Þjóðviljinn - 17.10.1983, Síða 1

Þjóðviljinn - 17.10.1983, Síða 1
Bjartsýni en ekki bölmóð Óteljandi möguleikar Á tímum erfiöleika er nauðsynlegt að blása eldmóði í fólk. Það þarf að vísa veginn til betra lífs, - benda á alla þá möguleika sem eru alls staðar í kringum okkur. Þrátt fyrir svartagallsraus stjórnvalda og eilífar úrtölur, þá er það eigi að síður staðreynd að Island er í dag land hinna miklu möguleika. Við þurfum hins vegar breytt hugarfar til að virkja það ólgandi hugarflug og það kraumandi hugvit sem býr með þjóðinni, þrátt fyrir allt. Við þurfum NYJA SÓKN í atvinnulífinu, til að beisla alla þá möguleika sem liggja fyrir. í Þjóðviljanum höfum við í allt sumar bent markvisst á ótal nýja möguleika sem hægt væri að gera að veruleika með hnitmiðuðu átaki. Við höfum birt ótal greinar undir samheitinu NÝ SÓKN þar sem hugvits- menn og rannsóknarfólk úr heimi vísinda og atvinnulífs hefur sett fram stórkostlegar hugmyndir, sem gætu með réttum stuðningi fært þjóðinni ómældan auð. Fiskeldi, loðdýrarækt, upplýsingatækni, nýjungar í sjávarútvegi, tvífrysting, hugbúnaðarvinnsia, fram- leiðsla á kísl og allt sem tjáir að nefna nýstárlegt, höfum við matreitt hér á síðum Þjóðviljans undir NÝRRI SÓKN. í kjölfar þess stóð svo Alþýðubanda- lagið fyrir glæsilegri Námsstefnu um NYJA SÓKN, þar sem fjölmargir athafnamenn úr veröld vísinda og atvinnulífs létu hugarflugið gjósa fram. í þessu blaði er að finna afrakstur úr sumum erindum á Námsstefnunni og úrdrátt úr nokkrum greinum Þjóðviljans. Afgangur- inn verður svo birtur síðar. Njóttu! Ritstjórn Þjóðviljans. Lífefnatækni - þekkingariðnaður „Lífefnaiönaöur ásamt upplýsingatækni og efnistækni eru nú forgangsverkefni í rannsókna- og þróunarstarfsemi á Norðurlöndum og mörgum öörum nágrannalöndum okkar,“ segir Jakob Kristjánsson. Sjá síðu 10. Tvífrysting - nýsköpun „ Flestar okkar fisktegundir verða einnig aö teljast mjög haldgóðar í baráttunni viö aukakílóin og geta selst vel bara út áþaö,“ segir Alda Möller. Sjá síðu 4. Upplýsinga- iðnaður - bætt lífskjör „Menn gera sér vonir um að eftir nokkra áratugi geti 15-20 þúsund manns haft atvinnu af upplýsingaiðnaði," segir Ingjaldur Hannibalsson í viðtali. Sjá síðu 12. i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.