Þjóðviljinn - 28.10.1983, Qupperneq 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 28. október 1983
BLAÐAUKI
GQÐIR
S10LAR
MED FÍNAR
STILUNGAR
LABOMATIC
Danskur stóll í sérflokki sem
hægt er að stilla á marga vegu.
Bak, setu og arma má hækka
og lækka og halla fram eða
aftur. LABOMATIC stillir
þú á ótal mismunandi hátt
þér til þæginda.
Verð frá: 9.950 kr.
LAOFA515
Léttur og lipur með stillanlega
sethæð og dýpt, breytilega
stöðu á baki og mismunandi
áklæði.
Verð aðeins: 3.430 kr.
KRISTJfin
SIGGEIRSSOn HF.
LAUGAVEG! 13 REYKJAVIK. SÍMI 2S870
skrifstofuhúsgagnadeild 27760
M I \ M M. \ H > J •»s> I' H ÍSI.KN/K ii\K M l*S 1» I
sk;fls sk;iikhj vk i vkson
Minninj’urkortin ern nlsölu ú
eftirtöldurn slöðuni:
Bókabúd Múls og menningar
Skrifstofu Alþýðubandalagsins
Skrifstofu PjóðvHjuns
Munið söfnunarálak í
Sigfúsarsjóð vegna
flokksmiðstöðvar
A Iþýðubandalugsins
Notkun tölva í íslenskum bönkum eykst stöðugt. Þessa mynd tók Ijósmyndari Þjóðviljans í Rafreikni Landsbanka Islandsen þær Jónína Haraldsdóttir
og Erna Jónsdóttir voru önnum kafnar er blaðamann bar að garði. - Ljósm. Magnús.
Þurfum að vera
vel á varðbergi
segir framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra bankamanna
„Stóra spurningin sem við
stöndum frammi fyrir er með
hvaða hætti á að þróa
örtölvutæknina á
vinnustöðum okkar. Á þessi
stórkostlega tækni að nýtast
vinnandi fólki til góðs eða
einungis út frá hagsmunum
atvinnurekenda? Eg er
þeirrar skoðunar að
verkalýðshreyfingin verði að
láta tölvumálin meira til sín
taka og tryggjaað
hagsmunir verkafólks verði
ekki fyrir borð bornir,“ sagði
Vilhelm G. Kristinsson
framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra banka-
manna.
Örtölvutæknin hefur mjög sett
svip sinn á bankastörf hér á landi
síðustu árin og hefur SÍB urn
alllangt skeið ályktað um þau mál
og lagt áherslu á að fram fari um-
ræða um það hvers konar þjóðfélag
tölvutæknin eigi að færa okkur.
Við spurðum Vilhelnr hver væri
reynsla nágrannaþjóðanna af örri
tæknivæðingu í bönkum.
„Tölvunotkunin í bönkum hefur
verið mjög mikil undanfarna ára-
tugi og margar tækninýjungar sem
byggjast á örtölvutækninni hafa því
miður dregið úr fjölgun banka-
starfa og sums staðar, t.d. í V-
Þýskalandi, orsakað atvirinuleysi.
Hér á landi er ekkert sem bendir til
atvinnuleysis á allra næstu árum en
auðvitað þurfum við að vera á
varðbergi og hafa meðákvörðun-
arrétt um það hvernig tæknin verð-
ur notuð á okkar vinnustöðum."
Nú hefur átt sér stað mikil fjölg-
un bankastarfsmanna hér á landi
síðustu ár á sama tíma og örtölvu-
tæknin hefur breiðst út. Hvað veld-
nr*>
„Ástæðurnar eru margar en ein sú
helsta að þróunin hér í tænimálun-
um hefur verið um áratug á eftir
miðað við önnur ríki. Sama má
segja um aðrar þjónustugreinar og
margar iðngreinar. Þá má einnig
nefna verðbólguna. Með vaxandi
verðbólgu hafa umsvifin aukist,
allar færslur í bönkunum verða
fleiri. Hlutverk bankanna hefur
einnig breyst mjög á síðustu árum.
Þeir eru orðnir langstærstu við-
skiptastofnanir landsins með til-
komu tölvukeyrðra gíró- og bank-
aseðla. Síðast en ekki síst hefur
verið unnið mjög að uppbyggingu
bankakerfisins víða um landið sem
út af fyrir sig hefur kallað á fleira
starfsfólk að vonurn."
