Þjóðviljinn - 28.10.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 28.10.1983, Síða 5
Föstudagur 28: október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Finnbjörn Gíslason formaður K-dagsnefndar og Jón K. Ólafsson umdæmisstjóri Kiwanis á íslandi afhenda forseta íslands Vigdísi Finnbogadóttur fyrsta K-lykilinn sem upphaf helgarsöfnunarinnar. K-dagurinn er á morgun „Gleymið ekki geðsjúkum” K-Iykillinn verður seldur um helgina á vegum Kiwanishreyfmg- arinnar undir kjörorðinu „gleymið ekki geðsjúkum“. Ágóðinn rennur til endurhæfingarheimilis fyrir geðsjúka í Reykjavík, en eipnig til ýmissa verkefna í þágu geðsjúkra víðs vegar um land. Þetta er í fjórða skiptið sem K- lykillinn er seldur. Endurhæfinga- heimilið sem nú á að styrkja er nokkurskonar „áfangastaður“ þar sem sjúklingar geta hjálpast að um heimilshald með stuðningi starfs- fólks geðdeilda eða félags- málastofnana, án þess að það sé bundið staðnum. Heimili þessi eru einkum ætluð sjúklingum sem koma utanaf landi og ekki geta horfið til síns heima strax. Miðar endurhæfingin að því að gera sjúkl- ingana félagslega sjálfstæða þannig að þeir geti sjálfir fundið sér bústað og annast um sig sjálfir. Heimilið rúrnar 6-8 einstaklinga ásamt hús- bændum sem hafa stjórn á heimils- haldinu. í fyrsta sinn sem K- lykillinn var seldur rann ágóðinn til tækjakaupa fyrir Bergiðjuna sem er verndaður vinnustaður Klepps- spítala. Bergiðjan hefur nú fram- leitt að mestu leyti einingar þær sem endurhæfingarheimilið er byggt úr. K-lykillinn er lítið barmmerki, sem kostar 50 kr. -ekh Félagsmenn KRON 6^- 1 -- -2 mA eru nú 14.600. Hvert afsláttarkort Lfl I Cl ■ B ■ ■ ■ lllf veitir 8% afslátt vöruúttekt. Eru 1 I I 1 1 þau stíluð á verslanir Kron þannig, ^ að tvö gilda í hinum almennu hverfabúðum, tvö í Stórmarkaðn- Þessa dagana fá félagsmenn Send hafa verið út afsláttarkort til um, tvö í Dómus og eitt í verslun Kron enn einu sinni smá glaðning. hvers félagsmanna Kron, en þeir Kron að eigin vali. Afsláttarform þetta var fyrst reynt fyrir 14 árum og hefur eftir- spurn eftir kortunum aldrei verið meiri en nú. Afsláttartímabilið stendur til 19. des. og nýtist því félagsmönnum fram í jólainnkaup. Um verulegar upphæðir getur ver- ið að ræða í afslátt, ef vörukaup eru vel skipulögð. Að sjálfsögðu fá nýir félagsmenn einnig að njóta þessara viðskipta- kjara, en hægt er að ganga í félagið í öllum verslúnum þess og í skrif- stofu Kron, Laugavegi 91. -mhg Gífurleg sala á Daihatsubílum 3000. Karvel um Lánasjóð ísl. námsmanna: Engin þörf á harmagráti! „Ég sé ekki neina ástæðu til þess að vera uppi með neinn sérstakan harmagrát þó framlag til námsmanna sé skert í fjárlagafrumvarpinu", sagði Karvel Pálmason, talsmaður Al- þýðuflokksins í umræðum um fjárlagafrumvarpið í gær. „Þetta er ekki sagt af illgirni í taka á sig byrðar. Það hafa verið garð skólafólks", bætti þingmaður- lagðar miklar byrðar á launþega í inn við. „Þetta eru háar upphæðir landinu og það verður að leggja og auðvitað verður skólafólk að þær á alla!“ -ÁI. afhentur Nýlega afhenti Daihatsu- umboðið á íslandi, Brimborg hf., Daihatsubifreið númer 3000 og var hinn heppni Inga Eiríksdóttir úr Reykjavík. Vegna þessa komu þrír fulltrúar verksmiðjanna frá Japan og voru viðstaddir er Ingu voru af- hent blóm. Nú eru liðin rúm 6 ár síðan fyrstu Daihatsubílarnir komu til íslands en Daihatsu Charade var mest seldi einstaki bíllinn á íslandi fyrstu 9 mánuði þessa árs einsog mörg undanfarin ár. Alls hafa nú verið seldir um 188 Charade bflar á landinu. Nám i sjávar- útvegsfræðum Framleiðni sf. og Samvinnu- skólinn hafa nú sameinast um kennslu í sjávarútvegsfræðum. Fer hún fram á námskeið utan vinnutíma og mun standa