Þjóðviljinn - 30.09.1983, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 30.09.1983, Qupperneq 15
Föstudagur 30.' september 1983 bJODV ILJTNN — SÍÐÁ 15 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Er- lings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Anna Guðmundsdóttir talar. Tónleikar. 8.30 Ungir pennar Stjórnandi: Dómhildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 8.40 Tónbilið 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leitin að vagnhjóli" eftir Mindert DeJong. Guð- rún Jónsdóttir byrjar lestur þýðingar sinnar. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.) 10.35 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.05 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjónarmaður: Hermann Ragn- ar Stefánsson. 11.35 Úr ævi og starfi islenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 „Katrín frá Bóra“ eftir Clöru S. Schreiber. Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgi Elíasson les (2). 14.30 Á frivaktinni Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Hljómsveitin „Harmonien" i Björgvin leikur 17.05 Af stað í fylgd með Sigurði Kr. Sigurðssyni. 17.15 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Anna Kr. Brynjúlfsdóttir heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.45 Skáldkona frá Vesturbotni Hjörtur Pálsson spjallar um sænsku skáldkon- una Söru Lidman og ræöir við Sigriði Thorlacíus, sem les kafla úr verðlauna- skáldsögunni „Börn reiðinnar" í eigin þýðingu. Áður útv. 9. mars 1980. 21.30 Kór Lögmannshlíðarkirkju syngur á tónleikum í Akureyrarkirkju í maf s.l. Einsöngvari: Helga Alfreðsdóttir. Hljóð- færaleikarar: Kristinn Örn Kristinsson, Lilja Hjaltadóttir, Magna Guðmundsdótt- ir, Hrefna Hjaltadóttir, Oliver Kentish og Jakob Tryggvason. Stjórnandi: Áskell Jónsson. a. Lög eftir Wilhelm Peterson- Berger, Áskell Jónsson og Björgvin Guðmundsson. b. ÞýskmessaeftirFranz Schubert. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Gullkrukkan“ eftir James Step- hens Magnús Rafnsson les þýðingu sína (12). 23.00 Náttfari Þáttur i umsjá Gests Einars Jónassonar (Rúvak). 00.05 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni - Ásgeir Tómas- son. 03.00 Dagskrárlok RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Sigurður- Grímsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Edda Andrésdóttir kynnir ný dægurlög. 21.15 Fagur fiskur úr sjó Kvikmynd sem sjávarútvegsráðuneytið lét gera um með- ferð afla um borð í fiskiskipum. Að myndinni lokinni stjórnar Ingvi Hrafn Jónsson umræðu- og upplýsingaþætti um bætta meðferð fiskafla. 22.15 Blekkingunni létttir (Burning an lllusion) Bresk biómynd frá 1981. Handrit og leikstjórn: Menelik Shabazz. Aðalhlut- verk: Cassie MacFarlane og Victor Rom- ero. Myndin lýsir hlutskipti ungra blökkumanna í Bretlandi sem eru afkom- endur aðfluttra nýlendubúa. Söguhetjan, ung blökkustúlka, lærir af biturri reynslu að gera sér engar gyllivonir um framtið- ina. