Þjóðviljinn - 17.10.1983, Blaðsíða 3
NY SOKN
• Stórseiðin, sem þannig eru
til orðin, yrðu svo flutt í sjóvkíar
(suðvesturströndin er heppi-
legust, frá hitafarssjónarmiði
væru Vestmannaeyjar langsam-
lega heppilegasti staðurinn) í maí-
byrjun og alin uns sláturstærð er
náð á hausti komandi.
Fljótt, fljótt
Hinn séríslenski eldisferill
byggist með öðrum orðum á því
að við notum vísindamenn til að
búa til aðferð sem flýtir klaki
laxahrogna. Sú flýting vinnur
tíma, þannig að með aðstoð ís-
lenskra auðlinda í formi jarðhita
verður mögulegt að búa til stór-
seiði sem hægt er að setja í sjókví-
ar í maí á öðru lífári sínu. í haust-
lok þess árs ættu þessi stórseiði að
hafa náð sláturstærð.
Með þessu móti gaetum við nýtt
séríslenskar auðlindir (jarðhit-
ann) til að framleiða sláturlax á
um tveimur árum, eða á einu til
tveimur árum skemmri tíma en
Norðmenn!!!
Vinna Sigurðar St. Helgasonar
í Húsatóftum við Grindavík, en
þó einkum starf Jóns Gunnlaugs-
sonar fiskeldismanns í Höfnum á
Reykjanesi, bendir til að þessi
eldisaðferð sé fullgild. Hún hefur
hins vegar ekki verið fullreynd.
Það hlýtur hins vegar að vera
verkefni númer eitt fyrir laxeldi á
íslandi. Það verður einfaldlega
að leggja allt kapp á að sannreyna
og fullþróa þessa séríslensku
eldisaðferð, því þrátt fyrir efa-
semdir margra -líka úr hópi fisk-
eldismanna - um gildi hennar,
þá mun tíminn leiða í Ijós að hún
er hin eiginlega gullnáma íslensks
fiskeldis.
Takist mönnum ekki að skapa
arðbæra atvinnugrein með henni,
þá geta þeir eins gleymt fiskeldi
og kastað sér í slorið aftur.
Össur Skarphéðinsson
Laxeldi
Staðan
í dag
Útflutningurálaxi litlu
meiri en ásíöustu öld
Eldisframleiðsla á íslandi er
enn næsta smá að vöxtum. í
fyrra voru þannig framleidd
790 þúsund gönguseiði, 116
tonn af laxi voru alin í kvíum,
24 tonn komu úr hafbeit, og um
30 tonn af regnbogasilungi
voru framleidd.
Nákvæmlega 23 eldisstöðvar
störfuðu árið 1984 að seiðafram-
leiðslu bg ólu bæði suntaralin og
gönguseiði.
Tíu hafbeitarstöðvar voru
starfandi, þrjár floteldisstöðvar,
og tvær strandeldisstöðvar, þar
sem fiskur er alinn í tönkum á
landi.
í ár eru fjölmargir aðilar byrj-
aðir á rekstri í viðbót, og alls
munu um 70 slíkir hafa fengið
leyfi til fiskeldis til þessa. Þess má
geta, að stærsta stöðin sem fyrir-
huguð er mun vera íslandslax hf
á Reykjanesi, en ætlað er að hún
verði ein stærsta laxeldisstöðin í
heimi.
19. öldin
Það er fróðlegt að bera saman
laxútflutning síðustu ára og fyrir
réttum hundrað árum. Milli
áranna 1970 og 1983 var mest
flutt út árið 1972, þegar 61,7 tonn
voru seld úr landi, en minnst árið
1982, þegar aðeins 2,6 tonn voru
flutt út. En um hundrað árum
áður, árið 1872 var flutt út ósköp
svipað magn, eða 50 tonn, svo
ekki hafa framfarimar á þessu
sviði orðið miklar fram á allra síð-
ustu ár, þó flest bendi til, að gíf-
urleg breyting verði þar á, á
næstu árum.
