Þjóðviljinn - 03.11.1983, Page 16
mmu/M
Fimmtudagur 3. nóvember 1983
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Ríkjandi skoðun meðal starfsfólks Hafarnarins og Þórðar Oskarssonar hf.:
Fyrirtækin opna ekki aftur
Á morgun föstudag er síðasti
vinnudagur starfsfóiks fisk-
vinnsiustöðvarinnar Haförninn
hf. Og á næsta mánudag er síð-
asti vinnudagur hjá starfsfólki
fiskvinnslustöðvar Þórðar Ósk-
arssonar hf. Atvinnuieysi og al-
ger óvissa um framtíðarat-
vinnumöguleika bíður u.þ.b.
200 manns vegna þeirrar stöðu
sem komin er upp vegna útgerð-
ar togarans Óskars Magnús-
sonar AK 177. Á Akranesi eru
nú þegar mun fleiri á atvinnu-
leysisskrá en mörg undanfarin
ár og þegar þeir næstum 200
bætast við má segja að rösklega
tíundi hver vinnufær Akurnes-
ingur sé atvinnuiaus. Þá er at-
vinnuleysi viðblasandi stórum
hópum iðnaðarmanna.
í gær heimsótti Þjóðviljinn
starfsfólk fiskvinnslustöðvanna
tveggja sem reka togarann Óskar
Magnússon AK 177. Almenn
svartsýni var ríkjandi meðal þessa
fólks og eitthvert það eftirtektar-
verðasta sem fram kom í máli nær
allra sem Þjóðviljinn talaði við var
það, að fólkið átti ekki von á því að
fyrirtækin tækju aftur til starfa.
Þess utan var fólk afar svartsýnt um
að nokkra vinnu yrði að fá næstu
vikur og mánuði.
WmS0
Atvinnuleysi um óákveðinn tíma blasir nú við starfsfólki tveggja frystihúsa Þjóðviljans, Magnús, í flökunarsal hjá Þórði Óskarssyni hf., en næsta
á Akranesi, Þórði Oskarssyni hf. og Haferninum hf. Togarinn Óskar mánudag er síðasti dagur starfsfólksins og alls óvíst hvort fyrirtækið opnar
Magnússon AK 177 liggur bundinn við bryggju, en hann hefur staðið aftur.
undir hrácfnisöflun fyrir frystihúsin. Meðfylgjandi mynd tók ijósmyndari
Matthías á
Mogganum blandar
sér í formannsslaginn
Þorsteinn
er Morgun-
blaösegg
— og verður vonandi
varphæna
Matthías Johannesen
skáld og Morgunblaðsrit-
stjóri sagði í viðtali við
morgunútvarpið í gær-
morgun, að gaman væri
að horfa á Morgunblaðs-
eggið Þorstein Pálsson
verða að unga og jafnvel
varphænu. Stefán Jökuls-
son átti viðtal við ritstjór-
ann í tilefni af sjötugsaf-
mæli Morgunblaðsins.
Orðrétt sagði skáldið:
„Það hefur verið ákaflega
skemmtilegt og raunar eftirminni-
legt að horfa á suma af þessum
mönnum, sem hafa farið út í lífið
að öðru leyti, að horfa á þá verða
borgarfulltrúa, verða þingmenn, -
nú taka jafnvel við Dagblaðinu
einsog Hörður vinur minn Einars-
son, - ætla sér að verða formenn
Sjálfstæðisflokksins einsog Þor-
stein Pálsson. Við köllum þessa
menn Morgunblaðseggin. Við
erum alltaf að vona að það verði
úngar úr þessu og svona nýjar varp-
hænur“, sagði Matthías sposkur,
þó alvaran leyndi sér ekki í rödd
skáldsins.
-óg
Gunnar G. Schram vill fella samn-
ingsbannið.
GunnarG.Schram
alþingismaður
Sjálfstæðisflokki
Afnema
bann við
samningum
„Það kemur fyllilega til greina að
mínu áliti að afncma bannið við
samningum á launamarkaði við af-
greiðslu bráðabirgðalaganna**
sagði Gunnar G. Schram á alþingi í
gær.
