Þjóðviljinn - 06.01.1984, Síða 3
Föstudagur 6. janúar 1984: ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
9 bátar og 3 skip
slitnuðu upp í Sandgerðishöfn
Mestir veður-
ofsi í manna
minnum
5 bátar
stórskemmdir
eftir
þennan
veðraham
Þrjú stór fiskiskip þar af eitt
450 lesta og 9 litlir fiskibátar
slitnuðu upp frá bryggju í höfn-
inni í Sandgerði í ofsaveðri seint
í fyrrinótt. Stórstreymt var,
stormur að suð-vestan og for-
áttubrim, svo elstu menn á
Sandgerði muna ekki eftir öllu
vitlausara veðri.
Stóru stálskipin lágu öll við ytri
hafnargarðinn en bátarnir í innri
höfninni. Rak stálskipin upp að
nýja brimgarðinum innst í höfn-
inni. Reyni GK-177 og Víði IIGK-
275, hvorutveggja ríflega 100 lesta
skip tókst að losa sig úr grjótgarð-
inum með eigin spilabúnaði um há-
degisbilið í gær, en Sjávarborgin
GK-60, lá á hliðinni í hafnargarðin-
um í allan gærdag, en á flóðinu í
gærkvöldi tókst að ná henni á flot
aftur. Engar stórvægilegar
skemmdir urðu á þessum skipum
þrátt fyrir veðurofsann.
Af þeim 9 fiskibátum sem rak
upp í hafnarendann tókst að bjarga
Sjógangur á Seltjarnarnesi
Flæddi inní hús
Á flóðinu í gærmorgun flæddi
sjór inní kjallara íbúðarhússins
Marbakka á Seltjarnarnesi. Að
sögn Sæmundar Pálssonar lög-
reglumanns var vatnið um 20
sm djúpt og olli ekki umtals-
verðum skemmdum. Þá flæddi
inn í íbúð í húsinu Elliða við
Nesveg og skemmdi gólfteppi,
húsgögnum tókst að bjarga.
Björgunarsveitin Albert á Sel-
tjarnarnesi var kölluð út og
önnuðust félagar úr henni
hjálparstarf í húsunum og eins
voru menn á verði ef óhöpp
yrðu annarsstaðar, sem þó ekki
varð. Aftur á móti bar brimið
þang og grjót uppá land á
nokkrum stöðum, en skaðar
urðu engir. - S.dór.
Þannig lágu bátarnir, flestir illa brotnir innst í höfninni í Sandgerði í gær þegar fjarað hafi út og lægt í
veðurofsanum. Fremst á myndinni er Sóley sem verið er að hífa á land, en fjærst til hægri sést í Sjávarborg-
ina þar sem hún liggur á þurru í ytri höfninni. Mynd: -eik.
4 að bryggju aftur, en 5 bátar er
meira og minna skemmdir eftir að
hafa lamist til í fjörunni. í gærdag
meðan fjaraði út, var unnið að því
að koma þessum bátum á þurrt
land með stórum kranabílum.
Voru bátarnir flestir eitthvað
brotnir, og sjór í þeim öllum.
Engin stórslys urðu á mönnum í
veðurofsanum í fyrrinótt og gær-
morgun, en eigandi eins bátsins
sem rak upp í fjöru, var hætt kom-
inn þegar vörubifreið sem hann
hugðist nota til að draga bát sinn að
bryggju aftur, fór fram af bryggj-
unni og á bólakaf í höfnina. Hann
fór með vörubílnum í höfnina en
náði að komast út og á land. Hann
var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík
en líður vel eftir atvikum.
Brimið í Sandgerðishöfn í gær
gekk langt á land, og var víða eins
og yfir hafsjó að líta. Ljóst er að um
stórtjón er að ræða af völdum
veðursins og þakka margir að ekki
skyldi verr fara, en fáir skip-
stjórnarmenn gættu báta sinna í
Sandgerðishöfn í fyrrinótt þrátt
Togarinn Ottó. N. Þorláksson
fékk á sig brotsjó í gærmorgun þar-
sem hann var á vciðum á svonefnd-
um Fjöllum útaf Reykjanesi. Eng-
an skipverja sakaði en óttast er að
tjón hafi orðið talsvert.
Rúður brotnuðu og siglingatæki
skemmdust er sjórinn reið yfir og
fyrir aðvaranir veðurfræðinga um
þá hættu sem veðurofsinn gæti
skapað samhliða stórstreyminu.
talin er hætta á að yfirbyggingin
hafi skekkst. Sé það reyndin má
útgerðin, BÚR, búast við talsverð-
um fjárútlátum, en togaranum var
hleypt af stokkunum árið 1980.
Ottó N. Þorláksson lagðist að
Reykjavíkurhöfn seint í gærkvöldi.
- Ál/m.
BÚR-torgarinn Ottó N. Þorláksson
fékk á sig brotsjó í gærmorgun
Brúin skökk?
Fjárhagsáætlun borgarinnar:
Allar tillögur um lægrí skatta
Styrkir til menningarstarfsemi dragast aftur úr
Umræður um fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar 1984 stóðu enn
þegar blaðið fór í prentun í gær. Þó
atkvæðagreiðslu væri ekki lokið, lá
Ijóst fyrir að allar tillögur minni-
hlutans um skattalækkanir yrðu
felldar af Sjálfstæðisflokknum.
„Davíð Oddsson er nú orðinn
skattakóngur á höfuðborgarsvæð-
inu“, sagði Sigurjón Pétursson í
umræðunum, og leggur á hæst út-
svar allra sveitarfélaga þar, eða
11%. Það fer lítið fyrir efndum á
loforðum Sjálfstæðisflokksins um
skattalækkanir nú“.
