Þjóðviljinn - 17.10.1983, Side 14

Þjóðviljinn - 17.10.1983, Side 14
NY SOKN I } mrm m Fjölbreytní og geta tölva eykst og þær nánast hrúgast upp bæöi á heimilum og í fyrirtækjum. Þessir krakkar eru greinilega búnir að tileinka sér hina nýju tækni. Tölvur Tölvuþróun ekkert tískufyrirbrigði Páll Jensson ánámsstefnu: Björtframtíð ííslenskum rafeindaiðnaði. Ýmis vandamál í hugbúnaðariðnaði. Atvinnafyrir þúsundir um aldamót. Páll Jensson forstöðumaöur Reiknistofnunar Hi: Verðum að öðlast skilning á tölvuþróun og þeim öflum sem þar eru að verki. Ljósm. Sig. Á söguöld settu íslend- ingar saman kvæði að vetr- arlagi og fluttu út um sumarið. Fengu þeir oft góð laun fyrir hugverk sín. Á tölvuöld gefast ný tækifæri til útflutnings á hugverkum, þótt af ólíku tagi séu, sagði Páll Jensson forstöðumað- ur Reiknistofnunar Há- skólans á námsstefnu Al- þýðubandalagsins um nýja sókn í atvinnumálum á dög- unum. Páll flutti þar gagnmerkt erindi um tölvuiðnað á íslandi. Þar kom fram að ef íslendingar halda rétt á spöðunum ætti hér að vera kominn upp öflugur tölvu- og hugbúnaðariðnaður innan fárra áratuga. Þetta byggist þó á því að fjármagni verði veitt til rannsókna, að menntakerfi og ríkisvald taki við sér og skapi frjóan jarðveg fyrir slíkan iðnað hér á landi. Páll telur að verði ákveðin skilyrði uppfyllt verði tölvuiðnaður og sérstaklega hug- búnaðariðnaður orðinn arðbær. atvinnuvegur tugþúsunda fslend- inga í byrjun næstu aldar. Ef ekki, munum við missa af tæki- færi sem nágrannaþjóðir okkar munu grípa og velja okkur sess meðal láglaunaðra og vanþró- aðra þjóða heimsins. Snör tölvuvæðing Fyrstu tölvumar komu til landsins árið 1964. Það voru svokallaðir rafreiknar og komú hingað í þjónustu Háskólans ann- ars vegar og Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar hinsvegar. A árunum 1965-1970 fengu nokk- ur stærstu fyrirtæki landsins sér einnig tölvur, einkum fyrir bók- hald og launaútreikninga. Á þessum árum varð gífurlega hröð þróun í tækjabúnaði, tölvurnar urðu minni að umfangi, en vinnslugeta þeirra jókst. Fyrir um sex árum fóru svonefndar heimilistölvur að skjóta upp koll- inum á heimilum landsmanna og síðustu þrjú árin hefur þessi þró- un verið með undraverðum hraða. Fjölbreytni og geta tölv- anna eykst og þær nánast hrúgast upp bæði á heimilum og í fyrir- tækjum. „Menntakerfið vaknaði eins og við vondan draum. Þörfin fyrir almenna fræðslu um tölvur, eða svokallað tölvulæsi, varð fljótt miklu meiri en það gat í raun- ninni annað. Og nú spyrja margir: Hvað er eiginlega að gerast? Er þetta tölv- uæði ekki eitthvert tískufyrir- bæri, sem líða mun hjá? Nei, tölvuþróunin er ekki nein bóla, sem brátt mun hjaðna aftur. Við erum á þessum árum að upplifa byrjun gífurlegra breytinga, sem ná bæði til vinnustaða og heimila. Enn sjáum við engan veginn fyrir endann á þessari þróun. Við vitum að vísu nokkuð um þá tækni, sem búast má við að berist hingað á næstu árum eða áratugum. Tölvurnar halda áfram að lækka í verði, en verða þó afkastameiri, fullkomnari og auðveldari í notkun. Nú þegar tölum við um heimilistölvur, en hugtakið einkatölva hefur einnig skotið upp kollinum og verður fyrr en flesta grunar jafn sjálf- sagður hlutur og bíll og sími. Við vitum hins vegar miklu minna um þær afleiðingar, sem þessi tækniþróun kemur til með að hafa í þjóðfélaginu. Rætt er um hið verðandi upplýsinga- þjóðfélag, um gagnaveitur og tölvufjarskipti, um minni vinnu og meiri frítíma, um tölvupóst og minnkandi mannleg samskipti, um staðbundið og tímabundið eða jafnvel varanlegt atvinnu- leysi. Er þessi þróun óumflýjanleg hér á landi eða er hægt að liafa einhver áhrif á hana, jafnvel stjórna henni? Um allt þetta hefðum við betri vitneskju ef hér væri veitt einhverju fé til rannsókna á tölvutækninni og af- leiðingum hennar. Svo er því miður ekki. Á þessu, sem og mörgum öðrum sviðum, van- metum við gildi rannsókna. Menn virðast ekki átta sig á því, að til að stjórna og móta stefnu í þessum málum, þá verð- um við að öðlast skilning á tölvu- þróuninni og þeim öflum, sem þar eru að verki. Og til að nýta tæknina skynsamlega og laga hana að okkar þörfum og aðstæð- um, þá verðum við að kosta ein- hverju til rannsókna. Enn síður virðast menn gera sér Ijósa þá möguleika, sem í tölvutækninni felast til nýsköp- unar í atvinnulífi okkar. Öllum er þörfin þó ljós. Hvorki fiskveiðar né landbúnaður munu að neinu marki skapa ný atvinnutækifæri hér eftir. Stóriðja krefst fyrst og fremst ódýrrar orku (sem er spurning hvort við höfum) en ekki mikils mannafla, og hægt virðist ætla að koma á smáiðnaði. íslenski tölvuiðnaðurinn Tölvur eru alhæfar vélar eða rafeindatæki, sem hægt er að stilla eða skilgreina sem margar 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fímmtudagur 17. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.