Þjóðviljinn - 03.11.1983, Síða 12
12 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Eimmtudagur 3. nóvember J983.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Njarðvíkum
Aðalfundur
Alþýðubandalagið I Njarðvíkum heldur aðalfund nk. fimmtudagskvöld
3. nóvember kl. 20.30 í kaffistofu Slippsins. Dagskrá: 1) Venjuleg
aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á Landsfund. 3) Kosning fulltrúa á
kjördæmisráösfund. 4) Önnur mál. - Mætið vel og stundvíslega. -
Stjórnin.
Allir samtaka nú
Sjálfboðaliða vantar til starfa
á flokksmiðstöð
Sjálfboðaliða (karla og konur) bráðvantar í kvöld, fimmtudagskvöld 3.
nóv. kl. 20:30, til að taka til í geymslum og í vestursal á Hverfisgötu
105. Sýnum samstöðu og fjölmennum. Þetta verk verður að vinna. -
Nefndin.
Alþýðubandalagið
í Reykjavík
Viðtalstímar
borgarfulltrúa
Næstkomandi laugardag þ.e. 5. nóvember, verð-
ur Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi til viðtals í
flokksmiðstöð AB Hverfisgötu 105, frá kl. 11 til 12.
Borgarbúar eru eindregið hvattir til að notfæra sér
þessa þjónustu og fá beinan aðgang að borgar- ,Guftrún Águstsdóttir
fulltrúum. - ABR
Aðalfundur kjördæmisráðs
á Reykjanesi
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Reykjanesi verður
haldinn laugardaginn 5. nóv. kl. 9.30 í samkomuhúsinu í Garði. Dag-
skrá 1)Venjuleg aðalfundarstörf 2)GeirGunnarsson ræðirstjórnmála-
viðhorfiö 3)Ásmundur Ásmundsson um laga- og skipulagsmál banda-
lagsins. - Stjórnin.
Alþýðubandalag Héraðsmanna
Almennur félagsfundur
verður haldinn fimmtudaginn 10 nóvember i Valaskjálf (Litla sal) og
hefst hann kl. 20.30. Kjörnir fulltrúar á landsfund Alþýðubandalagsins
flytja stutt framsöguerindi: Efnahagsmál - Sigurjón Bjarnason; At-
vinnumál- Sveinn Jónsson; Umhverfi og auðlindir- Svandís Rafns-
dóttir; Skipulagsmál flokksins - Berit Johnsen. Að loknum framsögu-
erindum verða frjálsar umræður. - Félagar, mætum vel og stundvís-
lega. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið
í Kópavogi
Bæjarmálaráð heldur fund í kvöld, miðvikudaginn 2. nóvember í Þing
hóli kl. 17.30. Dagskrá: 1) Félagsmál. 2) Önnur mál. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður
haldinn í Félagsheimilinu Rööli, Borgarnesi, sunnudaginn 6. nóvem-
ber n.k. og hefst kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2.
Stjórnmálaviðhorfið. 3. Lög um skipulagsmál AB. 4. Önnur mál. -
Mætið vel og stundvíslega. - Stjórn kjördæmisráðs.
Alþýðubandalagið
í Reykjavík
Félagsfundur — Til-
lögur laga- og
skipulagsnefndar
Alþýðubandalagið í Reykjavík boðar til félags-
fundar að Hverfisgötu 105, fimmtudaginn 10. nóv-
ember kl. 20.30.
Dagskrá:
1) Skýrslur og tillögur frá starfshópum ABR
2) Tillögur laga- og skipulagsnefndar sem lagðar
verða fyrir landsfund Alþýðubandalagsins.
Framsaga: Einar Karl Haraldsson formaður
nefndarinnar.
3) Önnur mál.
Félagsmenn ABR eru hvattir til að fjölmenna.
Einkum eru landsfundarfulltrúar félagsins hvattir
til að mæta vel.
Stjórn ABR
ABR
Starfshópur um efnahags- og kjaramál
Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 8. nóvember nk. kl. 20.30 að
Hverfisgötu 105. Þröstur Ólafsson heldur framsöguræðu.
Félagar eru hvattir til að mæta. - Hópurinn
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Umræðuhópur um sjávarútvegsmál
Næsti fundur í umræðuhóp um sjávarútvegsmál verður þriðjudaginn
8. nóvember kl. 20:30 að Hverfisgötu 105.
