Þjóðviljinn - 06.01.1984, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN'Föstudágur 6. janúar 1984
DlOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandí: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglysingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Ðergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Tímamót Fram-
sóknatflokksins
Núvérandi ríkisstjórn er tímamótastjórn í því tilliti, að
hingað til hafa stjórnmálaflokkar farið í samstjórn með
Sjálfstæðisflokknum með því fororði, að veita íhaldinu
aðhald, að halda því í skefjum.
Framsóknarflokkurinn, sem eitt sinn var félagshyggju-
flokkur, fór á sínum tíma í ríkisstjórnir með Sjálfstæðis-
flokknum á þessum forsendum. En auðvitað dapraðist
flokknum flugið eftir langvarandi íhaldssamvinnu.
Þrátt fyrir það tókst á stundum að milda ásjónu Fram-
sóknarflokksins í vinstri ríkisstjórnum og Alþýðubanda-
laginu sérstaklega tókst að leiðrétta línuna hjá Framsókn
með aðhaldi í stjórn og stjórnarandstöðu. En nú er annað
uppi.
I íhaldsstjórn þeirri sem þjóðin situr uppi með fer
Framsóknarflokkurinn með forystuhlutverk. Framsókn-
arflokkurinn hefur nú gengið fram fyrir skjöldu íhaldsins í
málaflokkum sem hingað til hafa verið aðal svörtustu
afturhaldsflokka. Og Framsóknarflokkurinn hefur í tíð
þessarar ríkisstjórnar gengið feti framar en erkiíhaldið í
fjölmörgum málum.
Um þetta eru alltof mörg dæmi. Framsóknarflokkur-
inn hefur gengið lengra fram í herdaðrinu einsog nýjustu
dæmi sanna heldur en meiraðsegja Morgunblaðið treystir
sér til að verja.
í afstöðunni gagnvart launafólki er Framsóknarflokk-
urinn orðinn harðsvíraðri en hinn hreini flokkur atvinnu-
rekenda. Framsóknarflokkurinn hefur á öllum stigum
þessarar ríkisstjórnar gengið harkalegar að verkalýðs-
hreyfingunni en Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur. Þannig
vildi Framsóknarflokkurinn til að mynda að samninga-
bannið stæði enn lengur en íhaldið féllst á
í núverandi ríkisstjórn hefur Sjálfstæðisflokkurinn
eignast jafnoka sinn og gagnrýnislausan jábróður í því að
hleypa inn erlendu fjármagni í landið. Og þegar svo er
komið að þessi fyrrverandi félagshyggjuflokkur er orðinn
einsog blaðafulltrúi hjá stórauðvaldinu í Sjálfstæðis-
flokknum, er réttlætanlegt að spyrja hvort Framsóknar-
flokkurinn muni ekki deyja út - með Tímanum?
Runnið til
í olíunni
Dagblað sem olíufélag og stórkaupmenn gefa út í
Reykjavík ýjar að því í leiðara í gær, að hrunadans
ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum sé einhvers konar
„Ieikur“ sem allir eigi að taka þátt í á forsendum ríkis-
stjórnarinnar. „Verður verkalýðshreyfingin látin
skerast úr leik?“ spyr Tíminn af þjósti í tilefni af hug-
myndum ríkisstjórnarinnar um svokallaðar atvinnu-
málanefndir.
Þessi leiðari Tímans staðfestir þær grunsemdir, að
ríkisstjórnin hafi hugsað sér að gera atvinnumálanefnd-
ir ábyrgar fyrir andstyggilegustu afleiðingum stjórnar-
stefnunnar; atvinnuleysinu.
Auðvitað ræður verkalýðshreyfingin sér sjálf og sinni
atvinnumálastefnu, sem er allt önnur en atvinnumála-
stefna ríkisstjórnarinnar. Verkalýðshreyfingin getur
því ekki látið leiða sig einsog lamb til slátrunar í slátur-
húsi ríkisstjórnarinnar. Hún er ekki að neinu leyti
ábyrg gagnvart hinni fjandsamlegu ríkisstjórn.
Annað hvort hefur Þórarinn Þórarinsson runnið til í
olíunni hjá nýja hlutafélaginu sem gefur út Tímann eða
skrifað leiðarann af hreinræktuðum prakkaraskap.
Þórarinn veit alténd að úrslit þess leiks eru fyrirfram
ráðin, þarsem andstæðingurinn ræður öllu í senn;
knettinum, línuvörðunum og - dómaranum. í þeim leik
gerist ekkert fyrr en áhorfendurnir taka til sinna ráða
og gera út um leikinn. Að því kemur.
