Þjóðviljinn - 28.10.1983, Page 19
Föstudagur 28. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
íþróttir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Akurnesingurinn ungi sífellt í fréttum í Bretlandi:
Átti Sigurður að
taka stöðu Strachan?
Sigurður Jónsson, lands-
liðsmaðurinn ungi frá Akran-
esi, er sífellt í fréttunum hjá
Match knattspyrnutímaritinu
breska. Gordon Strachan,
Michel Platini.
Platini
í deilu
Michel Platini, fyrirliði
franska landsliðsins í knatt-
spyrnu, heldur að öllum lík-
indum heim til Frakklands
nœsta sumar og gengur til liðs
við Paris St. Germain. Platini
leikur nú sitt annað keppnis-
tímabil með ítalska stórliðinu
Juventus. Hann varð marka-
hœsti leikmaður 1. deildarinn-
ar þar í fyrra og hefur leikið
mjög vel, en nú hefurhann lent
í miðri deilu Juventus við
franska landsliðið.
Forseti Juventus, Giampi-
ero Boniperti, krefst þess að
Platini leggi alla orku sína í að
gera liðið að ítölskum meistara
í vetur og haldi sig þar með á
ítalíu allt til enda keppnistíma-
bilsins, í maí. Platini er hins
vegar með hugann við úrslit
Evrópukeppni landsliða sem
fram fara í Frakklandi næsta
sumar og efst á hans óskalista
er að stjórna franska liðinu til
sigurs í þeirri keppni.
- KS
Stórleikur
Barcelona
Barcelona sýndi snilldar-
takta í gœr og sigraði Atletico
Bilbao 3-1 í Bilbao. Petta var
fyrri leikur liðanna í Stórbikar
Spánar, viðureignar meistar-
anna og bikarmeistaranna.
- VS.
Nicholl tU
Rangers
Jimmy Nicholl, norður-
írski landsliðsbakvörðurinn
sem áður lék með Manchester
LJnited, hefur skrifað undir
samning við skoska úrvals-
deildarliðið Rangers og spilar
með því til 24. apríl 1984. Þá
snýr hann aftur til félags síns í
Kanada, Toronto Blizzard.
- VS.
Tap Tékka
Tveir vináttulandsleikir
fóru fram í Evrópu í fyrra-
kvöld. Búlgarir sigruðu Tékka
2-1 í Prag og Sviss vann Júgó-
slavíu 2-0.
stjörnuleikmaður Aberdeen,
skrifar reglulega í blað-
ið en taisverðar líkur eru nú á
að hann verði seldur frá fé-
lagi sínu. Arsenal, Newcastle
og vestur-þýska liðið Núrn-
berg eru talin líklegust til að
hremma Strachan sem var
besti leikmaður Skota í
heimsmeistarakeppninni á
Spáni í fyrra.
Fyrir skömmu ritaði Strachan:
„Ég áttaði mig enn betur á því að
Aberdeen væri reiðubúið að láta
mig fara þegar Alec Ferguson
framkvæmdastjóri ræddi við mót-
herjaokkarí 1. umferð Evrópubik-
arkeppninnar, Akranesfrá íslandi,
um hinn 17 ára gamla miðvallar-
spilara Sigurð Jónsson (Sigi Jons-
son).“
í nýjasta hefti Match er stór fyr-
irsögn: „Sigi stays at School“, eða
Siggi heldur áfram námi. Þar er
haft eftir Sigurði að hann hyggist
stunda nám í vetur og hann stefni
að því að útskrifast síðar meir sem
íþróttakennari. Síðan orðrétt:
„Það væri gaman að vita til þess að
mörg félög sækist eftir mér. Þau
vita að ég ætla að halda áfram í
námi og munu bíða. Vonandi verð
ég orðinn betri leikmaður að ári.“
Síðan eru talin upp félögin sem
helst vilja ná í Sigurð, Rangers,
Celtic, Aberdeen, Liverpool,
Ajax, Bayern Múnchen og Barce-
lona.
Strachan gefur í skyn að Sigurð-
ur eigi að vera arftaki sinn hjá
Aberdeen. Samningur Strachan
við félagið rennur út næsta sumar
en Aberdeen vill selja hann áður til
að fá fyrir hann hærri upphæð. Fé-
lagið ætlar ekki að taka áhættu á að
kaupverðið verði lækkað með því
að væntanlegir kaupendur láti þar
til gerðan dómstól úrskurða um
verðgildi kappans. Slíkt er hægt
þegar santningur er útrunninn og í
nánast öllum tilvikum fæst
kaupverðið lækkað til muna.
Hvað sem því líður, er ljóst að
Sigurður fer hvergi í vetur, hvorki
til Aberdeen eða annað.
- VS
lÆ'M ðfcJS
Sigurður Jónsson (t.v.) er cftirsóttur af mörgum frægum fclögum, sömu-
leiðis Gordon Strachan (t.h.).
T ottenham
gegn Arsenal!
Gömlu erkifjendurnir og ná-
grannarnir í London, Tottenham
og Arsenal, drógust saman þegar
dregið var tií 3. umferðar ensku
deildabikarkeppninnar í knatt-
spyrnu í gær. Leikurinn fer fram í
White Hart Lane, heimavelli Tott-
enham. Þá datt 4. deildarliðið
Colchester í lukkupottinn, fékk
heimaleik gegn Manchester Unit-
ed.
Eftirtalin lið mætast í 3. umferð-
inni sem fram fer dagana 7.-9. nóv-
ember:
Aston Villa-Manchester City
Birmingham-Notts County
Chelsea-W.B.A.
Colchester-Manch. United
Everton-Coventry
Fulham-Liverpool
Ipswich-Q.P.R.
