Þjóðviljinn - 17.11.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓiyVILJINN Fimmtudagur 17. nóvember 1983
Steíndórs
saga frá
Hlöðum
Út er komin hjá Erni og Örlygi
síðara bindi sjálfsævisögu
Steindórs Steindórssonar, náttúru-
fræðings og fyrrverandi skóia-
meistara frá Hlöðum. Nefnist bók-
in SÓL ÉG SÁ sem hin fyrri,
Þetta bindi fjallar um það sem
kalla má tómstundastörf hans og
hliðarhopp frá hinni troðnu braut
embættismanna. Hér segir
Steindór frá afskiptum sínum af
pólitík, bæði bæjarpólitíkinni á
Akureyri og ísafirði. Steindór segir
einnig frá stuttri setu sinni á Al-
þingi og segir frá hinum umdeildu
Laxármálum sem hann hafði tölu-
verð afskipti af á sínum tíma.
í bókinni segir Steindór einnig
frá ferðalögum sínum, ritstörfum
og rannsóknum heima og erlendis.
Loks segir Steindór frá því hvernig
hann hefur eytt síðustu árunum,
eftir að landslög skipuðu honum í
ruslakompuna þegar náð var eftir-
launaaldri.
Eins og í fyrri hluta æviminninga
sinna fjallar Steindór hispurslaust
um menn og málefni og dregur
ekkert undan þegar hann segir
skoðun sína og kynnir viðhorf sín.
Þrjár þýddar ásíarsögur
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur
gefið út þrjár nýjar þýddar ástar-
sögur eftir vinsæla höfunda.
Ég veit að þú lifir er eftir danska
höfundinn Erling Poulsen og er
gefin út í flokknum Rauðu ástar-
sögurnar. Hún fjallar um unga
stúlku sem verður fyrir þeim
ósköpum á brúðkaupsdag að unn-
usti hennar er sagður dauður þegar
hann á að mæta til brúðkaups
þeirra - en kannski er sú frétt ekki
á rökum reist. Skúli Jensson þýddi.
Haminguleit heitir saga eftir
breskan höfund, Nettu Muskett,
sem kemur út í þýðingu Snjólaugar
Bragadóttur. Þar er líka fjallað um
brúðkaup sem ferst fyrir, að þessu
sinni vegna þess að unnustan hittir
óvænt gamlan elskhuga og strýkur
með honum. En leiðir þeirra sem
giftast áttu munu samt liggja saman
síðar.
Ást og launráð heitir ástarsaga
eftir Bodil Forsberg, sú fimmtánda
sem á íslensku kemur. Þar segir frá
hjónabandi sem leysist upp vegna
náttúruhamfara og vélabragða
ýmiskonar.
Rauður:
þríhymingur
=Viðvörun
Gera aukaverkanir lyfsins
sem þú tekur þig hættulegan
í umferðinni?
llBE™"
erlendar bækur
Britannia um
daga Rómverja
Rodney Legg: Romans in Britain.
Heinemann 1983.
James Dyer: The Penguin Guide to
Prehistoric England and Wales.
Penguin Books 1982.
Rodney Legg hefur kynnt sér og
ritað um ensk þjóðfræði og forn-
leifafræði. Hann hefur nýlega stað-
ið að útgáfu „Monumenta Brittan-
ica“ Johns Aubreys, sem hefur
legið óútgefið í handritum í 300 ár,
en er fyrsta ritið sem marktækt er
um breska fornleifafræði.
Rómverjar hernámu England og
Wales og það stóð í 400 ár. Þeim
tókst ekki að ná valdi á öllum
Bretlandseyjum.Legg rekur ástæð-
urnar til hernámsins, sem var
ótti Rómverjaviðsterkt’ keltneskt
ríki á eynni, sem myndi að öllum
líkindum þrengja að völdum Róm-
verja í Gallíu síðar. Það var ekki
þrautalaust að halda Bretum í
skefjum, kostaði ógrynni fjár og
miklar fórnir. Keisararnir lögðu
stolt sitt í að styrkja sem mest völd
Rómverja í landinu og svo kom að
því að England varð meiriháttar
kornframleiðsluland, sem önnur
skattlönd Rómverja í Evópu nutu
góðs af.
Höfundurinn rekur hér sögu
Britanniu um daga Rómverja,
styðst við skráðar heimildir og
heimildir fornleifarannsókna.
Hann sýnir fram á hve langæ áhrif
Rómverja voru, þeir stóðu að
miklum framförum í landbúnaði og
iðnaði á eynni og reistu borgir og
vígi, lögðu vegi og gerðu hafnir.
Þetta er trúverðugt rit um Provinc-
ia Brittanniae.
The Penguin Guide to Prehistör-
ic England and Wales er upp-
sláttarrit,atriðumraðað eftir starf-
rófsröð innan hvers héraðs eða
skíris. Þarna eru tíunduð þau
mannvirki, byggingarleifar, grafir,
garðar og grjótbyrgi og grjótvirki,
sem kunn eru frá forsögulegum
tímum. Alls er lýst tæpum 1000
minjum af þessu tagi. Elstu minj-
arnar eru taldar geta veirð um
50.000 ára gamlar eða frá eldri
steinöld, meginhluti minjanna er
yngri, það er frá þeim tímum þegar
ísöld lýkur og fram undir daga
Rómverja.