Hvað eru bankastarfsmenn á Is-
landi margir í dag?
„Þeir eru 2600 talsins, en þá eru
ekki meðtaldir bankastjórar og að-
stoðarbankastjórar. Inni í þeirri
tölu eru hins vegar starfsmenn allra
banka og sparisjóða svo og fólk í
Þjóðhags- og Framkvæmdastofn-
un“.
Nú er tækniþróunin mun lengra
á veg komin erlendis. Fylgist þið
með og lærið af þeirri reynslu?
„Við höfum mjög náið samstarf
við kollega okkar erlendis, sérstak-
lega á Norðurlöndunum og erum
virkir í Norræna bankamanna-
sambandinu, NBUj í starfsáætlun
sambandsins urn tækniþróun segir
að NBU líti í vissum tilvikum já-
kvætt á tækniþróun í bankakerfinu
og í samfélaginu í heild. Því miður
hafi allt of mikið borið á því að
notkun hinnar nýju tækni hafi að
miklu leyti orðið án áhrifa starfs-
manna, með slæmum afleiðingum.
I ályktun 33. þings Sambands ís-
lenskra bankamanna segir m.a. á
þá leið að tækniþróun og vélrænar
vinnuaðferðir megi ekki hafa í för
með sér uppsagnir, valda atvinnu-
Vilhelm G. Kristinsson: Við leggjum
mikla áherslu á að fá að fylgjast vel
með þróuninni og hafa um það að
segja hvaða skref verða áfram stigin
inn í tölvuöldina. - Ljósm. Magnús.
sjúkdómum né sálrænum og félags-
Iegum vandamálum. Þær megi ekki
heldur valda þverrandi áhrifum
einstaklingsins á eigin vinnuað-
stæður. Þess vegna höfum við átt
aðild að hugmyndum Norræna
bankamannasambandsins um
tæknivæðinguna í bankakerfinu,
sem ganga út á það að tækni-
breytingar níunda áratugarins
verði ekki án samráðs við starfs-
menn bankanna og samtök
þeirra“.
Hefur íslenskum bankamönnum
orðið eitthvað ágengt í þeim efn-
um?
„Já, þar má nefna að í síðustu
kjarasamningum fengum við full-
trúa í stjórn Reiknistofu bankanna
með málfrelsi og tillögurétti, en við
teljum ákaflega mikilvægt að hafa
mann í stjórn stofunnar til að miðla
upplýsingum jafnóðum um þær
breytingar sem verið er að ákveða
hverju sinni. Bankamenn hafa um
alllangt árabil verið með ákvæði í
sínum kjarasamningum um önnur
atriði eins og t.d. umgengni við
tölvuskjái og þess háttar, en þar er
einmitt um hollustuþátt að ræða
sem gefa verður góðan gaum og
sjálfsagt aldrei of varlega farið“.
En ertu sæmilega bjartsýnn á að
verkalýðshreyfingunni takist að
tryggja að hin nýja tækni þróist
með hag verkafólks að leiðarljósi?
„Ætli maður verði ekki að vera
það. Vísindamennirnir þróa tækn-
ina en það er annarra að nota hana
og skipuleggja. Þarna verða menn
að hugsa út frá hagsmunum
heildarinnar því tæknibreytingar,
hverju nafni sem þær nefnast, eru
einskis virði nema þær komi samfé-
laginu til góða. Víða erlendis hefur
verið farið offari í þessum efnum
með slæmum afleiðingum en ef
verkafólk og atvinnurekendur bera
gæfu til að starfa saman að þessum
málum hér er engin hætta á að illa
fari. Hið opinbera gefur þessum
málum einnig gaum og niá nefna
stofnun starfshóps á vegum fé-
lagsmálaráðuneytisins í sumar, en
ætlunin er að kanna áhrif nýrrar
tækni á mannafla og fleira. Þarna
er aðilum vinnumarkaðarins ætlað
að starfa saman að athugun á tölvu-
byltingunni. Það er vel.“
JJ
Vísindamennirnir þróa tæknina, það
erannarra að nota hana og
skipuleggja. Þarna verðamennað
hugsa út frá hagsmunum heildarinnar
því tæknibreytingar, hverju nafni sem
þærnefnast, erueinskis virðinema
þær komi samfelaginu tilgoða'
,í(