Þjóðviljinn - 17.11.1983, Side 7
Fimmtudagur 17. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Guðrún Bríem Holt:
Heimsókn til kvennanna við
Greenham i ~ :■■■■
Commons
Fólkið myndaði keðju kringum herstöðina.
Guörún Briem Holt, íslensk
kona búsett í Noregi, var ekki
alls fyrir löngu á friðarþingi í
London og heimsótti þá búöir
þeirra ensku kvenna sem hafa
haldið uppi andófi gegn kjarn-
orkuvopnum viö Greenham
Commons. Frásögn hennarfer
hér á eftir í lauslegri þýöingu:
Síöan í september 1981 hafa
enskar konur haldið uppi mót-
mælaaðgerðum hér, þriggja stunda
lestar-, strætisvagna- og fótgöngu-
leið frá London.
Inni á risastórri flugstöð er verið
að reisa skotpalla, allt er til reiðu til
að taka á móti bandarísku eldflaug-
unum. Konurnar hafa lagst á veg-
inn til að hindra aðföng, þær hafa
komið sér inn á svæðið, hvað eftir
annað hefur lögregla komið og
handtekið þær, en sífellt bætast
nýjar í skörðin.
I desember í fyrra var hér mikill
mótmælafundur með þátttöku
kvenna frá öllum heimi. Þær héld-
ust í hendur og umkringdu þannig
aðalstöðina, sumsstaðar með tvö-
faldri röð. Þær skreyttu gadda-
vírsgirðinguna með öllum hugsan-
legum ráðum og þær sungu!
Nokkrar konur úr hinum fasta
50-60 manna kjarna skiptast á um
að annast störf á lítilli skrifstofu
uppi undir súð í London. Þegar ég
kom upp þangað síðla dags voru
þar fimm konur önnum kafnar.
Það var stutt hlé og einlæg gleði -
ég kom með ávísun, samtökin
„Höfnum kjarnorkuvopnum“ á
Lilleaker höfðu safnað þeim pen-
ingum. Um kvöldið heyrði ég af
tilviljun í útvarpi að Greenham-
konurnar væru uppiskroppa með
peninga!
Það var margt um manninn úti
við flugstöðina - komin var rúta
með fulltrúum verkalýðsfélaga.
Bíllinn átti að aka kringum her-
stöðina og ég fékk að vera með.
Konurnar höfðu málað allar átta
innkeyrslurnar í mismunandi litum
- allsstaðar höfðu þær verið að
mótmæla. Sumsstaðar var girðing-
in um herstöðina alveg uppi í
sveitabæjum - nokkrir þeirra voru
til sölu.
Við námum staðar við eitt hlið-
ið. Friðarbelgjum var kastað inn
fyrir og þeir festir í girðingarnet-
inu. Hermenn voruréttfyririnnan.
Fljótlega kom lögreglubíll og
keyrði upp að bflnum okkar. Hér
voru líka kvennabúðir - stelpurnar
komu fram undan runnunum.
Þingið hefur sett ný lög sem
banna konunum að vera á tiltekn-
um hluta svæðisins umhverfis her-
stöðina. Tjöldin voru rifin niður og
þær voru reknar burtu. Þetta var
nýskeð og þeim fannst þó verst að
lögreglan hafði farið með átta bfla,
suma lánaða, sem konurnar höfðu
haft til ráðstöfunar. Einni hafði
tekist að aka á brott - hún var nú
eftirlýst, ákærð fyrir að hafa stolið
bflnum!
Það þurfti að reisa mörg tjöld
aftur og nokkrir hópar höfðu hafist
handa. Greinar voru lamdar niður í
hring með sleggju og renna grafin
umhverfis. Fyrir innan var hálmi
dreift í þykkt lag og grasi ofan á
áður en allt var hulið með segldúk
og plasti. Plastbútar af öllum
stærðum komu að góðu haldi - það
hafði rignt mikið um morguninn.
Meðan að sumar konurnar „tjöld-
uðu“ héldu aðrar fund við eldstæð-
ið þar sem matseld fór fram.
En nú var bíllinn, sem ég átti að
fara með til London, farinn að
bíða, og ég varð að slíta heimsókn-
inni með bestu kveðjum aðdáun og
Íiakklæti frá konum í Noregi og á
slandi. Hrærð af innilegum mót-
tökum en um leið með slæma sam-
visku yfir því að vera að fara leiðar
minnar settist ég up í bílinn. Bæði
hrygg og glöð.
