Þjóðviljinn - 03.11.1983, Blaðsíða 15
nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
RUV0
Fimmtudagur
3. nóvember
7.00 Veðuriregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum
degi. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Gísli Friðgeirsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Leitin að
vagnhjóli" eftir Meindert DeJong Guðrún
Jónsdóttir les þýðingu sína (25).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.35 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum.
Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson.
11.05 Austfjarðaþokan Vilhjálmur Einarsson
ræðir við Jóhann Þórólfsson.
11.35 íslenskir tónlistarmenn leika og
syngja
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
14.00 „Kallað í Kremlarmúr“ eftir Agnar
Þórðarson Höfundur lýkur lestrinum (8).
14.30 Á frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalðg sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar Rögnvaldur Sigur-
jónsson leikur á píanó Prelúdíu, kóral og
fúgu eftir Cesar Franck/George Barboteu
og Genecieve Joy, leika Sónötu fyrir horn og
pianó op. 70 eftir Charles Koechlin/Maurice
André, Gerard Jarry, Alain Moglia, Serge
Collot, Michel Tournus, Jacques Cazauran
og Jean Philippe Collard leika Septett i Es-
dúr op. eftir Camille Saint-Saéns.
Vilhjálmur Einarsson ræðlr við Jó-
hann Þórólfsson kl. 11.05.
17.10 Síðdegisvaka
18.00 Af stað með Tryggva Jak jbssyni.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00. Kvöldfréttir. Tilkynninga. Daglegt
mál. Erlingur Sigurðarson flytur báttinn.
19.50 Við stökkinn Stjórnandi: J runn Sig-
urðardóttir.
20.30 Frá tónleikum Sinfóniuhljómsveitar
Islands í Háskólabíói Stjórnandi: Jean-
Pierre Jacquillat. Einleikari: Per Hannisdal.
a. „Krýning Poppeu", svita eftir Claudio
Monteverdi. b. Fagottkonsert eftir Antonio
Vivaldi. - Kynnir: Jón Múli Árnason (Fyrri
hluti).
21.15 „Ekki hæli ég einverunni1' Guðrún
Guðlaugsdóttir ræðir við Hjðrleif Kristins-
son, Gilsbakka í Skagafirði. Áður útvarpað í
júlf 1981.
„Ekki hæli ég einverunni“ segir Hjör-
leifur Kristinsson á Gilsbakka f
Skagafirði en Guðrún Guðlaugsdóttir
ræðir við hann kl. 21.15.
22.05 Tónleikar
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Fimmtudagsumræðan Umsjón: Einar
Örn Stefánsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
frá lesendum
Hækkun dagvistargjalda í Kópavogi
Er Þjóðviljinn
samþykkur?
Námsmaður úr Kópavogi:
hafði samband við blaðið og
sagðist vonsvikinn yf ir f réttum
Þjóðviljans sJ. þriðjudag af
hækkun á dagvistargjöldum
námsmanna í Kópavogi fyrir
börn sín. Hvers vegna segir
Þjóðviljinn gagnrýnislaust frá
því þegar dagvistargjöld
námsmanna eru hækkuð með
þessum hætti? Er það vegna
þess að Alþýðubandalagið á
aðild að bæjarstjórnarmeiri-
hiutanum?
Það eru þungar álögur þegar
námsmaður með 2 börn þarf að
greiða allt að 6000 krónum á
mánuði í dagvistargjöld. Það er
ekki reiknað með þessum út-
gjöldum við úthlutun námslána,
enda er einmitt verið að skerða
þau líka um þessar mundir. Það
er sagt að hægt sé að fá undan-
þágu frá þessari nýju réglu, en
þegar að er gáð virðist það ekki
svo einfalt, því sýna þarf bæði
tekjuvottorð og útgjaldaliði. Ég
hélt að það væri ljóst að þeir sem
á annað borð fá námslán geta
ekki framfleytt sér af eigin tekj-
um. Hvað réttlætir þá þessa
hækkun? Ég óttast að Þjóðviljinn
hefði tekið öðruvísi á þessu máli
ef annar stjórnmálaflokkur hefði
átt í hlut, og það þykir mér mið-
ur, blaðsins vegna.
Tekið á móti
fatnaði og fleiru
Jórunn Sörensen hringdi:
Vegna lesendabréfs frá Mar-
gréti Sæmundsdóttur í Þjóðvilj-
anum sl. þriðjudag, þar sem hún
mælist til þess að fólk fleygi ekki
fatnaði, sem það hefur ekki
lengur not fyrir, heldur komi
honum til einhverra, sem gætu
miðlað honum til þeirra, sem í
þörf eru fyrir fatnað, vil ég benda
á eftirfarandi:
Samband dýraverndunarfélaga
hefur nú í 5 ár rekið flóamarkað í
Hafnarstræti 17, (kjallara). Þar
er tekið á móti fatnaði, búsáhöld-
um, húsmunum, leikföngum
o.fl., sem eigendur hafa ekki
lengur þörf fyrir eða kæra sig ekki
um að nota. Þessir hlutir eru síð-
an seldir á mjög vægu verði og
öllu því, sem inn kemur, varið til
dýraverndunar. Þessi starfsemi
hefur sífellt farið vaxandi, þannig
að bæði fjölgar þeim, sem koma
til okkar með muni og hinum,
sem leita eftir þeim.
Markaðurinn er opinn frá
mánudegi til fimmtudags að báð-
um dögum meðtöldum, frá kl. 2-
6, (14-18).