Áhugamenn um sjávarútvegsmál eru hvattir til að fjölmenna - ABR I
Einar Karl.
Afmælisrit Matthíasar Jónassonar
Hinn kunni uppeldisfræðingur
dr. Matthías Jónasson, prófessor,
varð áttræður fyrir rösku ári og af
því tilefni er nú komið út ritið At-
höfn og orð til heiðurs honum. Að
útgáfunni standa: Háskóli*íslands,
Kennaraháskóli íslands, Kennara-
samband íslands, Hið íslenska
kennarafélag, Sálfræðingafélag ís-
lands og Skólarannsóknadeild
menntamálaráðuneytisins, en þessi
samtök og stofnanir hafa lengi not-
ið starfskrafta dr. Matthísar. Var
afmælisbarninu afhent ritið í húsa-
kynnum háskólans hinn 13. okt.
síðastliðinn við hátíðlega athöfn.
Athöfn og orð er 287 síður í stóru
broti, gefið út hjá Máli og menn-
ingu sem gefið hefur út flestar
bækur dr. Matthíasar. í ritinu eru
alls sautján greinar af fræða- og
áhugasviði Matthísar eftir kunna
fræðimenn, auk skrár um rit hans
eftir Einar Sigurðsson háskóla-
Matthías Jónasson.
bókavörð. Um uppeldis- og skóla-
mál skrifa Andri ísaksson, Edvard
Befring, Gerður G. Óskarsdóttir,
Hrólfur Kjartansson, Jónas Páls-
son, Margrét Margeirsdóttir,
Ólafur J. Proppé, Sigmar Ólafs-
son, Sigríður Þ. Valgeirsdóttir,
Sigurjón Bjornsson, Þórólfur Þór-
lindsson og Þuríður J. Kristjáns-
dóttir. Um sálarfræði skrifa Grétar
Marinósson, Kristinn Björnsson
og Magnús Kristjánsson. Sagn-
fræðilegar greinar skrifa Loftur
Guttormsson og Lýður Björnsson.
Grein um málþroska barna eiga
saman Indriði Gíslason, Randa
Mulford og Ásgeir S. Björnsson.
Fremst í ritinu er greinin Áthöfn og
orð eftir Brodda Jóhannesson um
ævi og störf Matthíasar Jónas-
sonar.
Ritstjóri verksins var Sigurjón
Björnsson, prófessor. Það er unnið
að öllu leyti í Prentsmiðunni Odda
hf.
Ferðabók
Sveins
Pálssonar
Orn og Orlygur hefur gefið út
Ferðabók Sveins Pálssonar, dag-
bækur og ritgerðir þess merka
manns frá árunum 1791-97 í þýð-
ingu Jóns Eyþórssonar, Pálma
Hannessonar og Steindórs
Steindórssonar. Steindór skrifar og
„Nokkur Iokaorð“ um sögu þýðing-
arinnar og samþýðendur sína.
Ferðabók Sveins Pálssonar kom
fyrst út árið 1945 í þýðingu þeirra
Jón, Pálma og Steindórs. Það var
Jón Eyþórsson sem bjó bókina þá
til prentunar og fylgdi henni úr
hlaði með ítarlegum formála og
eftirmála þar sem hann gerði grein
fyrir ævi og störfum Sveins Páls-
sonar. Ferðabókin var þá þegar
mjög fagurlega útgefin og m.a. var
Tryggvi Magnússon listmálari
fenginn til þess að myndskreyta
bókina og teikna upphafsstafi við
hvern kafla.
Segja má að það sé vel við hæfi
að Ferðabók Sveins Pálssonar
komi út aftur á því ári þegar liðin
eru 200 ár frá Skaftáreldum því
Sveinn skoðaði upptök eldanna
árið 1794 og skráði þá hið svokall-
aða Eldrit sitt sem er einmitt hluti
Ferðabókarinnar sem nú kemur út.
Hann gerði einnig uppdrátt af
Skaftáreldahrauninu og „Elds-
veitunum" sem nú er prentaður í
fyrsta sinn eins og Sveinn teiknaði
hann og fylgir uppdrátturinn með
Ferðabókinni sérrprentaður í sér-
hönnuðu umslagi.
