Þjóðviljinn - 17.10.1983, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 17.10.1983, Qupperneq 4
NÝ SÓKN Ingjaldur Hannibalsson blaðar í tímaritinu What’s new in industry? Bókasafn stofnunarinnar er ekki eingöngu ætlað starfsmönnum innanhúss, heldur er öllum frjálst að koma þangað sér til uppfræðslu. Ljósm. E.OI. Upplýsingaiðnaður Leið til bættra lífskjara Ingjaldur Hannibalsson: Efáhuginn erfyrir hendi ættumvið ekki að standanágrannaþjóðum að baki. 15-20þúsund manns í upplýsingaiðnaði eftir nokkra áratugi? Við íslendingar erum langt á eftir nágrannaþjóð- um okkar á sviði upplýsing- aiðnaðar, bæði hvað snertir hlutfallslegan mannfjölda sem starfar innan þessarar greinar sem og hversu miklu fjármagni er varið til þróunar og uppbyggingar. En þróunin hefur verið hröð á undanförnum árum og ég hef trú á að hún geti orðið sambærileg við það sem gerist erlendis, ef menn bara hafa áhuga á því, sagði Ingjaldur Hannibalsson for- stjóri Iðntæknistofnunar ís- lánds þegar Þjóðviljinn sótti stofnunina heim á dögunum. „Fyrir nokkrum árum störf- uðu nokkrir tugir manna við upplýsingaiðnað, en nú má segja að þar starfi nálægt 1000 manns. Fjölgunin hefurorðið 20-30% á ári undanfarin ár. Ef vöxturinn verður um 25% á ári á næstu árum eins og er- lendis mun þessi tala meira en tífaldast á tíu árum. En þá yrði þessi atvinnugrein að hafa náð fótfestu á erlendum mörku- ðum og það höfum við að nokkru leyti gert. Það eru til fyrirtæki sem þegar eru farin að nýta þá miklu sérþekkingu sem hér er til í sjávarútvegi og flytja út dýran rafeindabúnað og annað fyrir sjávarútveginn. Það er svið sem við getum ein- beitt okkur að á næstu árum. Menn gera sér vonir um að eftir nokkra áratugi geti 15-20 þúsund manns haft atvinnu af upplýsingaiðnaði. “ Þrjú aðalsvið Hvað er upplýsingaiðnaður? „Það má . skipta þessari atvinnugrein upp í þrjú aðalsvið. í fyrsta lagi framleiðsla á raf- eindabúnaði. í öðru lagi fram- leiðsla hugbúnaðar fyrir tölvur. í þriðja lagi komum við að hagnýt- ingu tölvutækni í fjölmiðlun og fjarskiptum. Þetta er í megind- ráttum það sem upplýsingaiðnað- ur snýst um. Þessa tækni er í reynd hægt að nýta á svo til öllum sviðum þjóðlífsins. Þannig er hægt að gera hinar hefðbundnu atvinnugreinar hagkvæmari en þær eru í dag. Það er mikil þörf fyrir þessa framleiðslu á innan- landsmarkaði, en auðvitað verð- um við líka að flytja hana út til annarra landa. Þar nefnum við t.d. rafeindabúnað sem tengist sjávarútvegi, þótt við séum ekki endilega bundin við það eitt. Ég vona að við berum gæfu til að velja okkur starfssvið í framtíð- inni sem í fyrsta lagi gefur mögu- leika á umtalsverðri verðmæta- sköpun og í öðru lagi eru þess eðlis að við verðum gjaldgeng á alþjóðamarkaði. Þá mun þessi þróun leiða til verulega bættra lífskjara í landinu. Það má sjá fyrir ýmsar breytingar á þjóðfé- laginu á komandi árum. Ef til aukinnar verðmætasköpunar í framleiðslugreinum kemur get- um við fundið áhugaverð störf fyrir þá sem ekki fá vinnu í þeim. Allt byggist þetta á því að verð- mætasköpun sé mikil.“ Skólakerfið á eftir Verður skólakerfið ekki að vakna af Þyrnirósarblundi ef eitthvað í líkingu við þetta á að verða veruleiki? „Það er rétt, að skólakerfið hefur ekki fylgst nógu vel með tímanum. Tækniþróun verður stöðugt örari og nú er í auknum mæli þörf fyrir endurmenntun og símenntun. Ég er ekki viss um að áherslurnar í grunnmenntun hafi endilega verið réttar. Að mínu mati verður grunnmenntun að miða að því að einstaklingurinn geti skrifað, talað og lesið ís- lensku og væntanlega einnig ensku. Hann verður að kunna þó nokkuð í stærðfræði og hann verður að hafa þjálfun í tölvun- arfræðum. Þetta auk rökréttrar hugsunar og heilbrigðrar skyn- semi ætti að tryggja, að einstak- lingurinn geti aðlagast breyttum aðstæðum allt þar til hann kemst á eftirlaunaaldurinn. Þá verður einnig að vera í boði fullnægjandi endurmenntun. Ungt fólk hefur mikinn áhuga á tölvunarfræðum og þess háttar og það er skylda Háskólans að veita þessu fólki frambærilega menntun. Það vantar nokkuð upp á að hann sé í stakk búinn til þess nú. Það er einnig ýmislegt annað sem skóla- kerfið hefur ekki sinnt nógu vel og því má segja að það hafi ekki aðlagað sig breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. En það er mjög brýnt að svo verði.“ Menntun - rannsóknir - markaðsmál Hverjar eru forsendur þess að hér geti orðið sambærileg þróun og í nágrannalöndum okkar? „Það má telja þrennt sem er afar mikilvægt í þessum efnum, menntun, rannsóknarstarfsemi og markaðsmál. Við verðum að hafa vel menntað fólk, sinna verður rannsóknastarfsemi og markaðsmálum. Til þess að koma þessari vöru á markað er- lendis verðum við að hafa þjálfað fólk til þess. Fjárfestingar eru ekki miklar, en þetta kostar þó allt peninga. Nágrannalöndin leggja mjög mikla áherslu á upp- lýsingaiðnað. Ef við berum okk- ur saman við þau getum við nefnt sem dæmi, að Svíar ætla á árun- um 1984-1987 að verja 4.500 milljónum sænskra króna til þess- ara mála. Sambærileg tala á ís- landi væri um 590 milljónir og við erum langt frá þessari tölu. Danir munu á sama tíma verja 1600 milljónum danskra króna í rannsókna- og þróunarstarfsemi, sem samsvarar um 300 milljónum hér á landi. En eins og ég hef áður sagt, þróunin hér á landi ætti að geta orðið sambærileg ef vilji er fyrir því. Það myndi verða íslensku þjóðfélagi mikil lyftistöng á öllum sviðum“, sagði Ingjaldur. -€g Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? DJOÐVIUINN 81333 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 17. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.