Þjóðviljinn - 17.10.1983, Page 15

Þjóðviljinn - 17.10.1983, Page 15
NÝSÓKN „Menntakerfið vaknaði upp eins og við vondan draum. Þörfin fyrir almenna fræðslu um tölvur, eða svo kallað tölvulæsi, varð fljótt miklu meiri en það gat í rauninni annað.“ vélar. Skilgreiningarnar eru gerðar með margvíslegum for- skriftum eða forritum, sem við nefnum einu nafni hugbúnað. Þannig getur ein tölva verið í senn bókhaldsvél, ritvél, leikja- vél, kennsluvél, teiknivél og vél til að stýra framleiðslu. Mögu- leikarnir takmarkast nær ein- göngu af hugmyndaflugi okkar við gerð hugbúnaðar. - Sumar tölvur eru þó sérhæfðari, svo sem tölvuvogir fyrir frystihús. Þótt mörkin séu alls ekki skýr, þá er slík framleiðsla oftast kölluð rafeindaiðnaður til aðgreiningar frá öðrum þáttum tölvuiðnaðar. Markaður fyrir hugbúnað, þ.e. tölvuforskriftir af ýmsu tagi, stækkar um þessar mundir um 40% milli ára. Þetta hafa fnargar nágrannaþjóðir okkar komið auga á. Til dæmis ieggja þjóöir eins og Bretar, Skotar, Finnar og Frakkar nú mikla áherslu á rann- sóknir og Jjróunarstarf á tölvu- sviðinu. I þessum og fleiri löndum er markvisst stefnt að tölvuiðnaði sent nýrri atvinnu- grein, og er milljörðum króna varið af opinberu fé til að efla hann og þróa. Ef við reynum að gera úttekt á stöðu íslensks tölvuiðnaðar, og lítum þá fyrst til alhæfra eða al- mennra tölva, þá er innlend framleiðsla á slíkum vélbúnaði nær engin. Flestar tölvur eru fluttar til landsins frá Bandaríkjunum. Þvf fannst mér það tímanna tákn er ég sat fyrir tæpum tveimur árum í flugvél við hlið fyrrverandi sjó- manns frá Vestmannaeyjum, en hann var á leið til Bandaríkjanna til að setja upp íslenskan tölvu- búnað í frystihúsi þar. Nú stunda a.m.k. tvö íslensk fyrirtæki um- talsverða framleiðslu til útflutn- ings á þessu sviði. Framleiðsla þeirra er mjög sérhæfð, en það er einmitt lykillinn að söluvelgengni þeirra. Fleiri dæmi mætti nefna sem sýna að íslenski rafeindaiðnaður- inn er kominn vel á veg og á bjarta framtíð fyrir sér ef rétt er að málum staðið, sérstaklega hvað varðar markaðsmál. Tíföldun á áratugi Víkjum þá að framleiðslu hug- búnaðar eða gerð forrita fyrir al- mennar tölvur. Við það starfa nú þegar mörg hundruð íslendingar. Mikill hluti þeirra vinnur reyndar hjá tölvumiðstöðvum og tölvu- deildum. Fíinn eiginlegi hugbún- aðariðnaður er hins vegar hjá fjölmörgum litlum fyrirtækjum, sem framleiða hugbúnað venju- lega eftir pöntunum en einnig í fjöldaframleiðslu. Þessi atvinnu- grein er sem slík ekki til í opin- berum skýrslum. Samt hefur mér talist til að í henni starfi nú milli tvö og þrjú hundruð manns. Þessi tala vex undra hratt eða líklega um fjórðung milli ára, sem þýðir um tíföldun eða eina stærðargráðu á hverjum áratugi. Fyrir tuttugu árum var greinin eícki til, fyrir tíu árum taldi hún nokkra tugi manna, og með sama vexti nokkur þúsund árið 1994. Erum við þá virkilega að tala um atvinnumöguleika fyrir nokkra tugi þúsunda upp úr næstu alda- mótum? Staðreyndin er sú að allt bendir til þess að ytri torsendur verði fyrir hendi til að þetta sé hægt, svo fremi sem það takist að gera framleiðslu hugbúnaðar að út- flutningsiðnaði. En hverjar eru hinar innri for- sendur? Hver eru helstu vanda- mál þessa iðnaðar og hvað þurf- um við að gera til að þetta verði hægt? Er þessi nýi iðnaður yfir- leitt eftirsóknarverður? Hvað síðustu spurninguna snertir þá held ég að svar allra sem til for- ritagerðar þekkja, sé hiklaust ját- andi. Hvað þarf að gera? Ýmis