Pennastrikið
Pennastrikið hans Alberts varð
Sófusi að yrkisefni og hefur svo
sem oft orðið til staka af minna
tilefni:
Albert skuldar ei neinum neitt
og nœstum á augnabliki
skuldirnar sínar getur greitt
glaður, með pennastriki
En sultarólar eg sárt til finn
þótt svölun frá Albert leiði.
Skrattakornið að skattinn minn
eða skuldirnar hann greiði.
Útvarp kl. 22.35
Þróunaraðstoð í fimmtudagsumræðu
Það er Einar Örn Stefánsson
fréttamaður sem sér um
fiinmtudagsumræðuna í kvöld.
Verður fjallað um þróunaraðstoð
Islendinga. Sagði Einar Örn að
þátturinn kæmi svona í framhaidi
af nýafstaðinni heimsókn forseta-
hjónanna á Grænhöfðaeyjum
hingað til lands.
Auk stjórnandans kom afrarn í
þættinum Baldur Óskarsson, en
hann er í stjórn Þróunarsam-
vinnustofnunar íslands, Baldvin
Gíslason, skipstjóri, en hann hef-
ur unnið víða við þróunaraðstoð
og kennslu í fiskveiðum, Jón Ás-
geirsson, framkvæmdastjóri
Rauða kross íslands og Gunn-
laugur Stefánsson, fræðslufull-
trúi Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar. Allt eru þetta fulltrúar stofn-
ana, sem afskipti hafa af þessum
málum og þrautkunnugir þeim
eða hafa starfað hjá þróunar-
þjóðunum.
Til umræðu rnun m.a. koma
framlag okkar til þróunaraðstoð-
ar, sem mun vera 0,045% af
þjóðarframleiðslunni, en átti
upphaflega að vera 1%. Er þetta
fremur bágborin frammistaða hjá
þjóð, sem verður þó að teljast
allvel efnuð þegar á heildina er
litið.
- mhg
Baldur
Baldvin
Einar Örn
Gunnlaugur
Jón
skák
Karpov að tafli - 226
Það verður ekki sagt um Karpov
að hann vinni megnið af skákum
sínum á snjöllum leikfléttum. Líkt og
meistarar á borð við Kasparov eða
Mikhael Tal. Rósemdin hvílir yfir
öllum aðgerðum hans samfara óbil-
andi öryggi. Þó kemur það fyrir aðr
hann hristirfram úrerminni laglegar
leikfléttur eins og t.d. í eftirfarandi
skák sem hann tefldi við einn efni-
legasta skákmann Hollendinga um
þessar mundir, Van der WieT:
abcdefgh
Karpov - Van der Wiel
27. Hxe6! Dxa6
(Eftir 27. - fxe6 28. Dxe6 á svartur
enga vörn við hótuninni 29. Df7+
og 30. e8) (D).
28. Hxf7! Kxf7
29. e8 (D)-!(Snilldarlega teflt. Ef 29.
- Hhxe8 þá 30: g6+ Kf8 31. Df4+
og 32. Df7+.)
29. .. Hbe8
30. g6+ Kg8
31. Hxe8+ Bf8
32. De6+
- og Hollendingurinn gafst upp.
Lokaniðurstaðan í Amsterdam varð
á að Karpov sigraði eina ferðina
enn, hlaut 10 vinninga af 14 mögu-
legum. Jan Timmann kom næstur
með 9 vinninga, síðan Sosonko
með 8 vinninga og þvínæst Hort
með Th vinning. Keppendur voru 8
talsins og tefldu þeir tvöfalda um-
ferð. Bent Larsen fékk hraksmánar-
lega útreið; hann varð neðstur með
3V2 vinning af 14 mögulegum.
bridge
Flest „sterku" pörin í dag nota
einhvers konar veika opnun á 2.
sagnstigi. Veikir tveir í hjarta/spaða
eða blandað. Og til að fullkomna
sagnir, er oftlega notast við yfir-
færslur. Lítum á dæmi:
4
10962
Á10873
Á32
Kd92 Ág753
3 Á7
D62 G94
K9532 Dg7
1064
KDG854
K2
106
Suður vakti á 2 tíglum (MUIti
tveir. Þýðir: veikir tveir í hálit, þrílit
hendi eða sterk opnun). Vestur
sagði pass, Norður 2 grönd (tilbú-
inn í alit, jafnvel sjálfsmorð.) Austur
pass (eðlilega), Suður 3 tígla (yfir-
færsla í hjarta, þýðir veikir tveir í
hjarta) og Norður datt í lukkupottinn
og sagði 4 hjörtu beint. Sem var
passað út. Spilið kom fyrir í sveitak-
eppni og þar renndu A/V sér í 4
spaða á sömu spil, þannig að spilið
gaf „gamesveiflu" til beggja átta, til
sömu sveitar.
Niðurstaðan af þessu spili er sú,
að því betur sem þú vopnbýrð þig
áttu meiri möguleika á móti ands-
tæðingi þínum, sem ekki býr við
sama vopnakost. N/S parið i þessu
spili, „stela" samningnum frá A/V,
með sögnum sínum, því ekki er gott
fyrir vörnina að koma inn í þessar
sagnir, einsog sjá má.
Gœtun
tungunn ir
Sagt var: Ég held c þetta
hvorutveggja sé gott.
Rétt væri: ... að þetí- 'ort-
tveggja sé gott.
Hins vegar væri ré s hef
trú á hvorutveggja.