Þjóðviljinn - 03.11.1983, Page 6

Þjóðviljinn - 03.11.1983, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. nóvember 1983 Johan Galtung: Cruise, Pershing 2, SS 20. . . Hin svokallaða tvíhliða ákvörðun Nato f rá 12/121979 er nú brátt 4 ára gömul og sá tími nálgast óðfluga að henni verði hrundið íframkvæmd. Samningahliðin í Genf leiðir ekki til neins, og því er komið að uppsetningu nýrra vopna í 5 Vesturevrópuríkjum. Að þannig skyldi fara hefur í rauninni verið augljóst lengi afeinnieinfaldriástæðu: vegna þess að Bandaríkin, sem hafa einokunaraðstöðu við samningaborðið fyrir hönd Vesturveldanna, vilja að þannig fari og hafa óskað þess lengi. Það hefur verið liður í heildarstefnu þeirra að ná yfirburðum í öllum tegundum vopna, sem geta haft hernaðarlega þýðingu. Spurningin er því-hvað tekur við? Viðbrögð Sovétríkjanna hafa einnig lengi verið ljós, og þau eru hluti af „endurnýjunaráætlun" þeirra. SS 21, 22, og 23 verða sett upp í A-Evrópu, markvissar eldflaugar sem hafa 180, 1000 og 350 km. flugþoi - þar sem SS 22 er væntanlega eins konar svar við Pershing 2. Þá mun þeir setja upp sovéskar stýriflaugar af gerðinni SSCX-4, sem draga 3000 km. sem er ívið lengra en bandarísku Tomhawk-flaugarnar. Ekki er fyllilega ljóst hvar þær verða settar upp. En fróðlegt verður að sjá, hvort þær verða undir sovéskri yfirstjórn, eða hvort Moskva mun gefa eða selja þær til tryggra bandamanna, t.d. í Búlgaríu eða A-Þýskalandi, og þá sem andsvar við kröfu Vesturveldanna um að 64 breskar og 98 franskar eldflaugar séu ekki til umræðu þar sem þær tilheyri þjóðvörnum þessara ríkja, og séu því til eins konar einkabrúks í stríði við Sovétríkin. Ekki er erfitt að sjá fyrir um viðbrögð V- Þjóðverja við „þjóðlegum" eldflaugum í A-Þýskalandi eða viðbrögð Bandaríkjanna við slíkum vopnum í Búlgaríu. Þó er ekki viturlegt að ætla að Sovétríkin muni af þeirri ástæðu einni hætta við að herma eftir herbrögðum Vestursins, m.a. með tilliti til stöðunnar við samningaborðið. Til viðbótar við þetta kemur aukning á eldflaugaforðanum um borð í kafbátum og hugsanlega einnig um borð í herskipum fyrir utan strendur Bandaríkjanna. Fyrstu augljósu viðbrögð John Galtung, norskur sérfræðingur í friðarrannsóknum segir að samningaviðræðurnar í Genf hafí aldrei átt að leiða til annars en að Bandaríkin fengju fram óskir sínar um aukna vígvæðingu í Evrópu með þeim afleiðingum að við sjáum nú fram á æðisgengnara vígbúnað- arkapphlaup en nokkru sinnum fyrr. bundnar við flugstöðvar sem Sovétmenn geta auðveldlega gert óstarfhæfar. Sovéska andsvarið verður væntanlega öflugri og um leið ónákvæmari eldflaugar. Myndu Bandaríkin gera það sama? Báðir aðilar munu þannig auðveldlega geta fundið nægar ástæður hjá mótaðilanum til þess að halda kapphlaupinu áfram hvað varðar magn og tæknigæði vopnanna. Og þar verður erfitt að draga mörkin á milli eigin frumkvæðis og andsvars: þar verður ávalt um hvort tveggja að ræða. Eins og alþjóðlega friðarranssóknarstofnunin í Stokkhólmi, SIPRI, hefur sýnt fram á, þá hafa Vesturveldin ávallt verið á undan í eyðingarmættinum, hvað magn áhrærir. Og hvað tæknigæði snertir, þá eru Sovétríkin talin vera tveim til fimm árum á eftir. Allir sem trúa því að Moskva muni setjast að samningaborðinu „af alvöru þegar uppsetning nýju eldflauganna hefst HVAÐ SVO? Bandaríkjanna við þessu eru þegar komin í ljós: Herstjórnarflugvél forsetans hefur flutt bækistöðvar sínar frá Andrew’s við Washington lengra inn í landið „vegna þess að Sovétríkin munu koma fyrir fleiri eldflaugakafbátum útifyrir ströndum Bandaríkjanna sem andsvar við uppsetningu stýriflauganna og Pershing- flauganna" (International Herald Tribune 24.