-ÖS
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Markaður fyrir lax
Verðið enn á uppleið
950 þúsund tonna árleg neysla. Mest Kyrrahafstegundir sem eru
gæðaminni. Japan mikilvægasti markaðurinn
Norðmenn áætla gífurlega
aukningu i fiskeldi fram að
aldamótum og við íslendingar,
ásamt Færeyingum og raunar
Skotum, hyggjumst líka hefja
umfangsmikið eidi. Margir eru
því uggandi um hvort unnt
verði að selja allt þetta magn. í
dag er árleg neysla á laxi ná-
lægt 900 þúsund tonnum í
öllum heiminum. Hins vegar er
langmestur hluti þess magns
Kyrrahafslax af ýmsum teg-
undum, sem þykir standa okk-
ar laxi, Atlantshafslaxinum,
langt að baki hvað varðar
bragðgæði. En af Atlantshafs-
laxinum eru árlega ekki föl
nema um 50 þúsund tonn, þar
af eru 20 þúsund tonn veidd
með hefðbundnum aðferðum í
náttúrunni, en um 30 þúsund
tonn framleidd í eldi.
Norðmenn eru sannfærðir um,
að sökum yfirburðagæða Atl-
antshafslaxins megi vinna mikið
af þeim mörkuðum sem í dag eru
hallir undir seljendur Kyrrahafs-
tegundanna. Þeir telja, að árið
1990 verði markaðurinn fyrir Atl-
antshafslaxinn nægur til að taka
120 þúsund tonn, og byggja það á
ítarlegum markaðsrannsóknum.
Þetta kemur fram í spánnýjum
skýrsludrögum, sem norskir eld-
isfrömuðir eru að koma út um
þessar mundir í samvinnu við
norska ríkið.
Japan
Mikilvægasti markaðurinn
fyrir lax er Japan. Þar er árlega
neytt um 350 þúsund tonna af
laxi, og af því flytja Japanir inn
100 þúsund tonn, og Norðmenn
hafa átt um 70 prósent af þeim
innflutningi. Markaðurinn þar er
í miklum vexti, og það er gleði-
legt að íslendingar hafa þegar
gert sér grein fyrir því og hafið
laxútflutning til Japans þótt í
smáu sé ennþá. Skilaverð þaðan
hefur verið hærra en víða annars
staðar.
Bandaríkin eru líka mikilvæg-
ur markaður. Þar er árleg neysla
50 þúsund tonn, og fer vaxandi.
Talið er að á næstu tveimur ára-
tugum opnist miklir markaðir í
Bandaríkjunum fyrir ferskan
Atlantshafslax. f öðrum löndum
eru markaðir að opnast líka,
einkum V-Þýskalandi, Bretlandi
og Frakklandi.
Verðlækkun?
Að sjálfsögðu óttast menn að
verðið fari senn að lækka. En það
hafa menn raunar gert árum sam-
an, en verðið þess í stað farið
hækkandi. Þannig jókst fram-
leiðslan um 70 af hundraði milli
áranna 1982 og 1983, en verðið
hækkði um 3 af hundraði. Milli
1983 og 1984 var enn 35 af hundr-
aði aukning í eldisframleiðslu, en
verðið jókst enn um þrjá af
hundraði. í ár bendir flest til að
verðið sé enn á uppleið.
Vísir markaðssérfræðingar
telja þó, að verðið fari að lækka
upp úr 1990, jafnvel um 2-6 af
hundraði á ári. -ÖS
NORÐDEKK munstriö er sérhannaö fyrir íslenskar aö-
stæöur aö vetrarlagi — meö áherslu á gott grip. Viö full-
yröum aö NORÐDEKK munstriö taki öörum fram og
auki öryggi í akstri — einkum þegar akstursskilyröi eru
slæm. Léttu af þér óþarfa kvíöa, kauptu NORÐDEKK
undir bílinn — og þú kemur brosandi á áfangastaö!
NORÐDEKK — íslensk gæöaframleiösla, heilsóluö
radíal dekk á veröi sem fær þig líka til aö
brosal
Gúmmívinnustofan er nú tll húsa á tveimur stööum
í Reykjavík. Þú getur komiö til okkar á gamla góöa
staöinn í Skipholti 35 eöa í nýju húsakynnin aö Rétt-
arhálsi 2 þar sem viö höfum reist staersta og taskni-
lega fullkomnasta dekkjaverkstæöi landsins. Nú
þarf enginn aö norpa úti því nóg er plássiö og þú
slaþþar af í setustofunni meöan viö skiþtum um fyrir
þig.
Sendum gegn
póstkröfu —
samdægurs
GUMMI
VINNU
STOFAN
Umboösmenn um land allt
SKIPHOLTI 35 RÉTTARHÁLSI 2
s. 31055 s. 84008/84009