Þjóðviljinn - 28.10.1983, Qupperneq 4
4 SÍÐA - 'ÞJÓÐVILJINN Föstudágur 28: öktóber 1983
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir.
flitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Úmsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Augiysingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson.
íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson.
Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson,
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglvsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Jóharjnes Haröarcnn,
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margret Guörnundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir _
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Pennastrikið
i
Yfirlýsing Alberts Guömundssonar um að réttast !
væri að slá pennastriki yfir skuldir sjávarútvegsins hef- |
ur vakið þjóðarathygli. Pað er rétt hjá Ólafi Jóhannes- i
syni alþingismanni að þegar ráðherra kemur með hug- j
mynd um að slá striki yfir skuldir sjávarútvegsins, sér-’j
staklega þegar um er að ræða fjármálaráðherra, þá j
verður að ganga útfrá því að það sé þaulhugsað. „Ráð- j
herrar verða alltaf að vita hvað þeir eru að segja og eiga j
ekki að gefa yfirlýsingar nema að hafa þaulhugsað þær ;
áður“. ;
Ólafur og aðrir þingmenn áttu í erfiðleikum með að !
skilja hugmynd fjármálaráðherrans, en hann svaraði !
ótrauður fyrir sig og kvað menn hvorki vilja né geta ;
skilið nýjar hugmyndir. Hann klykkti svo út með því að j
segj aað ríkissjóðurværi aðkomast ívanda einsog sj ávar-;
útvegurinn. Ríkissjóður þarf semsagt líka á pennastrik- j
inu að halda. En hjá öllum þeim sem ekki láta sig svo i
miklu skipta flóknar útskýringar, heldur meta gott
hjartalag og snöfurlegar aðgerðir, hefur pennastriksað-
ferð fjármálaráðherra mælst vel fyrir. Húsbyggjendur
og íbúðakaupendur hugsa til þess með tilhlökkun að
ofan á loforð um stórhækkun húsnæðislána bætist nú ,
útstrikun á vaxtabyrði og skuldum þeirra. Og ef til vill
hefur Albert veriö að semja um útstrikun á skuldum
ríkisins erlendis þegar hann sat fund Alþjóðabankans
um daginn. Ef svo er, þá sjá allir að dæmið gengur upp,
ríkissjóður tekur á sig byrðar innlendra skuldara, og
Alþjóðabankinn slær striki yfir allt saman.
Skuldaverðlaun
Til eru þeir sem ekki trúa á patentlausnir þó snjallar !
sýnist. Ólafur Jóhannesson alþingismaður hélt því til að ;
mynda fram á Alþingi að það væri góður siður að menn
hugsuðu áður en þeir töluðu. Hann hélt að þegar um
skuldir væri aö ræða þyrfti alltaf að greiða þær. Ef ekki
væri greitt, þá lenti tjónið og tapið á lánardrottnum,
eða þeim mönnum sem gerst hefðu ábyrgðarmenn
skuldara. Ef fjármálaráðherra ætti við að slá mætti
striki yfir erlendar skuldir, þá yrði það ríkið sem
greiddi. Ef um væri að ræða skuldir við innlenda fjár-1
festingarsjóði þá færuþeir áhausinn, eðaríkiðtæki
ásig tap þeirra sem ábyrgðaraðili.
Sum útgerðarfyrirtæki skulda meira á pappírnum en
nemur andvirði skipa sinna. Önnur hafa safnað á sig
ofgnótt skulda vegna slælegs reksturs eða áfalla. Hjá
fjármálaráðherra virtist hugmyndin vera sú að strika út
skuldirnar yfir alla línuna hvernig sem þær væru til-
komnar. Enda þótt pennastrikið hljómi vel þá er hér að
sjálfsögðu um að ræða beina styrki til sjávarútvegsins ef
hugmyndin kæmist í framkvæmd, og ekki annað sýnna
en ráðherrann vilji deila út almennum skuldaverð-
launum.