-óg
klippt
ShitswnassodNÞhifÞret* om 1Þ1%T:# uruier&ökniny:
Vissa yrken utsatta
det
W .
skHsmiMO^
_ et finns stressiga,
I rilriiga och trUttande yr-
ken, som frestar hárt pá
samlivet Det flnns intel-
lektueiia yrken, dar man
inte lever sá borgerligt,
sUger Gunnar och Bente
öberg.
Deir doktorer pá skilsmissor.
Gunhar ár psykolog och Bente
socionom. Deras avhandling he-
ter "Skilsmássa, sorg och förlus-
ter” — upplevelser som de áven
har prívat erfarenhet av. B&da
har genomg&tt smártsamma
skilsmássor.
. Just nu genomför Gunnar och
Bente en stor intervjuundersök-
ning av ett 60-tal familjer dár
föráldramn har skilt sig och har
gemen6am v&rdnad av barnen.
— Det ár sv&rt att dra n&gra
intelligenta slutsatser av DN:s
| undersökniong utan att ta reda
p& de bakomliggande faktorerna
till skilsmássorna, ságer de.
[ Mánga orsaker
- Det ka,
lorsaker uom
>nju finnas b&de yttre
npíHaáatai
— Ofta ár dessa mánniskor
dubbelarbetande, har kanske
skiftjobb som gör att de sállan
ses och ovanpfi det kanske ocks&
har d&lig ekonomi. Det innebár
att det inte blir mycket över till
att ha det bra tillsammans.
- I m&nga familjer ár det s&
lite kitt mellan föráldrarna — det
ár i stort
cialt tryck. Man kánner varand-
ra, hjálper varandra och kontrol-
lerar ocks& varandra p& ett helt
annat sátt án i staden. I till exem-
pel lantbruket finns ocksft en helt
annan gemenskap kring arbetet
— jorden och djuren — án i de
flesta andra yrken.
- Mángifter
om sig snabba-
reánkvinnor
efterenskils-
_ mássa. Dárför
á't&tuÍ£len
I fr&nskilda
krnnnor högre
anfránskilda
tnán, sager
Gunnar och
Bente öberg,
doktorerpá
I skilsmássa.
Fo»o 'JAN E
CARLSSON
mindre vanligt. Kvinnor, som i 75
procent av fallen ár de drivande
bakom skilsmássan. skiljer sig
först och váljer ny partner sena-
re.
— Mán som dáremot blivit be-
dragna blir sö kránkta att dfrras
sjálvkánsla knácks. De söker
snabbt bilda ny familj för att f&
Ekki örugg höfn
Hjónabandið er ekki eins ör-
ugg höfn og hér áður. Alltaf
fjölgar skilnuðum hér sem
annarsstaðar. Ef gefa ætti í upp-
hafi árs ungum og ógiftum gott
ráð þá væri það helst að leita sér
að bónda eða presti sem maka
vilji viðkomandi bindast ein-
hverjum til lífstíðar.
Nýlega var gerð í Svíþjóð ein-
stæð rannsókn, þar sem grafist
var fyrir um það hvaða áhrif
atvinna manna hefði á skilnaðar-
tíðni. Kemur þar margt fróðlegt í
Ijós. Þeir sem eru í sviðsljósinu,
leikarar, myndlistarmenn, rithöf-
undar, sjónvarpsfólk og plötu-
snúðar eru hvað óstöðugastir í
hjónasænginni. Þeir ku ekki falla
inn í hið borgaralega reglusama
líferni sem er forsenda fyrir var-
anlegu hjónabandi. Það kemur
einnig á daginn að í láglaunahóp-
um sem vinna á vöktum er skiln-
aðarprósentan næstum jafnhá og
hjá fólkinu í sviðsljósinu. Það var
talið skýrast af því að fjölskyldur
þar sem kannski bæði hjónanna
vinna á vöktum hafa litla mögu-
leika til þess að þróa sínar sam-
vistir og uppúr flosnar áður en
varir.
100% fjölgun
Skilnuðum hefur fjölgað um
100% á sl. tíu árum í Svíþjóð, og
þar skilja 20 þúsund hjón að
borði og sæng á ári hverju. Hjón-
in Gunnar og Bente Öberg, sál-
3 mínútur
í dómsdag
Dómdagsklukkan var búin til
af hópi kjarnorkuvísindamanna
árið 1947 til þess að sýna á graf-
ískan hátt hve heimurinn væri
nærri kjarnorkuútrýmingu að
þeirra áliti. Mánaðarritið Bul-
letin og Atomic Scientist -
Fréttabréf kjarnorkuvísinda-
manna - hefur birt dómsdags-
klukkurnar um hver áramót. Að
þessu sinni komust 47 vísinda-
menn, þar af 18 Nóbelsverð-
launahafar, að þeirri niðurstöðu
að færa bæri klukkuna fram um
eina mínútu þannig að hana vant-
aði þrjár mínútur í 12. Þetta er
hið næsta sem stóri vísirinn á
klukkunni hefur komist þeim litla
fræðingur og félagsráðgjafi, hafa
nýlega lokið doktorsritgerð um
þetta fyrirbæri, og nefnist hún:
„Skilnaður, söknuður og missir“.
