Þjóðviljinn - 03.11.1983, Qupperneq 7
: ' Vi-o’.V c v.vV.V.-.v. WtWtji '- ví.v
Fimmtudagur 3. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Við afhendingu myndarinnar f.v. Guðmundur Vilhjálmsson, Bergþóra Guðmundsdóttir, Helga Vilhjálms-
| dóttir Frahm, Gíslína Vilhjálmsdóttir og Ásmundur Stefánsson forseti ASí, sem veitti gjöfmni viðtöku.
ASI fær málverk af
Hannesi á Horninu
Ekkja og börn Vilhjálms S. Vilhjálmssonar hafa gefið Listasafni ASÍ
málverk af Vilhjálmi sem Jón Engilberts málaði á árunum 1963-64 í tilefni
af 60 ára afmæli hans og gaf fjölskyldunni
í bakgrunni myndarinnar er sjó-
varnargarðurinn á Eyrarbakka og
fylking verkafólks með kröfu-
spjöld og fána, en Eyrbekkingur-
inn Vilhjálmur S. Vilhjálmsson var
lengi blaðamaður á Alþýðublaðinu
og skrifaði mikið um kaup og kjör
verkafólks. Hann var þekktur
undir dálkaheitinu Hannes á horn-
inu.
Listasafn ASÍ átti fyrir aðra
portretmynd eftir Jón Engilberts
frá árinu 1964, málverk af Þórbergi
Þórðarsyni. - ekh
25000 gigtveikir
Lauslega áætlað munu um 25
þúsund íslendingar vera meira eða
minna þjakaðir af gigt. Gigtarfélag
íslands vinnur nú að lokafrágangi
og kaupum á húsbúnaði í Gigtar-
lækningastöðina í Ármúla 5 í
ReykjaVík og er nú í gangi happ-
drætti til 8. desember til þess að
standa straum af kostnaðinum.
Eins og undanfarin ár er félagið
einnig með jólakortasölu. Félags-
menn eru nú um 1700 og fer fjölg-
andi. Skrifstofa félagsins er á
þriðju hæð í Ármúla 5 og er opin
alla virka daga frá kl. 13-17. Gigt-
arfélagið gefur út ársfjórðungsrit
til félagsmanna.
Kj ötútflutningur
Fyrstu 9 mánuði þessa árs nam
útflutningur á kindakjöti frá Bú-
vörudeild 1.716 tonnum. Á sama
tíma í fyrra höfðu verið flutt út
1.863 tonn. Af útflutningnum nú er
dilkakjötið 1.523 tonn en 1.743
tonn í fyrra.
Mest af kjötinu hefur farið til
Norðurlandanna en ofurlítið þó til
ýmissa landa annarra. Ennþá hefur
ekkert kjöt farið til Noregs og mun
svo ekki verða fyrr en í desember.
-mhg
Samtök herstöðva-
andstæðinga:
Sýnum
íbúum
Grenada
stuðning
og rekum Banda-
ríkjaher burt af
íslandi
Á landsráðstefnu Samtaka her-
stöðvaandstæðinga, sem haldin var
um helgina, var innrás Bandaríkja-
hers í Grenada harðlega fordæmd
og hún sögð vera skýlaust brot á
stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og
alþjóðalögum. í ályktuninni segir
m.a.:
Bandaríkjastjórn á hernaðar-
bandalagið NATO að bakhjarli og
Bandaríkjaher kemur víðar við en
á Grenada. Sami her er hér á landi
og ísland er aðili að sama hernað-
arbandalagi. Sá stuðningur sem við
getum sýnt íbúum Grenada er að
varpa þessum her á dyr, hætta að
vera samábyrg í hernaði Banda-
ríkjastjórnar í Mið-Ameríku og
segja okkur úr NATO.
SHA mótmælir þeim einhliða
fréttaflutningi sem átt hefur sér
stað í ríkisfjölmiðlunum varðandi
þetta mál.
Að lokum átelur Landsráðstefna
SHA harðlega að íslenska ríkis-
stjórnin skuli ekki hafa strax for-
dæmt innrás Bandaríkjahers og
þannig sýnt eðlilega samstöðu með
annarri smáþjóð.
