Þjóðviljinn - 28.10.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 28.10.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. október 1983 Bretland er ekki á þeim buxunum að leggja út í áhrifamiklaeinhliða afvopnun. Þvert á móti. Við og Nato-bandamenn okkar eru um þessar mundir á kafi í t hinum furðulegustu einhliða vígvæðingaraðgerðum. Þetta er stríðshreyfingin. Ég á ekki við að hægt sé að benda á þá sem hafa t hyggju að hefja kjarnorkustyrjöld ekki á morgun heldur hinn. Ég á hins vegar við það að undirbúningnum undir þessa styrjöld, bæði efnislegum og andlegum, hefurfleygtfram. Síðara Kalda stríðið (sem hefur staðið í 4 ár) verður stöðugt heitara. Hitastigið er nú að nálgast það sem gæti orðiö forleikurinn að Þriðju heimsstyrjöldinni. Þannig kemst breski sagnfræðingurinn Edward P. Thompson að orði í nýlegri grein í breska blaðinu Guardian. Greinin ber yfirskriftina „The Deadly farce that puts the world in peril“ sem kalla mætti á íslensku Hinn djöfullegi skrípaleikur sem ógnar heiminum. Hinn djöfullegi grínleikur. „Fall uppreisnarenglanna" eftir hollenska málarann Pieter Bruegel. Hinn dj öfullegi grínleikur Lögmál gagnkvæmninnar í greininni talar Thompson tæp- itungulaust um þá fáránlegu rök- semdafærslu, sem fólgin er í kalda- stríðs-hugsunarhættinum og því „lögmáli gagnkvæmninnar" sem hann segir að ráði nú samskiptum austurs og vesturs. Þetta lögmál lýsir sér í því að ógnun frá öörum aðilanum kallar á ógnun frá hinum. Flugskeyti á aðra vogarskálina kalla á fleiri flugskeyti á hina. Þannig mata haukarnir í báðum herbúðunum hver annan. ekki bara á vopnum, heldur líka á hug- myndafræðilegri forherðingu. Thompson segir einnig að dúfurnar mati hver aðra á nrylsnu, séu þær ekki skotnar niður yfir víglínunni á milli austurs og vesturs. Þegar frið- arhreyfingin á Vesturlöndum er sterk, eins og gerðist 1981, þá hjálpar hún til að skapa svigrúm fyrir raunverulega friðarhreyfingu í austri. Ef friðarhreyfingin gefst upp, þá má guð vita hvert stríðs- hreyfingin mun leiða okkur, segir Thompson. Sú röksemdafærsla sem leiðir okkur til stríðsins byggist ekki á vopnum einum. Á öllu yfirstand- andi ári hefur Nato stýrt margrödd- uðum kór sem hefur lagt kapp á að yfirgnæfa friðarhreyfinguna, beggja vegna Atlantshafsins, og beitt í þeim söng hinum lymskuieg- ustu brögðum auglýsingatækninn- ar. „Megintilgangur „samninga- viðræðnanna" í Genf hefur verið að stýra almenningsálitinu á Vest- urlöndum með því að spila sitt á hvað á Rússagrýlunótuna („heims- veldi hins illa“) og nótu hinar stór- kostlegu „eftirgjafar". Hið gagnkvæma neikvæða ands- var úr austri hefur komið fram í kæfingu á Solidarnosc og í stöðugri ítrekun á „forystuhlutverki flokks- ins“. Það er ekki síður hugmynda- fræði en hernaðarlegur þrýstingur sem nú er driffjöðurin í Síðara Kalda stríðinu. Það sem gerir þetta ógnvekjandi er fáránleikinn - og vaxandi taugaveiklun - sem stjórn- ar þessu gangvirki ef tekið er tillit Breski sagnfrœðingurinn Edward P. Thompsonsegir aðEvrópueldflaugarnar séu tákn umforræði Bandaríkjanna í Evrópu og að þeim sé fyrst ogfremst beintgegn friðarhreyfingunum hérog í Bandaríkjunum á táknrœnan hátt. Stríðshreyfingin óttastþá tilhugsun að röksemdafœrsla Kaldastríðsins verði lögð á hilluna ogstefnirþvíblint íátt til sjálfstortímingar. Effriðarhreyfingin gefst upp, þá máguð vita hvertstríðshreyfingin mun leiða okkur, segir Thompson. Myndin er tekin þegar Thompson var á íslandi á síðasta ári