Þjóðviljinn - 17.10.1983, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 17.10.1983, Qupperneq 10
NÝ SÓKN Lífefnaiðnaður Tækni- bylting framtíðar- innar Jakob Kristjánsson lífefnafræðingur: (slendingarenn í barnsskónum óslitnum miðað við aðrar þjóðir. Eigum að einbeita okkur að framleiðslu ensíma úr fiskúrgangi og hveraörverum. Mikill ii erlendis áhugi Litið er á lífefnaiðnað sem næstu megintækni- byltingu sem mun ganga yfir heiminn. Tölvubyltingin er komin langt á veg og þar á eítir kemur lífefnaiðnaður. Mikil áhersla er logð á þró- un þessa iðnaðar í hinum þróaðri iðnríkjum og sum eru komin nokkuð langt. Við íslendingar erum hins vegar enn í barnsskónum óslitnum hvað þetta snertir, sagði Jakob Kristjánsson lífefnafræðingur í samtali við Þjóðviljann um mögu- leika okkar á sviði lífefna- tækni, en hann hefur unnið að rannsóknum á því sviði, og starfar hjá Iðntækni- stofnun og Háskóia ís- lands. „Lífefnaiönaöur ásamt upplýs- ingaiönaði og efnistækni eru nú forgangsverkefni í rannsókna- og þróunarstarfsemi hjá Norður- löndum og mörgurn nágranna- landa okkar. Þaö er engin spurn- ing hvað þessar þjóðir ætla sér í framtíðinni í iðnaði. Danir, Svíar og Finnar eru komnir nokkuð langt. Danska fyrirtækið Novo er eitt af þeim stærstu sjnnar teg- undar í heiminum og hefur ára- tuga hefð að baki. Fyrirtækið var stofnað á þriðja áratugnum og hóf þá framleiðslu á insúlíni úr briskirtlum svína. Síðan fór þetta fyrirtæki í framleiðslu hvers kyns fúkk-alyfja og um 1960 var hafin framleiðsla á ensínum. í-dag hef- ur þetta fyrirtæki verulegan hiuta heimsmarkaðar á nokkrum teg- undum ensínra.” Vélar líkamans „Ensím má kalla vélar líkam- ans. Þau sjá um alla starfsemi hans og líf væri óhugsandi án þeirra. Ensím eru prótein og hafa Erlendir aðilar hafa áhuga á hitaþolnum ensímum sem framleidd eru með hitaörverum. Jakob Kristjánsson lífefnafræö- ingur: Erum enn í barnsskónum óslitnum. Ljósm. Sig. margs konar hlutverk. Það eru tii meltingarensím og þar fram eftir götum. Þetta fyrirbæri er til margra hluta nytsamlegt í iðnaði, ekki síður í líkama mannsins og annarra lífvera. Þau hafa verið framleidd að einhverju marki í um 20 ár og áhugi fyrir ensímum er alltaf að aukast. Nú er t.d. lögð áhersla á ensím sem hafa ýmsa sérvirkni. Það kemur að góðum notum í efnafræði og matvæla- iðnaði svo eitthvað sé talið. Finn- ar hafa nýtt sér lífefnatækni í tengslum við skógariðnaðinn hjá sér, Svíar starfa á ýmsum sviðum lyfja- og tækjaframleiðslu. Þetta er gífurlega margþætt. Þessi nýi sykur sem nú er kominn á mark- að, nútra sweet, er til kominn með lífefnatækni. Framleiðsla hans byggist á því að tvær amín- ósýrur eru tengdar saman með hitaþolnum ensímum. Þannig má hagnýta ensímin á ýmsan hátt.“ Aðstöðuleysi Hvar erum við íslendingar staddir í þessum efnum? „Við erum ákaflega stutt á veg komnir. Þó eru tvö fyrirtæki komin af sfað í lífefnatækni, G. Ólafsson og Lýsi h.f. En við erum að reyna að feta okkur áfram. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vilja sínum til að kanna þessa hluti með því að veita 50 milljónum króna til rannsókna m.a. á þessu sviði. Því fé verður úthlutað á þessu ári og kæmi okkur að veru- lega miklu gagni. Það má skipta rannsóknum á þessu sviði í þrennt: vísindarannsóknir, hag- nýtar rannsóknir og vöruþróun. Fram til þessa hefur minnst áhersla verið lögð á hagnýtar rannsóknir, en við gerum okkur vonir um að það muni breytast með þessu rannsóknarfé. En það Kísill Tilraunaframleiðsla hafin Framleiðsla á kísl í Svartsengi hófst seint í sumar. Beðið eftirfrekari fjárveitingu til verksins. Getur skilað verulegum tekjum Tilraunaframleiðsla á kísl hófst nú seint í sumar og er ekki komin ýkja langt á veg, en þetta er allt á uppleið og ef fjármagn fæst til á- framhalds eru við á grænni grein hvað okkar rannsóknir snertir, sagði Hermann Þórðarson efna- verkfræðingur á Raunvísinda- stofnun Háskólans í samtali við Þjóðviljann nýlega, en hann hef- ur haft umsjón með rannsóknum á framleiðslu kíslar í Svartsengi á Reykjanesi. Kísl? Kísl er nýyrði í íslensku og þýðir kísildíoxið eða kísilút- felling. Meginnot af kísl eru til fyllingar og styrkingar í gúmmí, en einnig í sápur, málningu, tann- krem og fleira. Áætlað var að tilraunafram- leiðsla á kísl í Svartsengi hæfist nokkru fyrr, en að sögn Her- manns tók uppsetning tæknibún- aðar lengri tíma en gert var