Þjóðviljinn - 28.10.1983, Side 13

Þjóðviljinn - 28.10.1983, Side 13
Föstudagur 28. oktéber 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. októbcr 1983 _ —■—.AflAlJKI Haukur Sigurðsson prentari í Odda að störfum. — Ljósm. Magnús. Heimsókn í Prentsmiðjuna Odda Prentum tölvueyöublöð í sjö stórvirkum vélum „Með tölvustýringunni fuku mistök í prentun inn á síður sagnfræðiritanna. Rafeinda- skynjari sér til þess að þéttleiki prentlitarins er ávallt réttur og með hárnákvæmum tölvubún- aði má laga litagjöfina að ýtrustu óskum viðskiptavinarins. Allar slíkar fyrirskipanir varðveitir minni tölvunnar og viku, ári eða áratugum síðar er hægt að endurtaka þær með fullkominni nákvæmni". Stór orö, en þeir hjá Prentsmiðjunni Odda í Reykjavík segjast geta staöið viö þau. Við gengum á fund forstjóra fyrirtæk- isins, Þorgeirs Baldurssonar, og báðum hann um að segja okkur frá gangi mála í þessu stærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Fyrst var hann spurður að því hve- nær Oddi fór fyrst að verða var við tölvuna í rekstrinum. Strax 1958 „Það ér svo snemma sem árið 1958 sem prentsmiðjan fór að prenta tölvupappír og var það í tengslum við það sem þá var kallað skýrsluvinnsla fyrir Skýrsluvélar ríkisins. Áður höfðu þessi samhangandi eyðublöð verið flutt inn, en með þeirri framsýni sem forráðamenn Odda sýndu þá, var hægt að vinna verkið hér heima. Þegar svo tölvurn- ar fóru að stinga sér hér niður í auknum mæli eftir 1960 jukust viðskiptin og hafa vaxið jafnt og þétt æ síðan. Með aukinni eftirspurn viðskiptavina okkar eftir tölvu- eyðublöðum hefur okkar tækni þróast gífurlega illt frá hæggengum vélum til 7 stórvirkra prentvéla í dag“. Hvenær fer svo Oddi að tileinka sér tölv- urnar við eigin rekstur? „Það eru nokkur ár síðan. Fyrst byrjuð- um við í prentsmiðjunni sjálfri með notkun innskriftaborða í setningunni. Síðan teygði þessi tækni sig yfir að prentvélunum sjálf- um og bókbandinu. Þegar við fluttum í okk- segir Þorgeir Baldursson forstjóri Odda „Þessi nýja tækni sparar gífuriega vinnu, til dæmis viö launaútreikn- inga og þess háttar. Þorgeir Baldursson við eina af prentvélum Odda haf. sem vinna nótt og dag vlð að prenta eyðublöð fyrir tölvur. - Ljósm. Magn- ús. ar nýja húsnæði hér uppi á Höfða hófum við tölvunotkun í bókhaldi og síðar við launaútreikninga, birgðahald og þess hátt- ar“. Gífurlegur munur „Þessi nýja tækni sparar gífurlega vinnu, til dæmis við launaútreikninga og þess hátt- ar en hér eru um 130 manns á launaskrá og fá vikulega borgað þannig að þar þyrfti að vinna mörg handtök ef þessarar tækni nyti ekki við. Það mikilvægasta er þó eflaust í sambandi við bókhaldið, en nútíma rekstur krefst þess að hafa á hverjum tíma gott yfirlit yfir rekstrarstöðuna. Við gerum upp mánaðarlega og fáum um leið mun ýtarlegri upplýsingar um einstaka þætti með hjálp tölvunnar.“ Hvernig fínnst þér starfsf'ólkið undir tæknibreýtingarnar búið? „Það kontu ekki upp nein vandkvæði. Starfsmenn hafa farið á námskeið í tölvu- notkun og lært ný handbrögð þannig að engum hefur þurft að segja upp störfum þess vegna.“ Prentun í 40 ár Prentsmiðjan Oddi er 40 ára um þessar mundir og þið eruð nýfluttir í stórt og glæsi- legra húsnæði. Er ekki mikill munur að starfa hér en á gamla staðnum? „Prentsmiðjan varð 40 ára 9. október sl. en stofnendur voru þeir Baldur Eyþórsspn, Björgvin Benediktsson og Ellert Ág. Magnússon. Starfsemin hófst í Ásmundar- sal við Freyjugötu og flutti eftir tvö ár á Grettisgötu 16, þar sem fyrirtækið hefur lengst af starfað. 