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins fluttu eins og aðrir minni-
hlutaflokkar, fjölmargar tillögur til
breytinga á fjárhagsáætluninni, en
afgreiðslu þeirra var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun. Meðal
tillagna AB var áskorun til þing-
manna Reykjavíkur um að þeir
beiti sér fyrir breytingu á lögum um
álagningu útsvars, þannig að unnt
verði, þegar á þessu ári að leggja á
stighækkandi útsvar, til þess að
þeir sem breiðu bökin hafa taki
stærri hluta af þeirri vaxandi út-
svarsbyrði, sem nú á að leggja á
borgarbúa.
Þá fluttu borgarfulltrúar AB til-
lögu um að verja 3 miljónum króna
til að greiða niður strætisvagnafar-
gjöld reykvískra framhaldsskóla-
nema með tilvísun til gífurlegra
hækkana á fargjöldum SVR á síð-
asta ári, og enn frekari hækkana
sem eru fyrirhugaðar í ár.
Vegna þess neyðarástands sem
ríkir í húsnæðismálum aldraðra
lögðu fulltrúar AB til að í ár verði
keypt eða tekið á leigu húsnæði
sem breyta má í leiguíbúðir fyrir
aldraða en 1165 manns bíða nú úr-
lausnar hjá Félagsmálastofnun og
næsta bygging kemur í gagnið
1986. Þá lögðu þeir til að byggð
yrði tvö þriggja deilda dagvistar-
heimili á Eiðsgranda og í Árbæjar-
hverfi í ár, en tillaga Félagsmála-
ráðs þar um var felld í borgarráði af
meirihlutanum. Einnig fluttu þeir
tillögu um að flýta byggingu við-
bótarhúsnæðis við Seljaskóla í stað
þess að flytja þangað færanlegar
kennslustofur frá Hólabrekku-
skóla.
Alþýðubandalagið flutti einnig
tillögur um hækkanir á styrkveit-
ingum til ýmissa félagasamtaka í
Tillaga AB í borgarstjórn:
Stighækkandi utsvar
Breiðu bökin beri stœrri hlut í aukinni skattbyrði
Með tilliti til þeirrar vaxandi út-
svarsbyrði sem Reykvíkingum er
nú œtlað að að axla ofaní kjara-
skerðinguna, er áríðandi að þegar á
þessu ári verði veitt heimild til að
beita stighœkkani útsvarsálagn-
ingu, sagði Sigurjón Pétursson
m.a. í borgarstjórn í gœr. Peir sem
hærri tekjur hafa borga þá hlutfalls-
lega meira, - þannig tœkju breiðu
bökin stœrri hluta af þeirri skatta-
hœkkun sem framundan er, sagði
hann.
Sigurjón lýsti stuðning við til-
lögur um 10% útsvarsálagningu í
stað þeirra 11% sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ákveðið og felur í
sér 30% aukningu á skattbyrði
borgarbúa. Hann mælti fyrir svo-
hljóðandi tillögu AB: „Með vísun
til samþykktar borgarstjórnar á
síðasta fundi um breyttar reglur um
álagningu útsvars, skorar borgar-
stjórn á þingmenn Reykvfkinga að
beita sér fyrir því að lögum um
tekjustofna sveitarfélaga verði
breytt nú þegar, þannig að við út-
svarsálagningu á þessu ári verði
hægt að beita stighækkandi álagn-
ingu.“
Afgreiðslu tillögunnar var ekki
lokið, þegar blaðið fór í prentun,
en á síðasta fundi borgarstjórnar
fyrir áramót var samþykkt sam-
hljóða að óska heimildar fé-
lagsmálaráðuneytis til aukins
sjálfsforræðis borgarinnar í út-
svarsálagningu. Sigurjón benti á að
ef til kæmi lagabreyting frá alþingi
þyrfti ekki heimild frá ráðuneytinu
og það væri mjög áríðandi að heim-
ild um breyttar álagningarreglur
fengist sem fyrst, nú þegar stór-
auka ætti skattbyrði borgarbúa.
- ÁI.
felldar
borginni, en styrkveitingar hafa
dregist mjög afturúr verðlagsþróun
nema í einstaka tilfellum. Frá því
styrkir voru samþykktir fyrir einu
ári hefur kostnaður almennt vaxið
um 50-60%, en styrkirnir hækk-
uðu aðeins um 20-30% og margir
hverjir lækkuðu samkvæmt til-
lögum meirihlutans m.a. styrkir til
Alþýðuleikhússins, Félags ein-
stæðra foreldra. Auk þess gerði
meirihlutinn ekki tillögu um að
styrkja íslensku óperuna, útgáfu
Sögufélagsins, safn til sögu
Reykjavíkur og fleira mætti telja.
Meðal annarra tillagna AB má
nefna áframhaldandi framkvæmdir
við bað- og búningsklefana í
Laugardal, endurbyggingu menn-
ingarsögulegra bygginga í eigu
borgarinnar, rannsóknir á hafnar-
gerð vegna skipaverkstöðvar, 5
miljón króna fjárveitingar til
hverfasamtaka til einstakra fram-
kvæmda auk hækkunar á styrkveit-
ingum til íbúðasamtaka, 2 miljónir
til kerfisbreytingar í heilbrigðis-
þjónustu í borginni og tæpar 400
þúsundir í bakvaktir barnavern-
darnefndar.
Til öflunar tekna á móti þeirri
útgjaldaaukningu, sem Alþýðu-
bandalagið lagði til flutti flokkur-
inn tillögur um að fresta gatnagerð
í Grafarvogi og við Hagkaupshúsið
í Nýjum miðbæ, snúa til baka með
gervigrasið í Laugardag og fresta
breikkun Sundlaugarvegar.