Þjóðviljinn - 28.10.1983, Page 1

Þjóðviljinn - 28.10.1983, Page 1
Þjóðviljinn heldur ////// vhhnn áfram að fjalla um tölvubyltinguna. Sérstakt fylgiblað í dag. Sjá 9—18 október 1983 föstudagur 246. tölublað 48. árgangur Sérkennilegt ástand í Hraðfrystihúsinu Kirkjusandi hf. Stimpla sig inn og fara heim! Mjög sérkennilegt ástand hefur ríkt undanfarna daga í Hraðfrystihúsi Kirkjusands hf. í Reykjavík. Tugir starfs- manna koma á sinn vinnustað á hverjum morgni kl. 7.30 og stimpla sig inn og fara síðan til síns heima strax aftur. Ástæð- an er verkefnaskortur í húsinu. Þeir togarar sem frystihúsið hefur skipt við hafa í haust selt afla sinn í V-Þýskalandi. Engum starfsmanni hefur verið sagt upp störfum af þessum sökum, en þeir eru í dag 98 talsins. Hluti þeirra, aðallega karlmenn, hefur unnið við eitt og annað í frystihúsinu. „Höfuðástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að togarar Ögurvík- ur hf., Ögri og Vigri, en af þeim höfum við keypt fisk, hafa einungis veitt karfa sem fullt er af hér í frystigeymslum og því orðið að selja aflann í V-Þýskalandi“, sagði Hrafn Benediktsson forstjóri Kirkjusands í samtali við Þjóðvilj- ann. „Það er allt óvíst hvað verður framhaldið á þessu ástandi en ég á ekki von á að neinar ákvarðanir verði teknar fyrr en stjórn fyrirtæk- isins kemur saman til fundar næst, sem yrði í fyrsta lagi kringum 10. nóvember“. Gísli Hermannsson forstjóri Ögurvíkur hf., en það fyrirtæki á þriðjung í Kirkjusandi hf., sagði að togarinn Vigri hefði farið í tvær söluferðir til Þýskalands og Ögri einu sinni. Þeir hefðu selt ágætlega og meðalverðið verið um 100 pfenningar pundið. Aflinn hefði einungis verið karfi. Þessi leið hefði verið valin enda þótt það or- sakaði verkefnaskort hjá starfs- fólki hússins, einkum konunum, en engum þeirra hefði verið sagt upp ennþá. Trúnaðarmaður Verkakvenna- félagsins Framsóknar á Kirkju- sandi, Ása Pálsdóttir, sagði að þetta væri vissulega sérkennilegt ástand. „Við vitum ekki til þess að uppsagnir séu neitt yfirvofandi og Fiskverkunarfólkið í Hraðfrystihúsinu Kirkjusandi hf. mætti til vinnu kl. 7.30 í gærmorgun eins og aðra morgna. Það er allt á fullu kaupi en hefur engin verkefni haft undanfarna daga. Ljósm. eik. ! ihi« t ini m««imm allir vona að húsið fari sem fyrst að fá afla til verkunar. Það hefur verið reynt að ná í löngu og ufsa til næstu hafna, m.a. Keflavíkur, þannig að við höfum getað unnið dagparta öðru hverju", sagði Ása Pálsdóttir ennfremur. Hún kvaðst búast við að um væri að ræða 50-60 konur sem kæmu í frystihúsið á morgnana og flesta daga að undanförnu væru engin verkefni þannig að þær hefðu strax farið heim aftur. -v. Ragnar Arnalds um fjárlagafrumvarpið: Flugstöð í stað samhjálpar • Feluleikur með 480 miljón króna erlent lán • Aukin skattabyrði almennings • Skuldasöfnun hafin á ný Ragnar Arnalds gagnrýnir fjár- lagafrumvarpið á Alþingi í gær. „Einmitt þeir þættir sem fráfarandi ríkisstjórn lagði þunga áherslu á, - félags- legar úrbætur og efling menningar og listastarfsemi - eru áberandi vanræktir í þessu frumvarpi. „Á sama tíma eru reiddar fram 104,5 miljónir króna í stóra hernað- arflugstöð í Keflavík“, sagði Ragnar Arnalds fyrrverandi fjármálaráðherra á alþingi í gær. „Þetta er nákvæmlega sama fjárhæð sem þyrfti að bæta við framlag til lista, dagheimila, sjúkrahúsa, grunnskóla, flugvalla og framkvæmdasjóða aldraða og öryrkja til þess að þessir málaflokkar fengju eðlilega og nauðsynlega 35% hækk- un á milli ára í stað 8% eins og frumvarpið gerir ráð fyrir“. Ragnar fór hörðum orðum um frumvarpið og sagði það óljóst og í mörgum atriðum villandi. „Er- lendar lántökur á næsta ári eru ekki 1103 miljónir eins og stendur í frumvarpinu“, sagði hann, „heldur 1620 miljónir króna eins og segir í lánsfjáráætlun. Er skýringin á þess- um feluleik með 480 rniljón króna erlent lán kannski sú að ef það hefði verið inni í fjárlagafrumvarp- inu hefði það komið út með 470 miljón króna halla í stað þess að sýna 9 miljönir í afgang?“ „Tekjuskattur stórhækkar sem hlutfall af tekjum þessa árs“, sagði hann ennfremur. „Frumvarpið gerir ráð fyrir 15% hækkun launa milli ára og þá er rökrétt að tekju skattshækkunin að óbreyttu nemi 15,6%. Hins vegar hækka beinir skattar um 26% samkvæmt frum- varpinu, eignaskattur um 25,9% og tekjuskattur um 26,4%. Ragnar benti á að ekki er ætlun- in að greiða niður um eina krónu skuld ríkissjóðs við Seðlabankann á næsta ári. „Nú þegar Sjálfstæðis- flokkurinn fær stjórn ríkisfjármála aftur í hendur þá er niðurgreiðslum á skuldum ríkisins hætt og aftur stefnt í gömlu skuldasöfnunina". Sjánánar ábls.3. -ÁI Striðshreyfmgin boðar einhliða vígvæðingu „Nato-ríkin eru ekki á þeim buxun- umað leggjaútíá- hrifamikla einhliða afvopnun. Þvert á móti. Við erum nú með banda- mönnum okkarí Nato á kafi íhinum furðulegustu ein- hliða vígvæðingar- aðgerðum. Þetta er stríðshreyfingin“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.