Sagði Gunnar að afnám samn-
ingsréttar hefði verið „óyndisúr-
ræðí“, en mælti að öðru leyti bráð-
abirgðalögum ríkisstjórnarinnar
bót, en þau fela í sér bann við ál-
mennum kjarasamningum auk
annarra skerðinga.
-óg
Albert um fjáröflun til húsnæðislána
Seljist ekki bréfin
sé ég engar leiðir
Fjármálaráðherra viðurkenndi
á Alþingi í gær að markaður fyrir
spariskírteini ríkissjóðs hefði verið
erfiður og kaup lánastofnana á
verðtryggðum bréfum ríkissjóðs
hefðu heldur ekki skilað því sem
vonast var til. Hann kvaðst ekki
hafa neinar aðrar lausnir tii þess að
afla viðbótarfjár í húsnæðislána-
kerfið m.a. vegna ákvörðunar um
50% hækkun lána.
„Ef samtakamáttur þjóðarinnar
í skyldusparnaði bregst, þá eru
engar aðrar lausnir vegna þess að
ég mun ekki stuðla að því að farið
verði í frekari lántökur erlendis, ég
mun heldur ekki stuðla að frekari
yfirdrætti í Seðlabanka íslands og
ég mun ekki taka þátt í að auka
skattbyrði á fókinu í landinu. Þá er
lítið annað eftir en samdráttur í
ríkiskerfinu, og náist hann ekki
fram þá er ekki um annað að ræða
en að húsbyggjendur verði að þola
samdrátt við húsbyggingar."
- ekh
/ ✓
Þjóðhagsstofnun tekin á beinið á þingi LIU
Refknar út óskhyggju
allra ríkisstiórna
Útgerðarmenn réðust harkalega
að Þjóðhagsstofnun á þingi Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna
sem hófst á Akureyri í gær. Var
stofnunin sökuð um að fegra stöðu
útgerðarinnar og senda frá sér
tcjlur sem væru þóknanlegar ríkis-
stjórnum á hverjum tíma, en gætu
ekki verið forsenda réttra ákvarð-
ana.
Kristján Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri LÍU bar saman tölur
reiknistofu Fiskifélags íslands á úr-
taki 55 minni togara og Þjóðhags-
stofnunar. Sú síðarnefnda hafði
komist að því að hallinn væri 13%
en hin fyrrnefnda 29%. Ólafur
Gunnarsson framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað
kvað Þjóðhagsstofnun segja fisk-
vinnsluna 2-3% í plús, þegar hún
væri í raun 2-3% í mínus. Ólafur
Gunnarsson var einkum afdráttar-
laus í sinni gagnrýni og sagði að svo
virtist sem Þjóðhagsstofnun ætti á
hverjum tíma að láta ríkisstjórnum
í té þá útreikninga sem þær
óskuðu. Varla væri von að nokkur
ríkisstjórn gæti tekið réttar ákvarð-
anir þegar hún fengi útreikninga
sem byggðust á eigin óskhyggju.
Minnka þyrfti afskipti Þjóðhags-
stofnunar af málefnum útgerðar-
innar, og stilla þannig til að útgerð-
in fengi þær tekjur sem hrykkju
fyrir útgjöldum. Hvernig sem
menn reiknuðu þá væri það grund-
vallaratriði sem ekki væri hægt að
komast framhjá.
í sama streng tók Kristján Ragn-
arsson sem sagði að útgerðin gæti
ekki safnað frekari vanskilum.
Þrátt fyrir skuldbreytingu upp á
520 miljónir króna í fyrra til
skamms tíma og á háum vöxtum
hlæðust vanskilin upp. Þau næmu
nú 670 miljónum króna við Fisk-
veiðasjóð, 700 miljónum króna við
oliufélögin og vanskil við aðra við-
skiptaaðila, svo sem viðgerðar-
verkstæði og veiðarfærasala næmu
hundruðum miljónum króna.
Jón Sigurðsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar flutti erindi í upp-
hafi þingsins, en í gærkvöldi voru
miklar umræður, þar sem gagnrýni
á stofnunina var áberandi. _ ekh