vandamál eru vissulega fyrir hendi í íslenskum hugbún- aðariðnaði. Fyrirtækin eru flest mjög lítil og ofhlaðin verkefnum og því ekki að vænta samstilltra átaka frá þeim r.ema frumkvæði hins opinbera eða annarra aðila komi til. Lítið hefur verið gert til að afla erlendra markaðstengsla og varla að menn hafi áttað sig á mögu- leikum til útflutnings. Það kemur meðal annars fram í því að í innri gerð forrita er íslenska notuð í skýringum og breytunöfnum, en það gengur ekki ef flytja á hug- búnaðinn út. Það er full ástæða fyrir okkur íslendinga að taka okkur tak eins og aðrar þjóðir hafa gert. Grípa þarf til margþættra aðgerða, sem of langt mál yrði að telja upp hér. Ég læt því nægja að nefna nokkur stikkorð, sem í raun eru al- mennar forsendur tækniþróunar og nýsköpunar í atvinnulífi: Öflugt kynningarstarf, sjón- varpsþættir o.fl., sem skapað getur jákvætt viðhorf til tölvu- tækninnar. Sveigjanlegt skólakerfi, meira símenntunarstarf og efling tölv-' unarfræðinnar við Háskólann. Rannsóknir og þróunarstarf á völdum sviðum (gervigreind, auðveldari notkun tölva, hljóð- fræði, myndvinnsla o.fl.). Virk stefna í uppbyggingu þekk- ingar og færni. Dæmi: Sjóður til að styrkja efnilega menn til dvalar erlendis hjá fremstu fyrirtækjum og stofnunum á tölvusviðinu. Aukið samræmingar- og stöðlu- narstarf. Efla tengsl stofnana og fyrirtækja m.a. með tölvuneti. Leiðbeinandi gæðamat og fræðsla um aðferðafræði (hug- búnaðarverkfræði). Skynsamleg fjárfestingarstefna. Hluta þess fjármagns, sem til þessa hefur verið ráðstafað til kaupa á steypu og skuttogurum, verði varið til áhættulána í tölvu- iðnaði. Framsýnar markaðsrannsóknir, aðstoð við að leita sambanda er- lendis. Utflutningsmiðstöð tölv- uiðnaðarins. Ef við berum gæfu til að standa sæmilega að þeim stefnumiðum, sem hér hafa verið talin upp, þá er ég ekki í vafa um að tölvuiðn- aður og sérstaklega hugbúnaðar- iðnaður verður orðinn arðbær at- vinnuvegur tugþúsunda íslend- inga í byrjun næstu aldar. Ef ekki, þá höfum við misst af tæki- færum, sem allar nágrannaþjóðir okkar rnunu grípa, og valið okkur sess meðal láglaunaðra og van- þróaðra ríkja heims.” -gg Fimmtudagur 17. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Vilhjálmur og Örn að störfum í Artek. Hugvit Ríflega í askana látið? Vilhjálmur Þorsteinsson og Örn Karlsson hefja útflutning Ada-þýðanda á næsta ári. Stofnkostnaður Arteks sáralítill. Gífurleg eftirspurn. Islendingar sem starfa við hugbúnaðariðnað eru ekki ýkja margir enn sem komið er, en þó eru þeir til. Vilhjálmur Þorsteinsson og Örn Karlsson eigendur fyrirtækisins Artek munu í byrjun næsta árs auglýsa í erlendum blöðum Ada-þýð- anda, sem þeir hafa sjálfir hannað, þe. þýðanda fyrir forritunarmálið Ada, en að sögn Vilhjálms er mikil eftirspurn eftir slíkum þýð- anda erlendis. Forritunarmálið Ada er glæ- nýtt af nálinni. Það er hannað af Frökkum að tilstuðlan banda- ríska varnarmálaráðuneytisins og leit fyrst dagsins ljós árið 1980. Sá staðall sem þeir félagar Vilhjálm- ur og Örn vinna eftir er gefinn út árið 1983. Að sögn Vilhjálms eru aðeins örfá fyrirtæki í heiminum sem selja Adaþýðendur og ekk- ert sem selur jafn öflugan þýð- •anda og þeir eru að smíða, fyrir litlar tölvur. Nær allir hinir þýð- endurnir eru fyrir stórar tölvur, sem kosta milljónir króna. Nýi þýðandinn vinnur á lítilli einka- tölvu sem kostar mun minna. Áhættufjármagn Artek var stofnað nú á þessu ári, en sú hugmynd að fara út í framleiðslu á Ada-þýðanda