Þjóðviljinn - 03.11.1983, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtiidagur 3. nóvember 1983
DIOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
EramKvæmdastjóri: Guörón Guðmundsdóttir.
Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson.
Auglysingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglvsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssan.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Sfmavarsla:-Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir.
BíLstjóri: Olöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sjmi 81333.
Umbrot og setning: Preínt.
Prentun: Blaðaprent h.f.,
Afmœliskveðja til
Morgunblaðsins
Morgunblaðið átti afmæli í gær. í sjö áratugi hefur
það endurspeglað hræringarnar í íslensku þjóðlífi og
túlkað atburðarás heimssögunnar. Saga þess er um leið
saga vor. Veldi Morgunblaðsins er slíkt að enginn ís-
lendingur getur umflúið áhrif þess - hvort sem mönnum
líkar betur eða verr. Sjónvarp, útvarp og Morgunblað-
ið hafa um árabil verið áhrifaríkustu þættirnir í íslenskri
fjölmiðlun.
Dagblað sem hefur hlotið slíkan sess meðal þjóðar
axlar mikla ábyrgð. í ölduróti tímans hefur Morgun-
blaðinu tekist misjafnlega að rísa undir þeirri skyldu. Á
fyrstu árunum veitti blaðið ferskum straumum frjáls-
legs fréttaflutnings inn í íslenska umræðu. Síðan keyptu
fáeinar kaupmannaættir blaðið og tóku að beita því í
stríðinu við SÍS og vinstri öflin. Sjálfstæðisflokkurinn
gerði Morgunblaðið að baráttutæki á skákborði
stjórnmálanna þar sem tekist var á um völd og stefnur.
Meginhluti ævi sinnar hefur Morgunblaðið verið
málgagn í flokkslegum skilningi. Ólafur Thors, Bjarni
Benediktsson og Geir Hallgrímsson voru andlegir leið-
togar blaðsins. Daglega voru síður Morgunblaðsins
sverð og skjöldur þessara flokksforingja. Á síðari árum
hefur hin flokkslega einhæfni þó verið víkjandi þáttur í
fari blaðsins.
Morgunblaðið hefur tekið að birta greinar frá fólki
með ólíkar skoðanir. Forystumenn annarra flokka nota
blaðið sem vettvang fyrir greinaskrif - þótt enn þurfi
þeir oft að bíða lengur og fái lakari stað í blaðinu en
þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Pessar breytingar eru
tvímælalaust til bóta. Pær gefa tilkynna að stjórnendur
blaðsins vinni markvisst að því að gera Morgunblaðið
að opnari vettvangi fyrir innlenda umræðu. í blaðinu
fái að endurspeglast þeir skoðanastraumar og þær
fréttaáherslur sem mestu skipta á hverjum tíma. Énn
setja Stjálfstæðisflokkurinn og hagsmunir atvinnurek-
enda þó sterkan svip á efnisþætti blaðsins. Morgun-
blaðið verður því að gera enn betur ef það ætlar að ná
því marki að verða í raun frjáls fjölmiðill.
f*ótt meðferð á innlendu efni hafi batnað mjög í
Morgunblaðinu þá er því miður ekki hægt að segja hið
sama um áhersluþættina í erlendum fréttum og frétta-
skýringum. Þar ríkir enn sama kaldastríðssvartnættið I
og fyrir áratugum síðan. Einfaldur samanburður á er- j
lendum fréttaáherslum stórblaða á Norðurlöndum og í j
Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum annars vegar og í
daglegum frásögnum Morgunblaðsins af því sem er að •
gerast í veröldinni hinsvegar sýnir hve óralangt er í land '
varðandi hliðstæða frjálsræðisþróun í meðferð blaðsins!
á heimsfréttum.
Um leið og Ejóðviljinn óskar Morgunblaðinu til j
hamingju er rétt að bera fram þá afmælisósk og lýðræð-,
islegur styrkur stjórnenda blaðsins verði nægilega
þroskaður til að hrinda í framkvæmd auknu frjálsræði í
erlendum fréttum og fréttaskýringum. f»að getur aldrei
orðið íslenskri þjóð til gæfu að öflugasta dagblaðið í
landinu sé bundið á klafa þeirrar heimsmyndar sem
mestu afturhaldsöflin í veröldinni kappkosta að varð-
veita.
Blazer í
félagsmálapakka
Albert Guðmundsson hefur nú skýrt frá því á Alþingi
að það hafi ekki verið nein tilviljun að ríkisstjórnin lét
þjóðina gefa forsætisráðherranum Blazer. Bíllinn hafi
verið félagsmálapakki í sama anda og fæðingarorlof,
veikindadagar, öryggisaðbúnaður og önnur réttindi
voru fyrir nokkrumárum veitt hinum lægst launuðu.
