Þjóðviljinn - 17.10.1983, Síða 2
NY SOKN
Nýsókn
Laxeldi
- íslenska
leiðin
Með því að nota
Séríslenskar aðstæður
væri hægtað framleiðasláturlax
ámunskemmri tíma
en Norðmenngera
Margir eiga erfitt meö að
skilja, hví íslendingum
gengur jafn illa cg raun ber
vitni, að hrinda laxeldi af
stað. Fyrst það gengur
svona vel hjá Norð-
mönnum, getum við þá ekki
einfaldlega notað sömu að-
ferðir og þeir? - spyrja
margir. Svarið er nei. Við
getum það ekki.
Aðstæður hérlendis og í Nor-
egi eru gjörólíkar, og það er því
mjög erfitt að yfirfæra norskar
eldisaðferðir óbreyttar hingað til
lands. f Noregi eru seiði látin í
flotkvíar í sjó, um leið og þau
hafa byggt upp nægilegt þol
gagnvart sjávarseltunni. í flotkví-
unum eru þau stríðalin upp í slát-
urstærð, sem þau ná á þremur til
fjórum árum. Hinar sérnorsku
aðstæður sem gera þetta kleift
eru skjólið, varið, sem er að finna
í hinum þröngu og djúpu fjörðum
Noregs og sums staðar í skjóli við
eyjar og sker við ströndina.
Hér á íslandi er skjólinu ekki
til að dreifa nema á örfáum stöð-
um. Þessi skortur á vari ásamt
ofsafengnum vetrarveðrum gerir
að verkum að hér við land er ekki
hægt að vera með kvíar nema ein-
ungis part úr ári. Þess vegna er
ekki hægt að nota hina norsku
aðferð, því venjulegum smá-
seiðum er að sjálfsögðu ekki hægt
að ná upp í sláturstærð á einu
sumri, áður en vetrarveður ganga
í garð. Flotkvíar einsog þær ger-
ast í dag standast einfaldlega ekki
vetraraftökur.
íslenskar
ógöngur
Þess vegna hafa margir fisk-
eldisfrömuðir hér á landi valið þá
leið að ala fisk í strandkvíum, og
mjög stór hluti þeirra eldisstöðva
sem nú eru í burðarliðnum
hyggja á þannig eldi. Með þeirri
aðferð er sjó dælt upp í kvíar á
landi. Hins vegar þarf mjög
mikið sjávarflæði í gegnum kerf-
ið, og dælingin er afar orkufrek.
Miðað við hið háa orkuverð á ís-
landi (til annarra en Alusuiss og
slíkra fyrirtækja) er því afskap-
lega erfitt að ætla að hægt verði
að stunda arðbært laxeldi á ís-
landi með strandkvíaaðferðinni.
Vert er að leggja ríka áherslu á þá
staðreynd, að Norðmenn reyndu
hana, en gerðust henni afhuga
einmitt sökum nefndrar orku-
frekju.
Séríslenska
leiðin
Vænlegasta leiðin til laxeldis
væri því að nota hinn náttúrlega
sjávarhita að sumarlagi. En mjög
víða við ísland er meðalhiti sjáv-
ar yfir sumarið ágætlega fallinn til
laxeldis (íslenski laxinn hefur
sennilega lægra kjörþitastig en
frændur hans sunnar í álfunni).
Við alla suðurströndina, suðvest-
urhornið og mestallt vesturlandið
er hitastig sjávar ákjósanlegt til
laxeldis upp úr byrjun maí og allt
fram í nóvember. A þessum tíma
er heldur ekki að vænta stórviðra
og skortur á nægilegu vari því
ekki til trafala að öllu jöfnu.
Vandamálið er hins vegar þetta:
Á þessum stutta tíma er ekki
hægt að ala venjuleg sjósleppi-
seiði upp í sláturgerð.
Þessi leið er því ekki fær með
seiðum af venjulegri stærð. Hjá
ýmsum aðilum hér á landi hefur
því komið fram hugmynd um að
Jón Stefánsson stöðvarstjóri Hólalax frjóvgar laxahrogn.
Noregur
300 þúsund tonn um aldamót
Norömenn fremstir í laxeldi en þaö er erfitt aö yfirfæra velgengni þeirra á íslandi.
Framleiöa 27 þúsund tonn í ár
Norðmenn hófu sitt fiskeldi í
strandkvíum, fyrir einum 20-30
árum, þar sem sjó er dælt -
með ærnum tilkostnaði - upp í
kvíará landi þar sem fiskurinn
er svo alinn. Þett reyndist hins-
vegar illa og var feikna dýrt, og
tilraunum með strandeldi var
því hætt. Þetta ætti að vera
okkur hér á landi íhugunarefni,
því sumar eldisstöðvarnar
sem verið er að reisa hérlendis
eru einmitt byggðar á strand-
kvíunum, sem Norðmenn gáfu
upp á bátinn.