ráð fyrir og auk þess hefur hörgull á fjármagni verið dragbítur á fram- kvæmdir. „Þetta er allt á betri vegi nú og gengur kannski greið- legar en margt annað. Við sóttum um styrk til framkvæmdanna frá Rannsóknaráði ríkisins og bíðum nú eftir svari frá þeim,“ sagði Hermann. Athuganir á kísilframleiðslu hófust árið 1982 í samvinnu Ný- iðnaðardeildar Iðntæknistofnun- ar og efnafræðistofu Raunvís- indastofnunar Háskólans. Rann- sóknir benda til að úr heita jarð- sjónum í Svartsengi megi vinna verðmæta kísl til nota í ýmiss konar iðnaði og ef allt fer að ósk- um ætti söluverðmæti að geta orðið rúmlega 40 milljónir ís- lenskra króna á ári. í Þjóðviljan- um 10. júlí sl. sagði Ingvar Árna- son forstöðumaður efnafræði- stofunnar: „Við töldum spenn- andi að athuga kísilútfellingarnar í Svartsengi til nokkurrar hiítar. Allir kannast við hverahrúður, en kísilsýra er hér í öllu hvera- vatni í meira eða minna mæli og hefur m.a. valdið tæringu í hita- veitulögnum. Það er því nauðsynlegt að í landinu sé þekk- ing á þessu sviði en útfellingar í hveravatni eru smáræði miðað við jarðsjóinn þar sem seltan veldur því að útfellingin verður mun meiri og mun hraðar en í öðru hveravatni. Kíslin myndar lítil korn í jarðsjónum sem falla síðan til botns sem hvítur salli og sú spuming vaknaði hvort ekki mætti nýta hana.“ En notagildi kíslarinnar eins og Ingvar Árnason og Hermann Þórðarson á efnafræðistofu Háskólans. hún fellur til í lóninu er takmark- að. Kíslin er blönduð óhreinind- um og kornastærðin er of lítil til að hún sé söluhæf. Athuganir hafa beinst að því að stjórna út- fellingunni og niðurstöður þeirra benda til þess að við ákveðið hit- astig og ákveðið sýrustig falli út kísl sem hefur sömu efnafræði- lega samsetningu en er mun yfir- borðsmeiri og þar með verðmæt- ari. Heimsframleiðsla á kísl er nú um 700 þúsund tonn. Úr því magni sem til fellur í Svartsengi mætti vinna um 3000 tonn af kísl sem er að verðmæti um ein milljón dollara. En dollararnir skila sér ekki án rannsókna, stofnkostnaðar og rekstrarkostn- aðar. Það er sem sé sú gamla saga að það vantar fé til að koma möguleika í framkvæmd. gg eru ýmis vandamál sem að okkur steðja. Hér á landi er t.d. engin hefð í lyfjaframleiðslu eða þess háttar. Aðstöðuleysi háir okkur mjög. Það þyrfti að vera til að- staða hér á landi til að rækta ör- verur í stórum stíl því það er ein af undirstöðum lífefnatækni. Það er mikill skortur á menntuðu fólki. Það vantar örverufræðinga." Ensím úr íslenskum hráefnum „Menn hafa verið að velta því fyrir sér í nokkurn tíma hvaða stefnu við eigum að taka í lífefna- iðnaði og komið sér niöur á tVÖ megin svið, þar sem hægt er að vinna ensím úr íslenskum hráefn- um, fiskúrgangi og hveraörver- um. Þetta eru þau svið þar sem við höfum eitthvað verulegt fram að bjóða. í fiskúrgangi er heil- mikið af ensímum, sérstaklega meltingarensímum, sem nú þegar eru notuð á margvíslegan hátt. Þessi ensím væri fyrst og fremst hægt að nota hér innanlands, í fiskiðnaði o.fl. Slík ensím má nota við að losa roð af fiski svo dæmi sé nefnt. Með hveraörverum framleið- um við svo nefnd hitaþolin ens- ím, það er ensím sem hægt er að nota við hærra hitastig en gengur og gerist með ensím, 70-80 gráða hita. Erlendis er mikill áhugi fyrir hitaþolnum ensímum og til að mynda eru Nýsjálendingar þegar farnir af stað með framleiðslu á þeim. Það er mikil eftirspurn eftir ensfmum sem hægt er að nota við alls kyns sérhæfðar aðstæður og hitaþolin ensím eru bara ein teg- und þeirra. Við höfum áhuga á að fá erlenda aðila til samstarfs við að þróa þessi ensím og þau fyrir- tæki erlend sem við höfum haft samband við hafa sýnt gagn- kvæman áhuga. En þetta er allt á byrjunarstigi og það er margt óljóst þegar til framtíðarinnar er litið.“ Þekkingar- iðnaður Hvernig sérðu framtíð okkar í lífefnaiðnaði? „Ég tel að allar aðstæður hér- lendis gefi ástæðu til að ætla að við getum haslað okkur völl á ein- stökum sviðum lífefnaiðnaðar. Lífefnaiðnaður mun hafa svipuð áhrif og tölvutæknin, hann mun nýtast okkur á geysilega mörgum sviðum, t.d. í matvælaiðnaði. Hún verður almenningi kannski ekki eins sýnilegur og tölvu- tæknin er nú. Og lífefnaiðnaður verður aldrei atvinnugrein fjöld- ans. Þarna er um að ræða verk- efni fyrir sérmenntað fólk, dæmi- gerður þekkingariðnaður,“ sagði Jakob. gg 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.