Ferðabók Sveins Pálssonar er að
öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni
Odda hf. Sigurþór Jakobsson
hannaði titilsíður, bókarspjöld og
öskju.
Þegar börn verða að fara á
sjúkrahús
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út bókina Leiðbeining-
ar fyrir foreldra sem eiga Börn á
sjúkrahúsum að frumkvæði Nor-
ræna félagsins um þarfír sjúkra
barna. Höfundur bókarinnar er
Lise Giódesen en þýðingu annaðist
Valgerður Hannesdóttir. Höfund-
ur bókarinnar, Lise Giódesen er
sjúkraiðjuþjálfari sem hefur í starfí
sínu á dönskum og amerískum
sjúkrahúsum öðlast mikinn skiln-
ing á því, hvaða áhrif sjúkdómar og
innlögn á sjúkrahús hefur á börn.
Helga Hannesdóttir læknir á
Barnageðdeild Landspítalans og
Halldór Hansen yfirlæknir Barna-
deildar Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur rita inngang bókar-
innar og komast m.a. svo að orði:
„Það getur verið óhjákvæmilegt að
leggja barn inn á sjúkrahús, ef ekki
er hægt að veita því nauðsynlega
læknisþjónustu á annan hátt. Og
víst er það, að mörg börn fá bót
meina sinna á sjúkrahúsum. Engu
að síður er talið, að nær helmingur
þeirra barna, sem dvelja á sjúkra-
húsum fái meiri eða minni eftir-
köst, sem haft geta miður heppileg
áhrif á þroska barnanna í framtíð-
inni og þá jafnvel langvarandi.
Þýðing þessarar bókar á íslensku
er því bæði foreldrum, börnum og
starfsfólki sjúkrahúsa kærkomin
vegna þess, að hún veitir þeim upp-
lýsingar, fræðslu og leiðbeiningar
um þau skaðlegu áhrif, sem
veikindi og sjúkrahúsdvöl geta haft
í för með sér“.
V etraror
lof bænda
Ný mat-
reiðslubók
Ný matreiðslubók, „Allskonar
góðgæti" er komin út hjá bókaút-
gáfunni Setberg. Þetta er þriðja
bókin sem sænski matreiðslumeist-
arinn Agnete Lampe og Guðrún
Hrönn Hilmarsdóttir húsmæðra-
kennari senda frá sér. Hinar tvær
voru: „Nú bökum við“ og „Áttu
von á gestum?"
Meðal rétta í bókinni eru: Grís-
akótelettur með rjómavínssósu,
Kjúklingapottur, Fylltur fiskbúð-
ingur, Veisluís frá Sikiley, Smálúð-
uflök með krabbafyllingu,
Nautasteik með smjörsteiktum
kartöflum, Steiktur lax í hví-
tvínssósu, Fín fiskisúpa, Ekta vín-
arsnitsel, Paj með skinku og blað-
lauk, Hamborgarhryggur í port-
vínshlaupi, Innbakaður graflax og
margskonar annað góðgæti.
Mörg hundruð litmyndir sýna
réttina og handtökin við gerð
þeirra.
Undanfarna vetur hefur verið
efnt til nokkurra orlofsvikna fyrir
fólk úr sveitum landsins, að Hótel
Sögu. Aðsókn að þessum orlofsvik-
um hefur verið góð og undantekn-
ingarlaust hafa þátttakcndur verið
ánægðir.
Nú hefur verið ákveðið að efna
tjl einnar orlofsviku fyrir áramót.
Á hún að hefjast 28. nóv. og standa
til 4. des. Skipulagðar verða ferðir í
afurðasölufélögin og til einstakra
fyrirtækja og stofnana. Útvegaðir
verða miðar í leikhúsin, farið sam-
eiginlega á skemmtanir og ýmislegt
fleira verður á dagskrá.
Þeir, sem áhuga hafa geta fengið
nánari upplýsingar hjá Ferðaþjón-
ustu bænda í síma 19200 eða hjá
Hótel Sögu í síma 29900.
- mhg
Bálför
Málfríðar Einarsdóttur
Rauðalæk 14
verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. nóvember
klukkan hálftvö. Þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir
að láta Blindravinafélag íslands njóta þess.
Þorsteinn Guðjónsson
og fjölskylda