Þjóðviljinn - 17.10.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 17.10.1983, Side 7
 NYSOKN Atvinnulíf Abyrgðina til fólksins I efnahagskerfi þar sem smáfyrirtækin eru mikilvægur hluti atvinnulífsins er að öðru jöfnu auðveldara að fullnægja þörfum manna fyrir ýmislegt smávægilegt sem gefur lífinu gildi og veita þeim útrás fyrir sköpunargleðina, sagði Hali- dór Arnason fiskmatsstjóri á námsstefnu um nýja sókn í at- vinnulífinu. Umræðuefni Halldórs var hlut- verk smáfyrirtækja í atvinnulíf- inu og komst hann að þeirri niðurstöðu að stuðla ætti að stofnun smárra fyrirtækja í iðnaði jafnframt því sem hann taldi heppilegast að fjármagnið væri í eigu heimamanna á hverjum stað. „Fjölþætt og þróttmikið at- vinnulíf er undirstaða búsetu og góðra lífskjara og því keppikefli hvers byggðarlags. Því á að leggja áherslu á að skapa hagstætt um- hverfi fyrir fjölbreytt atvinnulíf og virkja frumkvæði-íbúanna í hverju byggðarlagi til áð byggja upp og efla arðbær og lífvænleg fyrirtæki," sagði Halldór. Kröfur til nýsköpunar Síðar í erindinu segir Halldór: „Á tímum mikilla breytinga á samkeppnisstöðu, mörkuðum og framleiðslutækni þarf að gera miklar kröfur til nýsköpunar, bæði hjá starfandi fyrirtækjum og með því að örva stofnun nýrra. Byggja þarf upp efnahagsstarf- semi, þar sem skapandi hugsun og framtakssemi fær að njóta sín. Ef sú sköpunargleði sem hér blómstrar í listum fengi einnig út- rás í atvinnulífinu gætu opnast margir niöguleikar íil arðsamrar atvinnuuppbyggingar. Líta má á örvun á stofnun smáfyrirtækja sem aðferð til að leysa úr læðingi sköpunarkraft og hæfileika sem svo margir búa yfir. Sveigjanlegt atvinnulíf, sem er fljótt að aðlaga sig að breyttum aðstæðum, er nauðsynleg for- senda fyrir því að okkur takist að halda hér uppi þeim lífskjörum, sem við gerum kröfu tií. Smáfyr- irtæki geta gert efnahagslífið sveigjanlegt. Ekki vegna þess að þau séu í sjálfu sér sveigjanlegri en stórfyrirtækin, heldur vegna þess, að þegar sífellt eru stofnuð ný smáfyrirtæki, sem reyna fyrir sér á nýjum sviðum er sífellt verið að prófa, hvar vaxtarbroddur at- vinnulífsins er. En þetta gerir atvinnulífið þá aðeins sveigjan- legt, að þeir sem reyna fyrir sér með atvinnustarfsemi, sem markaðurinn hafnar, verði látnir taka afleiðingum gerða sinna, sem í mörgum tilfellum getur ver- ið gjaldþrot. Hinir sem hitta á vaxtarbroddinn munu byggja fyr- irtæki sín upp. Þau geta þá orðið meðalstór eða stór eftir atvikum. Almennar aðgerðir sem örva vöxt fyrirtækja og stofnun nýrra er ein mikilvægasta leið stjórnvalda til að tryggja það að sífellt sé verið að hlúa að vaxtar- broddi atvinnulífsins. Auðveld leið inn á villigötur er að ákveða með stjórnskipunum, hvaða greinar eiga framtíð fyrir sér. Einnig má ekki gleyma því að gömul fyrirtæki verða oft stirð og værukær og eiga erfitt með að til- einka sér nýja tækni. Til að nýta hana þarf oft nýja menn í nýjum fyrirtækjum. Tölvuiðnaðurinn er gott dæmi um þetta. Auk almennra efnahagslegra aðgerða, sem skapa efnahags- legar forsendur fyrir stofnun og vöxt smáfyrirtækja má grípa til ýmissa sérstakra örvunarað- gerða.