Eftir tilraunirnar með strand-
kvíarnar hófu Norðmenn eldi í
flotkvíum, og að lokinni nokkuð
erfiðri fæðingu þróaðist flotkvía-
eldið hratt í Noregi. Eldisferillinn
hjá þeim í dag er þannig, að eins
árs gönguseiði eru sett í flotkvíar í
sjó, og alin þar í 2 til 2Vz ár, þegar
þeim er slátrað. Meðalþunginn er
þá um 4 kíló.
Árið 1970 voru ekki framleidd
nema 100 tonn af eldislaxi í Nor-
egi. f ár er gert ráð fyrir að fram-
leiðslan nemi hvorki meira né
minna en 27 þúsund tonnum, að
viðbættum 4-6 þúsund tonnurn af
regnbogasilungi. En Norðmenn
eru stórhuga, þeir áætla að 1990,
eftir aðeins fimm ár, muni þeir
framleiða 90 þúsund tonn, og
samkvæmt glænýjum áætlunum
hyggjast þeir framleiða hvorki
meira né minna en 300-350 tonn
af ýmsum fisk- og sjávardýrateg-
undum um aldamótin, þar af 200
þúsund tonn af laxi einum.
Það er hins vegar vert að undir-
strika rækilega, að það er engin
leið að yfirfæra beint þær aðferðir
og eldistækni - og þar með vel-
gengni - sem fiskeldið í Noregi
byggist á. Aðstæður eru þar ein-
faldlega allt aðrar. Laxeldi þeirra
byggist á flotkvíaeldi í sjó, þar
sem nóg er af vari í hinum djúpu
fjörðum og við eyjar og sker. Við
Island er hins vegar víðast
skortur á nægilegu vari, þar sem
varið er til staðar, þar er sjórinn
of kaldur til að laxeldi sé fram-
kvæmanlegt. Við þurfum því að
nýta hinar séríslensku aðstæður
til að þróa okkar eigin eldisferil,
en fram hjá þessu horfa menn
gjarnan þegar þeir ætla að færa
velgengni Norðmanna yfir á fs-
land.
framieiða það sem ég hefi kallað
stórseiði. Hér er um að ræða seiði
sem eru hraðalin á 12 til 18 mán-
uðum upp í 300 til 800 grömm.
Með því að sleppa þeim í sjókvíar
í maíbyrjun myndu þau ná 2 til 4
kflóa stærð fyrir lok eldistímans í
sjónum og vera því meir en slátur-
hæf.
Stórseiða-
framleiðslan
Til að hægt sé að framleiða
stórseiði þarf heitt vatn. Erlendis
er hitaorkan of dýr til að þetta
borgi sig. Við höfum hins vegar
nóg af jarðhita. Það sem við þurf-
um að gera er því þetta.
• Flýta hrognaklaki þannig að
kviðpokaseiði komi úr hrognum
ekki síðar en á tímabilinu
nóvember til áramóta. Þetta er
mögulegt á þrennan hátt. 1.
Finna með tilraunum hvernig
hægt er að nota stjórnun dag-
lengdar (sem ræður allra um-
hverfisþátta mestu um hvenær
laxinn hrygnir) til að flýta sjálfri
hrygningunni. Þetta er auðvelt
með regnbogasilung og ætti að
vera jafnauðvelt með lax. 2.
Finna með tilraunum hvernig má
stýra klakhitastigi til að tímasetja
klak seiðanna úr hrognum. Hér
er um mjög einfaldar tilraunir að
ræða. 3. Með kynbótum eða vali
á sérlega snemmhrygnandi laxa-
stofnum mætti jafnframt fá upp
klakfisk sem hrygnir nógu
snemma.af sjálfsdáðum til að
klakið verði á æskilegum tíma.
Þess má geta að þetta hefur verið
gert erlendis fyrir aðrar laxfiska-
tegundir, og hjá Sigurði St.
Helgasyni fiskalífeðlisfræðingi og
eldisfrömuði að Húsatóftum við
Grindavík er til vísir að snemm-
hrygnandi laxastofni.
• Hin snemmklöktu seiði þarf
svo að ala í hæfilegu heitu vatni,
sem fæst á viðráðanlegu verði. f
maí á öðru lífári þeirra ættu þau
hæglega að gera verið orðin 300
til 800 grömm að stærð. Þetta
seiðaeldi gæti sem best farið fram
hvarvetna á landinu þar sem heitt
vatn er til staðar.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. október 1985