í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga. Um lögmál gagnkvœmn- innar innan ramma Síðara Kaldastríðsins eftir Edward P. Thompson Edward P. Thompson til raunverulegra hagsmuna þeirra ríkja sem málið varðar. Hugmyndafræðiiegur ruglingur Engu er líkara en hugmynda- fræðin hafi slitið sig lausa úr þeim félagslega ramma sem hún er sprottin úr, rétt eins og gerðist á hátindi heimsvaldastefnunnar með Fyrri heimsstyrjöldinni eða á þeim tíma þega nasisminn sigraði í Þýskalandi. Hugmyndafræðin virðist nu leika lausum hala án þess að þurfa að sæta gagnrýnu eftirliti raunverulegra eiginhagsmuna. Síðara Kalda stríðið er endurtekn- ing á því fyrra, en í þetta skipti sem djöfullegur grínleikur: hér er ekki deilt um raunverulega eigin- hagsmuni stórveldanna nema að litlu leyti, hins vegar fjallar leikur- inn þeim mun meira um hug- myndafræðilegan rugling og pólit- íska andlitslyftingu. Og enginn hef- ur lyft fésinu hærra en forsætisráð- herra okkar, sú óábyrgasta og her- skáasta í flokki Nato-leiðtoganna. Hana dreymir um að endurupplifa Falklandseyjastríðið. Hún sér Galteri hershöfðingja í mynd And- ropovs. Ef sagan myndi grípa í taumana í samræmi við þjóðlega eigin- hagsmuni eða eiginhagsmuni ríkj- andi afla, þá gætum við hætt að óttast kjarnorkustríðið. Engri yfir- stétt getur verið hagur í að brenna auðlindir sínar og vinnuafl á báli, og markaðinn og sjálfa sig með. En hugmyndafræðin útilokar slíkar viðbárur. Við núverandi aðstæður, þar sem hinar gagnkvæmu við- bragðsstöður virðast vera stöðugt tilgangslausari og vopnahlé í hinu kalda stríði eini skynsamlegi leikurinn fyrir báða aðila, - þá tekur hugmyndafræðin við stjórn- inni og stýrir blint á sín þoku- kenndu markmið. Ólík afbrigði heimsvaldastefnu Við getum vel kallað þessa hug- myndafræði „heimsvaldasinnaða" (og þá af beggja hálfu), en með slíkri nafngift verðum við að vara okkur á að einfalda ekki vandamál- ið niður í fyrirfram gefnar skil- greiningar (t.d. lenínískar) á hug- takinu heimsvaldastefna. Engar tvær heimsvaldastefnur hafa verið nákvæmlega eins, og ekki er hægt að segja um neina þeirra að hún eigi sér eina orsök og driffjöður - t.d. leit að mörkum eða auðlindum undir stjórn ein- hverrar alviturrar nefndar ríkjandi stéttar. Jafnvel á hápunkti evr- ópskrar heimsvaldastefnu og land- vinninga voru margþætt markmið að baki: markaðir, herbækistöðv- ar, innbyrðis samkeppni heims- velda, hugmyndafræðilegar hvatir, vinsældaveiðar meðal kjósenda o.s.frv. „Heimsvaldastefna“ Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eru einnig einstök fyrirbæri íklædd dulargervi algildra hugsjóna um mannkynsfrelsun: Sigur Alheims- sósíalismans og Sigur hins Frjálsa heims. Og af þessum tvennum er það sú sovéska sem á í vök að verj- ast og hin bandaríska sem belgir sig út. Bandaríska fyrirbærið er flétta margvíslegra hagsmuna: fjárhags- legir hagsmunir og hagsmunir stór- fyrirtækja og þörf fyrir nauðsynleg jarðefni og málma, hernaðarlegir hagsmunir, flotahagsmunir, hags- munir á hinum mikla vopnamark- aði í heiminum, pólitískir forræðis- hagsmunir og hugmyndafræðilegir hagsmunir. Þessi margþætti hagsmunavefur er ekki undir stjórn eða eftirliti neinnar alvit- urrar nefndar eða heilsteyptrar yf- irstéttar. Hvítahúsið snýst eins og vindhani eftir því hvaða hagsmuna- þáttur togar í hvert skiptið. Nauðsyn Kalda stríðsins Við slíkt óreiðuástand verður það hugmyndafræðin - persónu-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.