á sér lengri sögu. Það er dýrt að fram- leiða og selja vöru erlendis og gildir þá einu hvort um er að ræða fyrirferðarlítinn hugbúnað, eða fisk í tonnum talinn. Vilhjálmur greinir frá því í erindi sem hann hélt á námsstefnu Alþýðubanda- lagsins um nýja sókn í atvinnulíf- inu (Hvernig hugvitið verður í askana látið), að eftir miklar boll- aleggingar um þýðandann sjálfan hafi þeir einn góðan veðurdag í vor frétt af áhættufjármagnsfyr- irtækinu Frumkvæði hf.. Slík fyr- irtæki eru algeng erlendis og hafa gjarna fjármagnað tæknileg verk- efni í líkingu við það sem hér um ræðir. Þeir settu sig í samband við þetta fyrirtæki og að nokkrum mánuðum liðnum var fyrirtækið Artek stofnað. Frumkvæði h.f. lagði til um fjórar milljónir króna í stofnkostnað og fær við það tvo stjórnarmenn af fjórum í fyrir- tækinu. Ætlunin er samt sem áður að kaupa Frumkvæði út úr Artek árið 1988 og þá munu þeir Vilhjálmur og Örn eiga fyrirtæk- ið algerlega sjálfir, þ.e.a.s. ef allt fer að óskum. Og hverjar eru svo líkurnar á því? Verðmæt vara í erindi sínu á námsstefnunni í september sagði Vilhjálmur m.a.: „Hvernig allt fer, ræðst vænt- anlega í janúar þegar fyrstu auglýsingarnar birtast í erlendum tímaritum. Ef vel gengur, höfum við íslendingar bætt tugmilljóna króna gjaldeyristekjum í þjóðar- búið með útflutningi á hugviti einu saman. Hugbúnaðariðnaður hefur nokkra sérstöðu meðal iðn- greina. Hugbúnaður er ekki framleiddur í stórum, háværum verksmiðjum, heldur í notalegu skrifstofuhúsnæði. Andstætt lág- launuðu og ómenntuðu verka- fólki sem helst velst til starfa í verksmiðjum eru forritarar há- skólamenntaðir og hafa góð laun. Hver starfsmaður er fyrirtækinu mikils virði. Gjarnan eru starfs- menn hluthafar í hugbúnaðarfyr- irtækinu eða fá greidda hlutdeild afsölu. Tekjureruntiklaráhvern starfsmann og framlegðarhlutfali mjög hátt. Það þýðir á manna- máli að það er hægt að hafa sæmi- lega upp úr þessu. Hugbúnaður er mjög verðmæt vara. Ada-þýðandinn okkar er seldur sem pakki á stærð við orðabók, sem kostar tæplega fjörutíu þúsund krónur. Kostn- aður við hvern þýðanda er að langstærstum hluta fólginn í forr- itunarvinnu. „Hráefni” í hefð- bundnum skilningi er áðeins nokkur prósent af andvirði þýð- andans. Þetta veldur því að flutn- ingskostnaður er ekki baggi á hugbúnaðarfyrirtækj unt. Sáralítill stofnkostnaður Stofnkostnaður hugbúnaðar- fyrirtækis er sömuleiðis sáralítill, t.d. miðað við steinullarverk- sntiðju, álver, þörungavinnslu, sjóefnavinnslu eða Hólmavík- urtogara. Ég sagði áðan að hluta- fé Arteks hf. væri 4 milljónir króna. Stofnun íslenskrar for- ritaþróunar sf., hugbúnaðarfyrir- tækis sem smíðar hugbúnað fyrir innlendan markað, kostaði að- eins um 250.000 þúsund krónur, auk reyndar nokkurra kaup- lausra vinnumánaða af hálfu okk- ar Arnar Karlssonar, sem stofn- uðum fyrirtækið. Hugbúnaður er yfirleitt eKki smíðaður af risafyrirtækjum. Smáfyrirtæki og einstaklingar spjara sig miklu betur í þessum iðnaði, enda þarf óhindraðan áhuga og framtak ti! þess að geta áttað sig á hinum geysiöru tækni- framförum. Þetta er allt saman gott og blessað, en því má ekki gleyma, að hugbúnaðariðnaður þarf svip- uð skilyrði til þess að hægt sé að sækj a á erlenda markaði og annar iðnaður. Þar á ég við meðal ann- ars fjármagn, kunnáttu og frum- leika. Það verður að sameina tæknikunnáttu og markaðssetn- ingarkunnáttu til þess að ná ár- angri á þessu sviði.” -gg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.