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.00 Dagskrárlok. Útvarp kl. 21.30 í maí sl. söng kór Lögmanns- hlíðarkirkju á tónleikum, sem haldnir voru í Akureyrarkirkju. Söng kórsins fáum við að heyra í Útvarpinu í kvöld. - Einsöngvari með kórnum er Helga Alfreðs- dóttir en hljóðfæraleikarar: Kristinn Örn Kristinsson, Lilja Hjaltadóttir, Magna Guðmunds- dóttir, Hrefna Hjaltadóttir, Oliver Kentish og Jakob Tryggvason. - Lögin, sem kórinn syngur, eru eftir Wilhelm Peterson-Berger, Áskel Jónsson, Björgvin Guðmundsson og þýsk messa eftir Franz Schubert. - Stjórnandi kórsins er Áskell Jónsson. ______________ -mhg frá lesendum Pví sitja ekki allir við sama borð? Olga Guðrún Árnadóttir hringdi: Fyrir rúmu ári síðan keyptum við hjónin íbúð og voru það okk- ar fyrstu íbúðarkaup. Við feng- um lán til kaupanna hjá við- skiptabanka okkar að upphæð kr. 160 þús. til 6 ára. Er það eina stóra bankalánið, sem við höfum tekið. Þegar við svo sóttum um fram- lengingu á láninu var okkar sagt að hún fengist ekki því sam- kvæmt reglum, sem félagsmála- ráðherra og ríkisstjórn hefðu sett, næði framlengingin aðeins til lána, sem tekin væru til fjögu- rra ára eða skemmri tíma. Við sitjum þannig uppi með 6 ára lán á meðan ýmsir aðrir fá sín lán framlengd upp í 8 ár og ef svo er ekki hverju þjónar þá þessi fram- lenging lil 8 ára og hverskonar reglugerð er þetta þá? Þegar við spurðumst fyrir unt þetta í okkar banka var okkur sagt að það þætti nú gött að hafa lán til 6 ára. Mér finnst nú samt töluverður munúr á því hvort lán- ið er til 6 ára eða 8. Við stöndum þannig nákvæm- lega í sömu sporum og áður þótt við séum að kaupa í fyrsta sinn. Okkar greiðslubirði léttist ekk- ert. Höfum við, - og aðrir, sem svipað er ástatt um - gleymst? Því eru ekki allir látnir sitja við sama borð hvort sem lánin eru til 5, 6 eða 7 ára? SVEITARSTJÓRI PATREKSHREPPS PatrekéllrOi. 19. sept. 1983. Kristján Pétursscjv Strarvdgötu 9 Patreksfirði. Á fundi hreppsnefrdar Patrekshrepps 15. september var samþykkt að heimila yöur að hafa hús það, sem þér kcyptuð af Vestrröicrtaeyj sbt., é lóðirtni rtr. 9 við Strand- götu í 10 ár með vilyrði tim framhald. Leyfiö er ctðeins við yður bundið. Veröi húsið selt eða komist í eigu annama, þá er leyfið falliö niður til að hctfa húsið á lóðirini. Samkvamt franangreindu er yöur veitt leyfi til að hafa " telescope " húsið á lóðinni nr. 9 við Strandgötu í 10 ár með þeim skilyrðum, sem 'setrt voru. Veröur gengið nánar frá þessu í samningi á næstunni. V irðingarfyllst Ofurlítið til athugunar Glúmur Hólmgeirsson í Valla- koti skrifar: í sunnudagsblaði Þjóðviljans um helgina 17. - 18. sept. er sagt í þættinum „Veistu ?“ ... að menn hafa ekki hugmynd um hvaðan nafnið Gröndal er runnið“. Þegar ég sá þetta rifjaðist upp fyrir mér að ég heyrði eða sá þá sögn í bernsku, að Benedikt Jónsson, sem fyrstur notaði Gröndalsnafnið, hefði verið í Reykjahlíð eða Vogunt í æsku og tekið þar ástfóstri við lítinn dal eða laut, sem honum þótti fagur og þar af hefði hann búið til þetta ættarnafn upp á danskan móð svo sem þá var títt, Grönne-dal - Græni-dalur. Þessi sögn var á- reiðanlega með góðu lífi í ung- dæmi mínu hér nyrðra, en hvort hún átti nokkra stoð í veruleika veit ég ekki. En Benedikt yngri Gröndal var þá dáður mjög sem skáld hérnorðurfráoge.t.v. eraf því sprottinn áhuginn á Grön- dalsnefninu. Erfið fæðing Kristján Pétursson Patreks- firði skrifar: Þessi meðfylgjandi lóðarsamn- ingur er búinn að vera í burðarlið hreppsnefndar Patrekshrepps í 5 mánuði og varð víst að taka hann með keisaraskurði „fyrir rest". Þetta er eitt af þeim