-25. sept. 1983). Magn og gæði En það sem menn vænta fyrst og fremst frá Bandaríkjunum eru tæknilegar breytingar samfara magnaukningu. Lengi hefur verið vitað að stýriflaugarnar 464 eru bara lítið brot af þeim fjölda sem Bandaríkin ætla að setja upp innan skotfæris á Sovétríkin. Þar við bætast 4000 stýrflaugar sem eru að hluta til hafðar í kafbátum og að hluta um borð í herskipum. Þar við . bætast 3000 sjálfstýriflaugar sem skjóta á úr flugvélum (B-52 og B- 1). Af þessum 3000 verða 1.300 af nýtti gerð, s.k. „Stealth cruise", sem eru til þess gerðar að fara framhjá radar og komast undan sovésku flugvélinni „Foxhound A“ sem getur „séð og skotið niður fyrir sig“. Það er sambland slíkra tæknilegra gæða og magns vopna sem veitir slagkraft í fyrsta höggi í væntanlegri styrjöld, en ekki magnið eða tæknigæðin ein saman. Við munum einnig brátt fá að heyra um nauðsyn þess að auka við þá 108 eldflaugarpalla fyrir Pershing 2, sem fyrirhugaðir eru, sem svar við SS 21 - 22 - 23 og öðrum vopnum. Marghöfða stýriflaugar Samhliða þessu heldur tækniþróun eldflauganna áfram yfir á þriðja stigið: þær verða ekki bara búnar fleiri sprengihöfðum (MIRV), heldur líka sprengihöfðum sem verða búin sjálfstýribúnaði er gerir þeim kleift að komast undan hugsanlegum sovéskum gagnárásum og hitta í mark af meiri nákvæmni (MARV). Pershing 2 er dæmi um slíkt, en hún er nú ekki nema með eitt höfuð. MK-12A kjarnorkuoddarnir á langdrægu eldflauginni Minute- Man 3 eru af sömu tegund. Þá bætast einnig við nýjar gerðir flugvéla sem geta hafið sig til flugs og lent á vegum og eru því ekki ættu að spyrja sjálfa sig hvort Bandaríkin hefðu brugðist þannig við. Rússarnir munu einungis flýta áætlunum sínum og að öllum líkindum slíta samningaviðræðun- um í von um að fram komi „alvar- legur“ viðmælandi - en ekki ein- hver Reagan sem útnefni Kreml sem miðstöð hins illa í heiminum og setji samtímis upp eldflaugar er séu sérstaklega til þess gerðar að granda Kreml. Uppsetning eldflauganna í Evrópu mun því hafa í för með sér vígbúnaðarkapphlaup, sem mun taka fram öllu því sem við höfum áður kynnst í þeim efnum. Samningaviðræðurnar gátu ekki komið í veg fyrir þetta vegna þess að forsenda Vesturveldanna var rökleysa. Hún mótast af óskinni um yfirburði á öllum sviðum: svör eiga að vera til á öllum sviðum gegn öllum gerðum vopna - og þær eru margar. Og það nægir ekki að Vesturveldin séu ríkari þegar á heildina er litið, þau vilja líka eiga fleiri tíeyringa, krónupeninga, hundraðkalla o.s.frv. Rússarnir munu einnig taka upp þessa aðferð og gefa skilgreiningu sína á „grófu jafnvægi" upp á bátinn, en krefjast þess í stað jafnræðis á æ fleiri sviðum. En heimurinn er ekki fullkomlega einshliða, og ekkert samsvarar öðru fullkomlega. Auðvitað er Rússum engin huggun í því að bresk og frönsk kjarnorkuvopn eru „þjóðleg" (hvort það er svo tilfellið er annað mál) - þetta er bara bókhaldssvindl af hálfu Vesturveldanna. Og ekki verður huggunin meiri við það að Polaris eldflaugarnar 64, sem Bretar eiga, eiga að hverfa í skiptum fyrir Trident-kerfið sem er með tíhöfða eldflaugar en ekki „bara“ þríhöfða, og að Frakkarnir eru nú að vinna að tæknilegum endurbótum á þeim 80 kafbátaeld- flaugum og 18 landeldflaugum sem þeir hafa yfir að ráða þannig að þær verði í framtíðinni sjöhöfða. Stefnir í stórstyrjöid Getur þetta endað með nokkru öðru en stórstyrjöld, ef áfram verður haldið eftir sömu braut? Trúlega ekki. Tvær grundvallarfor- sendur eru þegar fyrir hendi: æðis- gengið vígbúnaðarkapphlaup og stöðugt vaxandi spenna. Þriðja for- sendan sem þarf til þess að stríðið skelli .