________________skák________
„Vönduð vinna — vanir menn“
Nokkur orð um 21.
helgarskákmótið, haldið í
Garðinum um síðustu helgi
Helgarskákmótið í Garðinum
var hið tuttugasta og fyrsta í röð
þeirra móta sem „Ragnar í Smára
skáklistarinnar“, Jóhann Þórir
Jónsson stendur fyrir. Mótið dró
að sér fleiri þátttakendur en á
fjölmörgum undangengnum
mótum þvl alls mættu 58 kepp-
endur til leiks ef Skotta er taiin
með og þar af fjölmargir skák-
menn, ungir sem gamlir, frá
Suðurnesjum. Margt hcfur verið
skrifað og skrafað um mót þessi,
en í Garðinum kom það bersýni-
lega í ljós að tilgangnum með
mótunum hefur verið náð, að því
marki sem slíkt er hægt: ung-
lingar, stúlkur sem piltar, allt oní
smákrakka dvöldu löngum stund-
um yfir tafli meðan á mótinu stóð,
auk þess sem þau fylgdust grannt
með þeirri hörðu baráttu sem
geisaði um efstu sætin.
Flestir af sterkustu skák-
mönnum þjóðarinnar voru meðal
þátttakenda í mótinu, af þeim
allra fremstu vantaði aðeins Jón
L. Árnason og Friðrik Ólafsson.
Mótið tók sína venjulegu stefnu, í
upphafi myndaðist allstór kjarni
manna með hátt vinningshlutfall
en þegar líða tók á fóru menn að
heltast úr lestinni einn af öðrum.
Að loknum tveim keppnisdögum
af þremur var staða efstu manna
þessi: 1.-7. Guðmundur Sigur-
jónsson, Margeir Pétursson, Karl
Þorsteins, Jóhann Hjartarson,
Helgi Ólafsson og Magnús Sól-
mundarson allir með 4'A vinning.
Tvær síðustu umferðirnar voru
tefldar á sunnudeginum. Sú fyrri
hófst kl. 9 um morguninn en hin
síðari kl. 15 um eftirmiðdaginn.
Á lokasprettinum áttust þessir
við á toppborðunum:
6. umferð:
Jóhann Hjartarson -
GuðmundurSigurjónsson 0:1
Karl Þorsteins. -
Margeir Pétursson 0:1
Helgi Ölafsson -
Magnús Sólmundarson 1:0
Elvar Guðmundsson -
Ingi R. Jóhannsson 'h:'h
7. umferð
Ingi R. Jóhannsson -
GuðmundurSigurjónsson 'h:'h
Margeir Pétursson -
Helgi Ólafsson 'h:'h
Jóhann Hjartarson -
HalldórG. Einarsson 1:0
Magnús Sólmundarson -
Karl Þorsteins 1:0
Lokaniðurstaðan varð þessi:
1.-3. Helgi Ólafsson, Margeir
Péturson og Guðmundur Sigur-
jónsson allir með 6 vinninga. 4,-
7. Ingi R. Jóhannsson, Jóhann
Hjartarson, Magnús Sólmundar-
son og Elvar Guðmundsson allir
með 5>/2 vinning.
Stig eru látin skera úr um sigur-
vegara mótsins og reyndist undir-
ritaður hlutskarpastur á því sviði.
Mun það ekki vera í fyrsta sinn
sem slíkt kemur fyrir en það er
önnur saga. Þeir Margeir Péturs-
son og Guðmundur Sigurjónsson
tefldu af miklu öryggi á mótinu
og reyndar var Guðmundur ekki
ýkja langt frá því að vinna mótið
einn og sér, því þegar undirritað-
ur og Margeir Pétursson voru
búnir að gera glæsilegt jafntefli í
síðustu umferð tók Guðmundur
tii óspilltra málanna við að
þjarma að Inga R. Jóhannssyni.
Þegar langt var liðið á lok fytri
tímamarkanna virtist Guðmund-
ur hafa alla þræði í hendi sér, en
var hinsvegar orðinn tíma-
naumur og friðmæltist við ands-
tæðing sem þurfti ekki að láta
segja sér tvisvar og undirritaði
friðarsamningana.
Ingi R. Jóhannsson hefur nú
verið með I þrem síðustu helgar-
mótum og hefur endurkoma hans
í skákheiminn fallið í góðan jarð-
veg enda er í Inga að finna ein-
hvern mesta skákjöfur sem ís-
land hefur alið.
Jóhann Hjartarson og Karl
Þorsteins eiga það báðir sam-
eiginlegt að vera orðnir skák-
þreyttir eftir linnulausa tafl-
mennsku að undanförnu.