Staðan er erfið, en bjartsýnin
birtist í ýmsum myndum, ekki síst í
stórum kventáknum, skreyttum
ágætum steinum og plöntum, og í
þeim fræjum sem sáð hefur verið í
krúsir og potta fyrir utan gjöldin.
Stolt, gleði og umhyggja var
mjög greinileg gagnvart þeim reifa-
börnum sem heyrðu búðunum til.
Þau minnstu fæddust fyrir tveim
vikum og voru fjórar ljósmæður til
aðstoðar. „Fæðingartjaldið“ er
nokkuð út af fyrir sig, og sérlega
vel frá því gengið.
Kraftar sameinuðust og um að
undirbúa drekahátíðina miklu og
var von á konum frá öllu Englandi.
Með mörgum litlum eldstæðum og
litríkum dreka sem á að ná hring-
inn í kringum búðirnar.
(áb snaraði).
Bergþór Finnbogason skrifar
Nú þarf að jafna kjörín
Eftir að hafa setið í hálft ár sér
nú ríkisstjórnin sitt óvænna og
neyðist tií þess að láta í minni
pokann fyrir launþegum. Barátta
þeirra fyrir endurheimt samn-
ingsréttarins og sá þungi sem
henni fylgdi, hefur nú splundrað
stjórnarliðinu, sem óttast afleið-
ingar gerða sinna.
Þetta ákvæði bráðabirgðalag-
anna að banna samninga um
kaup og kjör vinnandi fólks hefur
víst verið eitt af skilyrðum Stein-
gríms Hermannssonar og fram-
sóknar fyrir þátttöku þeirra í nú-
verandi ríkisstjórn. Út af fyrir sig
er gott til þess að vita, að
Steingrímur hefur nú opinberað
þjóðinni það. Að sjálfsögðu hef-
ur þetta ekki verið ásteitingar-
steinn milli stjórnarflokkanna í
upphafi. Þar sem stór hluti
íhaldsmanna hefur löngum mænt
eftir þessum möguleika.
En sú mikla andstaða eigin
flokks manna ásamt stjórnarand-
stöðunni, hefur nú hrakið stjórn-
ina á flótta. Samheldnin er rofin
af óttanum við almenningsálitið.
Það brestur í ráðherrastólunum
og brestirnir breikka eftir því sem
lengra líður, ef ekki er snúið til
baka. Flestir ráðherranna gera
sér það ljóst, að verði þeir nú að
yfirgefa stóla sína eiga þeir ekki
þangað afturkvæmt.
En því verður ekki neitað, að
þessi sigur okkar hefur tekið of
langan tíma. Já, alltof langan.
Verður það
endurtekið?
Þótt að það heyri nú senn sög-
unni til, að ráðherrar borgara-
flokkanna skuli hafa getað svipt
okkar samningsréttinum um
kaup og kjör í hálft ár með bráða-
birgðalögum þá er aldrei að vita
hvenær þeim dettur í hug að
endutaka slíkt, fyrst þeir sluppu
svo átakalítið frá því nú.
Hvað myndu forverar okkar -
þeir sem gengnir eru - hafa sagt
um þetta? Þeir, sem börðust fyrir
þessum rétti okkar um áraraðir
og létu ekki hræða sig frá átökum
ef þess þurfti með, þótt kjörin
væru kröpp og sultarólin strengd
upp í kvið. Þeir stóðu þéttar sam-
an og brugðu skjótar við til varð-
veislu réttar síns en við gerðum
nú. Það hræddi þá enginn með
lögreglu eða fangaklefum, því að
hvorttveggja höfðu þeir komist í
kynni við. En gengu þó jafnan
uppréttir.
Bregðum skjótt við
Eigi skal fjalla hér meir um
liðna tíð, þótt margt mætti af
henni læra.
Nú þarf skjótt að hefjast handa
og hirða þá mola, sem okkur eru
réttir og hnoða úr þeim brauð.
Já, stórt brauð.
Já, er tími til kominn að þeir fái
stærra brauð, sem hafðir hafa
verið í svelti í haust. Það er síst of
fast að orðið kveðið, að það fólk
er haft í svelti, sem lægst hefur
launin og til engra hefur að leita
að hjálp.
Ég heiti því á þá sem valist hafa
til forystu í launþegasamtökun-
um að bregða nú hart við og
krefjast þegar í stað stórbættra
kjara fyrir þá sem lægst eru
launaðir. Ég trúi ekki öðru en að
þéttar raðir félagsmanna muni
standa að baki forystunnar, ef til
átaka kemur um slíkt réttindam-
ál.
