Þjóðviljinn - 17.10.1983, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. október 1985
SOMI
FRÁBÆRIR SPORT-
OG FISKIBÁTAR
Sómi 600, 700 og 800 eru liprir,
traustir og rúmgóðir bátar, hvort
heldur er til siglinga eða fiskveiða.
Sóma bátarnir hafa hlotið miklar
vinsældir fyrir gæði og hagkvæmni
í rekstri. Hægí er að fá bátana
afhenta á ýmsum smiðastigum og
búna tækjum að óskum kaupenda.
Hagkvæmt verð og greiðslu-
skilmálar.
Hringið eða skrifið eftir upplýsinga-
bæklingi.
BÁTA-
_______SMIOJA
GUÐMUNDAR
HELLUHRAUNI6
220 HAFNARFIRDI
SÍMI50818
NÝ SÓKN
Gífurlegu magni fiskúrgangs er fleygt á ári hverju. Að sögn Sigurjóns getum við
aukið tekjur okkar verulega með því að nýta þennan úrgang til laxeldis og
loðdýraeldis.
fiskiðnaði. Petta hráefni hentar
vel sem fóður fyrir nýju búgrein-
arnar, þ.e. fyrir fiskeldi og loð-
dýraeldi. Hægt væri að setja sér
það markmið að nýta allt hráefni
í fisk- eða loðdýraeldi sem er
handbært, og hægt væri að byggja
áætlanir á, þó að einhverjar
sveiflur eigi sér stað á milli ára í
afla.
Hráefnið sem um er að ræða í
þessu tilfelli er:
Frá skutttogurum 70 þúsund
Frá bátaflotanum
og vinnslu í landi 230 þúsund
Loðna, sfld
spærlingur o.fl. 250 þúsund
Samtals 550 þúsund
Þetta hráefni væri hægt að nýta
allt í fiskeldi, loðdýraeldi og fisk-
mjölsframleiðslu, og auðvelt er
að reikna út hve mikið væri hægt
að framleiða úr þessu hráefni af
laxi, skinnum og fiskmjöisafurð-
um. Með ákveðnum forsendum
við útreikningana fæst, að verð-
mæti fiskmjölsins yrði 2.5 milj-
arðar, en loðdýraeldið gæfi 10
miljarða og laxeldi 25 miljarða ef
allt yrði nýtt annað hvort í laxeldi
eða loðdýraeldi. Ársverkum í
iðnaði myndi fjölga 25-20falt í
laxeldinu og 30-35falt í loðdýra-
eldinu ef allt hráefnið yrði nýtt í
laxeldi eða loðdýraeldi. Þessar
nýju atvinnugreinar bjóða upp á
miklu fleiri atvinnufyrirtæki en
fiskmjölsframleiðsla, og jafnvel
væri hugsanlegt að öll
atvinnutækifærin í fiskmjölinu
héldust óbreytt í fóðurvinnslu
fyrir þessar nýju atvinnugreinar.
Af þessu sést, að miklir mögu-
leikar finnast í nýtingu á þessu
hráefni, bæði fóðurgerð og fjöl-
breytni úrvinnslu. Þess vegna
þurfa allir að leggjast á eitt, svo
að þessar tölur geti orðið að veru-
leika“. -gg
Fóðurframleiðsla
Stórkostleg
hagnaðarvon
Sigurjón Arason efnaverkfræðingur: Með því að nýta
fiskúrgang til framleiðslu á laxi eða skinnum væri hægt að
aukatekjurokkarverulega. Enn eru vannýttirfiskistofnarí
hafinu umhverfis okkur
Ef þessar tölur verða að
veruleika getum við ruðst
fram á sviðið og orðið stór-
veldi í fiskeldi. Ef allur þess-
ur úrgangur verður nýttur
til framleiðslu laxafóðurs,
gætum við framleitt 120-
130 þúsund tonn af laxi á ári
og veitt um 4000 manns at-
vinnu við það eingöngu. Þá
værum við komin með 10-
12% af því sem í dag er
neytt af laxi í heiminum.
Verðmætið yrði 25
milljarðar, sagði Sigurjón
Arason starfsmaður Rann-
sóknastofnunar fiskiðnað-
arins í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Eins og áður hefur komið
fram í Þjóðviljanum, flutti
Sigurjón, sem er efnaverk-
fræðingur að mennt, erindið
Vannýttir fiskistofnar - melta
og önnur fóðurframleiðsla á
námsstefnu um nýja sókn í at-
vinnulífinu í lok september.
Hann greindi þar frá mögu-
leikum okkar á að nýta e.nn
betur það sem hafið gefur
okkur, bæði með því að nýta
fiskistofna sem enn hefur ver-
ið gefinn lítinn gaumur, svo og
með því að nýta það sem þeg-
ar kemur um borð í fiskiskipin
okkar, en fleygt aftur í hafið í
stórum stíi. Fóðurframleiðsla
úr þessum úrgangi gæti
skapað veruleg verðmæti í
framtíðaratvinnugreinum,
eins og fiskeldi og loðdýra-
rækt.