Leeds-Oxford
Norwich-Sunderland
Preston-Sheff. Wednesday
Gústaf
með ÍR
Gústaf Björnsson, markahæsti
leikmaður 3. deildarinnar sl.
sumar með Tindastóii, hefur verið
ráðin þjálfari 4. deiidarliðs ÍR í
knattspyrnu. Hann mun jafnframt
leika með liðinu næsta sumar, við
hlið markahæsta leikmanns
deildakeppninnar í sumar, frænda
síns, Tryggva Gunnarssonar.
- VS.
Zebec til
Dortmund?
Branko Zebec, hinn frægi júgóslav-
neski, drykkfelldi knattspyrnuþjálfari,
sem var rekinn frá Eintracht Frankfurt
fyrir stuttu, tekur líklega við öðru
vestur-þýsku Bundesliguliði, Borussia
Dortmund. Við Frankfurt tekur senni-
lega Dietrich Weise sem rekinn var frá
Kaiserslautern nú í vikunni.
- VS.
Rotherham-Southampton
Stoke-Huddersfield
T ottenham-Arsenal
Walsall-Shrewsbury
West Ham-Brighton
Wimbledon-Oidham.
Gunnar eini
íramherjinn!
Gunnar Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu frá Akureyri,
hefur fcngið að kynnast nýrri hlið á íþróttinni að undanförnu. Hann
byrjaði fyrir stuttu að leika með Osnabriick í vestur-þýsku 2.
deildinni og á útivöllum lcikur liðið stífa varnarknattspyrnu með
einungis einn framherja. N
Frá því Gunnar hóf að leika, hafa allir þrír leikirnir verið á
útivöllum. Gunnar hefur verið þessi eini framherji sem hefur mátt
berjast uppá eigin spýtur við vörn undstæðinganna og hann hefur
enn ekki fengið tækifæri til að leika sína vanaiegu stöðu sem ntið-
vallarspilari. Hann gerði þriggja rnánaða santning við félagið og
rennur hann út um áramót.
- vs
Einn efnilegasti borðtennismaður heims í Höllinni:
„Tekur þá á núlli
sem berjast ekki!
••n
Einn efnilegasti borðtennis-
leikari í heimi, Svíinn Jan-Ove
Waldner, verður meðal þátttak-
enda á Norðurlandamótinu í borð-
tennis sem haldið verður í Laugar-
dalshöllinni dagana 4.-6. nóvem-
bcr. Waldner er 18 ára gamall og á
Evrópumeistaramótinu í fyrra
hafnaði hann í öðru sæti, á eftir
landa sínum, Appelgren. Hann er
einn af fáum borðtennismönnum
Evrópu sem Kínverjar hræðast og
hann hefur orðið Evrópumeistari
unglinga síðustu þrjú árin í röð sem
er einstakt afrek.
„Waldner er mikill keppnismað-
ur og gefur andstæðingum sínum
aldrei tækifæri. Hann leikur alla
leiki á fullu og tekur menn „á núlli"
ef þeir berjast ekki gegn honum,“
segir Stefán Konráðsson, lands-
liðsmaður í borðtennis, um Svíann
unga.
Norðurlandamótið er geysi-
sterkt, Svíar, Danir og Finnar eru
meðal bestu þjóða Evrópu, og
Norðmenn eru á stöðugri uppleið.
Svíar leika í úrvalsdeild Evrópu-
keppninnar, Danir og Finnar í 1.
deild og Norðmenn eru meðal
þeirra bestu í 2. deild. ísland hefur
hins vegar ávallt verið við botn 3.
deildar. Það verður því borðtennis
á heimsmælikvarða í Höllinni eftir
viku.
- VS
Blakið fer
á fullt
„Bara tveir í byrÍa sölur
' ' A tvinnnmanncl/on or nAnn
stað þriggja
Pólverjar að á morgutl
Knattspyrnusnillingurinn brasil-
íski, Zico, gerir ekki mikið úr hin-
um geysiháum launum sem hann
fær hjá ítalska félaginu Udinese.
„Það eru mest ýkjur að ég fái svim-
andi upphæðir hér á Ítalíu. Heima í
Brasilíu átti ég þrjá bíla en nú á ég
aðeins tvo,“ sagði hann í gaman-
sömum tóni við fréttamann fyrir
stuttu.
- VS
Atvinnumennskan er óðum að
koma upp á yfirborðið í austur-
evrópskri knattspyrnu. Ungverjar
taka upp atvinnumennsku um ára-
mótin og nú í haust voru í fyrsta
skipti leyfðar sölur milli félaga í
Póllandi. Hæsta kaupverðlð til
þessa er rúmlega 2,2 miljónir ís-
lenskra króna sem Legia frá Varsjá
greiddi fyrir landsliðsmanninn
Andrzej Buncol frá Ruch Chorzow.
Þrátt fyrir þetta eru pólskir knatt-
spyrnumenn áfram taldir til áhuga-
manna.
- VS
íslandsmótið í blaki hefur göngu
sína um helgina. Á morgun, laugar-
dag verða leiknir fyrstu fjórir
leikirnir, þrír í Hagaskóla í Reykja-
vík og einn í Glerárskóla á Akur-
eyri.
Opnunarleikurinn er viðureign
Víkings og ÍS í Hagaskólanum kl.
14, í 1. deild karla. Kl. 15.20 mæta
svo íslandsmeistarar Þróttar nýlið-
um HK sem stóðu sig mjög vel í
haustmótinu um síðustu helgi. Kl.
16.40 hefst svo leikur Þróttar og ÍS í
1. deild kvenna. Norðurlandsliðin í
1. deild kvenna mætast á Akureyri
kl. 15, KA tekur á móti Völsungi
frá Húsavík.