Á hinn bóginn tefldi Magnús
Sólmundarson, sem líkt og Ingi
hefur ekki verið tíður gestur á
helgarmótunum, skínandi vel,
enda lagði hann að velli þrjá
sterka skákmenn, Jóhann Hjart-
arson, Ásgeir Þór Árnason og
Karl Þorsteins.
Nokkur breyting hefur orðið á
tilhögun verðlaunaafhendingar.
Þannig eru nú veitt verðlaun fyrir
ýmsa aldurshópa og fyrir þann af
heimamönnum sem bestum ár-
angri nær. Auk þess hlýtur kepp-
andi utan höfuðborgarsvæðisins
verðlaun. Öldungaverðlaunin
hlaut Sturla Pétursson, verðlaun
fyrir bestan árangur keppenda
yngri en 20 ára hlaut Elvar Guð-
mundsson, fyrir aldursflokkinn
14-17 ára.
Bestum árangri keþpenda utan
Stór-Reykjavíkursvæðisins náði
Bolvíkingurinn Halldór G. Ein-
arsson, en bestum árangri kepp-
enda 14-17 ára náðu þeir Guð-
mundur Árnason og Tómas
Björnsson. Þá voru veitt verð-
laun fyrir þá sem bestum árangri
náðu af heimamönnum og kom í
ljós þegar mótinu lauk að fimm
keppendur voru með flesta vinn-
inga, Pétur Sævarsson, Gísli
Heiðarsson, Vilhelm Guð-
mundsson, Þorsteinn Heiðarsson
og Tryggvi Þór Tryggvason. Þeir
voru allir með 3 vinninga.
Eins og jafnan þegar dregur að
lokum helgarmótanna varð bar-
áttan í skákunum á efstu borðum
mikil og tvísýn. Margeir Péturs-
son vann í næst síðustu umferð
afar mikilvægan sigur yfir Karli
Þorsteins. Skákina tefldi hann af
sannfærandi öryggi:
Hvítt: Karl Þorsteins
Svart: Margeir Pétursson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2.RO Rc6 3.d4 cxd4 4.
Rxd4 g6 5. c4 Bg7 6. Be3 Rf6 7.
Rc3 0-0 8. Be2 d6 9. 0-0 Bd7 10.
Hcl Rxd4 11. Bxd4 Bc6 12.
O a5 13. b3 Rd7 14. Bxg7 Kxg7
15. f4 Db6+ 16. Khl a4 17.
Bg4?
(Ónákvæmur leikur sem gefur
svörtum betri stöðu. En staða
hvíts er á vissan hátt erfið. Það er
t.a.m. ekki auðvelt að finna hald-
góða áætlun fyrir hans hönd.)
17. .. Rf6 18. BO De3! 19. e5
(Eini leikurinn. Svartur vinnur
peð um stundarsakir og jafnvel
þó svo hvítur nái því til baka kost-
ar það alvarlegar veikingar á
stöðu hans.)
19. .. dxe5 20. Bxc6 bxc6 21.
fxc5 Dxe5 22. Hel Df4 23.
Hfl Dh4 24. g3 Dh6 25.
Rxa4 Had8 26. DO Hd2 27.
h4 Hfd8
(Það mun hafa verið á þessu
augnabliki, þegar engum bland-
aðist hugur um það að Margeir
stæði til vinnings, að Ásgeir Þór
Árnason gekk til Margeirs og
sagði: „Það er nú ansi merkilegt
með þig Margeir hvað þú teflir
þetta afbrigði vel á svart,“ og
fékk til baka hið sögufræga svar:
„Vönduð vinna - vanir menn.“)
28. Hcdl Hxdl 29. Hxdl Hxdl+
30. Dxdl De3! 31. Dgl De4+ 32,
Dg2 bl+ 33. Kh2 Rg4+ 34. Kh3
Df5 35. De2 Re3+ 36. Kh2 De4
37. Kgl h5! 38. Rb2 Dbl+ 39.
Kf2 Rg4 40. Kg2 Dxa2
(Loks vinnur svartur lið. Staða
hvíts er vonlaus.)
41. b4 Db3 42. b5 cxb5 43. cxb5
Re3+ 44. Kf2 Rf5 45. Rd3 f6 46.
De4 Dxb5 47. Rf4 Dfl+!
- Karl gafst upp. Eftir 48. Kxfl
Rxg3+ ásamt 49. - Rxe4 er svart-
ur með þrem peðum meira og
auðunnið tafl. Einkennandi skák
fyrir Margeir þegar honum tekst
hvað best upp. - hól.