Þjóðviljinn - 28.10.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 28.10.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. októbcr 1983 Eiðfaxi Snæfellsnessýsla Þar fœkkaði hrossum Snæfellingar hafa sjáanlcga lagt töluvcröa áhcrslu á það að Ijölga nautgripuni að undan- förnu. Árið 1981 áttu þeir 1760 nautgripi cn ári síðar var tala þcirra komin upp í 1960, hatði fjölgað um 200 á cinu ári. Hinsvegar fækkar sauðfénu um 952 kindur. Þær voru 31.262 1981 en 30.310 1982. Og í staö þess að fjölga hrossunum, eins og ýmsir hafa tílhneigingu til, fækka Snæfellingar þeim, þótt ekki sé sú fækkun stórvægileg, 52 hross. Þauvoru 1440 1981 en 1388 1982. Ekkert svín fyrirfinnst í sýslunni. Og hænsnunum fækkar. I’au voru 1518 1981 en 1413 1982ognemur fækkunin þannig 105 fuglum. Þurrheyskapurinn var mun meiri 1982 en áriö áður. Árið 1981 nam heyfengurinn 70.249 rúmm. en fór upp í 97.764 rúmm. 1982. Aukningin nemur 27.515 rúmm. Og votheysgerðin fer vax- andi hjá Snæfellingum. Hún var 15.466 rúmm. 1981 en 16.862 rúmm. 1982 og þannig mun meiri en í Borgarfjarðar- og Mýra- sýslu samanlögðum. Aukningin var 1396 rúmm. - Kartöfluupp- skeru hefur talsvert fleygt fr.am. I lún var 257 hektokg 1981 en 409 hektokg 1982 eða 152 hektokg meiri. Rófnarækt er dálítil en minnkandi. Áriö 1981 var hún 15 hektokg en 9 hektokg 1982. - mhg. Tikkanen Sífellt fleiri konur verða að íþróttaMÖNNUM. Litháinn sem smíðaði hjarta- 10. tölublað komið út Enn cr Eiðfaxi kominn skciðandi hér inn á blaðið og kennir ýinissa grasa á síðum hans. Skal hér nokkuð greint frá efni þessa 10. tbl. en sú upptaln- ing verður þó engan veginn tæm- andi. hvatann Hinn sanni fótbolti Hinn sanni sósíalismi fót- boltans er fólginn í því, að sparka eftir þörfum og skora eftir getu. ★ Hinn sanni kristindómur fótboltans er að gefa frá sér boltann og eigi skal þá vinstri fótur vita af því sem hægri fótur hefur gert. ★ Hinn sanni kapítalismi fót- boltans er að hver maður skori sitt mark. ★ Hin sanna þjóðernishyggj; fótboltans er að gefa hinu landsliðinu laxerolíu áður en leikur hefst. Hinn sanni anarkismi fót- boltans er að ræna dómar- anum áður en leikur hefst. ★ Hin sanna tryggð í fótbolt- anum er að viðurkenna aldrei að hitt djöfuls liðið hafi sigrað. Skaði. Sigurður Sigmundsson ritar forystugrein um ársþing LH og félagsstarf hestamanna og telur að í ýmsum efnum þyrfti það að „stíga fastar í ístaðið". Andreas Bergmann ritar grein með yfir- skriftinni: „Eru hestamenn að glopra Skógarhólum úr höndum sér?“ og þykir illt ef svo fer. Gísli B. Björnsson gerir athugasemdir við grein Andreasar, enda er henni mjög beint að honum. Snorri Ólafsson tekur saman „nokkra ntola um ræktun ís- lenska hestsins í Þýskalandi“, Birt er viðtal Eiðfaxa við Rainer Althans á Gut Ellenback f Þýska- landi, en þau hjón eiga91 íslensk hross. Sagt er frá heimsókn til Hjörleifs Vilhjálmssonar á Tungufelli í Lundarreykjadal og spjallað við hann, en Hjörleifur er með kunnustu hestamönnum í Borgarfirði. Kristinn Hugason, kennari á Hólum, skrifar um hrossarækt. Sagt er frá afkvæm- aprófun stóðhesta 1983. Eggert Gunnarsson dýralæknir skrifar um þann hvimleiða hrossasjúk- dóm, holdhnjósku. Auk þess sem hér hefur verið tíundað er fjöldi frétta í blaðinu. “ mhg. Jurgis Bredikis, hjartasérfræð- ingur frá Litháen, varöi kandí- datsritgerð sína um miðbik sjötta áratugarins. Þetta voru þeir tímar, er hjartaskurðlækningar voru að hefjast fyrir alvöru í heiminum. „Þá vissi sérhver skurðlæknir hver hættusvæðin umhverfis hjartað voru og það aö hjartað hætti að slá, ef þau urðu fyrir hinni minnstu snertingu," rifjar Jurgis Bredikis upp. „Ritgerð mín og þær niðurstöður, sem ég komst aö voru alger andstæða við almennt viöurkenndar reglur.