Skattafjall
„Að sjálfsögðu verður þjóðfélagið að borga“, sagði
fjármálaráðherra þegar Þjóðviljinn innti hann eftir út-
færslu pennastriks-aðferðarinnar. „Pjóðfélagið er búið
að taka það mikið frá sjávarútveginum og þessvegna er !
hann fjárvana. Pessir peningar sem sjávarútvegurinn ;
skuldar koma aldrei inn. Það er staðareynd. Eeir geta j
staðið eins lengi og hver vill sem tala í bók. Skuldirnar |
gera ekki annað en hlaðast upp.“
Þjóðfélagið á að borga. Eað þýðir hæstvirtir skatt- j
greiðendur. Ragnar Arnalds alþingismaður sagði á |
þingi að ef hugmynd fjármálaráðherra næði fram að
ganga yrði það mesta millifærsla fjármagns í efnahags- i
lífi þjóðarinnar fyrr eða síðar, og lenti hún öll á ríkis-1
sjóði, og þar með á skattgreiðendum. En Albert hefur j
hótað að hætta frekar en að hækka skatta.
Skiljið þér enn, eða hvað? - ekh
klippt
Góð innrás
Morgunblaðið fjallar í gær í
leiðara sínum um innrásina í
Grenada og er langt síðan jafn
ömurleg ritsmíð hefur birst í því
blaði.
Upphafið er undarlegt en þar
segir: „Innrás Argentínuhers á
Falklandseyjar í fyrra sýndi, að
nauðsynlegt er að búa þannig um
hnúta að hugsanlegum árásarað-
ila sé augljóst að hann geti ekki
mótstöðulaust lagt eyjuna undir
sig.“ Hvað er að heyra? gæti les-
andi spurt, ætlar Morgunblaðið
kannski að halda því fram, að
eyríkið Grenada hafi því miður
látið sér sjást yfir að koma sér
upp öflugum vörnum gegn „hugs-
anlegum árásaraðila“ - m.ö.o.
Bandaríkjamönnum, sem nú
hafa hertekið eyna?
Vitanlega ekki: Morgunblaðið
er fyllilega sátt við innrásina,
enda þótt blaðið viðurkenni á
einum stað að „innrásin brýtur í
bága við alþjóðalög." En það
gerir barasta ekkert til að dómi
blaðsins - því það eru réttir
menn, Reagansliðið, sem brjóta
lög - og nú á smáþjóð sem er
helmingi smærri en sú íslenska.
Það er m.ö.o. ekki sama hver
drepur hvern.
Auðmýkt
Og Morgunblaðið er eitt blaða
ekki í minnsta vafa um réttlæt-
ingu innrásarinnar. Það segir:
„Augljóst er af fréttum að Sovét-
menn unnu að þvf ‘að breyta
eyjunni í lendingarstað fyrir hér-
flutningavélar á leið til Mið- og
Suður-Ameríku." Þetta er bull.
Þetta er ekki „augljóst af frétt-
um“ heldur blátt áfram túlkun
Reagans, sem gengur út frá því
sem vísu, að hver sú þjóð sem
ekki fylgir Bandaríkjunum að
málum í Vesturálfu sé á snærum
Rússa og athæfi hennar undan
þeirra rifjum runnið. Eða eins og
Morgunblaðsleiðarinn segir -
Bandaríkjamenn „ganga langt“
til að „sporna gegn því að
heimsbyltingin breiðist til fleiri
ríkja á þessum slóðum". Enn og
aftur skrifar Morgunblaðið í
fulkominni auðmýkt undir þá
heimsmynd Reagans og hans
nóta að menn geri byltingar til að
þóknast Rússum - en ekki vegna
þjóðfélagsaðstæðna í viðkom-
andi löndum. Ekki vegna þess,
svo dæmi Grenada sé tekið, að
landsmenn voru orðnir þreyttir á
yfirgangi Eric Gairys, forsætis-
ráðherra, þess sem trúði á Fljúg-
andi furðuhluti, en kom sér upp
glæpasveitum til að berja niður
andstöðu - að hætti ótal annarra
harðstjóra í álfunni, sem Banda-
ríkjastjórn eys í fé, af því að þeir
„makka rétt“ um auðhringa
bandaríska og annað.