til aprílloka næsta vor. Kennslan hófst 5. okt. og eru þátttakend- ur 15. Kennt er í húsnæði Framhaldsdeildar Samvinnu- skólans að Suðurlandsbraut 32 í Reykjavík en einnig verða ýmsar fiskvinnslustöðvar heim- sóttar. Námið er ætlað þeim, sem hyggj- ast taka að sér stjórnunarstörf í sjá- varútvegi eða sinna þegar slíkum störfum hjá útgerðarfyrirtækjum, fiskvinnslufyrirtækjum eða þjón- Austurland: ustufyrirtækjum sjávarútvegsins. Fluttir verða 80-90 fyrirlestrar um alla þætti sjávarútvegsmála og verða fyrirlesarar viðurkenndir sérfræðingar hver á sínu sviði. Þá verður og mikið kennt með sýni- kennslu og verklegum æfingum. Að sögn Arna Benediktssonar, framkvæmdastjóra Framleiðni sf. er meginmarkmið að kynna mönnum þau vandamál, sem upp geta komið í þessum störfum og gefa leiðbeiningar um hvernig eigi að leysa þau og hvert sé hægt að leita eftir aðstoð í slíkum málum. Að námi loknu munu nemendur fá skírteini frá Samvinnuskólanum um að þeir hafi iokið þessum áfanga. -mhg Skrifstofa opnuð í þágu þroskaheftra Hinn 1. sept. sl. opnaði Svæðisstjórn um málefni þroskaheftra á Austurlandi skrifstofu í húsakynnuin Vist- heimilisins Vonarlands á Egils- stöðum. Starfsmaður á skrifstofunni er Sigríður Þor- valdsdóttir, iðjuþjálfl. Skrif- stofusíminn er 1833. Markmiðið með skrifstofunni er að veita fötluðum og aðstandend- um þeirra upplýsingar um rétt þeirra og aðstoða þá eins og frekast er unnt. Eru hlutaðeigendur hvatt- ir til að notfæra sér þessa þjónustu eftir því, sem þörf krefur. Með drengilegri aðstoð Styrkt- arfélags vangefinna á Austurlandi hafa verið fest kaup á húsi í Egils- staðakauptúni fyrir sambýli, sem hugsanlega tekur til starfa á næsta ári. Félagið keypti húsið með nokkrum tilstyrk ríkisins. Gert er ráð fyrir að ríkið endurgreiði húsið að fullu á næstu árum og eignist það þannig í áföngum. Reksturinn mun hinsvegar verða á vegum félagsmálaráðuneytisins í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Fer vel á því að frjáls félög áhuga- manna og opinberir aðilar taki þannig höndum saman til að vinna að framgangi málefna fatlaðra. Athygli skal vakin á því að um næstu áramót taka ný lög gildi og nefnast: Lög um málefni fatlaðra. I 2. gr. þeirra segir: „Orðið fatlaðir í þessum lögum merkir þá, sem eru andlega eða líkamlega hamlaðir". Ný svæðisstjórn verður sett á laggirnar skipuð 7 mönnurn í sam- ræmi við hin nýju lög. Svæðis- stjórnin hvetur alla Austfirðinga til að hugleiða þessi mál og stuðla að markvissri þróun og framförum í málefnum fatlaðra. -mhg Karlakór Reykjavíkur Söngför um Norðurland Dagana 27.-30. okt. verður Karlakór Reykjavíkur á söngför um Norðurland. Sungið veröur á eftirtöldum stöðum: Föstudaginn 28. okt. kl. 21.00 í Húsavíkurkirkju. Laugardaginn 29. okt. kl. 14.00 að Laugum og að kvöldi sama dags að Miðgarði f Skagafirði kl. 21.30. Sunnudaginn 30. okt. kl. 15.00 í Borgarbíói á Akureyri. Söngskráin er rnjög fjölbreytt og á henni er að finna létt og sígild karlakórslög, íslensk og erlend. Söngstjóri er Páll P. Pálsson, undirleikari Guðrún A. Kristins- dóttir og einsöngvarar í ferðinni verða: Einar Gunnarsson, Hreiðar Pálmason og Óskar Pétursson. _____________________________-mhg Inga Eiríksdóttir tckur við 3000. bílnum. Með henni á myndinni eru fulltrúar japönsku verksmiðjanna og Daihatsu-umboðsins á íslandi. Ljósm. -eik. Samhliða mikilli bílasölu hefur Daihatsu-umboðið byggt upp viðurkennda alhliða þjónustu í Ar- múla 23 með varahluti, réttingar, viðgerðir og þess háttar. Auk blóma fékk Inga Eiríksdótt- ir gefins allar tryggingar fyrir bíl sinn næsta tryggingaár en 3000. bíll | inn ertryggðurhjá Samvinnutrygg-| ingum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.