“ Spritt-sprauta í hjartaö jafnaði hjartsláttinn. Á þeini tímum fannst læknum óhugsandi að sprauta gegnum brjóstholið til að gefa lyf í óhjákvæmilegum tilvik- um. Það var talið, að slík aðgerö hefði í för með sér hræöilegar af- leiðingar og eyöileggði hjartað. Eftir ótal tilraunir á hundum sannaöi Bredikis, að sprautur þessar höfðu aðeins í för með sér óreglulegan hjartslátt smástund, ef ekki var komið við slagæðina eöa hjartataugina. En það þurfti tvo áratugi í viðbót til að svo- kölluð „hættusvæði" hættu að vera hindrun í hjartaskurðlækni- ngum. Jurgis Bredikis, prófessor i læknisfræði er í dag kunnur með- al sérfræöinga í mörgum löndum sem höfundur bókar um meðferð hjartaslagæðarinnar. Bók hans hefur verið þýdd á ensku og Jurgis Bredikis heimsækir ásamt Danute konu sinni sýningu listamannsins A. Shatas - fyrir fímm árum setti hann nýjar hjartalokur i listamanninn. önnur mál. Doktorsritgerð hans kom út í bókarformi, en hún nefndist „Electric Stimulation of the Heart“ og er hún í raun hið fyrsta sem skrifað er um þetta efni í Sovétríkjunum. í Kaunas, í hjartalækninga- safninu, er að finna forvitnilegan hlut - hjartahvata. Þetta er merkilegt tæki og einstakt í sinni röð aö mörgu leyti. Það varJurgis Brcdikis og verkfræðingurinn Pjatras Kazakjavitsjús, sem bjuggu tækið til. Þar af leiðandi var hægt í fyrsta skipti í Sovétríkj- unum að nota rafhjartahvata við lækningar. Bredikis segir að rafhjarta- hvatinn hafi sent til hjartans vissa tíðni og spennu. Hann hafi tekið upp það starf, sem lá niðri og hjartað fór að slá nákvæmlega 60 slög á mínútu. Síðar fundu sérfræðingar í Kaunas upp aðferð, sem gerði kleift að nota hjartahvatann við að hægja á h jartslætti svo að hann varð eðlilegur. Þeir sem vinna við fyrstu rannsóknastofuna á þessu sviði í Sovétríkjunum - rannsóknastofuna í Kaunas - hafa l'undið upp ýmislegt annað. Bredikis hefur sjálfur verið með í því starfi. Yfir 40 þessara upp- finninga eru til að örva hjartað. Þau tæki, sem fyrst voru fundin upp á rannsóknastof.unum og önnur eru nú fjöldaframleidd í Sovétríkjunum og mikið notuð í hjartásjúkrahúsum. Læknirinn í Kaunas hefur sameinað skurð- lækningar sínar og þá möguleika sem lífeðlisfræði, rafeindafræði og verkefni búa yfir og með því skapað nýja grein i læknisfræð- inni. Bredikis fór að vinna að því að finna upp nýjar lækningaaðferðir þegar hann komst að raun unt að aðferðin, sem hann hafði fundið upp, opnaði nýja möguleika. flann hefur stjórnað skurðlækna- deildinni við Læknaháskólann í Kaunas um árabil og þar hafa verið hafnar rannsóknir á ntögu- leikurn á að nota rafhvata til að koma aftur af stað starfsemi ann- arra líffæra. Slík tæki gera kleift að berjast gegn sjúkdómum, sem fram til þessa hafa verið taldir ólækn- andi. Og í mörgum tilfellum hafa læknarnir í Kaunas komið til bjargar, þegar talið hefur verið að öll ráð væru þrotin. Fólk, sem hefur horfst í augu við dauðann er þakklátt Bredikis og nemendum hans, þeim Rimsh, Dumjúts og fl. Þeir gera hina ýmsu hjartaskurði á sjúk- lingum, bæði fullorðnum og börnum. Þeir græða ný hjörtu í fólk 250 sinnum á ári. Frá upphafi hafa verið gerðar yfir 2000 hjarta- ígræðslur. -APN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.