frægðarverk- um, sem sveitarstjórnin sýnir þessu snjóflóðafólki hér á Patreksfirðí. Send voru tvö Viðlagasjóðs- hús, frá Vestmannaeyjabæ, eftir snjóflóðin í vetur og keypti ég annað þeirra. Ekki töldu forráða- menn hreppsins þá að nein vand- kvæði yrðu á að fá lóð undir hús- ið. En það hefur nú tekið þennan tíma og ég hef ekki getað fengið kaupunum þinglýst fyrst lóðin reyndist ekki til. Málið er nú komið til meðferðar í félagsntála- ráðuneytinu pg hygg ég að slíkt sé einsdæmi á íslandi undir svona kringumstæðum. Og þetta er sveitarstjórinn, sem allt ætlaði að gera fyrir snjó- flóðafólki. Það er betra að eta yfir sig en að tala yfir sig. - Ég hygg að svona lóðarsamningur sé fáséður. Skák Karpov að tafli - 208 Eftirfyrstu umferð stórmótsins í Kanada var Karpov kominn með nauma forystu, 6V2 vinning úr 9 skákum. Tal og Portsich fylg- du honum fast á eftir með 6 vinn- inga, en síðan kom Ljubojevic með 5'Í2 vinning. Húbner var í 5. sæti með 5 vinninga, Timman með 472 vinning, Hort með 4 vinninga, Spasskí með 3'A, Lars- en með 2V2 og Kavalek rak lestina með IV2 vinning. Karpov mætti Kavalek í 9. um- ferð og vann eftir að hafa orðið að verja erfiða stöðu um nokkurt skeið: 39. Hbl Hb8 40. Hcl Rd4 41. He5 - Þetta var biðleikur Kavaleks en hann sá ekki ástæðu til að halda áfram og gafst því upp. Bridge 'mmAM abcdefgh Kavalek - Karpov 28. Dg3? (Ónákvæmni. Eftir 28. He6! á svartur við ramman reip að draga.) 28. .. Hxe7 29. Bxg6 fxg6 30. Dxg6- Kf8 31. Dh6- Hg7 32. He3 f5 33. Dh8+ Hg8 34. De5 Dd7 35. HO De6 36. Hxf5+ Ke7 37. Df4 Rc6 38. bxc4 bxc4 Hér er annað spil frá leik sveita Karls og Þórarins í 3. umferð Bikarkeppni. Og enn eitt dæmið um ófarir sveitar Þórarins, sem tapaði leiknum með all miklum mun: Á9xx ÁDx Dxx K109 K108x xxx Áxx ÁDx Björn Eysteinsson sat í Norður (áttum breytt) og opnaði á 1 grandi (15-17 hp.), Karl Sigur- hjartarson kom inná á tveimur hjörtum í millihendinni, Guð- mundur Hermannsson í Suður sagði 2 grönd (biður um 3 lauf), sem Björn sagði næst og Guð- mundur sagði þá 3 spaða sem Björn lyfti í 4. (Ég er ekki alveg sammála þessari sögn hjá Birni. 3 grönd hefðu verið betri, með ás- drottningu í bakhendinni). Og það kom á daginn, því 4 spaðar voru dauðadæmdir frá upphafi, fóru raunar aðeins 1 niður. í lok- aða salnum spiluðu Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórs- son sín upplögðu 3 grönd og fengu 10 slagi. Það gerði 10 stig til sveitar Karls, í viðbót við öll hin stigin í þessari lotu. Frekar mikið óstuð hjá sveit Þórarins, en hvað er einn bikarleikur í sláturtíð? Pennavinur óskast Ungur Frakki hefur skrifað blaðinu og óskar hann eftir 14 ára pennavin á Islandi sem kann að skrifa á þýsku eða frönsku. Nafn hans og heimilisfang er: Vincent Donais, 55 Rte de Bon-Secours, 08600 Givet, France. Gœtum tungunnar Heyrst hefur: Hann sagði, að við ramman reip væri þar að.draga. Rétt væri: Hann sagði, að þar væri við ramman reip að draga. (Ath.: ... aðþarværi viðramman (mann) að draga reip(i). Að draga reip við einhvern er að vera í reiptogi við hann.) Tikkanen: í heim karla lætur maður sig dreyma uin konur og í heimi kvenna fær maður martröð um karlmenn. Ekki vænti ég að þér gætuð visað mér veginn i kinverska sendiráðið?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.