Þjóðviljinn - 17.10.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.10.1983, Blaðsíða 13
NY SOKN Ferðaþjónusta Fyrst í mark Kjartan Lárussonformaður Ferðamálaráðs: Ferðaþjónusta verður að fá aðgang að stofnlánasjóði ..m BBM..1 Síöast liðin tíu til tólf ár hefur orðið veruieg upp- bygging og þróun á þjón- ustu fyrir ferðamenn og undanfarin 3-4 ár hefur fjöldi erlendra ferðamanna sem hingað kemur aukist iaisvert. En við eigum enn langt í land með að geta tal- ist sambærilegir þjónustu- aðilar gagnvart hinum al- menna heimsferðamanni miðað við hin Evrópu- löndin, sagði Kjartan Lár- usson formaður Ferðamál- aráðs íslands í samtali við Þjóðviljann nýverið. „Getan til að þjóna þessu fólki og viljinn til þess er aftur Kjartan Lárusson: Fjárfestingar í ferðaþjónustu skilaarðiá skömmumtíma. Ljósm. E.ÓI. Erlendir ferðamenn skiluðu okkur rúmumtveimur milljörðumí gjaldeyristekjurá síðasta ári. á móti síst minni en annars staðar, vonandi betri, enda verður slíkt að vera ef við ætl- um að ná fótfestu í hinni hörðu samkeppni um hylli ferðamannsins. Við þurfum að taka okkur á á öllum svið- um, en til þess að byggja upp atvinnuveg og hraða þróun hans þarf peninga, og þá vant- ar í ferðaþjónustuna. Öfugt við flesta aðra atvinnuvegi, á ferðaþjónustan mjög tak- markaöan aðgang að stofnlánasjóðum. Eini slíki sjóðurinn sem hægt er að leita til er Ferðamálasjóður, og hefur takmarkaða lánagetu og endurlán erlend frá Byggða- stofnun.Þaðsem okkur vantar er hagstæður stofnlánasjóður. Það þarf nefnilega peninga til að skapa peninga. Ef allar for- sendur verða hagstæðar er ég sannfærður um að ferðaþjón- usta getur skapað mörg at- vinnutækifæri á tiltölulega skömmum tíma með litlum til- kostnaði, miðað við aðra at- vinnuvegi. Og þetta er einmitt það sem þörf er á í íslensku þjóðfélagi þar sem sýnt er að hinar hefðbundnu atvinnu- greinar munu ekki geta annað þeirri eftirspurn eftir störfum sem verður á næstu árum.“ 2 milljarðar Hvað starfa margir við ferða- þjónustu í dag? „Það er því miður ékki vitað nákvæmlega, en við teljum að nú vinni um 5 þúsund manns beint og óbeint við ferðaþjónustu á ís- landi. En það er mjög misjafnt hvernig þetta er reiknað. Þessi 5 þúsund ársstörf gáfu af sér á síð- asta ári rúma 2 milljarða í tekjur í erlendum gjaldeyri, sem er um 2,5% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Það virðist hafa orðið aukning á fjölda erlendra ferðamanna hér á landi á milli áranna 1984 og 1985, þannig að þessi tala ætti að verða talsvert hærri í ár. Erlendir ferðamenn á íslandi voru rúm- lega 85 þúsund á síðasta ári. Fyrstu níu mánuði ársins 1984 voru þeir orðnir 77.093, en á sama tíma í ár voru þeir 83.773. Auk þess komu 20.823 með skemmtiferðaskipum í sumar." Hvaða þjóðir eru það helst sem sækja okkur heim? „Bandaríkjamenn eru þar í miklum meiri hluta. En það er svolítið misjafnt hversu lengi fólk hefur viðkomu hér á landi Stór hluti Bandaríkjamanna hefur stutta viðkomu, einn eða tvo sól- arhringa. Það er þá fólk sem kemur hér á leið til Evrópu eða frá Evrópu og heim. Þar á eftir koma Norðurlöndin ef við tölum um þau sem eitt land, en einnig þar erum við með frekar fáa sem talist geta almennir ferðamenn. Þar á meðal eru fjölmargir ráð- stefnugestir og fólk sem er í öðr- um erindagjörðum en bara að ferðast og njóta lífsins. Þjóðverj- ar eru mest áberandi meðal hinna almennu ferðamanna, en fast á eftir koma þjóðir eins og Bretar, Frakkar og Svisslendingar. Hol- lendingar, Austurríkismenn og ftalir hafa verið að koma hingað í auknum mæli á síðari árum“. Hvað rekur þetta fólk til að koma til íslands? „Það er svo margt sem gerir ísland sérstakt í augum ferða- manna. Náttúra er falleg og öðru- vísi en annars staðar í Evrópu. Kyrrðin, staða landsins hér norður í Ballarhafi, lítil mengun, allt spilar þetta saman og gerir það að verkum að ísland er há- gæðavara í ferðamannaheimin- um. fsland er að sumum leyti dýrt miðað við það sem gengur og ger- ist í Evrópu. Það liggur að hluta til í því hve flutningskostnaður til og frá landinu er hár. En ísland er sérstakt og fólk er tilbúið að borga aðeins meira fyrir þessa sérstöðu, heldur en að fara á sól- arströnd eða eitthvað því um líkt.“ Eru það þá bara efnamenn sem koma til íslands? „Við erum ekki svo vel settir að hafa nákvæmlega stéttaskipting- una á ferðamönnum. En það fólk sem hefur mikið verið að koma hingað er það sem mætti kalla nrillistétt, ■ eða hærri millistétt. Algengt er að kennarar og annað menntafólk komi til Islands til náttúruskoðunar og afslöppun- ar." A ferðaþjónusta framtíð fyrir sér á Islandi? inni og það er strax betra. Ferða- þjónusta er líkleg til að skila arði af fjárfestingum á skömmum „Tvímælalaust. Stjórnmála- menn eru aðeins byrjaðir að , skilja hugsanlegt gildi ferðaþjón- ustu sem atvinnuvegar í framtíð- tíma. Það nrá kannski orða það þannig ef við notum líkingamál, að ferðaþjónusta nruni verða fyrst í mark", sagði Kjartan að lokum. -gg Höfum á bodstól u m Hraðfrystitæki - með láréttum og lóðréttum plötum - af ýmsum stærðum, með og án kælivéla. Allar stærðir af frysti-kælivélum, stimpil og skrúfuþjöppur, fyrir R 22 - R 502 og ammoniak. Ennfremur öll stýritæki f. kæli-frystikerfi. Allt frá leiðandi fyrirtækjum. Framleiðum: Allar stærðir af lausfrystitækjum. Allt á einni hendi Framleiðsla • sala • þjónusta R FT Kæling hf Langholtsvegi 109 - Reykjavík Símar 32150-33838 R wi Fimmtudagur 17. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.