(Vel á minnst: flugbrautin fyrr-
nefnd í fréttum: Hér var ekki alls
fyrir löngu sýnd fréttamynd,
bresk líklega, frá Grenada, sem
minnti á, að á annan tug þjóða
stóðu að því verki, þ.á m. Bretar
- þar var og ítrekað að Grenada
þyrfti stóran flugvöll vegna vax-
andi túristafjölda).
Einum
má treysta
En sem sagt: Morgunblaðið á
sér ekki vott af efasemdum um
innrásina á Grenada. Það eina
sem er að er það, að ríkisstjórn-
um í Vesur-Evrópu líst ekki á
blikuna. Leiðarinn segir:
„Deilurnar milli Bandaríkja-
stjórnar og ríkisstjórna í Evrópu
um innrásina sýna, að ráðamenn í
lýðræðisríkjunum hafa ekki
mótað sameiginlega stefnu um
hæfileg viðbrögð gagnvart
ítökum kommúnista".
Með öðrum orðum: þeir sem
eru sekir að dómi Morgunblaðs-
ins eru annarsvegar Grenada-
menn, sem gerðu uppreisn gegn
trufluðum harðstjóra fyrir nokkr-
um árum, og hinsvegar banda-
menn USA í Nató, sem trúa ekki
lengur á þá fallbyssubátapólitík
sem Reaganstjórnin gerir að
sinni!
Ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu
láta uppi vanþóknun eða for-
dæmingu á innrásina í Grenada.
Meira að segja elskuleg vinkona,
Margaret Thatcher, er dálítið súr
út í Reagan. Um 40% Banda-
ríkjamanna sjálfra eru andvígir
þessum yfirgangi nú þegar, og
þeim á sjálfsagt eftir að fjölga. En
einn er sá aðili sem aldrei bregst
bandarískum stjórnvöldum, einn
er sá sem ávallt hlýðir þegar kall-
ið kemur - og það er „The Little
Big Man“, Litla Flykkið í Aðal-
stræti.
ÁB.
og skorið
Pungbœrt
áfall
Þorsteinn Pálsson hefur orðið
fyrir umtalsverðu áfalli í baráttu
sinni fyrir því að ná kjöri sem for-
maður Sjálfstæðisflokksins. Ind-
riði G. Þorsteinsson hefur lýst
yfir stuðningi við hann í grein í
Morgunblaðinu og fylgja með
„góðar óskir úr gömlu horni".
Hornið er Svarthöfði.
Því í leiðinni lætur Indriði G.
Þorsteinsson þess getið, að Svart-
höfði, sem hann sjálfur hefur
kallað The Syndicate (sem er am-
rískt heiti á Mafíunni), hafi til
orðið í samvinnu þeirra Þor-
steins. Indriði segir í grein sinni:
„Kynni okkar (Þorsteins Páls-
sonar) hófust um það leyti (að
hann var ritstjóri Vísis) og veitti
hann undirrituðum frjálsræði til
að stríða hinum mikillátu í
þjóðfélaginu". Eða með öðrum
orðum: þegar Svarthöfða var
hleypt af stað, mestan part til að
viðra hatur Indriða G. Þorsteins-
sonar á kommum og Svíum, sem
og öfund hans magnaða í garð
ýmissa listamanna. Og allt gekk
það með besta móti: „Samstarf
okkar Þorsteins var með slíkri
prýði að blaðamaður getur ekki á
betra kosið“.
Það var og.
Indriði G. Þorsteinsson hefur
reyndar komið nálægt kosning-
um áður. Hann var einhver helst-
ur kosningabaráttustjóri Alberts
Guðmundsonar forsetaefnis - og
allir vita hvernig það fór. Og nú
verður aumingja Þorsteinn Páls-
son fyrir þeim ósköpum, að
Svarthöfðinn gerist hans áróðurs-
maður í Sjálfstæðisflokknum.
Birgir ísleifur og Friðrik Sófus-
son mega hrósa happi.
Því eins og stendur í merkri
bók: Sá maður sem Jón Marteins-
son hjálpar - hann er glataður.
ÁB.