Það er nú sýnilegt að ótti hefur
gripið um sig í stjórnarliðinu.
Þeim ótta þarf að viðhalda, með-
an verið er að rétta hlut launþeg-
anna og skipuleggja björgunar-
starfið.
Það er fáránlegt að ætla sér að
telja þessu láglaunafólki trú um
það, að það hafi lifað um efni
fram og skapað sér óðaverð-
bólgu, sem sé aðsporreisa þjóð-
félagið.
í þessu þjóðfélagi er nóg til
skiptanna handa öllum. Það þarf
aðeins að jafna því betur milli
þjóðfélagsþegnanna. Sá grunur
læðist að manni, að bilið milli
þess hæsta og lægsta sé alltaf að
breikka og að forréttindastétt sé
að festa hér rætur og ætli sér að
deila og drottna í þessu þjóðfé-
lagi.
Hvernig skal
tryggja rétt sinn?
Það er umhugsunarefni,
hvernig best verði staðið að því
að fá hinn almenna félagsmann í
launþegasamtökunum til þess að
standa tryggan vörð um rétt sinn,
laun sín og kjör og vera ávallt í
viðbragðsstöðu gegn ásælni auð-
stéttarinnar.
Það verður seint tryggður rétt-
ur þeirra sem auðinn skapa með
afli og iðn á meðan þeir bera ekki
gæfu til þess að standa saman um
sterkt pólitískt afl, sem stendur
trúan vörð um réttindi þeirra.
Auður og allsnægtir verða ekki
til án vinnu og verklags hins strit-
andi manns, sem stendur undir
allri þjóðfélagsbyggingunni. En
því er sjaldan hampað í ræðu eða
riti.
Þótt Alþýðubandalagið og
forverar þess verði að teljast þeir
aðilar sem hin vinnandi hönd hef-
ur helst getað stuðst við, þá held
ég að þar sé margt sem þurfi
endurskoðunar við til þess að
launþegar almennt geti sett
óskorað traust sitt á það sem pól-
itískan bakhjarl í harðnandi bar-
áttu við auðstéttir þessa lands,
sem beita nú ríkisvaldinu misk-
unnarlaust fyrir dráttarvagn sinn.
Landsfundur AB
Vissulega er nú gott tækifæri
hjá Alþýðubandalaginu - þar
sem landsfundur þess er fram-
undan og verulegar skipulags-
breytingar fyrirhugaðar að
byggja upp flokk, sem nær til
stærri hópa launþegasamtakanna
og allra þeirra sem standa undir
þjóðfélagsbyggingunni og vinna
hörðum höndum frá morgni til
kvölds.
Þetta fólk verður að finna að
það eigi raunverulega heima í
röðum Alþýðubandalagsins. Það
verður að finna að það sé tekið
mark á skoðunum þess. Það
verður að finna einhvern sam-
eiginlegan tilgang, sem standi
Bergþór Finnbogason.
ofar dægurmálunum hverju
sinni. Og það verður að finna vilj-
ann til þess að binda endi á þessa
hóflausu vinnuþrælkun, sem hér
hefur átt sér stað áratug eftir ára-
tug og þekkist ekki í nokkru ná-
lægu landi.
Það verður fylgst með þessum
landsfundi, samþykktum hans og
ályktunum. Það verður gerð
krafa til hans um skýrari stefnu
mótun í efnahags- og atvinnumál-
um þjóðarinnar. í fjárfestingar
og skuldamálum hennar. Þá
verður stefnan í sjálfstæðismál-
urn þjóðarinnar að vera afdrátt-
arlaus.
Þótt skipulagsmál flokksins
séu eitt aðalmál landsfundarins
þá mega þau þó ekki kæfa þjóð-
málaumræðuna, sem verður að
marka starfsgrundvöll flokksins
fram í tímann.
Það er haft við orð, að mjög
skiptar skoðanir séu um þau
skipulagsdrög sem lögð verði
fyrir fundinn. Það er ekki af hinu
verra ef umræður verða málefna-
legar og rökfastar. Upphaflega
skyldu menn þó gera sér grein
fyrir hvert stefnt er með breyting-
unni. Ættu menn þá að hafa í
huga uppruna þess flokks.
Laustengt bandalag hans við ann-
an vel skipulagðan flokk. Hvern-
ig gekk samstarfið?
*
„I þessu þjóðfélagi er nóg til skiptanna handa
öllum. Það þarfaðeins að jafna því betur milli
þjóðfélagsþegnanna‘(, segir Bergþór Finn-
bogason í grein sinni.