í erindi Sigurjóns segir
m.a.: „Vannýttir fiskistofnar
eru ekki margir eftir en þeir
eru m.a. kolmunni, gulllax,
spærlingur og langhali, en
einnig væri hægt að nefna
skelfisk, s.s. kúfisk, krabba og
sæsnigla.
Kolmunni er veiddur mikið
af Færeyingum og unninn til
manneldis bæði í landi og um
Sigurjón Arason: Hafiö getur veitt
okkur mun meira en við nú nýtum.
borð í verksmiðjuskipum.
Framleiðslan hefur gengið
mjög vel og er hann bæði unn-
inn í flök og marning. Fram-
leiðslan hefur aukist jafnt og
þétt og hefur fengið mjög góð-
ar móttökur í Evrópu. Eftir-
spurnin hefur aukist hraðar en
framleiðslan, og markaðs -
verðið hefur hækkað.
Skipum sem geta unnið kol-
munna um borö hefur fjölgað
í Færeyjum. Við íslendingar
getum veitt og unnið kol-
munna, og við ráðum yfir
sömu vinnslutækni og þeir.
Hægt væri að nýta stærri
frystiskipin og loðnuskipin til
þessara veiða. Afkoman hjá
þessum skipum yrði góð ef
þau gætu framleitt um 15 tonn
af afurðum á dag. Með því að
veiða 50-60 þús. tonn af kol-
munna á 5-6 mánuðum með
10 skipum, þá væri hægt að
auka þjóðartekjurnar um 800-
1000 milj. kr. Aflinn yrði allur
flakaður og frystur um borð.
Við höfum ekki nýtt
gulllax, en hann veiðist suður
af landinu og kemur oft upp í
karfatroll, en honum er
fleygt. Ekki hefur verð gert út
á gulllax eingöngu, en hann er
veiddur í botntroll bæði í Nor-
egi og Færeyjum. Gulllax er
nýttur í marning, og sá marn-
ingur þykir góður.
Helstu eiginleikar marnings
úr gulllaxi eru þeir, að hann er
ljós og bindur vatn vel, en sá
eiginleiki varðveitist þó að
marningurinn sé unninn úr
frosnum fiski. Ef það væri
hægt að veiða um 5000 tonn af
gulllaxi við landið þá fengjust
um 1800 tonn af marningi að
verðmæti 90-100 milj.“
„Víða erlendis er góðum
marningi blandað saman við
flök í blokkir. Hér á landi er
marningur frystur í blokkir.
Blokkin er notuð sem hráefni
í fjöldann allan af tilbúnum
réttum svo sem fiskstauta,
fiskbollur, fiskbúðinga, fisk-
pöstur og þurrkaðar afurðir.
Þurrkun á marningsblokk er
hafin hér á landi í hunda- og
kattamat.
Um 2000 tonn af marningi
eru framleidd hér á landi ár-
lega, en árlega fara 200-300
þúsund tonn af bolfiski í flaka-
vinnslu. Ef framleiðsla á
marningi yrði 10% af aflan-
um, sem er raunhæft, þá gæti
hún orðið á bilinu 20.000-
40.000 tonn á ári að verðmæti
400-800 milj. kr.“
Fóðurgerð
- miljarðar
„Árlega er fleygt fyrir borð um
60-80 þúsund tonnum af slógi og
úrgangsfiski frá skuttogurunum.
Komið hefur í ljós að þessi hluti
er að meðaltali 20-25% af heild-
araflamagni. Nýting á þessu hrá-
efni hefur litla aukavinnu í för
með sér fyrir áhöfnina.".
„55-60% af afla frystitogar-
anna er fleygt fyrir borð eftir að
aflinn hefur verið unninn. Fryst-
itogaraflotinn fer ört vaxandi, en
nú eru fimm frystitogarar gerðir
út og meðalaflinn er 4000 tonn,
þannig að af þessum 20.000 tonn-
um eru 11-12 þúsundum fleygt.
Úrgangurinn tekur mikið pláss
um borð í skipunum, ef hann er
allur nýttur í meltu. Þess vegna er
nauðsynlegt að finna einhverja
aðra leið t.d. framleiða hrat og
lýsi, þykkni og lýsi, eða fiskmjöl
og lýsi. Sá valkostur sem þykir
fýsilegastur er meltuvinnsla, en
hrat og lýsi er næstbesti kosturinn
og tekur helmingi minna pláss en
mejtan í geymslu.
Úrgangi er víða fleygt í fiskiðn-
aði, t.d. slógi og úrgangsfiski frá
bátaflotanum. Fiskvinnslan
fleygir miklum úrgangi sem skilar
sér ekki í mjölvinnslu. Ein af að-
alástæðunum fyrir því hve miklu
,er fleygt af úrgangi er verðlagn-
ingin á honum, en hann er verð-
lagður á 100-200 kr. tonnið.
50-100 þúsund tonnum af úr-
gangi er fíeygt í fiskvinnslunni í
landi og frá bátaflotanum.
í allt er 120-180 þúsund tonn-
um fleygt árlega í sjávarútvegin-
um. Verðmæti þessa afla er 350-
550 miljónir, ef hann væri notað-
ur í fiskmjölsframleiðslu.
Um ýmsa möguleika er að
ræða í fóður'gerð úr hráefni úr