“ Velgengni Dana Olav Grue framkvæmdastjóri danska iðnlánasjóðsins var hér á landi nýlega og greindi þá frá þeirri velgengni sem Danir hafa átt að fagna í uppbyggingu iðnað- ar. Það sem Oav Grue telur að mestu skipti til að skýra vel- gengni dansks iðnaðar um þessar mundir er þetta: að valddreift þjóðfélag, þar sem réttinum og möguleikunum til að taka ákvarðanir er dreift á marga aðila, hafi í Danmörku sem öðr- um löndum reynst mun áhrifarík- ara og meira skapandi en hið miðstýrða stjórnkerfi ríkisvalds- ins. að danskur iðnaður með allan sinn aragrúa af smáfyrirtækjum hafi reynst skapandi, framtaks- samur og sveigjanlegur í þeim mæli, að Danir upplifi nú meiri uppsveiflu í efnahagslífinu en flest önnur iðnríki heims, að auknar tekjur í dönskum iðn- aði hafi haft í för með sér mikla aukningu í fjárfestingu iðnaðar- ins - og mun meiri en menn hafa kynnst í öðrum löndum, og loks, að tilvera öflugra og virkra fjár- mögnunarstofnana, traust og frjálst bankakerfi ásamt ört vax- andi hlutabréfamarkaði séu veru- legir þættir í hagstæðu starfsum- hverfi og megin forsenda þess að iðnaðurinn hefur getað nýtt sér hagstæðari sölumöguleika. Halldór sagði að lokum að mikill hreyfanleiki hafi alltaf ein- kennt íslenskt þjóðfélag. „Menn hafa verslað og sótt vinnu milli landshluta. Byggðir hafa risið upp og lagst í eyði. Þetta hefur gert íslenskt þjóðfélag sveigjan- legra og gert því kleift að aðlaga sig meiri breytingum en menn gera sér almennt grein fyrir. Það sem að mínu viti skiptir mestu máli er, að fólkið á þessum stöð- Halldór Árnason fiskmatsstjóri: Sveigjanlegt atvinnulíf er nauðsynleg forsenda fyrir því að okkur takist að halda uppi þeim lífskjörum sem við gerum kröfu til. um beri sjálft ábyrgðina á og hafi frumkvæðið að því að byggja upp öflugt atvinnulíf.“ gg ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7 SASEMA Á ITAKTVIÐ TÍMANN ISLAND PC er hönnuð fyrir þá sem vilja góða og fjölhæfa en ódýra tölvu, ISLAND PC fylgir PC staðli. Hægt er að velja um diskettudrif og fasta diska, 10 Mb eða 20 Mb. í grunn- útgáfu hefur ISLAND PC 256 Kb vinnsluminni. ISLAND AT er enn kraftmeiri og fjölhæfari en samt ódýr. ISLAND AT fylgir AT staðli, hefur innbyggðan 20 Mb fastan disk og tvö diskettudrif. í grunn- útgáfu hefur ISLAND AT 512 Kb vinnslu- minni. ISLAND tölvurnar hafa gula skjái með skýru og góðu letri. Sjónhorn er stillanlegt. ISLAND keyrir hinn öfluga BOS fjölnotendahugbúnað. BOS hugbúnaður er heilsteypt kerfi forrita auðvelt og áreiðanlegt. ISLAND og BOS vinna vel saman. ACO hf. býður BOS hugbúnað fyrir ISLAND tölvur. ISLAND - Hér fara saman gæði og gott verð. ACO hf. er söluaðili ISLAND á íslandi og leggur áherslu á góða þjónustu og rekstraröryggi. Kynntu þér kosti ISLAND PC og AT ISLAND er afbragð 3 acohf Laugavegi 168, 105 Reykjavík. Sími 27333

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.