1968 var flutt á Bræðra- borgarstíginn og fljótlega var ráðist í miklar tæknibreytingar, offsetprentun og tölvu- setningu. Á nokkrum árum kom í ljós að óhagræði var að því að reka fyrirtækið á 5 hæðum eins og háttar til á Bræðraborgar- stígnum og því var hafist handa við nýbygg- inguna sem við erum í núna og flutt inn á 5300 fermetra gólfflöt hér við Höfðabakk- ann snemma vors árið 1981. Vinnuaðstað- an hér er öll önnur og betri.“ Þið hafíð möguleika á að taka við texta frá öðrum tölvum í gegnum símalínur eða af segulmiðli? ,Já, það er ein af nýjungunum sem við höfum ráðist í og eigum eflaust eftir að nýta meir þegar fram líða stundir. Við setjum ýmiss konar texta sem aldrei hefur í raun verið unninn í handriti. Rithöfundur til dæmis getur unnið sitt verk beint á tölvu sem hann hefur hjá sér og kemur í stað ritvélar. Af diskettunni hans er svo hægt að senda textann annað hvort eftir símalínu beint í tölvustýrða setningarvél okkar eða hann kemur með diskettuna á staðinn. Ef verkið hefur verið unnið á annars konar tölvu en við höfum, notum við smátölvur sem breyta textanum á það mál sem setn- ingartölvan okkar notar. Þessi notkun tækninnar fer vaxandi, og égget nefnt dæmi um símaskrána og ýmiss konar þýddan texta. Öll símaskráin er til á diskum og breytingarnar eru unnar beint á tölvu þann- ig að þær eru aldrei unnar á ritvél eða þess háttar gamaldags tæki. Svipuð vinnsla fer í vöxt á dagblöðunum þar sem blaðamenn skrifa sinn texta beint á tölvuna og handrit Helga Hallsdóttir við innskriftarborðið. Steinunn Hansdóttir sér um að allt sé í lagí þegar samhangandi tölvueyðublöðin koma úr vélinni. - Ljósm. Magnús. af gömlu gerðinni verða því brátt úr sög- unni“. Ný og gömul verkefni Að lokum, Þorgeir. Eru íslcnsk prentiðn- aðarfyrirtæki að vinna á og fá aftur verk- efni sem leituðu út úr landinu áður? „Já, sem betur fer hefur tekist að snúa þeirri óheillaþróun að nokkru við. Þar kemur m.a. til sú staðreynd að framsækn- ustu fyrirtækin hér heima hafa á síðustu árum fjárfest í fullkomnum prentvélum sem gera þau samkeppnisfær við það besta sem gert er í heiminum í dag á því sviði. Við höfum nú um tveggja ára skeið haft hjá okkur fjögurra lita prentvél með fullkom- inni tölvustýringu, en það mun vera sú eina sinnar tegundar hér á landi. Það hefur ásamt öðru gert það að verkum að við höf- um á ný fengið til okkar flókin verkefni sem fyrir nokkrum árum voru komin til erlendra fyrirtækja. Sem dæmi um mjög vandasamt verk get ég nefnt bók sem við unnum fyrir færeyskt forlag og er hún um færeyska myndlist og gefin út á 8 tungumálum. Ég get fuliyrt að sú bók stenst samanburð, hvað frágang varðar, við það besta í heiminum í dag og það sýnir að íslensk prentiðnaðar- fyrirtæki hafa með tilkomu og hagnýtingu fullkominnar tölvuvinnslu gerst fær um að takast á hendur erfið og flókin verkefni.“ Við þökkum Þorgeiri Baldurssyni fyrir spjallið, fullvissir um að íslenskur prentiðn- aður á framtíð fyrir sér á tölvuöld. - v. TÖLVUBÆKUR í meira úrvali en þig getur grunað yfir 300 bókatitlar Lítið inn og biðjið um bókalista. Við sendum í póstköfu. Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 - sími24242 CPT útskýrir hvaða breytingar ritvinnsla hefur í för með sér Nýr bæklingur útskýrir við hverju má búast þegar fyrirtæki taka upp ritvinnslu - eftir hverj u er að sækjast og hvað ber að varast. Hringið eða skrifið eftir eintaki. S. Arnason&Co. Vatnagarðar 4 104 Reykjavík Sími 85044.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.