Þau telja að fjölgun skilnaða sé
endurspeglun af auknu efnahags-
legu sjálfstæði kvenna, sem þurfi
ekki lengur að hanga í hjóna-
bandi eingöngu af efnahagsleg-
um ástæðum. Það kemur fram í
könnuninni að konur í „karla-
störfum“ eru fráskildar í meira
mæli heldur en konur í hefð-
bundnum kvennastörfum. í svo-
kölluðum tæknistörfum eru frá-
skildar konur helmingi fleiri en
fráskildir karlmenn. Metið þar
eiga konur sem aka strætisvagni
eða sporvagni, fimmta hver kona
í þeim störfum er fráskilin.
Enda þótt könnun DN stað-
festi hið lélega orð sem fer af
hjónabandsstöðugleika lista-
manna þá afsannar hún þá for-
dóma að sjómenn og sölumenn
séu sérstaklega lausir í rásinni.
Það má vera að þeir eigi sér
stúlku í hverri höfn, eða hverjum
smábæ, en splundruð hjónabönd
eru ekki algengari í þessum störf-
um heldur en hjá meðal-
Svensson. 7.49% allra vinnandi
manna í Svíþjóð voru fráskildir
1980, en það er um það bil sama
prósentan og hjá sjómönnum.
Vaktavinnufólk
og bændafólk
Mörg af þeim störfum sem
f
Dómsdagsklukkan
á tólf, þ.e.a.s. kjarnorkuútrým-
ingu heimsins, í þrjátíu ár.
Dómsdagsklukkan var að ráði
vísindamanna sett á sjö mínútur í
tólf árið 1947. Klukkan hefur náð
því að vanta tvær mínútur í tólf,
en það var árið 1953 þegar Sovét-
menn sprengdu fyrstu vetnis-
sprengju sína. En hún hefur líka
verið færð aftur á tólf mínútur í
tólf, og síðast gerðist það árið
tengjast hárri skilnaðarprósentu
eru láglaunastörf þar sem fólk er
á faraldsfæti, oft stressandi og
þreytandi, og vinnutíminn ó-
reglulegur.
- Oft er þetta fólk á vöktum
bæði hjónin og sjást sjaldan auk
þess sem fjárhagur heimilisins er
slæmur. Það gefast því fáar
stundir til þess að hafa það gott
saman, segja Gunnar og Bente
Öberg. - Það er venjulegt að
hugsa sér að best sé fyrir fólk að
hafa sem ólíkust störf. Veru-
leikinn er allt annar. Þeir sem
hafa mikið sameiginlegt, jafnvel
starfið, hafa mfeira sem bindur þá
saman en það sem skilur þá að.
Þetta kemur vel fram á lands-
byggðinni, þar sem er bæði sterkt
félagslegt net og þrýstingur. Þar
þekkjast menn, hjálpast að, hafa
eftirlit hver með öðrum, og taka
sameiginlega þátt í að yrkja jörð-
ina og annast dýrin. Fram kemur
í rannsóknum að fleiri konur eru
fráskildaren menn. Það skýrist af
því að karlmenn gifta sig aftur
eftir skilnað fyrr en konur. Oft er
karlinn á eftir nýrri konu, en kon-
an hefur það sjaldnar að skilnað-
arástæðu. Og hafi karlinn verið
kokkálaður reynir hann að giftast
sem fyrst til þess að endurheimta
sjálfsvirðingu sína. Og svo hefur
konan oftast forsjá barnanna og
þessvegna lítinn tíma til þsss að
svipast um eftir nýjum maka.
- ekh
'72, þegar Sovétmenn og
andaríkjamenn undirrituðu
mkomulag um takmörkun
arnorkuvopna sem gengið hef-
ískyggilegt tal
Færsla dómsdagsklukkunnar
úr 4 mínútum í 3 mínútur í 12 er
tilkomin vegna þess að afvopnun-
arviðræður hefur rekið í strand
og vopnakapphlaupið er hafið
með nýjum krafti. Bernard Feld
ritstjóri Bulletin of Atomic Sci-
entist ritaði af þessu tilefni:
„Þetta er ekki aðeins spurningin
um tölu kjarnorkuvopna, heldur
er það ískyggilegra að tal og lát-
æði leiðtoga kjarnorkuveldanna
virðist boða að þeir séu reiðubún-
ir að nota þessi vopn“.