á er að til átaka komi á milli aðila, og það getur gerst hvenær sem er. Mögulegt er - og jafnvel Iíklegt - að innan árs verði Bandaríkin blönduð í hernaðarátök ekki bara í Mið- Ameríku, Líbanon og Sýrlandi, heldur einnig í Persaflóa,'og á Filipseyjum. Hugsanlega einnig í Kóreu og í einhverjum átökum er tengjast Líbiu Taugarnar í Washington munu vart duga til meira en fjögurra af þessum sex átkasvæðum þegar við bætist ógnunin um gagnkvæmt sjálfsmorð með Sovétríkjunum (sem nú eru að koma upp tölvubúnaði til þess að ákveða um svörun á hugsanlegri eldflaugaárás). Útlitið er ekki bjart. Eða með öðrum orðum: útlitið er nákvæmlega eins og við í friðarhreyfingunni höfum sagt fyrir um að verða mundi ef eitthvað er þá er það ennþá verra. Það er bara um einn vonarneista að ræða: að það sterka almenningsáslit, sem ekki hefur fengið að ráða með þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu máli, geti fundið sér pólitískan málsvara í þeim lýðræðislegu jafnaðarmannaflokkum sem góður guð hefur sett í stjórnarandstöðu á þessum örlagatímum. Johan Galtung er kunnur norskur sérfræðingur um friðarmál og alþjóðadeilur. Hjörtun samelnast á Tölvutjáskipti vinsæll leikur í Bandaríkjunum Það var ósköp venjulegt föstu- dagskvöld að George Stickles frá Dallas í Texas sat fyrir framan Trs- 80 einkatölvuna sína og leitaði að viðmælanda. Hann var óvenju heppinn þetta kvöld, því hann náði sambandi við konu að nafni Debbie Fuhrman frá Tolleson í Arisona, sem hafði lykilkvótann „sweet lady“. Eftir hefðbundin orðaskipti í gegnum tölvuna, sem birtust á tölvuskjánum urðu þessi raf- eindatjáskipti stöðugt innilegri, þannig að þau gátu ekki slitið sig frá skerminum í 8 klukkustundir. Eftirleikurinn varð síðan brúð- kaup, þar sem þessi „tölvufrík“ voru gefin saman á clektrónískan hátt: bæði rödd prcstsins, hrís- grjónagusan og grátur tengdamæð- ranna var framkallaður af tölv- unni... Slík rafeindabrúðkaup eru angi nýs æðis sem sagt er að gangi yfir Bandaríkin um þessar mundir og kallað er „Computer networking“ eða örtölvutjáskipti, sem sögð eru um það bil að taka víð talstöðva- fjarskiptum semveitthafa mörgum áhugamanninum svefnlausar næt- ur. Með því að tengja einkaörtölvu við miðstöð getur eigandinn nú ekki bara fengið upplýsingar um ferðaáætlanir flugfélaga, stöðuna í. kauphöllinni eða hvað annað sem upplýsingabankarnir hafa á boð- stólnum, heldur geta þeir einnig komist í beint samband við 75 þús- und aðra áskrifendur að tölvumið- stöðinni Compuserve, sem eru Halló, clskan.... Tölvufyrirtækin í Bandaríkjunum eru nú í þann veg- in að tölvuvæða persónuleg tjá- skipti manna og æðið breiðist nú óðfluga út... dreifðir um öll Bandaríkin og Can- ada. Compuserve var upphaflega al- tölvuskiánum menn þjónustumiðstöð fyrir eigendur örtölva. En fyrir þrem árum fór fyrirtækið að veita þjón- ustu fyrir hópa með sérþarfir. Þannig voru opnaðar sérstakar rás- ir fyrir áhugamenn um hugbúnað og tölvuvinnslu, rásir fyrir táninga og áhugamál þeirra, rásir fyrir áhugafólk um matargerð eða ljós- myndun o.s.frv. Nú hefur einnig verið opnuð sérstök samskiptarás fyrir hómósexúalista og þannig hafa sérrásirnar orðið yfir 50. Þá var ákveðið í samkeppni við önnur fjarskiptafyritæki að opna sérstak- an „Cb-rás“, en á henni geta menn, tveir eða fleiri, talað saman að vild fyrir 6 dollara á klukkustund. Verður þetta hinn persónulegi tjáskiptamiðill framtíðarinnar spyrja menn, og minnast bylting- arkenndra hugmynda fjölmiðla- fræðingsins Marshall McLuhan um „heimsþorpið" - global village -. „Við verðum vör við mikla þörf hjá fólki til tjáskipta“ segir Jacquie Farthing, ritstjóri áhugamanna- tímarits um tölvumál. „Og örtölv- an er einfaldlega það tæki sem er í tísku núna, og er alls ekki óper- sónulegra en t.d. síminn. En þetta kerfi gefur ótrúlega möguleika". Russel Sise, ritstjóri tímaritsins „Computer gaming world“ segir að tölvutjáskiptin hafi oft Ieitt til per- sónulegra kynna, óg námsmaður í tölvufræðum við Kaliforníuhá- skóla segist sjálfur hafa eignast flesta vini sína með þessum hætti. En hvernig tjá menn hin marg- víslegu tilfinningaviðbrögð sem nauðsynleg eru í persónulegum samskiptum á tölvuskermi? Jú, gert hefur verið nýtt táknmál: stjörnur þýða áherslu, svigarnir tákna feimni eða viðkvæmni og röð upphrópunarmerkja táknar hrifn- ingu. ólg./Espresso

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.