Kort og uppdrættir eru prentaðir
með texta. Rannsóknir þessara
minja og uppgötvun þeirra hefur
lengt enska sögu aftur í gráa forn-
eskju og þar eru það steinamir sem
tala. Nokkrar myndsíður fylgja,
bókaskrár og orðalisti ásamt regi-
stri.
Hadrians-múrinn í Norður-Englandi, sem byggður var af Rómverjum á 2.
öld.
Petraraca-
Pastior- Michaux
Henri Michaux: Eckposten -
Poteaux d’angle. Aus dem Franzo-
isischen ubersetzt von Werner
Dúrrson. Carl Hanser Verlag
1982.
Oskas Pastior - Francesco Petr-
arca: 33 Gedichte. Carl Hanser
Verlag 1983.
Henri Michaux fæddjst í Namur í
Belgíu 1899. Hann býr í París.
Ferðaðist um Kfna, Indland,
Suður-Ameríku, lagði stund á ým-
iskonar austræna dulspeki. Hefur
stundað málaralist og rannsakað
áhrif maskalíns á sjálfum sér.
Fyrsta ljóðabók hans kom út 1927
en áður hafði hann gefið út
ferðalýsingar frá ferðum sínum um
Indland og Suður-Ameríku, sem
þykja mjög magnaðar. Hann gaf út
dulspekitímaritið „Hermes“.
Inntak ljóða hans er spennan milli
ytri og innri heims og andúð hans á
afskiptum samfélagsins af einstak-
lingnum. Ljóð hans eru mjög sér-
stæð, surrealísk að skynjun og
formi. Eftir að hann tók að mála,
telur hann að málverk sín séu mun
betri tjáning skynjana sinna heldur
en ljóðið. fþessari bók eru birtar
hugsanir um manninn og umhverf-
ið. Skrif þessa höfundar minna um
margt á Kafka og einnig á myndir
Chaplins. Óskiljanlegt og fram-
andi umhverfi, fjandsamlegt og
fráhrindandi og hinn innri heimur
þar sem fantasían ræður, þetta eru
pólarnir í lífssýn skáldsins.
Fjölmörg skáld hafa á síðustu
600 árum þýtt ljóð Petrarca. Pa-
stior er meðal þeirra síðustu. Hann
fæddist 1927, las germönsk fræði í
Bukarest og lagði einnig stund á
fjölmiðlafræði, býr nú í Vestur-
Berlín. Hefur gefið út nokkrar
ljóðabækur.
Canzoniere 366 ljóð, megin-
hlutinn sonnettur til Lauru, mót-
uðu og urðu fyrir mynd ljóðagerð-
ar í Evrópu í langan tíma. Snilli
Petrarca lá í tækni hans að aðlaga
form og skynjun og þenslunni sem
skapaðist milli trúarlegrar kenndar
og veraldlegrar. Ljóðasafnið er ein
heild, og þótt sú skoðun ætti ekki
upp á pallborðið um tíma, þá er
það mat ekki lengur ráðandi.
Pastior segir nokkuð frá skynjun
sinni á ljóðum Petrarca í eftirmála
og hann enduryrkir ljóðin sam-
kvæmt þeirri skynjun. Ljóðin eru
gefin út í bókaflokk Hanser útgáf-
unnar sem kallast Akzente, sem
ber sama nafn og tímarit, sem
Hanser gefur út og sem fjallar um
nýjungar í bókmenntum og bók-
menntir almennt.
iéí
T\L MWENNINGSHEIf^
ERT ÞÖ BÚIN(N)
AÐ FA MIÐA?
Pionustusiöa Pjoövilians
ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA
Sveinbjörn G. Hauksson
Pípulagningameistari
Sími 46720
Ari Gústavsson
Pipulagningam
Simi 71577
Nýlagnir
Jarölagnir
Viögerðir
Breytingar
Hreinsanir
VÉLA- OG TÆKJALEIGA
Alhliða véla- og tækjaleiga.
Heimsendingar á stærri tækjum.
Sláttuvélaleiga.
Múrara- og trésmiðaþjónusta,
minni háttar múrverk og smíðar.
Steypusögun
BORTÆKNI SF.
Vélaleiga, sími 46980 — 72460,
Nýbýlavegi 22, Kópavogi,
(Dalbrekkumegin)
— Kjarnaborun — Vökvapressa.
r^r -----
STÉT Hyrjarhöfða 8. - II- T Sími 86211. l +
r Áugip lí Þjóðviljanur n
GEYSIR , Bílaleiga k
Car rental J
BORGARTÚNI 24- 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015
TRAKTORSGRÖFUR
L0FTPRESSUR
SPRENGIVINNA
46297
STEYPUSÖGUN
vegg■ og gólfsögun
VÖKVAPRESSA
i múrbrot og fleygun
KJARNABORUN
fyrir öllum lögnum
Tökum aö okkur verkefni um allt land. — Fljót og góö
þjónusta. — Þrifaleg umgengni.
Verkpantanir
Irá kl. 8—23.
BORTÆKNI S/F
Vélaleiga S: 46980 - 72460.