiktlri og leikstjóri. Margrét er nú búsett í Reykja- vík. þær eru nánast orðnar að klisjum. Leikararnir stóðu sig yfirleitt vel og nægir þar að nefna Guðnýju Helgadóttur sem frú Rafi og Hörpu Árnadóttur sem Mafany. Leikur þeirra var einna hressastur þó svolítið vantaði á að frú Rafi næöi sér fullkomlega á flug sem kúgari og fulltrúi afturhalds og til- gangsleysis, en vera má að frum- sýningarskrekkur hafi þar ein- hverju ráðið. Stefán Jónsson sem prestur átti í svolitlum frantsagnar- örðugleikum en leikgleði hans fleytti honum yfir mestu boðaföll- in. Dauði unga ntannsins náði aldrei að vekja meðaumkvun rnína (ef þaQ var þá nokkurn tíma tilgangur- inn) og endir verksins rann ein- hvern veginn út í sandinn. Þá var ljóðaflutningurinn eitthvað mis- lukkaður. Pottþétt músikkatriði Einars Melax björguðu þó rniklu. Sama leikmynd var notuð í báð- um þáttunum. Haraldur Jónsson sýndi eftirminnilega hve góð leik- mynd og búningar skipta miklu máli. Til hamingju Haraldur. í síðara atriðinu, einþáttungnum Píslargangan komu hæfileikar leikstjcrans ótvírætt í ljós. Hvergi dauður punktur, hraði og leikni, stórkostlegt samspil leikaranna ásamt alls kyns uppákomum fengu mann til að emja af hlátri annars vegar og dæsa af vandlætingu hins vegar. Frábær texti Bonds og þýð- ing Hávarðs leikstjóra, nutu sín til fulls og létu menn aldrei gleyrna því að þeir sátu í leikhúsi. Hryllingur kjarnorkusprengj- unnar og stríðs yfirleitt sveif um salinn og krossfesting svínsins kall- aði fram spurninguna: Eigum við betra skilið? Lýsing Ágústar Pét- urssonar og tónlist Einars settu hressilega stemmningu á ’llan óhugnaðinn. Þó allir leikar., nir lyftu að mínu mati listrænu gret is- taki, get ég ekki stillt mig um að minnast sérstaklega á Sólveigu Halldórsdóttur sem drottningu, Ástu Arnardóttur sem sögumann, Magnús Loftsson sem forsætisráð- herra og Soffíu Karlsdóttur sem gamla konu. Þessi fjögur slógu í gegn. Hávar, leikarar og tæknimenn Bond-dagskrár, þið hafið bætt enn einni rós í allstóran vönd Stúdent- aleikhússins. Haldið áfram að rækta garðinn ykkar - og okkar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.