Eessi Tívolí-stjórn hefur greinilega sérstæða hæfileika
til að láta spéspegilinn ráða gjörðum sínum. ór
klippt
Wp' cng
■Bnfa verió
Hm, hvcnær
jjSfflffjr áfram rm ó
H'a byggingar-
HKefnt er ad því að
Hh prenLsmiðjuhús
Bunblaðsins verði
íí notkun á rniöju
la sumri og þá hefjist
[ramt prentun blaðs-
nýrri prentvél, sem
ið hefur fest kaup á í
talandi.
irbuningur bygg
arframkvæmda
tu umræður um nyjar
Kaframkvæmdir hófust i
iArvakurs hf., útKáfufé-
lorKunblaðsins, í ágúst
ksógn Haraldar Sveins-
H framkvæmdastjóra
^kðsins, er sýnt var, að
jiá var áformað að
ekki komast fyrir i
^^^tilaÓMns við Aðal-
Stjórn Árrakure hf., útgáfufélags MorKunblaðsina. Sitjandi, fri vinntri, gtjórnarmennirnir. Ólafur Johnson, Gunnar Hana
HaJif(ríntsson, formaóur, Berffur Gialaaon og Leifur Sveinanon. Standandi, frá vinatrí: Haraldur Sreinason, íramkvæn>dagtjór
Hiartaraon, Brynjólfur Bjamason og Björn Tbore.
Gamla kapítalið
Morgunblaðið heldur upp á 70
ára afmælið m.a. með því að birta
mynd af stjórn Árvakurs h.f., út-
gáfufélags blaðsins. Hún segir
sína sögu. Þar birtast fulltrúar
hins gamla og gróna verslunar-
kapítals í Réykajvík. Hið eina
sem rýfur þá mynd eru handhafar
hlutabréfa Valtýrs Stefánssonar
fyrrum ritstjóra blaðsins. En
þarna eru samankomnir í stjórn
og á mynd H. Ben og Co, O.
Johnson og Kaaber, Garðar
Gíslason h.f., Völundur h.f. og
Ólympía.
Geir Hallgrímsson hefur sem
fulltrúi H. Ben. verið stjórnarfor-
maður í Árvakri h.f. um leið og
hann hefur gegnt formennsku í
Sjálfstæðisflokknum. Hann gat
því með góðri samvisku sagt sem
forsætisráðherra í Sovétheim-
sókn sinni að árásir Morgun-
blaðsins á Sovétviðskiptum væru
honum óviðkomandi, því að
Morgunblaðið væri ekki málgagn
Sjálfstæðisflokksins.
Ekki getum við því skóna að
stjórn Arvakurs sé með nefið
niðri í ritstjórnarstefnu Morgun-
blaðsins frá degi til dags. Hins-
vegar er Ijóst að það kapítal sem
stendur að baki blaðinu hefur
mótað heildarstefnu þess um
langa hríð. Þannig hafa fulltrúar
hinna nýríku og fyrirtækja sem
eru að brjóta sér braut í sam-
keppni við gömul og gróin
verslunar- og framleiðslufyritæki
jafnan verið óánægðir með skrif
Morgunblaðsins. Umbrötin
kringum Vísi og Dagblaðið á sín-
um tíma áttu sér ekki síst rætur í
átökum að tjaldbaki milli
hagsmuna gamalla og nýrra fyrir-
tækja á Reykjavíkursvæðinu,
fyrst og fremst í innflutnings- og
verslunargeiranum.
Innan flokks-
hlutverkið
Morgunblaðið hefur stutt
stjórnarformann sinn innan Sjálf-
stæðisflokksins gegnum þykkt og
þunnt. Og þó ekki sé hægt að
kalla það málgagn flokksins hef-
ur það viljað ráða og hafa áhrif á
menn og málefni innan flokksins.
Enn er það við sama heygarðs-
hornið og kemur það glöggt fram
í því hvernig línur hafa verið
lagðar fyrir landsfundinn sem
hefst í dag. Tilkynnt hefur verið
að næsti formaður verði ekki haf-
inn upp til skýjanna eins og
stjórnarformaðurinn, heldur bíði
hans blaðafulltrúahlutverk fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Morgun-
blaðið hefur áskilið sér rétt til
þess að lyfta öðrum á stall en for-
manninum í nánustu framtíð.
Það hefur verið nokkur hefð
fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að
varaformaður flokksins hefur
fengið meðferð eins og væntan-
legt formannsefni. Þrátt fyrir alla
andúð sína á Gunnari Thorodd-
sen var hann jafnan titlaður vara-
formaður í Morgunblaðinu og
sýndur sómi, þá sjaldan að hann
kvaddi sér hljóðs í varaformanns-
tíð sinni á síðum Morgunblaðs-
ins. Öðruvísi hefur blaðinu farist
við núverandi varaformann Frið-
rik Sophusson, sem farið er með
eins og hvern annan þingmann á
síðum blaðsins og sjaldnast hefur
orðið þeirrar virðingar aðnjót-
andi að vera nefndur varafor-
maður í Mogga eins og honum
ber.
