Þjóðviljinn - 06.01.1984, Page 2

Þjóðviljinn - 06.01.1984, Page 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. janúar 1984 Attum von á slæmu veðri en ekki svona segir Sigurður Hólm stýrimaður á Sjávarborginni Skipverjar reyna að losa grjót úr skrúfuhring skipsins. „Það voru tveir á vakt um borð í skipinu, en það var ekk- ert hægt að gera, veðrið var svo ofboðslegt. Við áttum von á slæmu veðri en ekki svona snar- vitlausu“, sagði Sigurður Hólm stýrimaður á Sjávarborginni, þegar Þjóðviijamenn ræddu við skipverja í borðsal skipsins þar sem það lá á þurru utan í grjót- garðinum í ytri höfninni í Sand- gerði í gær. „Skipið var lengi að reka hingað upp eftir að það slitnaði frá bryggju. Það var komið í þessar stellingar um hálf átta leytið og hef- Sjávarborgin nýlegt og glæsilegt fískiskip á þurru utaní grjótgarðin- um í Sandgerðishöfn. Mynd: -eik. ur legið fast fyrir. Við höldum að það sé ekki skemmt svo nokkru nemi. Það komst grjót í skrúfu- hringinn og við þurfum að ná því úr áður en við ætlum að reyna að draga skipið út á spilunum á fíóð- inu í kvöld. Ég held að það ætti að takast", sagði Sigurður. Hann sagðist álíta að sjógangur- inn hefði verið öllu verri í nýju höfninni en þeirri gömlu og engin leið að athafna sig í landi. Sjávar- borg er tiltölulega nýtt fiskiskip, smíðað í Slippstöðinni á Akureyri á miðju ári 1981. Það hét áður Þór- unn hyrna. Skipið fékk ekki leyfi til loðnuveiða sl. haust og hefur legið við bryggju síðustu tvo mánuði en frá því um áramót hefur verið unn- ið að fullum krafti í skipinu að gera það klárt fyrir loðnuvertíðina. -lg- Sigurður Hólm stynmaður bíður eftir kvöldflóðinu. Mynd: -eik. Pálmi Jónsson fyrir miðri mynd ásamt skipsféiögum sínum í borðsal Sjávarborgarinnar í gær. Mynd: -eik. Stukkum frá borði og hlupum í ofboði í land segir Pálmi Jónsson sem var á vakt um borð í Sjávarborginni „Ég vaknaði við ósköpin í veðrinu um fímmleytið og sá þá strax hvað var í aðsigi. Við vor- um tveir á vakt um borð og stukkum strax frá borði og hlupum í ofboði í land til að ná í hjálp“, sagði Pálmi Jónsson háseti sem var um borð í Sjávar- borginni, þegar skipið byrjaði að Iosna frá bryggju í fyrrinótt. „Við náðum ekki í kallana í landi fyrr en of seint. Það átti enginn von á þessum ósköpum. Þegar við komum hingað niður- eftir aftur þá fór skipstjórinn Guðmundur Garðarsson um borð og var einn um borð með- an skipið rak hérna upp í grjót- garðinn. Það kom mjög mjúk- lega niður og við höldum að það sé svo til óskemmt þrátt fyrir þessi ósköp“, sagði Pálmi. - lg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.