Málaliðið
Eimreiðarklíkan — Þorsteinn
Pálsson, Davíð Oddsson, Kjart-
an Gunnarsson, Magnús Gunn-
arsson, Brynjólfur Bjarnason og
Baldur Guðlaugsson - hefur
gepgið í verkin fyrir gamla kapít-
alið í Sj álfstæðisflokknum, sem
Morgunblaðinu stýrir. Fulltrúar
gamla kapítalsins gerast þreyttir
og tími er runninn upp fyrir kyn-
slóðaskipti. Stjórnmálaforingjar
leynast ekki í kringum fyrirtækin
og þá er leitað til málaliða lög-
fræðinga, sem geta gætt
hagsmunanna sem atvinnumenn.
Kapítalið í stjórn Árvakurs er
mikils metandi í Sjálfstæðis-
flokknum, og Morgunblaðið hef-
ur yfirburði til lengdar hvort sem
það nær sínu fram með þögn eða
fyrirgangi.
-ekh
Uppljóstrun
Observer
Opinberar lygar eru ekkert
skárri heldur en brigðmælgi ein-
staklinga. Það hefur verið opin-
ber staðhæfing af hálfu NATO-
yfirvalda, að stjórnmálaleiðtogar
í Vestur-Evrópu hafi verið fyrstir
til þess að biðja um ný Evrópu-
atómvopn, stýriflaugar og Pers-
hing II. Með því hafi þeir verið að
biðja Bandaríkjastjón um að
svara ógninni sem stafaði af SS-
20 eldflaugum Sovétmanna.
Um miðjan Október upplýsti
hinsvegar þreska blaðið Obser-
ver, að samkvæmt bandarískum
leyndarskjölum væri ákvörðunin
um staðsetningu nýrra flauga í
Vestur-Evrópu ekki í neinum
tengslum við SS-20 flaugunum.
Því hefur verið haldið staðfast-
lega fram í umræðunum af fjöl-
mörgum NATO-stjórnmála-
mönnum, greinarhöfundum og
leiðaraskrifum, að það hafi verið
Helmut Schmidt, þáverandi kan-
slari Vestur-Þýskalands, sem
tekið hafi frumkvæðið í ræðu er
hann flutti 27. október 1977. Hel-
mut Schmit hefur sjálfur neitað
því hvað eftir annað að hafa átt
frumkvæði að því að biðja um
Evrópuatómvopnin.Honum hef-
ur ekki verið trúað.
Áœtlun frá 1976
Staðreyndin er hinsvegar sú að
þegar í janúar 1976, nærri
tveimur árum áður en Schmidt
hélt ræðu sína, hafði bandaríski
flugherinn til reiðu áætlun um að
koma fyrir 696 stýriflaugum í
þremur herstöðvum í Evrópu.
Þetta kemur fram í bandarískum
þingskjölum frá „yfirheyrslu"
árið 1982 um fjárlög ársins 1983. í
yfirheyrslunni var ekki verið að
fjalla um undirbúning að stað-
setningu flauganna, heldur
kostnað. Fyrirspyrjendur þings-
ins vildu fá að vita hversvegna
útgjöldin hefðu vaxið úr 51
milljón dollara í 216 milljón doll-
ara. Svar flughersins var að árið
1976 hefðu menn við fjárlagagerð
reiknað með að flaugunum yrði
komið fyrir á þremur stöðum í
Vestur-Evrópu, en síðan hefði
þeim verið fjölgað í sex og það
leitt til meiri útgjalda.
NATÓ-plat
Með þessum uppljóstrunum er
botninn dottinn úr röksemda-
færslunni fyrir „tvíhliða" ákvörð-
un NATÓ árið 1979, sem sagði
að ef ekki næðist samkomulag við
Sovétríkin að hætta við SS-20
áætlunina, þá kæmi áætlun
NATO um stýriflaugarnar og
Pershing II til framkvæmda í des.
1983. Ákvörðun NATÓ 1979 var
ekki svar við ógn SS-20 flaug-
anna, heldur áróðurstrikk til þess
að koma fram bandarískri áætl-
un, sem gerð var áður en farið var
að planta úr SS-20 flaugum.
Margir NATO-stjórnmálamenn
hafa sjálfsagt goldið samþykki
sitt í góðri trú, en um þá hefur
verið sagt að þeir taki ákvarðanir
á grundvelli 10% upplýsinga frá
Pentagon og 90% leyndar. Það
virðist hafa sannast í þessu dæmi.
-ekh